Fréttablaðið - 25.02.2012, Qupperneq 110
25. febrúar 2012 LAUGARDAGUR74PERSÓNAN
Ása Þórdís
Ásgeirsdóttir
Aldur: 21 árs
Starf: Nemi á
listnámsbraut og
vinnur í Úr og gull í
Firðinum.
Foreldrar: Edda
Hrönn Steingrímsdóttir, starfsmaður
hjá Sjóvá, og Ásgeir Halldór Ingvars-
son, eigandi verslunarinnar Úr og
gull og einn af eigendum Echo ehf.
Maki: Ægir Steinarsson, starfsmaður
Securitas.
Búseta: Í Kópavogi.
Stjörnumerki: Tvíburi
Ása Þórdís er ein fjögurra stúlkna sem
hönnuðu slaufur sem líkjast yfirvara-
skeggjum.
„Ég hef aldrei verið með fyrirsætu
sem hefur slegið í gegn á svona
stuttum tíma,“ segir Andrea Brabin,
eigandi Eskimo-skrifstofunnar sem
sér um fyrirsætuna Kolfinnu Krist-
ófersdóttur.
Kolfinna var valin sérstaklega
af tískukónginum sjálfum, Karli
Lagerfeld, til sýna haustlínu Fendi-
tískuhússins. Sýningin fór fram á
fimmtudagskvöldið og er einn af
hápunktum tískuvikunnar í Mílanó.
„Lagerfeld er þekktur fyrir að vera
mjög vandlátur á fyrirsætur sínar
og Kolfinna var í skýjunum með að
hitta hann. Hún sagði mér að hann
hefði verið almennilegur og meðal
annars hrósað á henni hárinu.“
Kolfinna hefur verið í lykilhlut-
verki í stærstu sýningum tísku-
viknanna í New York, London og nú
síðast í Mílanó. Kolfinna var einnig
valin af hönnuðinum Donatellu Ver-
sace til að sýna haustlínu Versace í
gær ásamt því að sýna fyrir Prada,
Max Mara og Moschino.
Kolfinna, sem er einungis 19 ára
gömul og búsett í New York, tekur
velgengninni með mikilli ró að sögn
Andreu sem segir skjólstæðing sinn
vera mikla hetju. „Hún tognaði á
fæti í London en samt skellir hún
sér í háu hælana og gengur niður
tískupallana. Hún er dugnaðarfork-
ur sem hefur mjög gaman af þessu,“
segir Andrea og bætir við: „Í augna-
blikinu eru allir að tala um hana.“
Í vikunni fjallaði ítalska Vogue
um Kolfinnu sem nýjasta andlit
tískuheimsins og birti viðtal við
hana á heimasíðu sinni, Vogue.
it. Tímaritið POP Magazine birti
myndaþátt með Kolfinnu í nýjasta
tölublaðinu. Fyrir stuttu var fyrir-
sætan svo í myndatöku fyrir tíma-
ritið W, sem valdi hana eina af fjór-
um fyrirsætum sem líklegar eru
til að verða næstu stjörnur. Næst á
dagskrá er svo tískuvikan í París en
þar á Kolfinna eflaust eftir að leika
stórt hlutverk. alfrun@frettabladid.is
ANDREA BRABIN: HÚN ER AÐ SLÁ Í GEGN HRATT
Kolfinna kolféll í kramið
hjá Karli Lagerfeld í Mílanó
UMDEILDUR
TÍSKUKÓNGUR
„Við erum ósáttir við niðurstöðu ÁTVR.
Hún kostar okkur fullt af peningum,“
segir Óli Rúnar Jónsson, vörumerkja-
stjóri hjá Ölgerðinni.
ÁTVR hefur hafnað páskabjórnum
Páskagull sem Ölgerðin setti á markað í
vikunni. Ástæðan er sú að litur umbúða
og myndskreyting þykir höfða sérstak-
lega til barna, einkum um páska. Í rök-
stuðningi ÁTVR er einnig vísað til þess
að á umbúðum sjáist ekki nægilega vel að
um bjór sé að ræða og að áfengisprósent-
an sé ekki heldur nægilega sjáanleg.
Ölgerðin er ósammála þessari niður-
stöðu og ætlar að skjóta málinu til fjár-
málaráðuneytisins. Tekið er fram á fram-
hlið bjórsins að um bjór sé að ræða og
hann sé 5,2% að áfengisstyrkleika.
„Páskaungar hafa verið notaðir við sölu
á páskavörum heillengi, hvort sem þær
eru fyrir fullorðna eða börn,“ segir Óli
Rúnar og bætir við að tjón Ölgerðarinn-
ar hlaupi á milljónum því þegar sé búið
að brugga hundrað þúsund dósir. Hann
undrast ákvörðun ÁTVR, sérstaklega
vegna þess að fyrirtækið hafði áður
samþykkt þessa hönnun. Þá átti hún
að vera á flöskum en eftir að Ölgerðin
ákvað að breyta yfir í dósir kom annað
hljóð í strokkinn.
