Fréttablaðið - 10.03.2012, Side 68
KYNNING − AUGLÝSINGHeilsa & næring LAUGARDAGUR 10. MARS 20124
Ég signdi yfir súpuna,“ svarar séra Aðalsteinn kampakát-ur þegar hann er inntur eftir
galdri að baki verðlaunasúpunni.
„Guð var því sannarlega í súp-
unni enda hef ég þá trú að allt
sem maður tekur sér fyrir hend-
ur með gleði í hjarta og Guð sér
við hlið geti ekki orðið annað en
skemmtilegt og gott,“ segir séra
Aðalsteinn sem fékk góða hjálp
eiginkonu sinnar, Línu Hrannar
Þorkelsdóttur táknmálstúlks, við
súpugerðina.
„Við höfum þetta þannig að ég
stjórna matseldinni og Aðalsteinn
brytjar, saxar og hrærir,“ útskýrir
hún hláturmild, en þau hjón hafa
tekið þátt í fiskréttakeppni North-
ern Wave frá upphafi og ávallt með
nýrri uppskrift.
„Í þetta sinn notuðum við
grunnuppskrift úr matreiðslu-
bók, en bættum svo út í og smökk-
uðum þar til við urðum ánægð og
gátum drifið okkur með súpusull-
ið til keppni,“ segir Lína og hlær.
Séra Aðalsteinn segir þó mestu
ánægjuna felast í þátttöku í sjálfri
hátíðinni, en þess má geta að út-
gerðarfyrirtæki í Grundarfirði
gefa fiskmeti til keppninnar.
„Stuttmyndahátíðin og fisk-
réttakeppnin eru frábært framtak
og kærkomið krydd í tilveruna á
vetrarmánuðum. Grundarfjörð-
ur er líka einstaklega opið samfé-
lag og samkoman því eins og fín-
asta kokteilboð til að sýna sig og
sjá aðra,“ segir séra Aðalsteinn.
En náði hann að metta 5.000
með fisk sínum eins og Kristur?
„Nei, meistarinn var enda ekki
með fiskisúpu, heldur tvo fiska
og fimm brauð, en tugir fengu að
smakka á verðlaunasúpunni.“
- þlg
FÆÐA FORNMANNA
Chia-fræ hafa notið mikilla vinsælda meðal heilsumeðvitaðra undanfar-
ið. Chia-fræin eru rík af næringar- og andoxunarefnum. Þau eru prótínrík
og innihalda allt að 30 g af prótíni í hverjum 100 g. Þau eru einnig rík
af omega 3 og 6 fitusýrum. Þá eru einnig í þeim kalk, járn, magnesíum,
fosfór og trefjar.
Chia-fræin geta allt að tólffaldað þyngd sína ef þau eru látin liggja í
vatni í dálitla stund, þau bólgna út og eru seðjandi og gefa mikla saðn-
ingu. Fræin eru bragðlítil og því er lítið mál að dreifa þeim yfir annan
mat, til dæmis hafragrautinn á morgnana.
Saga chia-fræsins nær langt aftur í tímann, eða allt til 3.500 fyrir Krist
en þau eru talin hafa verið mikilvægur hluti af fæðu Maya og Asteka.
MATARDAGBÓK
GEFUR YFIRSÝN
Hollt mataræði er ekki síður
mikilvægt en hreyfing þegar
losna á við aukakílóin. Þeir
sem hafa því lítinn tíma aflögu
til að fara í ræktina geta náð
góðum árangri með því að taka
mataræðið rækilega í gegn. Þá er
ráð að nýta hvert tækifæri sem
gefst til hreyfingar, svo sem að
hlaupa upp tröppur sem verða
á vegi þínum og leggja bílnum
langt frá innganginum. En til að
ná böndum á neyslu óæskilegra
hitaeininga er ráð að skrifa niður
allt sem fer ofan í þig á hverjum
degi í viku til tíu daga. Þannig
færðu yfirsýn yfir það sem þú
borðar. Byrjaðu svo hægt en
örugglega að taka út óæskilegar
hitaeiningar og búðu til matseðil
til að fara eftir. Leitaðu ráðlegg-
inga næringarfræðings ef þú vilt
tryggja að þú fáir öll nauðsynleg
næringarefni hvern dag.
