Fréttablaðið - 25.02.2012, Side 36
25. febrúar 2012 LAUGARDAGUR36
Þ
að er óhætt að segja
að það ríki mikil eft-
irvænting hjá áhuga-
fólki um blandaðar
bardagalistir (MMA)
því í kvöld mun
Gunnar Nelson, helsti bardaga-
íþróttakappi landsins, reyna sig
í Cage Contender-keppninni sem
fram fer í Dublin á Írlandi.
„Það er óhætt að segja að það
séu margir spenntir fyrir kvöld-
inu enda hafa vinsældir íþróttar-
innar vaxið gríðarlega að undan-
förnu. Þjóðin er líka búin að bíða
lengi eftir því að Gunnar snúi
aftur í búrið enda hefur hann
ekki keppt í MMA í eitt og hálft
ár,“ segir Jón Viðar Arnþórsson,
formaður bardagaíþróttafélags-
ins Mjölnis.
Gunnar ákvað að taka sér frí
frá keppni í blönduðum bardaga-
listum eftir að hann lagði Eugene
Fadiora að velli í september árið
2010 en hefur þess í stað einbeitt
sér þess að gólfglímu með mjög
góðum árangri.
Hann snýr hins vegar aftur í
búrið nú eftir sautján mánaða
hlé og mætir Alexander „Iron
Capture“ Butenko frá Úkraínu í
aðalbardaga kvöldsins. Butenko er
gríðarlega öflugur bardagamaður
og hefur unnið tólf af sextán bar-
dögum sínum, þar af tíu af síðustu
ellefu. Hann hefur getið sér góðs
orðs að undanförnu og er talinn
ein skærasta vonarstjarna aust-
antjaldsþjóða í veltivigt í MMA.
Butenko er með svart belti
bæði í brasilísku jiu jitsu og í
combat sambo sem er mjög þekkt
bardaga íþrótt í Rússlandi og
nágrannríkjunum en bardaga-
íþróttir eru gríðarlega vinsælar
þar. Alexander æfir með bræðr-
unum Aleksander og Fedor
Emelianenko en sá síðarnefndi er
af mörgum talinn besti MMA bar-
dagamaður allra tíma.
Jón Viðar telur að bardaginn
við Butenko verði afar erfiður.
„Butenko er svakalegt efni og
hann hefur aldrei verið stoppaður
í bardaga – sem sagt enginn sem
hefur rotað hann né komið honum
í lás. Hann hefur alltaf enst út
allan bardagann og það segir
okkur bara hversu góður hann
er,“ segir Jón Viðar. „Hann er tal-
inn eitt mesta efnið í sportinu í
Úkraínu og löndunum í kring.“
Þetta verður tíundi atvinnu-
bardagi Gunnars Nelson í MMA
en hann er ósigraður hingað til
í sportinu með átta sigra og eitt
jafntefli, sem kom í hans fyrsta
bardaga.
Gunnar hefur verið við stíf-
ar æfingar að undanförnu. Hann
æfði með keppnisliði Mjölnis um
nokkurra vikna skeið en undan-
farið hefur hann verið í Dublin þar
sem hann hefur æft undir stjórn
Johns Kavanagh, sem er aðalþjálf-
ari Gunnars og af mörgum talinn
einn fremsti MMA-þjálfari í Evr-
ópu í dag.
Árni „úr járni“ Ísaksson átti
einnig að keppa í Cage Conten-
der-keppninni í kvöld. Það gekk
hins vegar heldur brösuglega að
finna andstæðing fyrir Árna. Þrír
mótherjar höfðu þegar gengið úr
skaftinu svo hann átti að mæta
Rich „Souza“ Gorey frá Norður-
Írlandi. Í fyrradag kom hins vegar
í ljós að Rich myndi ekki berjast
og því ljóst að ekkert verður af
bardaga Árna.
Gunnar snýr aftur í búrið
Bardagakappinn Gunnar Nelson keppir í blönduðum bardagalistum eftir sautján mánaða hlé þegar hann mætir Alexander
Butenko frá Úkraínu í Cage Contender keppninni í kvöld. Kristján Hjálmarsson ræddi við Jón Viðar Arnþórsson, formann
Mjölnis, um uppgang blandaðra bardagalista, styrkleika Gunnars og væntanlegan andstæðing, sem verður sá erfiðasti til þessa.
