Fréttablaðið - 10.03.2012, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 10.03.2012, Blaðsíða 37
Kynningarblað Te og virkni þess, matardagbók, smáréttir og smurbrauð, uppskriftir og fróðleikur. HEILSA LAUGARDAGUR 10. MARS 2012 &NÆRING HOT YOGAZUMBA Seltjarnarnes Egilshöll Kringlan Ögurhvarf MosfellsbærSpöngin Kynntu þér glæsilegt úrval opinna hóptíma á worldclass.is ÓKEYPIS ZUMBA TÍMAR Á 7 STÖÐUM FYRIR VIÐSKIPTAVINI WORLD CLASS Laugar ÓKEYPIS HOT YOGA TÍMAR Á 3 STÖÐUM FYRIR VIÐSKIPTAVINI WORLD CLASS Seltjarnarnes Egilshöll Laugar Hvítt te er minnst unnið. Það þykir hafa mikla yfirburði yfir önnur te en tínsla laufanna fer fram á vorin áður en þau hafa náð fullum þroska. Óþroskuð laufin eru þakin örfínum hvítum þráðum. Eftir tínslu eru þau gufusoðin og þurrkuð. Hvítt te er dýrara en önnur te enda talið allt að þrisvar sinnum virkara en grænt te. Bragðið er sætt en hefur samt sem áður mildan kryddkeim og eru mat- reiðslumenn víða um heim farnir að nota það í matar- gerð, bragðsins vegna. Grænt te er unnið þannig að telaufin eru gufusoðin og þurrkuð fljótlega eftir tínslu. Það hefur verið mjög vinsælt á Vesturlöndum síðustu ár en Kínverjar hafa drukkið það frá fornu fari. Grænt te er ríkt af andoxun- arefnum og er talið styrkja ónæmiskerfið. Rannsóknir gefa til kynna að með neyslu á grænu tei megi draga úr hættunni á krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum. Grænt te innheldur mun meira koffín en svart. Svart te er unnið þannig að telaufin eru látin gerjast og dökkna áður en þau eru þurrkuð. Það er söluhæsta teið á Vesturlöndum. Oolong-te er lítið þekkt í Evrópu. Neysla þess er hins vegar umtalsverð í Kína og Taívan. Telaufin eru einung- is látin hálfgerjast áður en þau eru þurrkuð. Jurtate eru unnin úr jurtum og innihalda ekkert koff- ín enda koma telaufin hvergi við sögu. Jurtirnar eru þó taldar hafa mismunandi virkni. Jurtate er oft merkt með orðinu „infusion“ til aðgreiningar frá tei úr telaufum. Al- geng jurtate hér eru kamillute, engiferte, pipar myntute og fennelte. Jurtum er oft blandað saman við hefðbund- ið te en þá er ekki um eiginlegt jurtate að ræða. Te er gjarnan bragðbætt með sítrusávöxtum og ýmsum berj- um. Heimildir: natturan.is, heilsubankinn.is, lyfja.is Virkni í kroppinn Te er sá drykkur sem hvað mest er drukkið af í heiminum á eftir vatni. Til eru fjórar megintegundir af tei en vinnsla telaufanna ákvarðar flokkunina. Telaufin innihalda koffín en magnið er mismikið eftir vinnsluaðferðum. Jurtate inniheldur ekki koffín. Jurtirnar eru þó margar hverjar taldar hafa ákveðna virkni. Jurtate hafa ýmsa virkni. Fennelte er meðal annars talið hjálpa til við meltinguna eftir þunga máltíð. Það er auk þess talið hafa þvagræsandi áhrif og er konum með blöðrubólgu ráðlagt að drekka það. Kanilte er nokkuð útbreitt. Það er einstaklega bragðgott og talið örva blóðrásina, draga úr kvefeinkennum og óþægindum í maga. Kamillute er talið róandi og slakandi og er fólki gjarnan ráðlagt að drekka það fyrir svefninn og til að slá á streitu og kvíða. Það er einnig talið styrkjandi fyrir meltinguna og þykir gott eftir saðsaman kvöldverð. Margir drekka te þegar kvef og aðrar pestir sækja að enda gott að fá eitthvað heitt í hálsinn og hita í kroppinn. Algengt er að kreista sítrónusneið út í alls kyns te. Þannig má næla sér í auka vítamínskammt auk þess sem sítrónan er frískandi. Eins finnst mörgum gott að bragðbæta tebollann með hunangi og sumir hella mjólkurslettu út í til að gefa því meiri fyllingu. Engiferte er talið róa meltinguna. Það hitar líkamann og losar um ógleði, en engifer hefur löngum verið notað gegn ógleði og ferðaveiki. Það er einnig notað til að lina kvefeinkenni eins og höfuðverk og hálsbólgu. Ólíkar vinnsluaðferðir telaufanna ákvarða hvernig te er flokkað. Piparmyntute er hressandi og hjálpar til við meltingu. Það þykir einnig losa um kvef og stíflað nef.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.