Fréttablaðið - 17.03.2012, Síða 4

Fréttablaðið - 17.03.2012, Síða 4
17. mars 2012 LAUGARDAGUR4 VIÐSKIPTI Landsbankinn færði eignir sínar niður um 38 milljarða króna vegna endurreiknings á gengislánum eftir dóm Hæsta- réttar frá í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í ársreikningi bankans sem gefinn var út í gær. Í tilkynningu frá bankanum er tekið fram að í þessum útreikningi, sem sé í samræmi við óskir Fjármálaeftirlitsins, felist engin afstaða til þess hversu víðtækt fordæmisgildi um ræddur dómur hefur. Steinþór Pálsson bankastjóri segir í tilkynningunni að nýfallnir dómar hafi ekki verið nægjanlega skýrir og hafi því „valdið óvissu um hvernig fara á með ólögmæt lán og haga endur- útreikningi þeirra“. Steinþór segir bankann sýna ýtrustu varúð í mati á áhrifum dómsins. „Ljóst er að fleiri dómar þurfa að falla áður en myndin skýrist.“ Þess vegna, að því er kemur fram í tilkynningunni, gæti þessi upphæð komið til með að breytast eftir því sem mál þróast. Fram kom í ársreikningi Arion banka sem gefinn var út á fimmtu- dag að þar hafi 13,8 milljarðar verið afskrifaðir, en Íslandsbanki hefur ekki enn skilað ársreikningi. Meðal annars sem fram kemur í ársreikningnum er að hagnaður bankans á síðasta ári nam 16,9 milljörðum og arðsemi eiginfjárs bankans eftir skatta á síðasta ári var 8,8%. Heildareignir Landsbankans um síðustu áramót voru 1.135 milljarðar króna og höfðu þá vaxið um 55 milljarða á árinu 2011. Íslenska ríkið á rúmlega 80 prósenta hlut í bankanum og hefur verðmæti hlutarins aukist um 33 milljarða umfram fjármagnskostnað. - þj Ársreikningur samstæðu Landsbankans sýnir 16,9 milljarða króna hagnað á síðasta ári: 38 milljarðar afskrifaðir vegna gengisdóms MILLJARÐA NIÐURFÆRSLA Lands- bankinn færði eignir sínar niður um 38 milljarða vegna gengislánadóms Hæsta- réttar í síðasta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA AKUREYRI Leikfélag Akureyrar hefur leitað til Magnúsar Geirs Þórðarsonar, leikhús- stjóra Borgar- leikhússins, í viðleitni við að sameina tíma- bundið sam- vinnu milli LA, Borgarleik- hússins og Menningar- félagsins Hofs. Þetta kemur fram í yfirlýs- ingu frá Akureyrarstofu. „Þannig gæti félagið ráðist í umfangsmiklar sparnaðar- aðgerðir þegar í stað sem felast m.a. í því að nýta sam eiginlega þann mannauð sem LA og Menningar húsið Hof hafa yfir að ráða og minnka þannig yfir- byggingu LA tímabundið,“ segir í tilkynningunni. - sv LA mögulega sameinað öðru: Leitað suður eftir samstarfi MAGNÚS GEIR ÞÓRÐARSON SVÍÞJÓÐ Gríðarlega erfiðar að- stæður eru til leitar á því svæði sem talið er að norsk herflugvél hafi farist á fimmtudag. Vélin hvarf af ratsjá yfir norður- hluta Svíþjóðar en fimm manna áhöfn var um borð í vélinni. Í gærkvöldi bárust fréttir af því að fundist hefði brak sem gæti verið úr vélinni í fjallshlíðum en þó var ekki hægt að fullyrða um hvort að það væri úr vélinni. Leitarsvæðið er afar erfitt yfir- ferðar, en norsk fjallabjörgunar- sveit hefur boðið fram aðstoð sína. - þj Herflugvél horfin af ratsjá: Brak úr vélinni kannski fundið GENGIÐ 16.03.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 228,468 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,14 127,74 199,94 200,92 165,92 166,84 22,312 22,442 21,944 22,074 18,667 18,777 1,5176 1,5264 194,57 195,73 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is VIÐSKIPTI Orkuveita Reykjavíkur (OR) tapaði 556 milljónum króna á árinu 2011 samanborið við 13,7 milljarða hagnað á árinu 2010. Við- snúningurinn skýrist að stærstu leyti af veikingu krónunnar á árinu sem hefur hækkað virði erlendra skulda fyrirtækisins. Áætlanir stjórnar OR um tiltekt í rekstri fyrirtækisins hafa hins vegar staðist og gott betur en rekstrarhagnaður fyrirtækisins rúmlega tvöfaldaðist á milli ára. Rekstrartekjur hækkuðu þannig úr 27,9 milljörðum í 33,6 milljarða á meðan rekstrarkostnaður lækkaði úr 14,0 milljörðum í 12,4 milljarða. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársreikningi OR fyrir árið 2011 sem birtur var í gær. Sem fyrr ber að skoða rekstur OR með hliðsjón af þungri skuldastöðu fyrirtækisins en í mars á síðasta ári var kynnt aðgerðaáætlun sem miðar því að tryggja rekstrar- grundvöll fyrirtækisins. Þar á meðal samþykktu sveitarfélögin sem eiga fyrirtækið að veita því 12 milljarða króna víkjandi lán. Áætlun OR nefnist „Planið“ og nær til ársins 2016. Í henni hefur fyrirtækið sett sér markmið um hagræðingu í rekstri á hverju ári til og með 2016. Stefnir það að því að ná fram sparnaði sem nemur rétt rúmum 50 milljörðum króna á tímabilinu umfram fyrri áætlanir, meðal annars með sölu eigna, frestun fjárfestinga og hagræðingu í rekstri. Mun fyrirtækið framvegis birta skýrslu um hvernig miðar að ná Rekstrarniðurstaða OR batnaði til muna Orkuveita Reykjavíkur birti í gær ársreikning fyrir 2011. Rekstrartekjur fyrir- tækisins hækkuðu um 20% og rekstrarkostnaður lækkaði um rúm 11%. Gríðar háar skuldir sliga enn fyrirtækið en sparnaðaráætlun stjórnar hefur staðist til þessa. ORKUVEITA REYKJAVÍKUR OR tókst á árinu 2011 að ná markmiðum sínum um verulega bætt sjóðflæði. Þungir gjalddagar bíða fyrirtækisins á næstu misserum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM settum markmiðum samhliða birtingu ársfjórðungsuppgjöra. Slík skýrsla var birt í annað sinn í gær. Kemur þar fram að markmið OR um að bæta sjóðflæði fyrir- tækisins um 11,5 milljarða á árinu 2011 náðist en alls var það bætt um 12,7 milljarða þrátt fyrir óhagstæða þróun ytri breyta. Var raunárangur í flestum tilfellum talsvert betri en stefnt var að en sérstaka athygli vekur þó að rekstrarkostnaður var lækkaður um tæpar 750 milljónir sem er langt umfram markmið stjórnar sem hljóðaði upp á 300 milljónir. Í tengslum við lækkun rekstrar- kostnaðar hefur starfsfólki verið fækkað nokkuð hjá OR eða um alls 68 á árinu. Þá hefur starfs- mönnum fækkað um 154 frá því þegar mest var árið 2008. magnusl@frettabladid.is Alls voru vaxtaberandi skuldir OR rétt rúmir 230 milljarðar í lok árs 2011 og höfðu hækkað um fimm milljarða milli ára. Eigið fé OR var til hliðsjónar tæpir 62 milljarðar króna og hækkaði um tæpa 9 milljarða. OR stendur frammi fyrir stórum gjalddögum á næstu árum en samanlagt nema afborganir hátt í 100 milljörðum til og með árinu 2016. Þar af eru 14,3 milljarðar á gjalddaga á þessu ári og 29,3 milljarðar á því næsta. Stórir gjalddagar lána á næstu árum VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 21° 19° 20° 9° 16° 16° 8° 10° 22° 10° 18° 12° 18° 14° 12° 8° 11° 1 Á MORGUN Vaxandi SA-átt, víða all- hvasst annað kvöld. MÁNUDAGUR 8-13 m/s. -3 -3 -5 -5 -4 -3 -2 -8 0 0 5 5 6 6 8 6 5 6 7 8 4 -5 -4 -4 0 -2 3 5 5 5 2 FALLEGUR DAGUR Við skulum njóta veðursins í dag og á morgun en síðdegis á morgun kemur lægð með stífri suðaust- anátt með úrkomu um sunnan- og vestanvert landið. Snjókoma í fyrstu og síðan slydda eða rigning en það hlýnar heldur til mánudags. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður SJÁVARÚTVEGUR Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum febrúar- mánuði nam alls 312.221 tonni sem er umtalsvert meira en í febrúar í fyrra þar sem aflinn var 210.005 tonn. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Þessi aukning felst að langmestu leyti í tæplega 270.000 tonna loðnuafla í febrúar samanborið við 173.000 tonn í febrúar 2011. Aflaverðmæti á föstu verði var 28,7% meira í síðasta mánuði en í febrúar 2011. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 33,6% miðað við sama tímabil 2011. - þj Fiskafli í febrúarmánuði: Aflaverðmæti jókst um 28% LOÐNA Stóraukinn loðnuveiði í febrúar í ár hækkar heildaraflann um 100.000 tonn milli ára og verðmæti um 28%. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR ORKUMÁL Tryggt verður að eign- arhald á mannvirkjum fyrir- hugaðrar Hverahlíðarvirkjunar, sem og rekstri þeirra, muni falla til Orkuveitu Reykjavíkur (OR) eftir ákveðinn tíma ef samningar nást um samstarf við lífeyris- sjóði og Norðurál um byggingu virkjunarinnar. Þetta kom fram í tillögu sem Haraldur Flosi Tryggvason stjórnarformaður lagði fram á stjórnarfundi í gær. Þar er líka tekið fram að ekkert framsal verði á eignarrétti á auðlindum. Afgreiðslu tillögunnar var frestað til næsta fundar. - þj Áætluð virkjun í Hverahlíð: Mannvirkin fari aftur til OR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.