Fréttablaðið - 10.03.2012, Side 70

Fréttablaðið - 10.03.2012, Side 70
10. mars 2012 LAUGARDAGUR38 Íslensku illmennin á tjaldinu Frammistaða Damons Younger í hlut- verki Brúnós í kvikmyndinni Svartur á leik hefur vakið mikla athygli og þykir mörgum sem þar fari hrikalegasta ill- menni íslenskrar kvikmyndasögu. Kjartan Guðmundsson rifjaði upp fleiri skúrka í íslenskum bíómyndum. MORÐSAGA 1977 Steindór Hjörleifsson leikur fjölskylduföður sem heldur heimilinu í skelfingu með skapofsa og girnist uppeldisdóttur sína. RÓBERT ÓÐAL FEÐRANNA 1980 Sveinn M. Eiðsson leikur pervertískan kaupamann sem gengur um á hlandgulum nærbuxum og nauðgar þroskaheftri heimasætu. KAUPAMAÐURINN HRAFNINN FLÝGUR 1984 Helgi Skúlason leikur skeinuhættan víking sem drap for- eldra Gests og rændi systur hans þegar sá síðarnefndi var barn á Írlandi. ÞÓRÐUR FOXTROT 1988 Valdimar Örn Flygenring leikur fallna fótboltastjörnu og peningaflutningamann sem á rennur æði í sandauðnum Íslands með hræðilegum afleiðingum. KIDDI SÓDÓMA REYKJAVÍK 1992 Eggert Þorleifsson leikur óforskammaðan og vit- grannan foringja MÍ (Mafíu Íslands) sem ræður ríkjum á skemmtistaðnum Sódómu. AGGI FLINKI SVEPPI VEGGFÓÐUR 1992 Steinn Ármann Magnússon leikur sveppa-étandi athafna- mann og nauðgara sem hlýtur makleg málagjöld. Illmenni í íslenskum bíómyndum eru auðvitað fjöl-breytt eins og skúrkar eru yfirleitt,“ segir Hauk- ur Viðar Alfreðsson kvikmyndagagnrýnandi. „Við höfum vanist Hollywood-illmennum sem hafa erlend- an hreim og tengjast skipulagðri glæpastarfsemi. Hér á Íslandi er líklega meiri hefð fyrir illmennum inni á heimilum, ef svo má segja, mönnunum í næsta húsi. Þetta eru jafnvel verri og veikari manneskjur en tíðk- ast í Hollywood,“ bætir hann við. Haukur tiltekur nokkur illmenni sem honum hefur þótt eftirminnileg í gegnum tíðina, meðal annarra lögreglumanninn Kela, sem Þorsteinn Bachmann lék í kvikmyndinni Veðramót og ógeðslegu fjölskylduna í Reykjavík Whale Watching Massacre. „Úlfur í mynd- inni Blossi 810551, sem Finnur Jóhannsson lék, kemur líka upp í hugann. Það hefur mikið verið gert grín að þeim karakter í gegnum tíðina því hann átti ekki að vera fyndinn en var ógeðslega fyndinn. Hann leit út eins og tattúverað naut en talaði svo eins og Kermit froskur. En hann er eftirminnilegur og þegar fólk hugsar um Blossa hugsar það um þennan karakter og setninguna: „Ef þú kemur ekki með stöffið þá ertu dauður!“ Svo er það eitt illmenni sem ég man eftir úr æsku, sem er reyndar hvorki Íslendingur né úr kvikmynd, en það er útlendingurinn Magnus Hans- son í sjónvarpsþáttunum um Nonna og Manna sem Stuart Wilson lék. Wilson lék síðar skúrkinn í Lethal Weapon 3 og í minningunni er hann tvöfaldur í roðinu og algjört ógeð,“ segir Haukur. ■ MENNIRNIR Í NÆSTA HÚSI HAUKUR VIÐAR ALFREÐSSON Sennilega er fyrsta illmennið í íslenskri kvikmynd í Ágirnd, 35 mínútna langri stuttmynd sem frumsýnd var í Tjarnarbíói í desember 1952 en bönnuð undir eins,“ rifjar kvikmyndagagnrýn- andinn Ólafur H. Torfason upp. „Handritið samdi Þorleifur Þor- leifsson en Óskar Gíslason var framleiðandi. Þrjóturinn er þjóf- óttur biskup sem stelur hálsfesti af líki og stingur á sig. Ræman sker sig líka úr að tvennu öðru leyti. Kona var leikstjóri, Svala Hannesdóttir, hæfileikarík og kunnáttusöm, en gerði því miður ekki fleiri kvikmyndir. Og loks olli Ágirnd svo miklu hneyksli við frumsýningu að yfirvöld bönnuðu sýningar um tíma og prestar for- dæmdu hana úr predikunarstól- um,“ segir Ólafur. ■ FYRSTA ILLMENNIÐ SEXTUGT Í ÁR ÓLAFUR H. TORFASON NATAN AGNES 1995 Baltasar Kormákur leikur lækni og óforbetranlegan kvennagosa sem tælir titilpersónuna en reynist hið mesta fól. UNGFRÚIN GÓÐA OG HÚSIÐ 1999 Tinna Gunnlaugsdóttir leikur undirförula eldri systur ung- frúnnar Rannveigar sem rænir barni þeirrar síðarnefndu og beitir óspart lygum og svikum. ÞURÍÐUR MÝRIN 2006 Theódór Júlíusson leikur stórhættulegan glæpamann, hrotta og fanga sem gengur fram með hamslausu ofbeldi og viðurstyggilegu orðbragði. BÖRN 2006 Gísli Örn Garð- arsson leikur glæpamann og handrukkara sem klúðrar sínum málum rækilega og er útskúfaður í kjölfarið. SVARTUR Á LEIK 2012 Damon Younger leikur undirheimakonung sem snýr reynslunni ríkari frá Danmörku og hefur alla aðra undir í hrottaskap. ELLIÐI GARÐAR BRÚNÓ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.