Bardagi Gunn-
ars Nelsonar
verður sýndur í
beinni útsendingu á Stöð 2 Sport
í kvöld. Þetta er í fyrsta skipti sem
bardagi Gunnars er sýndur í beinni
útsendingu í íslensku sjónvarpi.
Útsendingin hefst klukkan 21.30.
Hálftíma fyrir útsendinguna verður
þátturinn Í greipum Gunnars
sýndur en hann fjallar meðal
annars um þátttöku Gunnars á
ADCC-mótinu 2011, sterkasta
uppgjafaglímumóti heims,
og um væntanlegan bardaga
við Alexander Butenko í Cage
Contender. Þá er aðeins farið yfir
sögu brasilíska jiu-jitsusins sem
og sögu blandaðra bardagalista
sem eiga rætur sínar að rekja til
Forn-Grikkja.
BARDAGINN Í BEINNI
Jón Viðar kynntist Gunnari við lands-
liðsæfingar í karate fyrir átta árum
síðan. Jón Viðar dró hann með sér
í blandaðar bardagalistir og saman
stofnuðu þeir bardagaíþrótta-
félagið Mjölni ásamt nokkrum öðrum
æfingafélögum árið 2005. „Styrkleikar
Gunnars eru margir. Hann hefur
sýnt það að undanförnu að hann
er einn besti glímumaður heims í
dag - sem er í raun ótrúlegt miðað
við hvað hann hefur æft glímuna í
stuttan tíma. Flestir sem æfa MMA
og lenda í jörðinni á móti Gunna
eiga í raun lítinn séns í hann, voðinn
er vís fyrir þá. Þá er kickboxið mjög
öflugt hjá honum og óhefðbundið.
Hann blandar í raun saman stílum úr
karate og kickboxi. Þeir sem keppa
á móti honum eru ekki vanir svona
stíl - hann heldur höndunum niðri
og er með svakalega góða fótavinnu
úr karateinu og því snöggur inn
með höggin. Svo blandar hann vel
saman höggum úr boxinu. Í síðustu
bardögum hefur hann ekki notað
fæturna mikið en hann er samt með
góð og hnitmiðuð spörk. Hann heldur
líka alltaf ró sinni sem gerir and-
stæðingana oft mjög stressaða. Hann
kann að slaka á á réttum tímum í
bardaganum og er alltaf öruggur,
með því sparar hann mikla orku.“
JÓN VIÐAR UM STYRKLEIKA GUNNARS
ÁTÖK Gunnar Nelson tók sér frí frá blönduðum bardagalistum í 17 mánuði en snýr nú aftur í búrið. MYND/PÁLL BERGMANN
JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON Formaður bardagaklúbbsins Mjölnis segir vinsældir MMA
íþróttarinnar hafa vaxið gríðarlega síðustu misseri. MYND/PÁLL BERGMANN
Aldur: ..................................23
Þyngd: ............................79 kg
Hæð .............................180 cm
Árangur í MMA: .......8 - 0 - 1
(8 sigrar, ekkert tap, eitt jafntefli.)
Aldur: ..................................26
Þyngd: ............................70 kg
Hæð .............................178 cm
Árangur í MMA: .....12 - 4 - 0
(12 sigrar, 4 töp, 0 jafntefli.)
GUNNAR NELSONALEXANDER BUTENKO
Kvennadeildar R-RkÍ 2012 verður haldinn í Setri, Grand Hótel
Reykjavík, Sigtúni 38, fimmtudaginn 8. mars kl. 18:00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Kosning varamanns í stjórn
3. Önnur mál
4. Kvöldverður
5. Sigríður Víðis Jónsdóttir les úr bók sinni Ríkisfang: Ekkert.
Mjög áríðandi að tilkynna þátttöku í síma 545 0405, 545 0400
eða með tölvupósti: audur@redcross.is í síðasta lagi daginn fyrir
fundardag.
Stjórnin
Aðalfundur