Fréttablaðið - 25.02.2012, Page 36

Fréttablaðið - 25.02.2012, Page 36
25. febrúar 2012 LAUGARDAGUR36 Þ að er óhætt að segja að það ríki mikil eft- irvænting hjá áhuga- fólki um blandaðar bardagalistir (MMA) því í kvöld mun Gunnar Nelson, helsti bardaga- íþróttakappi landsins, reyna sig í Cage Contender-keppninni sem fram fer í Dublin á Írlandi. „Það er óhætt að segja að það séu margir spenntir fyrir kvöld- inu enda hafa vinsældir íþróttar- innar vaxið gríðarlega að undan- förnu. Þjóðin er líka búin að bíða lengi eftir því að Gunnar snúi aftur í búrið enda hefur hann ekki keppt í MMA í eitt og hálft ár,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður bardagaíþróttafélags- ins Mjölnis. Gunnar ákvað að taka sér frí frá keppni í blönduðum bardaga- listum eftir að hann lagði Eugene Fadiora að velli í september árið 2010 en hefur þess í stað einbeitt sér þess að gólfglímu með mjög góðum árangri. Hann snýr hins vegar aftur í búrið nú eftir sautján mánaða hlé og mætir Alexander „Iron Capture“ Butenko frá Úkraínu í aðalbardaga kvöldsins. Butenko er gríðarlega öflugur bardagamaður og hefur unnið tólf af sextán bar- dögum sínum, þar af tíu af síðustu ellefu. Hann hefur getið sér góðs orðs að undanförnu og er talinn ein skærasta vonarstjarna aust- antjaldsþjóða í veltivigt í MMA. Butenko er með svart belti bæði í brasilísku jiu jitsu og í combat sambo sem er mjög þekkt bardaga íþrótt í Rússlandi og nágrannríkjunum en bardaga- íþróttir eru gríðarlega vinsælar þar. Alexander æfir með bræðr- unum Aleksander og Fedor Emelianenko en sá síðarnefndi er af mörgum talinn besti MMA bar- dagamaður allra tíma. Jón Viðar telur að bardaginn við Butenko verði afar erfiður. „Butenko er svakalegt efni og hann hefur aldrei verið stoppaður í bardaga – sem sagt enginn sem hefur rotað hann né komið honum í lás. Hann hefur alltaf enst út allan bardagann og það segir okkur bara hversu góður hann er,“ segir Jón Viðar. „Hann er tal- inn eitt mesta efnið í sportinu í Úkraínu og löndunum í kring.“ Þetta verður tíundi atvinnu- bardagi Gunnars Nelson í MMA en hann er ósigraður hingað til í sportinu með átta sigra og eitt jafntefli, sem kom í hans fyrsta bardaga. Gunnar hefur verið við stíf- ar æfingar að undanförnu. Hann æfði með keppnisliði Mjölnis um nokkurra vikna skeið en undan- farið hefur hann verið í Dublin þar sem hann hefur æft undir stjórn Johns Kavanagh, sem er aðalþjálf- ari Gunnars og af mörgum talinn einn fremsti MMA-þjálfari í Evr- ópu í dag. Árni „úr járni“ Ísaksson átti einnig að keppa í Cage Conten- der-keppninni í kvöld. Það gekk hins vegar heldur brösuglega að finna andstæðing fyrir Árna. Þrír mótherjar höfðu þegar gengið úr skaftinu svo hann átti að mæta Rich „Souza“ Gorey frá Norður- Írlandi. Í fyrradag kom hins vegar í ljós að Rich myndi ekki berjast og því ljóst að ekkert verður af bardaga Árna. Gunnar snýr aftur í búrið Bardagakappinn Gunnar Nelson keppir í blönduðum bardagalistum eftir sautján mánaða hlé þegar hann mætir Alexander Butenko frá Úkraínu í Cage Contender keppninni í kvöld. Kristján Hjálmarsson ræddi við Jón Viðar Arnþórsson, formann Mjölnis, um uppgang blandaðra bardagalista, styrkleika Gunnars og væntanlegan andstæðing, sem verður sá erfiðasti til þessa. Bardagi Gunn- ars Nelsonar verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Þetta er í fyrsta skipti sem bardagi Gunnars er sýndur í beinni útsendingu í íslensku sjónvarpi. Útsendingin hefst klukkan 21.30. Hálftíma fyrir útsendinguna verður þátturinn Í greipum Gunnars sýndur en hann fjallar meðal annars um þátttöku Gunnars á ADCC-mótinu 2011, sterkasta uppgjafaglímumóti heims, og um væntanlegan bardaga við Alexander Butenko í Cage Contender. Þá er aðeins farið yfir sögu brasilíska jiu-jitsusins sem og sögu blandaðra bardagalista sem eiga rætur sínar að rekja til Forn-Grikkja. BARDAGINN Í BEINNI Jón Viðar kynntist Gunnari við lands- liðsæfingar í karate fyrir átta árum síðan. Jón Viðar dró hann með sér í blandaðar bardagalistir og saman stofnuðu þeir bardagaíþrótta- félagið Mjölni ásamt nokkrum öðrum æfingafélögum árið 2005. „Styrkleikar Gunnars eru margir. Hann hefur sýnt það að undanförnu að hann er einn besti glímumaður heims í dag - sem er í raun ótrúlegt miðað við hvað hann hefur æft glímuna í stuttan tíma. Flestir sem æfa MMA og lenda í jörðinni á móti Gunna eiga í raun lítinn séns í hann, voðinn er vís fyrir þá. Þá er kickboxið mjög öflugt hjá honum og óhefðbundið. Hann blandar í raun saman stílum úr karate og kickboxi. Þeir sem keppa á móti honum eru ekki vanir svona stíl - hann heldur höndunum niðri og er með svakalega góða fótavinnu úr karateinu og því snöggur inn með höggin. Svo blandar hann vel saman höggum úr boxinu. Í síðustu bardögum hefur hann ekki notað fæturna mikið en hann er samt með góð og hnitmiðuð spörk. Hann heldur líka alltaf ró sinni sem gerir and- stæðingana oft mjög stressaða. Hann kann að slaka á á réttum tímum í bardaganum og er alltaf öruggur, með því sparar hann mikla orku.“ JÓN VIÐAR UM STYRKLEIKA GUNNARS ÁTÖK Gunnar Nelson tók sér frí frá blönduðum bardagalistum í 17 mánuði en snýr nú aftur í búrið. MYND/PÁLL BERGMANN JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON Formaður bardagaklúbbsins Mjölnis segir vinsældir MMA íþróttarinnar hafa vaxið gríðarlega síðustu misseri. MYND/PÁLL BERGMANN Aldur: ..................................23 Þyngd: ............................79 kg Hæð .............................180 cm Árangur í MMA: .......8 - 0 - 1 (8 sigrar, ekkert tap, eitt jafntefli.) Aldur: ..................................26 Þyngd: ............................70 kg Hæð .............................178 cm Árangur í MMA: .....12 - 4 - 0 (12 sigrar, 4 töp, 0 jafntefli.) GUNNAR NELSONALEXANDER BUTENKO Kvennadeildar R-RkÍ 2012 verður haldinn í Setri, Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, fimmtudaginn 8. mars kl. 18:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosning varamanns í stjórn 3. Önnur mál 4. Kvöldverður 5. Sigríður Víðis Jónsdóttir les úr bók sinni Ríkisfang: Ekkert. Mjög áríðandi að tilkynna þátttöku í síma 545 0405, 545 0400 eða með tölvupósti: audur@redcross.is í síðasta lagi daginn fyrir fundardag. Stjórnin Aðalfundur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.