Fréttablaðið - 17.03.2012, Síða 72

Fréttablaðið - 17.03.2012, Síða 72
KYNNING − AUGLÝSINGFermingargjafir LAUGARDAGUR 17. MARS 20126 Snædís Logadóttir fermist í Háteigskirkju 15. apríl hjá séra Helgu Soffíu Konráðsdóttur. Undirbúningur er á fullum krafti. Snædís segir að fermingin sé fyrir hádegi og veislan klukk- an tvö. „Hún verður í matsal Fjölbrautaskólans við Ármúla. Við ætlum að bjóða um 130 manns en nokkrir eru búsettir erlend- is svo það verða einhver afföll. Ég hef ekki ákveðið hvort ein- hver skemmtiatriði verða en við ætlum að bjóða upp á létta rétti. Mamma ætlar að gera kjúklingaspjót og frænka mín býr til sushi. Það verða margir sem hjálpast að við að gera þessa veislu,“ segir Snædís. Foreldrar hennar eru Bryndís Valsdóttir og Logi Ólafsson. Þau eru bæði knattspyrnufólk og svo er einnig með Snædísi. Hún spil- ar fótbolta með Val og óskar sér helst ferðar í fótboltaskóla í Man- chester á Englandi í fermingargjöf. „Við erum nokkrar vinkon- ur sem langar að fara saman í þennan skóla. Þar fyrir utan lang- ar mig í föt og skartgripi,“ segir Snædís sem er ekki búin að finna fermingarkjólinn. „Mig langar í ljósbleikan kjól í millisídd. Síðan fer ég í klippingu og hárgreiðslu.“ Snædís er í Réttarholtsskóla þannig að hún fermist ekki með bekkjarsystkinum. Vinkonur hennar úr boltanum fermast hins vegar í Háteigskirkju eins og hún. Snædís stundar auk þess fim- leika svo það er nóg að gera. Með fimleikunum styrkir hún líkam- ann en hún stefnir á að verða atvinnumaður í knattspyrnu. „Ég er oftast miðja eða í vörn,“ segir Snædís sem er farin að hlakka til stóra dagsins í apríl. Langar í fótboltaskóla á Englandi Snædís Logadóttir spilar knattspyrnu með Val og ætlar að fermast í Háteigskirkju. MYND/ANTON Ég fermdist árið 2000. Kjóllinn var ekta ferm-ingarkjól l, skósíður blúndukjóll með hlýrum og svo var ég í gollu yfir axlirn- ar. Allt hvítt og ég valdi fötin sjálf í Centro, sem var aðal tískubúðin á Akureyri,“ segir Edda Hermannsdóttir, spyr- ill í Gettu betur þegar hún er spurð út í fermingarkjólinn. „Svo man ég að ég klippti mig rétt fyrir ferminguna. Ég hafði lengi verið með mjög sítt hár en vildi ekki vera eins og allar hinar með slöngu- lokka og klippti það því stutt. Þetta var dramatísk og rót- tæk aðgerð,“ segir hún og hlær. Hún segir uppátækið þó ekki hafi valdið miklum usla og mamma hafi verið sátt. „Já, já, það var ekk- ert verið að leggja mikið upp úr formlegum reglum í kringum þetta. Ferming- ardagurinn minn var mjög skemmtilegur. Veislan var haldin í Sveinbjarnargerði en þar er mjög fallegt í kring, öll fjölskyldan og vinir mættu og við borðuðum saman langt fram eftir kvöldi. Ég fékk rúm í fermingar- gjöf frá mömmu og pabba og mig minnir að við höfum allar vinkon- urnar fengið rúm í fermingargjöf.“ Aðspurð hvort hún geti horft á fermingarmyndirnar án þess að fara hjá sér segir hún það lítið mál. „Þær eru bara skemmtilega halló, þetta hefði getað verið verra, ef slöngulokkarnir hefðu bæst við hvíta dressið.“ Edda á tvö börn, fjögurra ára dóttur og eins árs dreng. Það er því ekki alveg komið að því að hún þurfi að ferma sjálf. „Nei, ég hef enn þá tíma til að undirbúa mig,“ segir hún hlæj- andi. „Dóttir mín er reyndar strax orðin svo ákveðin með kjólaval að ég get farð að stressa mig fyrir það. Ég á reyndar kjólinn minn enn þá, hún kannski fær hann bara.“ Enga slöngulokka Edda Hermannsdóttir spyrill í Gettu betur átti ljúfan fermingardag fyrir norðan og getur kinnroðalaust flett í gegnum fermingarmyndaalbúmið tólf árum síðar. Edda Hermannsdóttir spyrill í Gettu betur klippti hárið stutt rétt fyrir ferminguna. MYND/ANTON „Ég fermdist árið 1997 í Árbæjar- kirkju. Í fermingarfræðslunni var haldið Biblíumaraþon í kirkjunni þar sem Biblían var lesin í sólar- hring. