Fréttablaðið - 25.02.2012, Síða 42

Fréttablaðið - 25.02.2012, Síða 42
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 20124 Meirihluti bakpokaferðalanga skilur snjallsímana sína eftir heima áður en þeir leggja í hann samkvæmt nið- urstöðum rannsóknarteymis á vegum TNT- ferðasýningarinnar sem haldin er í London ár hvert og ber upp á þriðja mars næstkomandi. Þrátt fyrir að framleiðendur keppist við að hanna smáforrit í snjallsíma sem ætlað er að vísa ferðamönnum veginn hvar sem þeir eru í heiminum kjósa flestir að fara eftir munnleg- um ábendingum heimafólks eða annarra sem þekkja til. Þúsund bakpokaferðalangar á aldrinum 18 til 35 ára voru spurðir og kusu 73 prósent að leita eftir munnlegum ábendingum á meðan 14 pró- sent notuðu samskiptavefi og smáforrit í síman- um í leit að upplýsingum og áhugaverðum stöð- um að skoða. 85 prósent þeirra sem áttu black- berry-síma og 68 prósent þeirra sem áttu iPhone sögðust kjósa að skilja símana eftir heima. Enn fremur sögðust 90 prósent kjósa að nota hefð- bundna digital-myndavél í stað símamyndavél- arinnar. „Þrátt fyrir að gömlu góðu póstkortin séu á undanhaldi og unga fólkið noti aðrar sam- skiptaleiðir, er ljóst að það tekur mannleg sam- skipti enn þá fram yfir tæknina og þykir hrein- lega ekki eftirsóknarvert að eyða fríinu í að vafra um í símanum,“ segir Kevin Ellis, fram- kvæmdastjóri TNT-ferðasýningarinnar. Munnlegar ábendingar fram yfir smáforrit Bakpokaferðalangar reiða sig frekar á munnlegar ábendingar frá heimafólki og öðrum sem þekkja til en upplýsingar í smáforritum snjallsíma á ferð sinni um heiminn. 73 prósent bakpokaferðalanga leita eftir munnlegum ábendingum en 14 prósent nota samskiptavefi og smáforrit. NORDICPHOTOS/GETTY Flugrúta Kynnisferða ehf. hefur um árabil verið eftir-sóttur valkostur bæði meðal innlendra og erlendra ferða- manna. Þórarinn Þór markaðs- stjóri Kynnisferða segir vinsæld- irnar ekki ástæðulausar þar sem hvorki sé hægt að hugsa sér þægi- legri, fljótlegri, öruggari né ódýr- ari ferðamáta á innlendum mark- aði í dag. „Við erum með ferðir bæði frá Keflavík og Reykjavík í tengslum við allar komur og brottfarir frá Keflavíkurflugvelli. Brottfarir frá flugstöðinni eru um 45 mínútum eftir lendingu hvers flugs. Rúturn- ar fara á fimmtán til tuttugu mín- útna fresti þaðan þannig að þetta gengur mjög hratt fyrir sig,“ bend- ir hann á. Hann bætir við að tíðar brottfarir séu frá Umferðarmið- stöðinni BSÍ til f lugstöðvarinn- ar. „Til dæmis getur hentað fólki sem kemur utan af landi og ætlar að f ljúga út, að hvíla lúin bein og gista á hóteli eða gisti- heimili á höf- uðborgarvæð- inu og taka síðan flugrútuna út á Keflavíkurflugvöll daginn eftir. Flugrútan er einnig kjörinn ferða- máti fyrir þá sem lenda í Keflavík og fljúga áfram samdægurs inn- anlands frá Reykjavík,“ segir Þór- arinn. Mikið er lagt upp úr þægind- um og notalegheitum í f lugrút- unni og sem dæmi um það hafa Kynnisferðir nýverið aukið þjón- ustuna við farþegana með því að innleiða þráðlaust net í allar rútur, sama hvert leiðin liggur og er það notendum að kostnaðarlausu að sögn Þórarins. „Þetta styttir fólki stundir meðan það bíður eftir að rútan leggi af stað og auðvitað meðan á ferðalaginu sjálfu stend- ur.