Fréttablaðið - 25.02.2012, Side 93

Fréttablaðið - 25.02.2012, Side 93
LAUGARDAGUR 25. febrúar 2012 57 Laugardagur 25. febrúar 2012 ➜ Leiklist 14.00 Möguleikhúsið sýnir barnaleik- ritið Langafi prakkari í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi. Leikritið er byggt á sögum Sigrúnar Eldjárn og er miðaverð kr. 2.000. ➜ Listasmiðja 13.00 LornaLAB-smiðja verður haldin í Hafnarhúsinu, í annað skiptið á þessu ári. Viðfangsefni smiðjunnar að þessu sinni er stafræn frumsmíði og fer hún fram undir handleiðslu Eriks Parr. Smiðjan er ókeypis og öllum opin. ➜ Sýningar 16.00 Sýningin Skáskegg á VHS + CD verður opnuð í Skaftfelli, Miðstöð myndlistar á Austurlandi. Um er að ræða sýningu þriðja árs nema í mynd- list við Listaháskóla Íslands. Sýningin stendur til 6.maí n.k. 16.00 Ungur og hæfileikaríkur málari, Ragnar Þórisson, opnar sína fyrstu einkasýningu í Gallerí Ágúst. Yfirskrift sýningarinnar er Mannagerðir og er um að ræða stór og áhrifamikil olíumálverk sem leiða hugann að tilvistarkreppu samtímans og firringu mannsins. Sýn- ingin stendur til 1.apríl. 19.00 Listakonan Berglind Ágústs- dóttir opnar sýningu sína The party I fell in love og tónleika á Kaffistofunni að Hverfisgötu 42b. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. ➜ Íþróttir 19.00 Hnefaleikafélag Akraness stendur fyrir hnefaleikamóti í íþrótta- húsinu við Vesturgötu á Akranesi. Margir af færustu boxurum landsins etja kappi, auk sterkra boxara frá Danmörku. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. ➜ Umræður 11.30 Sigurður Ingi Jóhannsson alþing- ismaður verður gestur á laugardags- spjalli Framsóknar að Hverfisgötu 33. Heitt á könnunni og allir velkomnir. ➜ Fræðslufundir 13.00 Rannsóknahópur Þórarins Guðjónssonar dósents og Magnúsar Karls Magnússonar prófessors býður til fyrirlestrar í Læknagarði, byggingu Læknadeildar Háskóla Íslands, Vatns- mýrarvegi 16. Sagt verður frá stofn- frumurannsóknum og tengslum þeirra við brjóstakrabbamein. ➜ Uppákomur 16.00 Uppboð verður á listaverkum sýningarinnar VÄGGER í Norræna hús- inu. Verkin eru á verðbilinu 20 þúsund til 160 þúsund. Allir eru velkomnir. ➜ Kynningar 16.00 Kínaklúbbur Unnar kynnir Kínaferð sem farin verður í sumar, með litskyggnusýningu og tedrykkju á Njáls- götu 33a. Allir velkomnir meðan rúm leyfir. ➜ Málþing 14.00 Málþing um Byggingarlist og samfélagið verður haldið í Norræna húsinu. Talsmenn eru arkitektar, heim- spekingar, deildarforsetar og formenn og munu þeir fjalla um samfélagið og áhrif þess á byggingarlist og öfugt. Allir eru velkomnir. ➜ Uppistand 20.00 Uppistandið Steini/Pési og gaur á trommu verður sýnt á Græna Hatt- inum, Akureyri. Önnur sýning verður kl. 23.00. Miðaverð er kr. 3.200. ➜ Tónlist 14.00 Söngskólinn í Reykjavík fagnar Degi tónlistarskólanna með glæsilegri dagskrá undir yfirskriftinni Upplyfting í skammdeginu. Samfelld dagskrá verður í gangi í Snorrabúð, tónleikasal Söng- skólans, Snorrabraut 54 sem endar á fjöldasöng um kl. 17.30. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. 15.00 Benedikt Kristjánsson tenór og Jón Bjarnason dómorganisti í Skálholti munu leika og syngja á tónleikum í Skálholtsdómkirkju. Flutt verða verk eftir Johann Sebastian Bach. Aðgangur er ókeypis. 17.00 Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanó- leikari halda tónleika í Salnum Kópa- vogi. Fluttar verða aríur og ljóð eftir Rossini, Grieg, Liszt, Wagner, Strauss, Puccini og Verdi. 21.00 Hljómsveitirnar Mercy Buckets, Gunslinger og Chino spila á tónleikum á Bar 11. Allir velkomnir. 23.00 Magnús Einarsson og Tómas Tómasson leika tónlist frá ýmsum áttum á Ob-La-Dí, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 23.30 Skemmtistaðurinn Faktorý býður á Kanilkvöld í níunda sinn. Að þessu sinni er sumarþema með sjóðheitum slögurum, léttum klæðnaði og stans- lausum dansi. Aðgangur er ókeypis og gestir hvattir til að mæta í sumarlegum klæðnaði. ➜ Listamannaspjall 14.00 Hulda Hlín Magnúsdóttir mynd- listarkona verður með listaspjall í 7Fac- tory Gallerí að Fiskislóð 31. Er spjallið í tengslum við einkasýningu hennar Lit- lifun eða Chro-motion sem stendur til 11. mars. Aðgangur er ókeypis. ➜ Fyrirlestrar 13.15 Sigurður R. Helgason, fram- kvæmdastjóri Nafnfræðifélagsins, flytur erindi sem hann nefnir Helgi og dýrkun steina og kletta á Íslandi á fræðslufundi félagsins. Fundurinn verður haldinn í stofu 106 í Odda. Allir velkomnir. Sunnudagur 26. febrúar 2012 ➜ Tónleikar 13.15 Hrólfur Sæmundsson baritón og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari halda tónleika í tónleikaröðinni Klassík í Hádeginu í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Flutt verður tónlist eftir amerísku skáldin Samuel Barber og Aaron Copland. Aðgangur er ókeypis. Minningartónleikar um tónlistarmann- inn Johnny Cash verða haldnir í Linda- kirkju. Einsöngvarar verða Björgvin Halldórsson, Regína Ósk og Svenni Þór, Ingó Veðurguð og Arnar Ingi Ólafsson. Óskar Einarsson tónlistarstjóri leikur ásamt hljómsveit og stjórnar kór Linda- kirkju. Á milli laga verða sagðar sögur af Cash. Miðaverð er kr. 3.000. ➜ Félagsvist 14.00 Félagsvist verður spiluð í Breið- firðingabúð, Faxafeni 14. Allir velkomnir. 19.00 Bridge, Tvímenningur, er spil- aður í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14. Allir velkomnir. ➜ Kvikmyndir 15.00 Ballettinn Petrúshka við tónlist eftir Igor Stravinsky verður sýndur í MÍR, Hverfisgötu 105. Sýndar verða upp- færslur tveggja af frægustu óperu- og ballettleikhúsum Rússlands á þessu fræga dansverki. Aðgangur er ókeypis. 22.00 Vikulegt þynnkubíó á skemmti- staðnum Prikinu. Aðgangur ókeypis og popp í boði. ➜ Uppákomur 15.00 Fiðlusmiðurinn Hans Jóhanns- son segir frá aðkomu sinni að verk- efnum og hugmyndavinnu hjá norsku arkitektastofunni Snøghetta. Viðamikil yfirlitssýning stofunnar stendur nú yfir á Kjarvalsstöðum, og fer flutningurinn fram þar. 20.00 Tómasarmessa verður haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd. Sérstakt umfjöllunarefni messunnar að þessu sinni verður Barátta við freistingar. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. ➜ Dansleikir 20.00 Félag eldri borgara í Reykjavík heldur dansleik í félagsheimili sínu, Stangarhyl 4. Danshljómsveitin Klassík leikur létta danstónlist. Aðgangseyrir er kr. 1.500, en kr. 1.300 fyrir félagsmenn FEB. ➜ Tónlist 16.00 Sveitadúettinn Pikknikk, skip- aður þeim Sigríði Eyþórsdóttur og Þorsteini Einarssyni, mun spila á Vetrar- tónleikaröðinni í Merkigili. Merkigil er heimili söngvaskáldanna Uni og Jóns Tryggva, á Eyrarbakka. Aðgangur er ókeypis en frjáls framlög eru vel þegin. 16.00 Tristano Project leikur jazztónlist eftir píanistann Lennie Tristano í Nor- ræna Húsinu. Haukur Gröndal, Ólafur Jónsson, Agnar Magnússon, Þorgrímur Jónsson og Scott McLemore skipa bandið. Aðgangur er ókeypis. 16.00 Tríó Reynis Sigurðssonar leikur jazz-skotið efni úr ýmsum áttum á Café Haití. ➜ Leiðsögn 14.00 Harpa Árnadóttir myndlistarkona mun veita leiðsögn um sýninguna Handverk frú Magneu Þorkelsdóttur sem nú stendur yfir í Þjóðminjasafni Íslands. Leiðsögnin er ókeypis og allir eru velkomnir. ➜ Fyrirlestrar 16.00 Jón Yngvi Jóhannsson flytur fyrirlestur um samskipti Gunnars Gunnarssonar og Halldórs Laxness í Gljúfrasteini. Fyrir- lesturinn er liður í Verki mánaðarins sem í vetur er í samstarfi við Bókmennta- og listfræðistofnun Háskóla Íslands undir yfirskriftinni Ferðafélagar. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? LA BOHÈME GIACOMO PUCCINI HULDA BJÖRK GARÐARSDÓTTIR · GISSUR PÁLL GISSURARSON / ÞÓRA EINARSDÓTTIR · GARÐAR THÓR CORTES ÁGÚST ÓLAFSSON · HRÓLFUR SÆMUNDSSON · JÓHANN SMÁRI SÆVARSSON HERDÍS ANNA JÓNASDÓTTIR · BERGÞÓR PÁLSSON HLJÓMSVEITARSTJÓRI: DANÍEL BJARNASON · LEIKSTJÓRI: JAMIE HAYES LEIKMYND: WILL BOWEN · BÚNINGAR: FILIPPÍA ELÍSDÓTTIR · LÝSING: BJÖRN BERGSTEINN GUÐMUNDSSON FÖSTUDAGINN 16. MARS KL. 20 - FRUMSÝNING LAUGARDAGINN 17. MARS KL. 20 - 2. SÝNING LAUGARDAGINN 31. MARS KL. 20 - 3. SÝNING SUNNUDAGINN 1. APRÍL KL. 20 - 4. SÝNING LAUGARDAGINN 14. APRÍL KL. 20 - 5. SÝNING FÖSTUDAGINN 20. APRÍL KL. 20 - LOKASÝNING MIÐASALA Í HÖRPU OG Á WWW.HARPA.IS KYNNING Á LA BOHÈME Á VEGUM VINAFÉLAGS ÍSLENSKU ÓPERUNNAR KALDALÓNI Í HÖRPU ÞRIÐJUDAGINN 28. FEBRÚAR KL. 20:00 - 22:00 Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður mun annast kynninguna. Hulda Björk Garðarsdóttir og Gissur Páll Gissurarson, sem fara með hlutverk Mimi og Rodolfo í La Bohème, munu segja frá hlutverkum sínum og syngja atriði úr óperunni við undirleik Antoníu Hevesi. Kynningin er einungis ætluð félagsmönnum Vinafélags Íslensku óperunnar. Aðgangur er ókeypis. Unnt er að skrá sig í Vinafélagið á staðnum og er félagsgjaldið 3.500 kr. á ári. Vinafélagar njóta m.a. 10% afsláttar af miðum á almennar óperusýningar á vegum Íslensku óperunnar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.