Fréttablaðið - 10.03.2012, Síða 1

Fréttablaðið - 10.03.2012, Síða 1
Helgarblað MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup júlí - september 2011 10. mars 2012 60. tölublað 12. árgangur 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk l Atvinna l Heilsa Kynningarblað Te og virkni þess, matardagbók, smáréttir og smurbrauð, uppskriftir og fróðleikur. HEILSA LAUGARDAGUR 10. MARS 2012 &NÆRING HOT YOGA ZUMBA Ögurhvarf M Spöngin ÓKEYPIS ZUMBA TÍMAR Á 7 STÖÐUM FYRIR VIÐSKIPTAVINI WORLD CLASS Laugar ÓKEYPIS HOT YOGA TÍMAR Á 3 STÖÐUM FYRIR VIÐSKIPTAVINI WORLD CLASS Laugar Hvítt te er minnst unnið. Það þykir hafa mikla yfirburði yfir önnur te en tínsla laufanna fer fram á vorin áður en þau hafa náð fullum þroska. Óþroskuð laufin eru þakin örfínum hvítum þráðum. Eftir tínslu eru þau gufusoðin og þurrkuð. Hvítt te er dýrara en önnur te enda talið allt að þrisvar sinnum virkara en grænt te. Bragðið er sætt en hefur samt sem áður mildan kryddkeim og eru mat- reiðslumenn víða um heim farnir að nota það í matar- gerð, bragðsins vegna. Grænt te er unnið þannig að telaufin eru gufusoðin og þurrkuð fljótlega eftir tínslu. Það hefur verið mjög vinsælt á Vesturlöndum síðustu ár en Kínverjar hafa drukkið það frá fornu fari. Grænt te er ríkt af andoxun- arefnum og er talið styrkja ónæmiskerfið. Rannsóknir gefa til kynna að með neyslu á grænu tei megi draga úr hættunni á krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum. Grænt te innheldur mun meira koffín en svart. Svart te er unnið þannig að telaufin eru látin gerjast og dökkna áður en þau eru þurrkuð. Það er söluhæsta teið á Vesturlöndum. Oolong-te er lítið þekkt í Evrópu. Neysla þess er hins vegar umtalsverð í Kína og Taívan. Telaufin eru einung- is látin hálfgerjast áður en þau eru þurrkuð.Jurtate eru unnin úr jurtum og innihalda ekkert koff- ín enda koma telaufin hvergi við sögu. Jurtirnar eru þó taldar hafa mismunandi virkni. Jurtate er oft merkt með orðinu „infusion“ til aðgreiningar frá tei úr telaufum. Al- geng jurtate hér eru kamillute, engiferte, pipar myntute og fennelte. Jurtum er oft blandað saman við hefðbund- ið te en þá er ekki um eiginlegt jurtate að ræða. Te er gjarnan bragðbætt með sítrusávöxtum og ýmsum berj- um. Heimildir: natturan.is, heilsubankinn.is, lyfja.is Virkni í kroppinnTe er sá drykkur sem hvað mest er drukkið af í heiminum á eftir vatni. Til eru fjórar megintegundir af tei en vinnsla telaufanna ákvarðar flokkunina. Telaufin innihalda koffín en magnið er mismikið eftir vinnsluaðferðum. Jurtate inniheldur ekki koffín. Jurtirnar eru þó margar hverjar taldar hafa ákveðna virkni. Jurtate hafa ýmsa virkni. Fennelte er meðal annars talið hjálpa til við meltinguna eftir þunga máltíð. Það er auk þess talið hafa þvagræsandi áhrif og er konum með blöðrubólgu ráðlagt að drekka það. Kanilte er nokkuð útbreitt. Það er einstaklega bragðgott og talið örva blóðrásina, draga úr kvefeinkennum og óþægindum í maga. Kamillute er talið róandi og slakandi og er fólki gjarnan ráðlagt að drekka það fyrir svefninn og til að slá á streitu og kvíða. Það er einnig talið styrkjandi fyrir meltinguna og þykir gott eftir saðsaman kvöldverð. Margir drekka te þegar kvef og aðrar pestir sækja að enda gott að fá eitthvað heitt í hálsinn og hita í kroppinn. Algengt er að kreista sítrónusneið út í alls kyns te. Þannig má næla sér í auka vítamínskammt auk þess sem sítrónan er frískandi. Eins finnst mörgum gott að bragðbæta tebollann með hunangi og sumir hella mjólkurslettu út í til að gefa því meiri fyllingu. Engiferte er talið róa meltinguna. Það hitar líkamann og losar um ógleði, en engifer hefur löngum verið notað gegn ógleði og ferðaveiki. Það er einnig notað til að lina kvefeinkenni eins og höfuðverk og hálsbólgu. Ólíkar vinnsluaðferðir telaufanna ákvarða hvernig te er flokkað. Piparmyntute er hressandi og hjálpar til við meltingu. Það þykir einnig losa um kvef og stíflað nef. atvinna Allar atvinnuauglýsingar vikunnar á visir.is Sölufulltrúar Viðar Ingi Pétursson vip@365.is 512 5426 Hrannar Helgason hrannar@365.is 512 5441 Við auglýsum eftir ábyrgu og kröftugu starfsfólki í þjónustuver Strætó. Í boði er fjölbreytt framtíðarstarf við góðar starfsaðstæður, á Hesthálsi 14, sem hentar báðum