Fréttablaðið - 25.02.2012, Page 39

Fréttablaðið - 25.02.2012, Page 39
FERÐIR LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2012 Kynningarblað Sólarferðir Golfferðir Hjólaferðir Gönguferðir Rútuferðir Flugferðir NÝ OG BETRI Ógleymanleg ferðalög í bland við rækt á líkama og sál með frábærum félagsskap! Þaulvanir leiðbeinendur blanda saman skemmtun og upp- byggilegum námskeiðum í góða veðrinu á suðrænum slóðum. Farið verður m.a. í spennandi zumba- og jógaferð til Albír, fjöruga konuferð með Eddu Björgvins og nýbúið er að setja upp glæsilega vikuferð til Majorka með Ásdísi Olsen. Góður félagsskapur, ný sýn á lífið – og ný og betri! GÖNGUFERÐIR Einstök náttúrufegurð og ævintýralegar gönguleiðir. Heillandi og fjölbreyttar göngu- ferðir erlendis. Spennandi 6 daga gönguferð í júní um Windermere Way í vatnahéraði Englands sem er eitt fegursta svæði landsins. Í ágúst verður farin vikuferð til Oberstorf í þýsku Ölpunum. Ævintýralegar ferðir þar sem er gengið, ferðast með kláfum og ýmsum öðrum farartækjum í ævintýralegu umhverfi. Athugið að aðeins eru örfá sæti eftir í Oberstorf-ferðina. Ævintýraleg, fjörug og ið-andi af lífi. Þannig lýsir Daði Guðjónsson, mark- aðsstjóri Úrvals Útsýnar, Dublin höfuðborg Írlands sem landsmenn hafa fyrir löngu tekið ástfóstri við. „Einn helsti kosturinn við þessa fallegu borg sem hefur verið í mik- illi uppbyggingu er sá að fólk á öllum aldri finnur skemmtun og stemningu við sitt hæfi. Leitun er að annarri borg í Evrópu sem býður upp á jafn fjölbreytta af- þreyingu, menningu, listir, ljúf- fengan mat, verslanir og magn- aða sögu. Dublin er lítil borg með ótrúlega mikinn sjarma og býður allt milli himins og jarðar,“ segir hann. Helgi Daníelsson fararstjóri verður ferðalöngum til halds og trausts í fyrirhugaðri ferð í apríl. Að sögn Daða þekkir Helgi Dublin eins og handarbakið á sér og leið- ir þátttakendur í ævintýralega skoðunarferð um borgina til að vekja athygli á helstu stöðum og afþreyingu. Af öðrum skemmtilegum við- burðum í Dublin í þessari ferð nefnir Daði írskt kráarkvöld sem þarf að bóka sig sérstaklega á og tónleika í O2-tónleikahöll- inni með tveimur af vinsælustu strákaböndum síðustu áratuga, Back Street Boys og New Kids on the Block sem hann segir til- valið fyrir saumaklúbba, gæsa- og vinkonuhópa sem vilja gera sér glaðan dag. „Þá er heimsókn í Guinness-bruggverksmiðjuna áhugaverð fyrir alla sem leið sína leggja til Dublinar og í borginni eru margs konar söfn sem oft er ókeypis inn á.“ Fjörugt og fjölskrúðugt næt- urlíf er í og í kringum hverfið Temple Bar í miðbænum, þar úir og grúir af spennandi veitinga- húsum, krám og skemmtistöðum. Daði segir því tilvalið að kíkja út á kvöldin og fá næturlífið beint í æð. Daði bætir við að ekki skemmi fyrir að frá Íslandi er aðeins tveggja tíma flug til Dublinar þar sem hægt er að velja um gistingu á þremur úrvals hótelum. „Hilton Dublin og Maldron eru bæði fjög- urra stjörnu, Camden Court er þriggja stjörnu hótel og öll þessi hótel eru miðsvæðis,“ bendir hann á og bætir við að ótvírætt sé mikil hagræðing í því að f ljúga út 19. apríl á sumardaginn fyrsta. „Þar af leiðandi missir maður í raun bara tvo daga úr vinnu. Þetta ger- ist eiginlega ekki betra og frábær leið til að hefja sumarið.“ Úrval Útsýn býður upp á fleiri möguleika á borgarferðum og má nálgast allar upplýsingar á www. urvalutsyn.is Í sól og sumaryl Úrval Útsýn býður einnig upp á spennandi sólarlandaferðir í sumar og að sögn Daða er þegar byrjað að bóka langt inn í sum- arið. „Það er ánægjulegt að segja frá því að við upplifum aukna eftirspurn á þessu ári. Majorka er að koma mjög sterk inn hjá land- anum eftir langt hlé,“ segir hann og nefnir einnig til sögunnar Al- mería í hjarta Andalúsíu sem sló svo rækilega í gegn síðasta sumar. „Flottur kostur fyrir fjölskyldur og þá sem vilja mikið fyrir pen- inginn.“ Aðrir sumaráfangastað- ir sem Úrval Útsýn býður upp á er blómaeyjan Tenerife og smábær- inn Albír sem er mitt á milli Beni- dorm og listamannaþorpsins Althea á Spáni. Auk sólarlanda og borgarferða er hægt að svala ævintýraþorsta sínum í spennandi sérferðum, lúxussiglingum, gönguferðum í einstakri náttúrufegurð og ekki má gleyma golfferðunum í vor en þar fer hver að verða síðastur að tryggja sér sæti. Hægt er að fræð- ast meira um ferðir Úrvals Útsýn- ar á heimasíðunni www.urvalut- syn.is. Fjörug og fjölskrúðug borg Dublin hefur notið mikilla vinsælda hjá Íslendingum og skipuleggur ferðaskrifstofan Úrval Útsýn fjögurra daga ferð í apríl þar sem þátttakendum gefst færi á að kynnast öllu því besta sem borgin hefur upp á að bjóða. Daði segir borgarferðir nú vinsælar. „Einn helsti kosturinn við þessa fallegu borg sem hefur verið í mikilli uppbyggingu er sá að fólk á öllum aldri finnur skemmtun og stemningu við sitt hæfi,“ segir Daði um Dublin. AÐRAR SPENNANDI FERÐIR Á VEGUM ÚRVALS ÚTSÝNAR Verð frá: 84.900 kr. á mann m.v 2 fullorðna í tvíbýli í 4 nætur á Camden Court með morgunmat inniföldum á ó j Höfuðborg Írlands DUBLIN Fjörug menningarborg! BORGARFERÐIR Spennandi helgarferðir í vor 2012 LÁGMÚLA 4 108 RVK SÍMI 585 4000 URVALUTSYN.IS ífl Ferðaskrifstofa 19. -23. apríl F b i á Í i i r y r l fi s t . i ! ðb fe h skemm ilegu og l egu r ær r til innar st r t g rg ior Dubl n rlandi. Bo n ðar af fjö f ri g g i n g afnt un a sem aldna o al r na skemmtun o g y itemmnin u við sit hæf Tilval ð f rir hópinn þ nn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.