Þrátt fyrir að Páskagull verði ekki
fáanlegt í verslunum ÁTVR mun bjórinn
fást í Fríhöfninni í Keflavík og á völdum
börum og veitingastöðum fram yfir
páska. - fb
ÁTVR hafnar „barnalegum“ páskabjór
PÁSKABJÓRINN ÁTVR hefur hafnað
páskabjórnum Páskagull sem Ölgerðin
setti á markað í vikunni.
1993: Ritstjóri bandaríska Vogue
gengur út af tískusýningu Karls
Lagerfeld fyrir Fendi í Mílanó er hann
lætur fatafellur og klámmyndastjörnur
ganga niður tískupallinn.
2001: Dýraverndunarsamtökin PETA
kasta tófúböku í Lagerfeld á tískuvið-
burði í New York til að mótmæla
notkun hans á dýrafeldum í
fatnaði sínum. Lagerfeld sér að
sér því í fatalínu Chanel árið 2010
notaði hann einungis gervifeldi.
2009: Karl Lagerfeld gagnrýnir
ofurfyrirsætuna Heidi Klum eftir
að hún situr nakin fyrir á
forsíðu tímaritsins GQ.
Lagerfeld segir fyrir-
sætuna vera „meira
bling bling og
glamúr en tísku-
fyrirsætu“.
2012: Lagerfeld
reitir heims-
byggðina til
reiði með því að
kalla söngkonuna
Adele „aðeins of
feita“, ummæli sem
hann dró síðar til
baka.
Krassandi ævintýraleikrit
í leikstjórn Sigga Sigurjóns
MIÐASALA Á NETINU: LEIKFELAG.IS
NETFANG: MIDASALA@LEIKFELAG.IS
MIÐASÖLUSÍMI: 4 600 200
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX
FRAMLEITT AF LEIKFÉLAGI AKUREYRAR Í SAMSTARFI VIÐ BORGARLEIKHÚSIÐ
Lau 25/2 kl.16 UPPSELT
Lau 25/2 kl.19 UPPSELT
Sun 26/2 kl.16 UPPSELT
Fim 1/3 kl.19 örfá sæti laus
Fös 2/3 kl.19 örfá sæti laus
Lau 3/3 kl.16 örfá sæti laus
Lau 3/3 kl.19 örfá sæti laus
Fös 9/3 kl.19 örfá sæti laus
Lau 10/3 kl.19 ný sýning
Sun 11/3 kl.16 ný sýning
Lifestream Bowel+
meltingarensímin tryggja betri meltingu,
meiri upptöku á næringaefnum og góða
líðan í maga og ristli.
Regluleg inntaka tryggir vellíðan.
Inniheldur:
Meltingarensím • HUSK trefjar
5 teg acidofilusgerla • Inulin FOS
Nútíma meðhöndlun á matvælum
eyðileggur ensímin í matnum,
því skortir flesta meltingarensím
nema við séum reglulega á hráfæði.
lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar
Fæst: Apótekum, heilsubúðum og Krónunni.
Bragðgott, 2 tsk á dag
Elektrópoppsveitin Bloodgroup
fær góða dóma í breska tíma-
ritinu Clash fyrir tónleika sína
í ensku borginni Nottingham.
Þetta voru síðustu tónleikar henn-
ar á ferðalagi sínu um Evrópu þar
sem hún spilaði á 25 tónleikum.
„Fyrir þessa síðustu tónleika
höfðu þau öll málað sig um augun
en þegar þú ert búinn að horfa á
hljómsveitina verðurðu fljótt
dáleiddur af krafti þeirra,“ skrif-
ar gagnrýnandinn. „Sú tegund af
elektró sem þau spila er kraft-
mikil en samt fáguð. Það kemur
ekki á óvart að uppselt hafi verið
á fjölda tónleika þeirra í Evrópu,
þar á meðal í Þýskalandi og að
þau hafi spilað á The Roundhouse
í London.“
Gagnrýnandinn bætir við að
Bloodgroup sé greinilega stút-
full af hæfileikum og að spila-
mennska hljómsveitarinnar og
sviðsframkoma hafi verið í sér-
flokki. „Það er synd að hljóm-
sveit með þessa hæfileika skuli
ekki vera betur þekkt í Bretlandi.
Landfræðileg staðsetning hjálpar
þeim ekki en það er ekki annað
hægt en að þakka bæði Blood-
group og Yonioshi [sem spilaði
einnig á tónleikunum] fyrir að
koma með eitthvað ferskt inn í
bresku elektrósenuna og minna
íbúa Nottingham á að það kemur
fleira gott frá Íslandi en Sigur
Rós.“ - fb
Dáleiddur af krafti Bloodgroup
GÓÐIR DÓMAR Hljómsveitin Bloodgroup fær góða dóma í Clash fyrir tónleika sína í
Nottingham. MYND/HEIÐA HELGADÓTTIR