Fréttablaðið - 10.03.2012, Side 28

Fréttablaðið - 10.03.2012, Side 28
10. mars 2012 LAUGARDAGUR28 ÁRNI STEFÁN ÁRNASON Árni Stefán er lögfræðingur og hefur dýrarétt að sérsviði. Hann hefur undan- farin misseri verið virkur í dýravernd- unarumræðu hér á landi og meðal ann- ars bent á að aðbúnaður svína, hænsna og loðdýra á Íslandi sé ekki í samræmi við dýraverndarlög. Einnig hefur hann beitt sér vegna heimilisdýra og vinn- ur sjálfboðastarf fyrir Kattavinafélag Íslands. GRÓA GUNNARSDÓTTIR Gróa er leikskólakennari og starfar á leikstofu Barna- spítala Hringsins. Þar hefur hún vakið athygli fyrir það hversu vel hún tengist börnunum og aðstandend- um þeirra. Gróa vinnur með veikustu börnum í land- inu. Engu að síður tekst henni með nærfærni iðulega að galdra fram gleðibros á andlit þeirra. Gróa er einn þeirra starfsmanna sem leggur mun meira fram en það sem starfslýsing hennar kveður á um. PAULINE MCCARTHY Pauline er búsett á Akranesi og er þar ötull sjálfboðaliði bæði í Rauða krossinum og Mæðrastyrksnefnd, auk þess sem hún er jafnan tilbúin til að leggja góðum málefnum lið. Meðal þess sem Pauline hefur staðið sjálf fyrir er að opna heimili sitt þeim sem eru einir á jólum. Þeim býður hún í mat og sér til þess að allir fái pakka. Pauline er í forsvari fyrir Samtök nýrra Íslendinga á Vesturlandi og hefur um árabil haldið utan um skipulagningu Þjóðahá- tíðar á Akranesi. ■ HVUNNDAGSHETJUR BANDALAG ÍSLENSKRA SKÁTA Skátastarf á Íslandi hefur á þessu ári staðið í heila öld. Leiðarljós skátastarfs er að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir, hjálpsamir og ábyrgir samfélagsþegnar. Skátahreyf- ingin hefur gegnum árin gegnt afar mikilvægu hlutverki sem valkostur í frístundastarfi barna og ungmenna. Auk þess að vera vettvangur til félags- legs þroska meðal jafningja hefur skátahreyfingin leitt marga inn í veröld útivistar og náttúruskoðunar. STEFÁN ÞORLEIFSSON Stefán Þorleifsson er á 96. aldursári. Hann ákvað ungur að hann ætlaði að gera gagn í heimabyggð sinni, Neskaupstað, og valdi að gerast íþróttakennari vegna þess að honum fannst þörf á að kveikja áhuga fólks á íþróttum. Í gegnum íþróttakennsluna hafði hann tæki- færi til að kenna ungu fólki reglusemi og að hugsa vel um líkama sinn. Stefán er enn virkur borgari í heimbyggð sinni og stundar enn fjöl- breytta hreyfingu sem hann telur lykilinn að góðri heilsu og langlífi. TÖLVUFÆRNINÁMSKEIÐ Í HÆÐARGARÐI Í félagsmiðstöðinni í Hæðargarði, sem Ásdís Skúladóttir stýrir, eru haldin tölvufærninámskeið þar sem 12 ára nemendur Magneu Jóhannsdóttur kennara í Breiðagerðisskóla miðla eldri borgurum af þekkingu sinni og reynslu af tölvupósti, Skype, Facebook og margháttaðri þekkingarleit á netinu. Verkefnið hefur staðið í Hæðargarði frá 2006 en hefur nú verið tekið upp í fleiri félagsmiðstöðvun aldraðra. ■ FRÁ KYNSLÓÐ TIL KYNSLÓÐAR KAFFI, KÖKUR & ROKK & RÓL Kaffi, kökur & rokk & ról er tónleikaröð sem staðið hefur í Edrúhöllinni, húsi SÁÁ, síðan í haust. Dagskrárstjóri tónleikaraðarinnar er Arnar Eggert Thoroddsen, blaðamaður og poppfræðingur. Það sem af er vetri hafa helstu hljómsveitir Íslands leikið á þessum þriðjudags- tónleikum sem hafa að markmiði að bjóða fólki að njóta fyrsta flokks tónlistar utan