Fréttablaðið - 25.02.2012, Qupperneq 50
25. febrúar 2012 LAUGARDAGUR2
VAKTSTJÓRI Í AFGREIÐSLU
Við leitum að kraftmiklum og þjónustulunduðum
einstaklingi í áhugavert ábyrgðarstarf sem felur
í sér þjónustu við viðskiptavini, símsvörun, sölu
á vörum, þjónustu og veitingum auk ýmissa
annara verkefna. Reynsla af Navision tölvukerfi
er kostur. Viðkomandi þarf að vera félagslyndur
og hafa ánægju af samskiptum við fólk.
Um er að ræða 100% starf í vaktavinnu.
Þarf að geta hafið störf strax.
Lágmarksaldur 22 ár. Reykleysi skilyrði.
Áhugasamir sendi umsókn ásamt ferilskrá á
netfangið hreyfing@hreyfing.is fyrir 1. mars.
ÁBYRGÐARSTARF Á
SKEMMTILEGUM
VINNUSTAÐ
DB Schenker er eitt öflugasta fyrirtæki heims á sviði vöruflutninga og vörustjórnunar. Hjá því starfa yfir
90 þúsund manns í um 130 löndum, á tvö þúsund starfsstöðvum á öllum stærstu mörkuðum heims.
Það er sama hvert verkefnið er - flutningar með flugfrakt, á sjó, með flutningabílum eða í gegnum
víðfeðmt lestarkerfi. DB Schenker býr að sérþekkingu, mannafla og reynslu til að leysa flóknustu
viðfangsefni í samræmi við ítrustu kröfur á sístækkandi alþjóðlegum markaði.
DB Schenker stofnaði útibú á íslandi á síðasta ári og vegna aukinna verkefna þarf félagið nú að bæta
við starfsmönnum.
Viðkomandi aðilar þurfa að búa yfir eftirfarandi eiginleikum:
• Góð enskukunnátta
• Góð almenn tölvukunnátta
• Að geta unnið undir álagi
• Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar
• Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
• Þekking úr flutningaheiminum er kostur
Starfsfólk í flutningsmiðlun
SCHENKER AB útibú á Íslandi, Ármúli 8, 108 Reykjavík, Iceland
Starfsmaður í skjaladeild
Viðkomandi þarf að hafa reynslu í tollskjalagerð,
bæði í inn- og útflutningi, gerð vottorða og annara
skjala sem unnin eru hjá flutningsmiðlurum. Nám
hjá Tollskóla Ríkisins er kostur en ekki skilyrði og
viðkomandi þarf að geta byrjað sem fyrst.
Starfið felur í sér stýringu á flutningum í bæði
inn- og útflutningi. Viðkomandi þarf einnig
að sinna sölutengdum málum ásamt
áætlana- og skýrslugerð.
Starfsmaður í flutningsmiðlun
Umsóknir skal senda á netfangið: hr.iceland@dbschenker.com fyrir mánudaginn 12. mars nk.
Frekari upplýsingar veitir Valdimar Óskarsson framkvæmdastjóri DB Schenker á Íslandi í síma 571 4600.
Fjölbreytt störf í boði
Vegna aukinna umsvifa óskar BIKF Flight Services eftir því að
ráða starfsfólk í fjölbreytt og skemmtileg störf í alþjóðlegu starfs-
umhverfi á Keflavíkurflugvelli.
Við erum að leita eftir fólki í bæði fullt starf og hlutastarf.
Um vaktavinnu er að ræða þar sem unnið er eftir sveigjanlegu
vaktakerfi.
Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi hreint sakavottorð til að
eiga möguleika á starfi.
Þeir sem að vilja starfa hjá BIKF Flight Services þurfa að búa
yfir ríkri þjónustulund, einstaklega góðri færni í mannlegum
samskiptum, vera stundvísir og agaðir í vinnubrögðum.
Starfsfólk okkar mun þurfa að sækja námskeið af ýmsu tagi áður
en það getur hafið störf.
Umsóknir ásamt ítarlegri ferilskrá skulu berast í pósti til BIRK
Flight Services, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík, merktar
„Starf BIKF Flight Services“ fyrir 31. mars nk.
BIKF Flight Services er viðskiptanafn Keflavík Flight Services ehf.
dótturfélags Flugþjónustunnar ehf. á Reykjavíkurflugvelli.
Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á www.birk.is
Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á www.birk.is og
www.bikf.is
Óskum eftir að ráða matreiðslumenn
til sumarstarfa á Edduhótelin.
Í störfunum felst m.a. yfirumsjón með eldhúsi,
innkaupum og meðferð matvæla.
Umsóknir um störfin sendist á netfangið
tryggvi@icehotels.is fyrir 3. mars nk.
SUMARIÐ ER TÍMINN
MATREIÐSLUMENN
www.hoteledda.is | Sími 444 4000