Fréttablaðið - 25.02.2012, Page 48
Kynning - auglýsing
Kolbrún Ósk Skaftadóttir, verslunarstjóri hjá bóka-verslun Forlagsins við Fiski-
slóð 39, segist bjóða upp á mesta
úrval korta á landinu. Með vax-
andi áhuga fólks á göngu- og fjalla-
ferðum um landið eykst eftirspurn
eftir vönduðum kortum.
„Við erum með stærstu korta-
deildina á landinu. Kort af öllum
mögulegum gerðum og stærðum.
Þar má nefna landsfjórðungakort,
sérkort af helstu ferðamannastöð-
um landsins, fuglakort með mynd-
um af þeim fuglum sem sjá má í
náttúru landsins, plöntukort og
jarðfræðikort. Þess utan erum við
með ákaflega vandað Atlaskort svo
úrvalið er ótrúlega mikið en á því
er landinu skipt niður í 31 hluta
með yfirgripsmiklum fróðleik,“
segir Kolbrún Ósk.
Ramma inn kortin
Kortin er bæði hægt að fá saman-
brotin en einnig flöt en þau hafa
verið vinsæl til innrömmunar.
„Við erum sömuleiðis með falleg,
upphleypt kort sem eru mikið
tekin til gjafa. Kortin er hægt að
fá í gjafaöskju,“ greinir Kolbrún
frá og bætir við. „Margir kaupa
kort til að hengja upp á vegg á
heimilinu, skrifstofunni eða í
sumarbústaðnum. Við seljum til
dæmis mikið af f lötu fuglakorti
en við vitum að það er vinsælt að
hengja það upp á vegg í sumarbú-
staðnum. Þá getur fólk virt fyrir
sér fuglana úti í náttúrunni og
séð á kortinu hvað þeir heita. Ís-
landskortin fara gjarnan á veggi á
skrifstofum, skólum og ekki síður
á heimilum,“ segir Kolbrún Ósk
ennfremur.
Kortin eru fáanleg á íslensku,
ensku og þýsku. „Mér finnst vera
vaxandi áhugi hjá fólki að eignast
landakort. Björgunarsveitamenn
koma gjarnan og kaupa kort ef
þeir eru að fara á einhvern ákveð-
inn stað og vilja kynna sér hann
betur. Undanfarið hef ég fund-
ið fyrir auknum áhuga fólks að
velja kortin til gjafa. Flötu kortin
hafa lækkað í verði og eru núna á
sama verði og hin sem eru brotin
saman.“
Göngugarpar skoða kort
Alls kyns gönguhópar hafa sprott-
ið upp á undanförnum árum og
segir Kolbrún að göngugarparnir
vilji gjarnan kynna sér gönguleið-
ir áður en haldið er í ferðir. „Færri
ferðast til útlanda en á móti hefur
ferðum innanlands fjölgað. Svo
virðist sem fólk fái um leið áhuga
á ýmsum staðaheitum, örnefnum
og slíkum landslagsheitum. Við
erum einnig með fjölbreytt úrval
af ferðabókum um gönguleiðir.
Fuglavísirinn var endurútgefinn
á síðasta ári og margir virðast hafa
áhuga á þeirri bók, steinabókinni
og bókinni um plöntur. Þessar
bækur köllum við sumarbústaða-
bækur því fólk vill geta flett í þeim
í bústaðnum. Slíkar bækur eru
ekki síður vinsælar til gjafa en
kortin. Það er heilmikill fróðleik-
ur um landið í þessum bókum og
gaman að hafa þær við höndina.“
Kolbrún Ósk segir að fólk komi
í kortadeildina í margvíslegum
tilgangi. „Um daginn kom hing-
að maður sem býr á Seltjarnar-
nesi og vildi vita hvað eyjarnar
heita sem hann sá út um gluggann
sinn. Hann keypti því kort af nes-
inu og gat fundið allt um Gróttu og
fleiri staði í nágrenni sínu. Úrvalið
af kortum og bókum um landið
hefur verið að aukast umtalsvert
á undanförnum árum. Síðan erum
við með götukort af Reykjavík og
nánasta umhverfi borgarinnar.“
Föndrað með fugla
Í verslun Forlagsins á Fiskislóð
39 er sérhönnuð deild fyrir kortin
og viðskiptavinir fá aðstoð við
valið. „Við erum með sýnishorn
af öllum kortunum þannig að fólk
getur skoðað þau áður en keypt er.
Vinsælustu kortin hafa verið um
fuglana og síðan fjórðungskort af
landinu. Landakort sem sýna allt
landið hafa einnig verið mjög eft-
irsótt. Ég hef heyrt af fólki sem
hefur klippt niður fuglakort og
föndrað með það,“ segir Kristín
Ósk.
Bókaverslun Forlagsins er á
góðum stað á Grandanum, stutt
frá Krónunni og Bónus og þar eru
næg bílastæði.
Áhugi á landakortum eykst stöðugt
Fuglakort njóta vinsælda ekki síður en landsfjórðungskort. Fólk skreytir heimili sín með fallegum kortum. Göngugarpar vilja fræðast um
gönguleiðir landsins og sumir föndra með kortin. Sumarbústaðaeigendur vilja hafa kort hjá sér og sömuleiðis fræðandi handbækur.
Mikið úrval er af kortum hjá Forlaginu, landakortum, fuglakortum og jarðfræðikortum svo eitthvað sé nefnt. Hér er Kolbrún Ósk Skaftadóttir, verslunarstjóri í kortadeildinni í
bókaverslun Forlagsins við Fiskislóð. MYND/VALLI
KORTADEILD
Kortadeild Máls og menningar og Forlagsins var stofnsett árið
1998, en meginhlutverk hennar er útgáfa landakorta af Íslandi.
Helstu útgáfur deildarinnar eru ferða- og fjórðungskort, kortabækur
handa ferðamönnum og Íslandsatlas. Auk þess hefur deildin gefið
út 12 nákvæm sérkort, 31 atlaskort af öllu landinu, nokkrar gerðir
náttúrufarskorta, barnakort og upphleypt kort. Fjórðungskortin og
kortabækurnar hafa unnið til alþjóðlegra verðlauna. Heildarfjöldi
kortatitla er kominn yfir 50.
Nýjasta verkefni deildarinnar er útgáfa á vönduðum Ferða-Atlas, en í
honum verða 78 nákvæm kort af Íslandi í mælikvarða 1:200 000 auk
upplýsinga um rúmlega 100 náttúruperlur og sögustaði landsins.
Ferða-Atlasinn kemur á markað í maí nk.
Eini starfsmaður kortadeildar Máls og menningar frá upphafi er Örn
Sigurðsson landfræðingur, en honum til aðstoðar eru kortagerðar-
mennirnir Hans H. Hansen og Ólafur Valsson.
Í verslun Forlagsins má finna gríðarlegt úrval af alls kyns ferða- og
handbókum sem nýtast vel í fríinu og í sumarbústaðnum.
Um daginn kom hingað maður sem býr á
Seltjarnarnesi og vildi vita hvað eyjarnar
heita sem hann sá út um gluggann sinn. Hann
keypti því kort af nesinu og gat fundið allt um
Gróttu og fleiri staði í nágrenni sínu.