hins hefð- bundna tónleikaumhverfis sem einkennist af áfengisneyslu. MEÐ OKKAR AUGUM – SJÓNVARPSÞÁTTUR Í sjónvarpsþáttunum Með okkar augum er fólk með þroskahömlun bæði fyrir framan og aftan mynda- vélarnar. Þættirnir eru afrakstur námskeiðs í sjón- varpsþáttagerð sem efnt var til vorið 2010 og þau Andri Freyr, Bjarni, Eiður, Katrín Guðrún, Richard, Skúli Steinar og Steinunn Ása tóku þátt í. Í þáttunum skoða þau málefni líðandi stundar með sínum augum og spyrja sinna spurninga. Sjónvarpsþættirnir Með okkar augum eru lóð á vogarskál- ar þess að breyta þeirri ímynd sem þorri fólks hefur af einstaklingum með þroska- hömlun. SIGRÍÐUR VÍÐIS JÓNSDÓTTIR Í haust sem leið kom út bók Sigríðar Víðis Jónsdóttur Rík- isfang: Ekkert. Þar er rakin saga nokkurra flóttakvenna af palestínskum uppruna sem komu hingað til lands, ásamt börnum sínum, haustið 2008. Konurnar höfðu miss- erin á undan dvalið við hörmulegar aðstæður í Al Waleed- flóttamannabúðunum og settust að og byggðu upp heimili sín á Akranesi. Bókin vakti mikla athygli og er mikilsvert framlag til að auka skilning okkar Íslendinga á aðstæðum landlauss fólks. ■ TIL ATLÖGU GEGN FORDÓMUM DYNGJAN ÁFANGAHEIMILI Áfangaheimilið Dyngjan hefur starfað síðan 1988. Hlutverk þess er að veita konum sem koma úr áfengis- og vímuefnameðferð samastað meðan þær koma undir sig fótum í nýju lífi. Dyngjan hefur reynst mörgum konum mikilvægur áfanga- staður en á dvalartíma sínum fá þær svigrúm til að breyta og byggja upp allsgáðan ábyrgan lífs- stíl. Að jafnaði dvelja um 14 konur í Dyngjunni og sumar þeirra með börn. Edda Guðmundsdóttir veitir Dyngjunni forstöðu. FRÚ RAGNHEIÐUR Tilgangur verkefnisins Frú Ragnheiður er að að ná til jaðarhópa samfélagsins, svo sem úti- gangsfólks, heimilislausra og fíkla, og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu og almenna heilsuvernd á þeirra forsendum. Með því að auðvelda aðgengi að sárameðferð og hreinum nálum og sprautum er þess freistað að draga úr skaðsemi lifnaðarhátta jaðarhópa, bæði sýkingum og útbreiðslu smitandi sjúkdóma. Starfsemin byggir á hugmyndafræði skaða- minnkunar (Harm Reduction) sem beitt er í mörgum stórborgum í vinnu með fíklum. VINAFJÖLSKYLDUR Í VESTURBÆ Verkefnið Vinafjölskyldur í Vesturbæ varð til að frumkvæði nokkurra mæðra barna í Vesturbæjarskóla í Reykja- vík, þeirra Sesselju Th. Ólafsdóttur, Margrétar Gylfadóttur og Mariu Helenu Sarabia. Verkefnið felst í því að mynda tengsl milli íslenskra fjöl- skyldna og erlendra í því skyni að auð- velda erlendu fjölskyldunni að skilja og aðlagast íslenskum venjum. Verkefnið er unnið í samstarfi við skólann. Stefnt er að því að fjölskylda hvers erlends barns í skólanum eigi fjölskyldu bekkj- arsystkinis að vinafjölskyldu. ■ SAMFÉLAGSVERÐLAUN Verkefni og fólk til fyrirmyndar Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða veitt næstkomandi miðvikudag. Tilgangur verðlaunanna er að draga fram í dagsljósið einstaklinga og verkefni sem geta verið öðrum til fyrirmyndar. Sem fyrr var leitað til lesenda eftir tilnefningum til verðlaunanna í fjórum flokkum. Dómnefnd vann úr tilnefningunum og kynnir nú þrjár útnefningar í hverjum flokki. MYND/EMIL THORARENSEN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.