Fréttablaðið - 25.02.2012, Side 102

Fréttablaðið - 25.02.2012, Side 102
25. febrúar 2012 LAUGARDAGUR66 sport@frettabladid.is FULLTRÚAR ÍSLANDS á HM í frjálsíþróttum innanhúss verða hlaupararnir Trausti Stefánsson og Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir. Trausti hefur tvíbætt met sitt í 400 m hlaupi á árinu og Hrafnhild hefur ná góðum árangri í 60 m hlaupi. Enginn Íslendingur náði lágmarki fyrir mótið og því þarf Alþjóðafrjálsíþróttasambandið að staðfesta þátttöku þeirra. FÓTBOLTI Það verður stór stund í lífi knattspyrnukappans Arons Einars Gunnarssonar á morgun er hann gengur út á sjálfan Wembley ásamt félögum sínum í Cardiff City. Þar mun Cardiff mæta stór- liði Liverpool í úrslitaleik deildar- bikarsins. „Þetta er klárlega stærsti leik- urinn á mínum ferli og ég ætla að njóta þess að spila hann. Það munu margir fylgjast með og fólk- ið í Cardiff er mjög spennt. Það er fjöldi manna mættur til þess að kveðja okkur,“ sagði Aron Einar við Fréttablaðið skömmu áður en liðið hélt af stað til London í gær. „Það er mjög fín stemning hjá okkur. Það er ró yfir mannskapn- um en tilhlökkun samt. Það verða allir klárir á leikdegi,“ sagði Aron en Cardiff er klárlega litla liðið í leiknum. Hefur allt að vinna en engu að tapa. „Það er jákvætt að vera minna liðið. Við þurfum ekkert að vera stressaðir. Ég vona að við höfum gaman af þessu og njótum þess að spila leikinn. Það er ekki á hverj- um degi sem menn spila úrslitaleik á Wembley og ég tala nú ekki um gegn liði eins og Liverpool. Það er allt hægt í svona bikarúrslitaleik.“ Fjöldi Íslendinga verður á vell- inum og þar af margir ættingja Arons sem ætla ekki að missa af þessari stóru stund í lífi hans. „Það eru allir að koma að norð- an. Vinir og ættingjar. Margir vina minna halda með Liverpool og það verður því enn sætara ef við náum að skella þeim,“ sagði Aron og hló dátt. „Það verður algjör draumur að labba inn á völlinn fyrir framan tæplega 90 þúsund manns. Ég verð örugglega með kúkinn í buxunum fyrstu tvær mínútur leiksins en svo fer það og ég fer að njóta leiks- ins. Ég er alltaf smá tíma í gang í stórleikjum.“ - hbg Aron Einar Gunnarsson verður í eldlínunni með Cardiff á Wembley á morgun er það mætir Liverpool: Klárlega stærsti leikurinn á mínum ferli GRIMMUR Aron Einar mun líklega ekki gefa neitt eftir á Wembley á morgun. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Leikmenn Íslands voru líklega enn þá að átta sig á því á hvort markið þeir ættu að sækja þegar boltinn lá í netinu eftir aðeins 94 sekúndur. Heimamenn nýttu sér ábyrgðarleysi íslensku leikmannanna í varnarleiknum sem horfðu á Ryoichi Maeda skalla knöttinn í netið. Japanar réðu ferðinni í hálf- leiknum en færin voru af skornum skammti á báðum endum. Þó varði Hannes Þór einu sinni af stuttu færi eftir hornspyrnu. Marki undir mættu íslensku strákarnir ákveðnir til leiks í síð- ari hálfleik. Þeir börðust líkt og í fyrri hálfleiknum og komu sér í betri stöður. Skelfileg holning á varnarlínunni á 53. mínútu varð til þess að Jungo Fujimoto slapp einn í gegn og kláraði færið snyrtilega. Þriðja markið kom rúmum tíu mínútum fyrir leikslok þegar Tomoaki Makinu skoraði af stuttu færi, liggjandi á bakinu. Arnór Smárason, líflegasti leik- maður Íslands í leiknum, lagaði stöðuna með marki úr vítaspyrnu í viðbótartíma. Hafa verður í huga að þótt bæði lið hafi verið vængbrotin voru fleiri lykilmenn fjarri góðu gamni hjá Íslandi. Til marks um það var Hallgrímur Jónasson sá eini sem byrjaði líka í síðasta landsleik Íslands en fjórir Japanar voru í sigurliði þeirra gegn Dönum á HM 2010. Ekki var að marka mikla breytingu á leik Íslands frá síðustu árum. Líkt og undir stjórn Ólafs Jóhannessonar var ýmislegt jákvætt í leik liðsins en úrslitin vonbrigði. „Við vorum frekar sofandi í upphafi leiksins. Fengum á okkur skyndisókn eftir aukaspyrnu og hefðum aldrei átt að leyfa þeim að skora. Svona gerist stundum í fótbolta en þetta var alls engin draumabyrjun,“ sagði landsliðs- þjálfarinn Lars Lagerbäck við Fréttablaðið eftir leikinn. „Ég er sérstaklega ósáttur við fyrstu 25 mínútur leiksins því við vorum allt of rólegir og værukærir í okkar aðgerðum. Við vorum ekki að verjast vel og misstum svo bolt- ann nánast um leið og við náðum honum,“ sagði Svíinn en honum fannst íslenska liðið vinna sig ágætlega inn í leikinn. „Smám saman lagaðist okkar leikur og mér fannst strákarnar spila ágætlega. Ég er samt fyrst og fremst ánægður að hafa feng- ið þennan leik. Það var gott fyrir leikmennina að spila á erfiðum útivelli fyrir framan fullt af fólki. Liðið vantar svona reynslu. Okkar vegferð hófst núna í Japan og von- andi endar hún á góðum stað.