Fréttablaðið - 25.02.2012, Page 101
LAUGARDAGUR 25. febrúar 2012 65
Bandaríski rapparinn Dorian Stevens
kemur fram á tónleikum sem haldnir
verða 9. mars kl. 20 í kastala Hjálpræðis-
hersins í Kirkjustræti 2. Þar stíga einnig
á svið Sigurður Ingimar og hljómsveit og
færeysku söngkonurnar Dorthea Dam og
Guðríður Hansdóttir.
Stevens kemur frá bænum Aliquippa
í Pennsylvaniu. Hann átti erfiða æsku
en síðustu ár hefur hann einbeitt sér að
rappinu. Hann hefur tekið upp hátt í tvö
hundruð lög og hyggur á stóra hluti í tón-
listarbransanum. Textarnir hans eru
mestmegnis trúarlegir og fjalla ekki um
glæpi eða annað í þeim dúr. Hann ætlar
að dvelja hér á landi í eina viku og verður
einnig í viðtali á Lindinni.
Trúarlegur rappari
TIL ÍSLANDS Bandaríski rapparinn Doran Stevens heldur tónleika hér á landi
9. mars.
Bandaríski leikarinn
Daniel von Bargen, sem er
Íslendingum kunnur sem
Mr. Kruger úr Seinfeld
og liðsforinginn Edwin
Spangler úr Malcolm in
the Middle, var fluttur á
sjúkrahús eftir að hafa
skotið sig í höfuðið síðast-
liðið miðvikudagskvöld.
Leikarinn hringdi sjálf-
ur eftir aðstoð, en hann
er sykursjúkur og átti að
mæta á sjúkrahús seinna
um daginn. Samkvæmt
Reuters óttaðist leikarinn
sjúkrahúsvistina því hugs-
anlega þyrfti að fjarlægja
nokkrar tær hans vegna
sjúkdómsins.
Ástand leikarans er enn
óljóst.
Bargen hefur leikið í
fjölda kvikmynda og sjón-
varpsþátta, en þar má helst
nefna Silence of the Lambs,
Basic Instinct og O Brot-
her, Where Art Thou?
Seinfeld leikari
reyndi sjálfsmorð
DANIEL VON
BARGEN Eflaust eru
margir aðdáendur
leikarans slegnir
yfir atburðinum.
Fregnir herma að breska söng-
konan Adele komi fram á lokahá-
tíð Ólympíuleikanna, sem fram
fara í London í sumar. Bresk
tónlist verður í hávegum höfð á
hátíðinni og The London Symph-
ony Orchestra leikur undir.
Þekktir breskir popparar, sem og
nýir, verða fengnir til að flytja
goðsagnakennda breska popptón-
list. Orðrómur hefur verið um að
Rolling Stones, Paul McCartney
og Spice Girls komi einnig fram
en það hefur ekki fengist stað-
fest.
Adele hlaut sex Grammy-verð-
laun fyrr í mánuðinum.
Adele á Ólymp-
íuleikunum
HÆFILEIKARÍK Adele hefur unnið til
fjölda verðlauna fyrir plötu sína 21 sem
kom út í fyrra.
Breska leikkonan Helena Bon-
ham Carter var heiðruð af bresku
drottningunni fyrir framlag
sitt til leiklistarinnar. Bonham
Carter hlaut BAFTA-verðlaun
fyrir hlutverk sitt í kvikmynd-
inni „The King‘s Speech“ og var
einnig tilnefnd til Óskarsverð-
launa. Leikkonan tók að sögn við
orðunni til að heiðra minningu
föður síns, sem lést árið 2004.
Colin Firth, mótleikari Bonham
Carter í „The King‘s Speech“ var
heiðraður af Karli Bretaprinsi í
síðasta mánuði.
Bonham Car-
ter heiðruð
HELENA BONHAM CARTER stillti sér
upp fyrir ljósmyndara við Buckingham-
höllina.
Viltu upplifa einstaka leiksýningu og
taka þátt í að búa til nýja Símaskrá?
Má bjóða
þér í leikhús?
Í Símaskránni 2012 verða leiklistin og þjóðin í forgrunni og við viljum
fá þig í lið með okkur við að búa til nýja Símaskrá.
Af því tilefni bjóða Já og Borgarleikhúsið í leikhús 3. mars kl. 14 þar
sem tvíeykið Hundur í óskilum fer í gegnum Sögu þjóðar í tali og tónum
á meðan áhorfendur eru myndaðir.
Hvar & hvenær?
Borgarleikhúsinu, laugardaginn 3. mars kl. 14.
Hvað fæ ég marga miða?
Tveir miðar eru í boði fyrir hvern sem skráir sig.
Hvernig skrái ég mig?
Hægt er að skrá sig á já.is eða senda tölvupóst á
leikhus@ja.is með upplýsingum um nafn og kennitölu
þína og þess sem þú vilt bjóða. Einnig er hægt að skrá sig
hjá miðasölu Borgarleikhússins í síma 568 8000.
Hvernig veit ég hvort ég fæ miða?
Þar sem einungis 550 miðar eru í boði þá getum við því
miður ekki tryggt öllum sem skrá sig þátttöku. Ef þú dast í
lukkupottinn og ert á leiðinni í leikhús þá sendum við þér
tölvupóst með nánari upplýsingum.
118 Gulu síðurnar Já.is Stjörnur.is Símaskrá Já í símann i.já.is
Borgarleikhúsið er samstarfsaðili Símaskrárinnar 2012
„Langt er síðan ég
hef orðið vitni að
öðru eins fýreverkerí
af fyndni og andríki.“
JVJ, DV
Saga þjóðar
3. mars
kl. 14