Guð í fiskisúpunni
Aðalsteinn Þorvaldsson, sóknarprestur í Grundarfirði, eldaði með eiginkonu sinni guðdómlega fiskisúpu
til fyrstu verðlauna í harðri samkeppni um bestu fiskisúpuna á stuttmyndahátíðinni Northern Wave.
Hjónin fluttu á Snæfells-
nes þegar Aðalsteinn
vígðist til prests í
Grundarfjarðarkirkju
2008. Þar búa þau
með tveimur börnum
og ketti, enda segir
presturinn að engin
tíu ár taki að verða
Grundfirðingur; það
gerist samdægurs,
um leið og fólk
flytji í bæinn.
1 kíló ýsa eða þorskur
700 g rækjur
3 laukar, smátt skornir
350 g gulrætur, skornar í sneiðar
15 hvítlauksgeirar, smátt skornir
2 rauðir chilipipar, kjarnhreinsaðir
og saxaðir smátt
1 rauð paprika, smátt skorin
250 g sveppir, skornir í bita
ólífuolía
2 dósir (400 ml) tómatar
með oregano, hvítlauk
og basilíku.
1 dós (400 ml) tómatar,
maukaðir með töfra-
sprota.
4 msk. fersk
basilíka
600 ml vatn
1 grænmetis-
teningur
2 fiskiteningar
6 dl kókosmjólk
½ l rjómi
2 msk. sweet mangó chutney
400 g smurostur með rækjum
3 dl mysa
4 msk. púrtvín
1 hálfdós kurlaður ananas ásamt
safa
2 tsk. paprikuduft
1 tsk. oregano
1 tsk. cayenne-pipar
salt og svartur pipar eftir smekk
Brúnið í potti í ólífuolíu lauk, gul-
rætur, hvítlauk, chilipipar, papriku
og sveppi. Setjið því næst vatn,
teninga, tómata, kókosmjólk og
rjóma út í pottinn og hitið að suðu.
Bætið þá mangó chutney, smurosti,
mysu, púrtvíni, ananas og kryddi út
í súpuna og látið malla í 25 mínútur.
Skerið fisk í munnbita og látið malla
með súpunni í 4 mínútur. Takið þá
pottinn af hellunni, bætið rækjum
saman við og látið bíða í 5 til 8
mínútur.
GUÐDÓMLEGA FISKISÚPAN
fyrir 10 til 12 manns
Hjónin Aðalsteinn Þorvaldsson og Lína Hrönn Þorkelsdóttir hafa tekið þátt í fiskrétta-
keppni Northern Wave frá upphafi. Þau sigruðu í ár með uppskrift að fiskisúpu.
Námskeið í ræktun
mat- og kryddjurta
Skráning og upplýsingar í síma 578 4800 og á www.rit.is
Matjurtaræktun, tvö kvöld - mánudagana 12. og 19. mars
kl. 19:30 - 22:00. Verð kr. 12.800.-
Kryddjurtaræktun - fimmtud. 12. mars kl. 17:00 - 19:00.
Verð kr. 4.500.-
Leiðbeinendur: Auður I Ottesen og Jón Guðmundsson
Staðsetning námskeiða:
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands,
Íþróttamiðstöðin í Laugardal,
hús 2, 3 hæð, Engjavegi 6.
Námskeið í ræktun
ávaxtatrjáa og berjarunna
Skráning og upplýsingar í síma 578 4800 og á www.rit.is
Ræktun ávaxtatrjáa, 2 kvöld - fimmtudagana 15. mars
og 22. mars kl. 19:30 - 22:00. Verð kr. 12.800.-
Ræktun berjarunna - fimmtud. 15. mars kl. 17:00 - 19:00.
Verð kr. 4.500.-
Leiðbeinandi: Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur
Staðsetning námskeiða:
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands,
Íþróttamiðstöðin í Laugardal,
hús 2, 3 hæð, Engjavegi 6.
alla sunnudaga
klukkan 16.
Njótið vel
Hemmi Gunn
– og svaraðu nú!
Fjölbreyttur og fjörugur þáttur