kynjum. Viðkomandi þarf að vera eldri en 25 ára, skipulagður og námsfús. Starfsfólk þjónustuvers vinnur með fjölþætt upplýsingakerfi og tryggir eins hnökra-lausan akstur hjá Strætó eins og framast er unnt. Strætó er byggðasamlag í eigu sjö sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Hlutverk þess er að sinna almennings- samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Strætó starfar í anda gæðastjórnunar og er í vottunarferli vegna stefnu sinnar í öryggis- og umhverfismálum. Gildi Strætó eru stundvísi, áreiðanleiki, fagmennska og gæði. Ætlunarverk Strætó er að bjóða hagkvæmar, fjölþættar og umhverfisvænar almenningssamgöngur. Strætó r handhafi forvarnarverðlauna VÍS. Ef þig langar að starfa eftir þessum gildum og taka þátt í því góða starfi sem á sér stað innan Strætó hvetjum við þig til að sækja um. (e. Control center). frá gildandi áætlun (e. Incident Management). vegna viðburða (e. Event Management.) ásamt þekkingu á gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins. hæfni í mannlegum samskiptum. sviðsstjóri farþegaþjónustusviðs. Sími 540-2700, netfang: julia@straeto.is. radningar@hugtak.is Öllum umsækjendum verður svarað að umsóknarfresti loknum. ÓLITÍK Í VATNSLITASMIÐJA FYRIR BÖRN Vatnslitasmiðja ver ður haldin í Þjóðmen ningar- húsi frá 12 -14 í dag í tengslum við síðus tu sýning- arhelgi sýningarinna r Sjáðu svarta rassin n minn. Opið mán - fös 10-18, laugardaga 10-16, www.topphusid.is Mörkinni 6 - Sími 588 5518 Vattjakkar 4 litir, kr. 19.900 ð www.gabor.is Samstarf og vinátta fótbolti 24 Mennirnir í næsta húsi Eftirminnileg illmenni úr íslenskri kvik mynda sögu. bíó 38 Svipmyndir úr Landsdómi dómsmál 30 Fram í kastljósið Sagan er jafnan hliðholl sitjandi Bandaríkjaforseta þegar kemur að kjördegi. stjórnmál 36 Embla ársins Ruth Snædahl var nýlega heiðruð fyrir sjálfboðastörf sín í hjálparsamtökunum Enza í Afríku. höfðaborg 34 STJÓRNMÁL Þingflokkur Samfylk- ingarinnar er klofinn í afstöðu sinni til þess hvort færa beri neðri hluta Þjórsár úr virkjana- flokki í biðflokk í rammaáætlun um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Enn er jafnframt deilt innan stjórnarflokkanna um stöðu nokkurra virkjanakosta á miðhálendinu í rammaáætlun. Til stóð að leggja endan- lega þingsályktunartillögu um rammaáætlun fyrir ríkisstjórn- ina á fundi hennar í gærmorgun en málinu var frestað á síðustu stundu, þar sem Samfylkingin var ekki reiðubúin að taka lokaafstöðu til málsins. Sumir þingmenn flokksins taka undir þá skoðun Vinstri grænna að endurskoða eigi neðri hluta Þjórsár sem virkjanakost í ljósi þess að fram séu komnar nýjar upplýsingar um viðgang laxa- stofnsins í ánni. Frekari rann- sóknir kalli á að Þjórsá fari í bið- flokk. Hluti þingflokksins vill hins vegar ganga lengra í virkj- anamálum. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er þó almenn sam- staða innan umhverfis- og sam- göngunefndar Alþingis um að breyta upprunalegum drögum að rammaáætlun eins lítið og mögu- legt er. Innan Samfylkingarinn- ar er það sjónarmið uppi að ekki eigi að hreyfa mikið við virkjana- kostum, þar sem áætlunin sé lögð fram til framtíðar og verði að geta staðið af sér ríkisstjórnarskipti. Samkvæmt þingmálaskrá átti að leggja rammaáætlun fram í byrjun febrúar, en málið er enn á borði Oddnýjar G. Harðardótt- ur iðnaðarráðherra. Til stendur að taka málið upp á þingflokks- fundi Samfylkingar á mánudag. Samkvæmt þingsköpum verður að leggja fram frumvörp fyrir 1. apríl til að þau verði tekin á dag- skrá. - sv Þjórsá klýfur Samfylkingu Leggja átti lokaútgáfu rammaáætlunar fyrir ríkisstjórnina í gær en hætt var við á síðustu stundu. Spurn- ingin hvort setja eigi neðri hluta Þjórsár í biðflokk klýfur Samfylkingu. Málið er á borði iðnaðarráðherra. Ný Bjalla frumsýnd í dag 12. – 14. mars Gull á CenterHotel Klöpp Skoðið nánar bls. 13 GREITT FYRIR GULLIÐ Á STAÐNUM! ferminguna fyrir Allt í dag Opið til18 Ferming TÍSKUSÝNING Í DAG KL. 14 Opið 10–18 spottið 12 DÝRIN VEKJA LUKKU Fríða Björnsdóttir og hundurinn Mandla hófu nýverið að heimsækja heimilisfólkið á Hrafnistu í Kópavogi á vegum hundavina Rauða krossins. Valentínus Guðmundsson er einn þeirra sem hefur fengið að kynnast Möndlu undanfarið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.