Fréttablaðið - 25.02.2012, Qupperneq 39
FERÐIR
LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2012
Kynningarblað
Sólarferðir
Golfferðir
Hjólaferðir
Gönguferðir
Rútuferðir
Flugferðir
NÝ OG BETRI
Ógleymanleg ferðalög í bland
við rækt á líkama og sál með
frábærum félagsskap!
Þaulvanir leiðbeinendur blanda
saman skemmtun og upp-
byggilegum námskeiðum í
góða veðrinu á suðrænum
slóðum. Farið verður m.a. í
spennandi zumba- og jógaferð
til Albír, fjöruga konuferð með
Eddu Björgvins og nýbúið er
að setja upp glæsilega vikuferð
til Majorka með Ásdísi Olsen.
Góður félagsskapur, ný sýn á
lífið – og ný og betri!
GÖNGUFERÐIR
Einstök náttúrufegurð og
ævintýralegar gönguleiðir.
Heillandi og fjölbreyttar göngu-
ferðir erlendis. Spennandi 6 daga
gönguferð í júní um Windermere
Way í vatnahéraði Englands sem
er eitt fegursta svæði landsins.
Í ágúst verður farin vikuferð til
Oberstorf í þýsku Ölpunum.
Ævintýralegar ferðir þar sem er
gengið, ferðast með kláfum og
ýmsum öðrum farartækjum í
ævintýralegu umhverfi. Athugið
að aðeins eru örfá sæti eftir í
Oberstorf-ferðina.
Ævintýraleg, fjörug og ið-andi af lífi. Þannig lýsir Daði Guðjónsson, mark-
aðsstjóri Úrvals Útsýnar, Dublin
höfuðborg Írlands sem landsmenn
hafa fyrir löngu tekið ástfóstri við.
„Einn helsti kosturinn við þessa
fallegu borg sem hefur verið í mik-
illi uppbyggingu er sá að fólk á
öllum aldri finnur skemmtun og
stemningu við sitt hæfi. Leitun
er að annarri borg í Evrópu sem
býður upp á jafn fjölbreytta af-
þreyingu, menningu, listir, ljúf-
fengan mat, verslanir og magn-
aða sögu. Dublin er lítil borg með
ótrúlega mikinn sjarma og býður
allt milli himins og jarðar,“ segir
hann.
Helgi Daníelsson fararstjóri
verður ferðalöngum til halds og
trausts í fyrirhugaðri ferð í apríl.
Að sögn Daða þekkir Helgi Dublin
eins og handarbakið á sér og leið-
ir þátttakendur í ævintýralega
skoðunarferð um borgina til að
vekja athygli á helstu stöðum og
afþreyingu.
Af öðrum skemmtilegum við-
burðum í Dublin í þessari ferð
nefnir Daði írskt kráarkvöld sem
þarf að bóka sig sérstaklega á
og tónleika í O2-tónleikahöll-
inni með tveimur af vinsælustu
strákaböndum síðustu áratuga,
Back Street Boys og New Kids
on the Block sem hann segir til-
valið fyrir saumaklúbba, gæsa-
og vinkonuhópa sem vilja gera
sér glaðan dag. „Þá er heimsókn
í Guinness-bruggverksmiðjuna
áhugaverð fyrir alla sem leið sína
leggja til Dublinar og í borginni
eru margs konar söfn sem oft er
ókeypis inn á.“
Fjörugt og fjölskrúðugt næt-
urlíf er í og í kringum hverfið
Temple Bar í miðbænum, þar úir
og grúir af spennandi veitinga-
húsum, krám og skemmtistöðum.
Daði segir því tilvalið að kíkja út á
kvöldin og fá næturlífið beint í æð.
Daði bætir við að ekki skemmi
fyrir að frá Íslandi er aðeins
tveggja tíma flug til Dublinar þar
sem hægt er að velja um gistingu
á þremur úrvals hótelum. „Hilton
Dublin og Maldron eru bæði fjög-
urra stjörnu, Camden Court er
þriggja stjörnu hótel og öll þessi
hótel eru miðsvæðis,“ bendir hann
á og bætir við að ótvírætt sé mikil
hagræðing í því að f ljúga út 19.
apríl á sumardaginn fyrsta. „Þar
af leiðandi missir maður í raun
bara tvo daga úr vinnu. Þetta ger-
ist eiginlega ekki betra og frábær
leið til að hefja sumarið.“
Úrval Útsýn býður upp á fleiri
möguleika á borgarferðum og má
nálgast allar upplýsingar á www.
urvalutsyn.is
Í sól og sumaryl
Úrval Útsýn býður einnig upp
á spennandi sólarlandaferðir í
sumar og að sögn Daða er þegar
byrjað að bóka langt inn í sum-
arið. „Það er ánægjulegt að segja
frá því að við upplifum aukna
eftirspurn á þessu ári. Majorka er
að koma mjög sterk inn hjá land-
anum eftir langt hlé,“ segir hann
og nefnir einnig til sögunnar Al-
mería í hjarta Andalúsíu sem sló
svo rækilega í gegn síðasta sumar.
„Flottur kostur fyrir fjölskyldur
og þá sem vilja mikið fyrir pen-
inginn.“ Aðrir sumaráfangastað-
ir sem Úrval Útsýn býður upp á er
blómaeyjan Tenerife og smábær-
inn Albír sem er mitt á milli Beni-
dorm og listamannaþorpsins
Althea á Spáni.
Auk sólarlanda og borgarferða
er hægt að svala ævintýraþorsta
sínum í spennandi sérferðum,
lúxussiglingum, gönguferðum í
einstakri náttúrufegurð og ekki
má gleyma golfferðunum í vor en
þar fer hver að verða síðastur að
tryggja sér sæti. Hægt er að fræð-
ast meira um ferðir Úrvals Útsýn-
ar á heimasíðunni www.urvalut-
syn.is.
Fjörug og fjölskrúðug borg
Dublin hefur notið mikilla vinsælda hjá Íslendingum og skipuleggur ferðaskrifstofan Úrval Útsýn fjögurra daga ferð í
apríl þar sem þátttakendum gefst færi á að kynnast öllu því besta sem borgin hefur upp á að bjóða.
Daði segir borgarferðir nú vinsælar.
„Einn helsti kosturinn við þessa fallegu borg sem hefur verið í mikilli uppbyggingu er sá að fólk á öllum aldri finnur skemmtun og
stemningu við sitt hæfi,“ segir Daði um Dublin.
AÐRAR SPENNANDI
FERÐIR Á VEGUM
ÚRVALS ÚTSÝNAR
Verð frá:
84.900 kr.
á mann m.v 2 fullorðna í tvíbýli í 4 nætur á
Camden Court með morgunmat inniföldum
á ó
j
Höfuðborg Írlands
DUBLIN
Fjörug menningarborg!
BORGARFERÐIR
Spennandi helgarferðir í vor 2012
LÁGMÚLA 4 108 RVK
SÍMI 585 4000
URVALUTSYN.IS
ífl
Ferðaskrifstofa
19. -23. apríl
F
b i á Í i i r y r
l fi
s t . i !
ðb fe h skemm ilegu og l egu r ær r til innar st r t
g rg ior Dubl n rlandi. Bo n ðar af fjö f ri
g g i n g afnt un a sem aldna o al r na skemmtun o
g y itemmnin u við sit hæf Tilval ð f rir hópinn þ nn