Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.03.2012, Qupperneq 92

Fréttablaðið - 10.03.2012, Qupperneq 92
10. mars 2012 LAUGARDAGUR60 Stjörnurnar hafa flykkst milli borga á borð við New York, London, Mílanó og París til að dást að komandi haust- tísku en nú hefur komið í ljós að flest- ar þeirra þiggja laun fyrir að setjast á hinn fræga fremsta bekk. „Þetta er mjög ófagmannlegt. Ég hef aldrei og ætla aldrei að borga frægu fólki fyrir að mæta á sýninguna mína,“ segir fatahönnuðurinn Nicole Fahri í viðtali við tímaritið Stella, fylgiblað The Sunday Telegraph. Fahri er sú fyrsta sem talar opinskátt um þá venju tískuhúsanna að borga frægum gestum fyrir það eitt að mæta á sýningar hjá þeim og sitja á fremsta bekk, en hún er allt annað en sátt við þetta fyrirkomulag. Fahri vill meina að þetta sé vond þróun í tískuheiminum og að áherslan á stjörnurnar dragi athygli frá því sem á að skipta máli á tískusýningunum, fatnaðinum sjálfum. „Hvað er það sem við sjáum í blöðunum daginn eftir sýningar? Fullt af fréttum um það hverjir sátu á fremsta bekk en ekkert um sjálf fötin sem eru á sýningunni. Ég veit að margir eiga eftir að hata mig fyrir að ljóstra þessu upp en mér er sama. Þetta er vandamál.“ Í Bandaríkjunum er það mjög algengt að tísku- húsin bjóði fræga fólkinu á sýningarnar sínar, samkvæmt heimildum The Sunday Telegraph. Það telst góð leið til að tryggja umfjöllun enda eru stjörnurnar oftast eltar á röndum af ljós- myndurum. Tískuhúsin eru þá að borga allt frá flugferðum upp í fullt uppihald svo sem hótel- kostnað, fatnaðinn sem viðkomandi klæðist á sýningunni og matarkostnað ásamt ríflegum greiðslum. Stjörnur á borð við Michelle Williams, Aliciu Keys, P.Diddy og Kanye West, sem eru tíðir gest- ir á tískuvikunum, eru því hugsanlega að græða á því að sitja í fremstu röð. Ekki er vitað hvaða tískuhús eða hönnuðir borga fyrir aðdáendur sína en margir beita greinilega ýmsum brögð- um til að lokka til sín fræg andlit og fleiri ljós- myndara. alfrun@frettabladid.is FÁ FORMÚU FYRIR AÐ SETJAST Á FREMSTA BEKK ÁHUGASAMUR Tónlistarmaðurinn og nú fatahönnuður-inn Kanye West á fremsta bekk á sýningu Mark Fast í London. ÞÉTTSETIÐ Sýning Burberry í London var vel sótt hjá fræga fólkinu en hér má meðal annars sjá Alexu Chung, rapparann will.i.am og leikarann Jeremy Irvine sitja á fremsta bekk. Ekki er vitað hvort Burberry er eitt af þeim tískuhúsum sem borga fyrir að hafa fræga gesti. NORDICPHOTOS/GETTY siminn.is Sími Sími Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra miðvikudaginn 16. maí 2012 að heimiliogskoli.is. 1. maí 2012. HEIMILI OG SKÓLI ÓSKA EFTIR TILNEFNINGUM TIL FORELDRAVERÐLAUNA 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.