Fréttablaðið - 10.03.2012, Síða 16

Fréttablaðið - 10.03.2012, Síða 16
16 10. mars 2012 LAUGARDAGUR ustu álitamál samtímans snúast ekki um hvar við sitjum á stóli í sölum alþingis né verða þau sett niður með sleggjudómum. Þau fjalla um misskipt- ingu auðs og tækifæra barna í heiminum, þau fjalla um matvælaör- yggi og sjálfbæra nýt- ingu á lífsnauðsynleg- um gæðum, þau fjalla um aðgang eða skort á vatni, þau fjalla um þær miklu loftslags- breytingar sem breyta ekki aðeins náttúru- legum ski lyrðum okkar heldur félags- legum og menningar- legum aðstæðum, þau fjalla um róttæk áhrif tæknibyltingar síð- ustu ára á samskipti manna, persónulegt öryggi og félagslega líðan, þau fjalla um átök menningarheima og trúarhópa. Og þessi mál skipta Íslendinga jafnmiklu máli og aðra. Við viljum ekki sitja hjá í umræðu sam- tímans. Lausnirnar eru ekki ein- faldar, en þær hljóta að byggja á samstilltu átaki sem hvílir á vís- indalegri þekkingu, sköpunar- krafti einstaklinga, víðsýni og siðferðilegu þreki, og þar hefur hvert okkar eitthvað til mála að leggja. Þær krefj- ast þess að við látum ekki fámennið spilla umræðunni og að við leggjum kraftana saman. Hlutverk for- seta Íslands er skil- greint í stjórnarskrá. Hann er þjóðkjörinn og er því í einstakri stöðu sem trúnaðar- maður þjóðarinnar. Á þessum tímamót- um tel ég að sá sem verður kjörinn for- seti á næsta sumri hafi sérstöku hlut- verki að gegna ein- mitt með því að leiða fólk saman og hvetja okkur til uppbyggi- legrar og vandaðrar samræðu þvert á þær gamalkunnu átakalín- ur sem þreyta þorra landsmanna. Við þurf- um á slíkum sameig- inlegum vettvangi að halda. Mín hugsjón er því sú að forsetinn sameini okkur í samræðunni sjálfri; og að hann gangi þar fram fyrir skjöldu. Væri menningarlíf hér á landi fábrotið ef engar væru niður- greiðslur? Væri miði í leikhús þá einungis á færi ríkra? Og ef menn- ingin nyti ekki ríkisaðstoðar, hvað þá með önnur svið, t.d. jarðgöng? Allt eru þetta eðlilegar spurn- ingar í ljósi greinar minnar um vanhugsaðar niðurgreiðslur ríkis- ins í menningar- og afþreyingar- geiranum. Greinin birtist í Frétta- blaðinu 21. febrúar sl. Hjálmtýr Heiðdal kvikmyndagerðar maður er einn þeirra sem bregst við á prentvellinum í svargrein sem birtist þann 1. mars sl. í sama blaði. Vil ég nú svara gagnrökum Hjálmtýs. Fyrst ber að nefna að miði í Þjóðleikhúsið kostar mun meira fyrir einstaklinginn heldur en uppgefið verð í miðasölu því hann niðurgreiðir með sköttum sínum keypta og ókeypta miða alla ævina á enda. Raunkostnaður hans kynni því að vera margfaldur á hvern keyptan miða hvort sem er. Mikilvægara er þó að gera sér grein fyrir að við vitum ekkert um hvort menningarstarfsemi yrði öflugri eða veikari án nið- urgreiðslna frá ríkinu. Ef engir væru ríkisstyrkirnir þyrftu veit- endur menningarþjónustunnar nefnilega að lúta aðhaldi mark- aðarins og væru þar með líklegri til að leggja sig meira fram um að gera list og menningu meira aðlað- andi fyrir hinn almenna borgara. Fyrirtæki á frjálsum sam- keppnismarkaði þurfa auk þess sífellt að bjóða vörur sínar eða þjónustu á eins lágu verði og hægt er. Af þeim sökum hafa marg- falt fleiri efni á ýmsum vörum í dag sem einungis efnameira fólk hafði ráð á áður. Venjuleg- ur farsími kostar nú einungis brotabrot af því sem hann kost- aði áður fyrr. Mun fleiri hafa ráð á ferðast til útlanda nú en áður. Þá er ekkert slæmt við það að ein tegund rekstrar, t.d. ríkisrekinna leikhúsa, veikist, því að jafnaði styrkjast önnur svið á móti. Eitt- hvert fara jú peningarnir. Skatt- ar ættu að lækka og ráðstöfun- arfé fólks þar með að hækka. Þannig fær fólk meira svigrúm til að njóta annarra hluta. Stína fer oftar í líkamsrækt og Jón kaupir sér gítar. Í tilfelli Stínu mætti segja að heilsurækt í landinu efld- ist á kostnað menningarstafsemi, en í tilfelli Jóns styrktist einn geiri menningar, þ.e. tónlistarlíf, á kostnað annars konar menning- ar, t.d. leiklistar. Varðandi þau sjónarmið Hjálm- týs að niðurgreiða beri tiltekna starfsemi vegna afleiddra verð- mæta sem nýtist öðrum en við- skiptavininum sjálfum, er sá hængur á að nota má slíkar rök- semdir um hvaða starfsemi sem er. Lítið færi fyrir sköpunargleði fatahönnuða ef engar væru fata- verslanir. Eitthvað væri matar- gerðarlist fátæklegri ef engin væru veitingahúsin. Samt dettur engum í hug að niðurgreiða rekst- ur veitingahúsa eða fataverslana. Að auki er ekkert óeðlilegt við það að stundum ber tiltekinn rekstur sig einfaldlega ekki. Ef loka þarf fyrirtæki er það iðulega skýrt merki um að ekki sé nægur áhugi á meðal fólks á viðkomandi þjónustu eða vöru. Þá er heiðar- legra að hætta rekstrinum heldur en að þvinga fé af saklausu fólki til að bera hann uppi. Varðandi samanburðinn við gangagerð bendi ég á að vaxandi skilningur er á því að fjármagna slík verkefni með veggjöldum, þ.e. að þeir borgi sem noti. Nefni ég Hvalfjarðargöng í því sambandi. Einnig er rætt um að fjármagna fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng með sama hætti svo og endurbættan Suðurlandsveg. Einkaframtakið hefur því að einhverju leyti rutt sér til rúms í vegagerð og von- andi sér bætt tækni svo til þess að aðrar vegaframkvæmdir í framtíðinni verði fjármagnaðar þannig. Ef engir væru ríkisstyrkirnir þyrftu veit- endur menningarþjónustunnar nefnilega að lúta aðhaldi markaðarins… Í viðkvæmu fámenninu er sú krafa eðlileg að forseti blandi sér ekki með beinum hætti inn í flokkspóli- tísk álitamál, en við kjósum heldur ekki að hann sitji þegjandalega á skoðunum sínum… Íslensk umræða snýst oftar en ekki um persónur fremur en málefni. Umræðan síðustu daga um forsetakosningarnar er af því tagi. Núverandi forseti Íslands hefur nú lýst því yfir að hann hyggist sækja eftir endurkjöri á sumri komanda og vísar til vax- andi óvissu varðandi stjórnskipan landsins og stöðu forseta í stjórn- arskrá, umróts á vettvangi þjóð- mála og flokkakerfis sem og átaka um fullveldi Íslands. Það er vissulega rétt að mörg veigamikil mál eru óútkljáð, en engin óvissa er uppi um hvernig fjalla skuli um þau mál né hvern- ig komast eigi að niðurstöðu. Sam- kvæmt stjórnarskrá verður fjallað um stjórnarskrárbreytingar á Alþingi og þær síðan bornar í tví- gang undir atkvæði þjóðarinnar, og þegar niðurstaða fæst í umsókn um aðild að Evrópusambandinu verður hún sömuleiðis sett í dóm þjóðarinnar og að lokum til lykta leidd á Alþingi. Við þurfum því ekki að hafa áhyggjur af umróti á vettvangi þjóðmála í tengslum við kjör forseta Íslands. Miklu fremur þarf að ræða um hvernig forseta við viljum áður en við nefnum ákveðin nöfn til sögunnar. Í viðkvæmu fámenn- inu er sú krafa eðlileg að forseti blandi sér ekki með beinum hætti inn í flokkspólitísk álitamál, en við kjósum heldur ekki að hann sitji þegjandalega á skoðunum sínum eða tjái sig ekki um helstu mál samtímans eða framtíðar- viðfangsefni þjóðarinnar. Brýn- Er einhver óvissa? Eflum menninguna, burt með niðurgreiðslur Forsetaembættið Guðrún Nordal prófessor og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar Menning Guðmundur Edgarsson málmenntafræðingur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.