Fréttablaðið - 25.02.2012, Page 110

Fréttablaðið - 25.02.2012, Page 110
25. febrúar 2012 LAUGARDAGUR74PERSÓNAN Ása Þórdís Ásgeirsdóttir Aldur: 21 árs Starf: Nemi á listnámsbraut og vinnur í Úr og gull í Firðinum. Foreldrar: Edda Hrönn Steingrímsdóttir, starfsmaður hjá Sjóvá, og Ásgeir Halldór Ingvars- son, eigandi verslunarinnar Úr og gull og einn af eigendum Echo ehf. Maki: Ægir Steinarsson, starfsmaður Securitas. Búseta: Í Kópavogi. Stjörnumerki: Tvíburi Ása Þórdís er ein fjögurra stúlkna sem hönnuðu slaufur sem líkjast yfirvara- skeggjum. „Ég hef aldrei verið með fyrirsætu sem hefur slegið í gegn á svona stuttum tíma,“ segir Andrea Brabin, eigandi Eskimo-skrifstofunnar sem sér um fyrirsætuna Kolfinnu Krist- ófersdóttur. Kolfinna var valin sérstaklega af tískukónginum sjálfum, Karli Lagerfeld, til sýna haustlínu Fendi- tískuhússins. Sýningin fór fram á fimmtudagskvöldið og er einn af hápunktum tískuvikunnar í Mílanó. „Lagerfeld er þekktur fyrir að vera mjög vandlátur á fyrirsætur sínar og Kolfinna var í skýjunum með að hitta hann. Hún sagði mér að hann hefði verið almennilegur og meðal annars hrósað á henni hárinu.“ Kolfinna hefur verið í lykilhlut- verki í stærstu sýningum tísku- viknanna í New York, London og nú síðast í Mílanó. Kolfinna var einnig valin af hönnuðinum Donatellu Ver- sace til að sýna haustlínu Versace í gær ásamt því að sýna fyrir Prada, Max Mara og Moschino. Kolfinna, sem er einungis 19 ára gömul og búsett í New York, tekur velgengninni með mikilli ró að sögn Andreu sem segir skjólstæðing sinn vera mikla hetju. „Hún tognaði á fæti í London en samt skellir hún sér í háu hælana og gengur niður tískupallana. Hún er dugnaðarfork- ur sem hefur mjög gaman af þessu,“ segir Andrea og bætir við: „Í augna- blikinu eru allir að tala um hana.“ Í vikunni fjallaði ítalska Vogue um Kolfinnu sem nýjasta andlit tískuheimsins og birti viðtal við hana á heimasíðu sinni, Vogue. it. Tímaritið POP Magazine birti myndaþátt með Kolfinnu í nýjasta tölublaðinu. Fyrir stuttu var fyrir- sætan svo í myndatöku fyrir tíma- ritið W, sem valdi hana eina af fjór- um fyrirsætum sem líklegar eru til að verða næstu stjörnur. Næst á dagskrá er svo tískuvikan í París en þar á Kolfinna eflaust eftir að leika stórt hlutverk. alfrun@frettabladid.is ANDREA BRABIN: HÚN ER AÐ SLÁ Í GEGN HRATT Kolfinna kolféll í kramið hjá Karli Lagerfeld í Mílanó UMDEILDUR TÍSKUKÓNGUR „Við erum ósáttir við niðurstöðu ÁTVR. Hún kostar okkur fullt af peningum,“ segir Óli Rúnar Jónsson, vörumerkja- stjóri hjá Ölgerðinni. ÁTVR hefur hafnað páskabjórnum Páskagull sem Ölgerðin setti á markað í vikunni. Ástæðan er sú að litur umbúða og myndskreyting þykir höfða sérstak- lega til barna, einkum um páska. Í rök- stuðningi ÁTVR er einnig vísað til þess að á umbúðum sjáist ekki nægilega vel að um bjór sé að ræða og að áfengisprósent- an sé ekki heldur nægilega sjáanleg. Ölgerðin er ósammála þessari niður- stöðu og ætlar að skjóta málinu til fjár- málaráðuneytisins. Tekið er fram á fram- hlið bjórsins að um bjór sé að ræða og hann sé 5,2% að áfengisstyrkleika. „Páskaungar hafa verið notaðir við sölu á páskavörum heillengi, hvort sem þær eru fyrir fullorðna eða börn,“ segir Óli Rúnar og bætir við að tjón Ölgerðarinn- ar hlaupi á milljónum því þegar sé búið að brugga hundrað þúsund dósir. Hann undrast ákvörðun ÁTVR, sérstaklega vegna þess að fyrirtækið hafði áður samþykkt þessa hönnun. Þá átti hún að vera á flöskum en eftir að Ölgerðin ákvað að breyta yfir í dósir kom annað hljóð í strokkinn. Þrátt fyrir að Páskagull verði ekki fáanlegt í verslunum ÁTVR mun bjórinn fást í Fríhöfninni í Keflavík og á völdum börum og veitingastöðum fram yfir páska. - fb ÁTVR hafnar „barnalegum“ páskabjór PÁSKABJÓRINN ÁTVR hefur hafnað páskabjórnum Páskagull sem Ölgerðin setti á markað í vikunni. 