“ Voru einhverjir leikmenn í íslenska liðinu sem Lagerbäck fannst standa upp úr í þessum leik? „Mér fannst Hannes standa sig vel í markinu í fyrri hálfleik. Eftir að hafa fengið á sig mark strax í upphafi þá lét hann það ekki koma sér úr jafnvægi. Hann var mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum og gerði engin mistök. Hann sýndi að hann býr yfir miklum andleg- um styrk,“ sagði þjálfarinn og hrósaði fleirum. „Flestir leikmenn mættu til leiks með rétt hugarfar og lögðu sig alla fram. Helgi fyrirliði átti mjög góðan leik og var alltaf að. Hann keyrði liðið áfram allan tím- ann.“ Lagerbäck segir að þessi ferð til Japan hafi verið jákvæð byrjun á hans landsliðsþjálfaraferli. „Auðvitað var fúlt að tapa og mér líkar það alls ekki. Bæði ég og liðið náum að læra með því að fara í svona leiki. Vonandi verður stígandi hjá okkur í framhaldinu. Ég er því ánægður með ferðina, ekki úrslitin og tel að við hefðum getað spilað aðeins betur.“ - ktd, hbg NÝR ÞJÁLFARI EN SAMA ÚTKOMA Frumraun íslenska landsliðsins í knattspyrnu undir stjórn Lars Lagerbäck gegn Japan lauk með 3-1 tapi. Líkt og svo oft áður var ljósa punkta að finna í leik íslenska liðsins en úrslitin voru vonbrigði. BASL Miðverðirnir Hjálmar Jónsson og Hallgrímur Jónasson náðu ekki nógu vel saman fyrir miðri vörn liðsins. NORDIC PHOTOS/AFP MMA Íslendingar fá loksins að fylgjast með einum umtalaðasta íþróttamanni þjóðarinnar, Gunn- ari Nelson, í beinni útsendingu í kvöld. Gunnar keppir þá í blönduðum bardagaíþróttum, MMA, í Dublin á Írlandi. Gunnar mætir Alexand- er Butenko sem er sagður gríðar- sterkur og helsta von Austur- blokkarinnar í MMA. Til stóð að Árni Ísaksson myndi einnig berjast í kvöld en andstæðingur hans dró sig úr keppni þannig að Gunnar sér einn um að halda uppi heiðri Íslands í Dublin. Stöð 2 Sport sýnir beint frá bardögum kvöldsins og hefst útsending klukkan 21.30. Blandaðar bardagaíþróttir: Gunnar í beinni í kvöld TILBÚINN Gunnar er í toppformi og klár í slaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Það fer fram afar áhuga- verður handboltaleikur í Kaup- mannahöfn á morgun þegar Íslend- ingaliðin AG og Kiel mætast. Þetta er lokaleikur liðanna í D- riðli en Kiel er í efsta sæti rið- ilsins með einu stigi meira en AG. Þetta er því hreinn úrslita- leikur um efsta sætið í riðl- inum. Það er löngu orðið uppselt á leikinn sem fram fer í Boozt.com- höllinni en forráða- menn AG segja að þeir hefðu vel getað fyllt Parken hefðu þeir farið með leikinn þangað. Arnór Atlason, Ólafur Stefáns- son, Guðjón Valur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson verða allir í liði AG og Aron Pálmarsson verður með Kiel sem Alfreð Gísla- son þjálfar. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og er í beinni útsend- ingu á Sporttv.is. - hbg Stórleikur hjá AG og Kiel í Meistaradeildinni: Úrslitaleikur í Köben ARON PÁLMARSSON Mætir fjórum félögum úr landsliðinu í Köben í dag. NORDIC PHOTOS/BONGARTS – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 85 36 0 2/ 12 Lægra verð í Lyfju Voltaren dolo 25 mg 15% afsláttur Tilboðið gildir til 5. mars. Iceland Express-deild karla Valur - Tindastóll 61-74 (36-39) Stig Vals: Marvin Jackson 18/14 fráköst, Birgir Björn Pétursson 14, Kristinn Ólafsson 13, Hamid Dicko 4, Alexander Dungal 4, Snorri Þorvaldsson 4, Ragnar Gylfason 2, Benedikt Blöndal 2. Stig Tindastóls: Friðrik Hreinsson 19, Curtis Allen 15/10 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 14, Svavar Atli Birgisson 8, Igor Tratnik 8, Maurice Miller 6, Helgi Freyr margeirsson 2, Helgi Rafn Viggósson 2. Þór Þorl. - Keflavík 75-65 (42-30) Stig Þórs: Darrin Govens 22, Blagoj Janev 21, Matthew Hairston 15/20 fráköst, Guðmundur Jónsson 10, Darri Hilmarsson 7. Stig Keflavíkur: Jarryd Cole 24, Charles Parker 15/10 fráköst, Kristoffer Douse 9, Magnús Þór Gunnarsson 6, Halldór Örn Halldórsson 6, Valur Orri Valsson 3, Arnar Freyr Jónsson 2. KR - Fjölnir 106-82 STAÐAN Grindavík 17 16 1 1554-1334 32 Stjarnan 17 11 6 1495-1411 22 Þór Þorl. 17 11 6 1440-1361 22 KR 17 11 6 1510-1554 22 Keflavík 17 11 6 1522-1408 22 Snæfell 17 9 8 1587-1504 18 Tindastóll 17 8 9 1444-1504 16 Njarðvík 17 8 9 1452-1455 16 Fjölnir 17 6 12 1448-1533 14 ÍR 17 6 11 1479-1570 12 Haukar 17 4 13 1322-1425 8 Valur 17 0 17 1275-1569 0 ÚRSLIT
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.