Fréttablaðið - 25.02.2012, Qupperneq 103
LAUGARDAGUR 25. febrúar 2012 67
HANDBOLTI Topplið N1-deildarinn-
ar, Haukar, mæta Fram í úrslita-
leik Eimskipsbikars karla sem
hefst klukkan 16.00 í dag. Liðin eru
búin að mætast þrisvar í vetur og
hafa Haukar unnið í tvígang.
Liðin mættust í deildinni fyrir
stuttu síðan og þá unnu Haukar
örugglega og héldu Fram í sex
mörkum í fyrri hálfleik.
„Við verðum að vera sterk-
ir í sókninni og höfum verið að
vinna markvisst í því að styrkja
hana. Við erum að mæta öflugu
liði sem er stöðugt. Við erum líka
góðir og ætlum að selja okkur
dýrt,“ sagði Einar Jónsson, þjálf-
ari Fram. „Haukar gera fá mistök
og við verðum að finna ráð til þess
að stöðva þá. Við höfum verið að
vinna í því og mætum ákveðnir og
bjartsýnir til leiks.“
Aron Kristjánsson, þjálfari
Hauka, talar varlega fyrir leik.
„Þó svo við séum efstir þá er
Fram-liðið afar vel mannað og
öflugt. Okkar styrkur er vissu-
lega vörn, markvarsla og hraða-
upphlaup. Við þurfum svo að vera
agaðir í sókninni,“ sagði Aron og
bendir á að þó hans menn hafi
komið á óvart í vetur, spilað vel og
séu efstir hafi liðið ekki enn unnið
neitt.
„Við erum margir hverjir
óreyndir og þurfum að vera með
báða fætur á jörðinni. Staðan í
deildinni gefur okkur ekkert í
þessum leik.“
Haukar lögðu granna sína í FH
örugglega í undanúrslitum keppn-
innar þar sem FH skoraði aðeins
fjórtán mörk og þar af fjögur í síð-
ari hálfleik.
Fram vann á sama tíma drama-
tískan sigur á HK þar sem sigur-
markið kom beint úr aukakasti er
leiktíminn var liðinn. - hbg
Fram þarf að komast fram hjá varnarmúr Hauka til að eiga möguleika í dag:
Höfum unnið vel í sóknarleiknum
HVER FÆR BIKARINN? Fyrirliðarnir Birkir Ívar úr Haukum og Halldór Jóhann frá Fram
bítast hér um bikarinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HANDBOLTI Hið spræka lið ÍBV
fær það verðuga verkefni að tak-
ast á við hið ógnarsterka lið Vals í
úrslitum Eimskipsbikars kvenna
en leikurinn hefst klukkan 13.30.
Það er valinn maður í hverju
rúmi í liði Vals en ÍBV hefur
verið að sækja í sig veðrið í vetur
og mun örugglega selja sig dýrt í
Höllinni í dag.
„Við höfum lent í vandræð-
um með þær í tvígang í vetur en
erum að nálgast þær þannig að
þetta verður hörkuleikur,“ sagði
Ester Óskarsdóttir, fyrirliði ÍBV,
borubrött fyrir leik.
„Útlendingarnir í okkar liði
styrkja okkur mikið. Það var ekk-
ert annað í stöðunni en að fá þær.
Valskonur hafa meiri reynslu en
við og við þurfum að passa upp
á spennustigið. Þetta er nánast
landsliðið samt á móti ÍBV enda
átta landsliðsmenn í Val á meðan
við eigum einn leikmann sem
hefur spilað með landsliðinu. Það
er samt allt hægt í bikar og það
vitum við.“
Hrafnhildur Skúladóttir, fyrir-
liði Vals, veit sem er að þeim er
spáð öruggum sigri.
„Mér finnst við vera með besta
liðið og við töpum sjaldan. Við
förum inn sem stóra liðið en
þetta er bikarleikur og við ætlum
okkur að vinna,“ sagði Hrafnhild-
ur sem á von á sterku liði ÍBV.
„ÍBV hefur verið að styrkja
sig og eru sterkari. Við vitum að
þetta verður erfiður leikur og við
verðum að vera tilbúnar.“ - hbg
Eimskipsbikar kvenna:
Valskonur sig-
urstranglegri
FYRIRLIÐAR Annað hvort Hrafnhildur
Skúladóttir Val eða Ester Óskarsdóttir
ÍBV lyftir bikarnum í dag.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
2 fyrir 1
Lambakjöt og bernaise
í febrúar.
Nýbýlavegi 32 www.supersub.is VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000
OKKAR MAÐUR
CAGE CONTENDER Á LAUGARDAG KL. 21.30
GUNNAR NELSON
VS
ALEXANDER BUTENKO
CARDIFF CITY MÆTIR LIVERPOOL Í ÚRSLITALEIKNUM UM ENSKA DEILDABIKARINN
KL. 15.45 Á SUNNUDAG. ER SEX ÁRA BIÐ RAUÐA HERSINS EFTIR TITLI Á ENDA?
ARON EINAR VS GERRARD
216 KR.
Á DAG
Stöð 2 Sport og fylgistöðvar
KAUPTU ÁSKRIFT Á STOD2.IS