“ Kynnisferðir bjóða ýmsa fleiri möguleika fyrir ferðamenn. Þór- arinn nefnir þá helstu. „Við seljum svokallaða rútupassa sem gerir fólki kleyft að ferðast innan ákveð- ins tímaramma innanlands, bæði styttri vegalengdir og lengri. Einn- ig bjóðum við upp á göngupassa á nokkrum af vinsælustu göngu- leiðum landsins. Dagsferðir út frá Reykjavík fyrir erlenda ferðamenn eru reknar allt árið og sömuleið- is setjum við saman „pakka” fyrir hópa,“ segir hann og bendir á heimasíðuna www.re.is en þar má finna frekari upplýsingar. Erum ávallt til taks Flugrútan er starfrækt allan sólarhringinn, alla daga ársins. Hún er til taks þegar flugvélar lenda á Keflavíkurflugvelli og flytur farþega að Umferðarmiðstöðinni á BSÍ. Þórarinn Þór, markaðsstjóri Kynnisferða, segir flugrútuna einn besta ferðamáta sem völ er á á innlendum markaði. EKIÐ UM BANDARÍKIN Einn vinsælasti þjóðvegur Bandaríkjanna er númer 66 (Route 66) en bæði hefur verið sungið um hann og gerðir sjón- varpsþættir. Vegurinn liggur frá Chicago til Los Angeles. Margir hafa farið þessa frægu braut á mótorhjóli en aðrir velja að keyra. Þegar undirbúa á slíka ferð er gott að vera vel skipulagður. Best er að panta hótel fyrirfram á upphafs- og lokastað ferðarinnar. Önnur gisting getur verið til- viljanakennd á leiðinni en einnig er hægt að panta á netinu með dagsfyrirvara. Bílaleigubíllinn þarf að vera rúmgóður með loft- kælingu. Nauðsynlegt er að hafa kælitösku í bílnum og fylla hana reglulega með vatni og nesti. Þá er GPS-tæki ómissandi í svona ferð. Mælt er með því að aka ekki lengur en þrjá til fjóra tíma á dag til að ofþreyta sig ekki. Með því móti er hægt að stoppa á fleiri stöðum og skoða sig um. Þórarinn Þór Ævintýraferð Seychelleseyjar í Indlandshafi 5. til 21. október 2012 Seychelles Ferðalag til Seychelleseyja í Indlandshafi er upplifun sem lætur engan ónsnortinn. Gestamóttakan býður nú í annnað sinn uppá ferðalag þangað. Eyjarnar liggja 4° sunnan við miðbaug og þarna er alltaf hlýtt og notalegt en sjaldnast of heitt. Við munum lenda á Mahé og siglum þaðan til Praslin þar sem við verðum í 5 daga í sól, sandi og sjó. Á Praslin er frumskógur sem er á heimsminjaskrá UNESCO sem við heimsækjum og þeir sem vilja geta farið í golf á unaðslega fallegum 18 holu velli. Köfun er einnig í boði fyrir þá sem vilja. Næst er dvalið í 4 daga á eyjunni La Digue og farið nokkra áratugi aftur í tímann; þar er friðsæld, kyrrð og strendurnar engu líkar. Leigubíll eyjunnar heitir Thomas og er 12 ára gamall uxi sem dregur farþegakerru. Gaman er að hjóla um eyjarnar enda nánast engir bílar. Að endingu er siglt til Mahe og síðstu 5 dögunum eytt við ströndina Beau Vallon. Við munum heimsækja kryddgarð og sjáum m.a. pipar á trjánum og vanillu. Göngu- og veiðiferðir verða í boði ásamt snorkelferðum en sjávarlífið er stórkostlegt við eyjarnar. Flogið er frá Frankfurt til Mahe og sömu leið til baka. Hringdu í Gestamóttökuna í s íma 551 1730 e ð a s ko ð a ð u w w w. yo u r h o s t . i s Gestamóttakan Kirkjutorg 6, IS-101 Reykjavík Sigurjón M. Egilsson stýrir Sprengisandi á sunnudags morgnum kl. 10–12 Sprengisandur kraftmikill þjóðmálaþáttur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.