1993: Ritstjóri bandaríska Vogue gengur út af tískusýningu Karls Lagerfeld fyrir Fendi í Mílanó er hann lætur fatafellur og klámmyndastjörnur ganga niður tískupallinn. 2001: Dýraverndunarsamtökin PETA kasta tófúböku í Lagerfeld á tískuvið- burði í New York til að mótmæla notkun hans á dýrafeldum í fatnaði sínum. Lagerfeld sér að sér því í fatalínu Chanel árið 2010 notaði hann einungis gervifeldi. 2009: Karl Lagerfeld gagnrýnir ofurfyrirsætuna Heidi Klum eftir að hún situr nakin fyrir á forsíðu tímaritsins GQ. Lagerfeld segir fyrir- sætuna vera „meira bling bling og glamúr en tísku- fyrirsætu“. 2012: Lagerfeld reitir heims- byggðina til reiði með því að kalla söngkonuna Adele „aðeins of feita“, ummæli sem hann dró síðar til baka. Krassandi ævintýraleikrit í leikstjórn Sigga Sigurjóns MIÐASALA Á NETINU: LEIKFELAG.IS NETFANG: MIDASALA@LEIKFELAG.IS MIÐASÖLUSÍMI: 4 600 200 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX FRAMLEITT AF LEIKFÉLAGI AKUREYRAR Í SAMSTARFI VIÐ BORGARLEIKHÚSIÐ Lau 25/2 kl.16 UPPSELT Lau 25/2 kl.19 UPPSELT Sun 26/2 kl.16 UPPSELT Fim 1/3 kl.19 örfá sæti laus Fös 2/3 kl.19 örfá sæti laus Lau 3/3 kl.16 örfá sæti laus Lau 3/3 kl.19 örfá sæti laus Fös 9/3 kl.19 örfá sæti laus Lau 10/3 kl.19 ný sýning Sun 11/3 kl.16 ný sýning Lifestream Bowel+ meltingarensímin tryggja betri meltingu, meiri upptöku á næringaefnum og góða líðan í maga og ristli. Regluleg inntaka tryggir vellíðan. Inniheldur: Meltingarensím • HUSK trefjar 5 teg acidofilusgerla • Inulin FOS Nútíma meðhöndlun á matvælum eyðileggur ensímin í matnum, því skortir flesta meltingarensím nema við séum reglulega á hráfæði. lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar Fæst: Apótekum, heilsubúðum og Krónunni. Bragðgott, 2 tsk á dag Elektrópoppsveitin Bloodgroup fær góða dóma í breska tíma- ritinu Clash fyrir tónleika sína í ensku borginni Nottingham. Þetta voru síðustu tónleikar henn- ar á ferðalagi sínu um Evrópu þar sem hún spilaði á 25 tónleikum. „Fyrir þessa síðustu tónleika höfðu þau öll málað sig um augun en þegar þú ert búinn að horfa á hljómsveitina verðurðu fljótt dáleiddur af krafti þeirra,“ skrif- ar gagnrýnandinn. „Sú tegund af elektró sem þau spila er kraft- mikil en samt fáguð. Það kemur ekki á óvart að uppselt hafi verið á fjölda tónleika þeirra í Evrópu, þar á meðal í Þýskalandi og að þau hafi spilað á The Roundhouse í London.“ Gagnrýnandinn bætir við að Bloodgroup sé greinilega stút- full af hæfileikum og að spila- mennska hljómsveitarinnar og sviðsframkoma hafi verið í sér- flokki. „Það er synd að hljóm- sveit með þessa hæfileika skuli ekki vera betur þekkt í Bretlandi. Landfræðileg staðsetning hjálpar þeim ekki en það er ekki annað hægt en að þakka bæði Blood- group og Yonioshi [sem spilaði einnig á tónleikunum] fyrir að koma með eitthvað ferskt inn í bresku elektrósenuna og minna íbúa Nottingham á að það kemur fleira gott frá Íslandi en Sigur Rós.“ - fb Dáleiddur af krafti Bloodgroup GÓÐIR DÓMAR Hljómsveitin Bloodgroup fær góða dóma í Clash fyrir tónleika sína í Nottingham. MYND/HEIÐA HELGADÓTTIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.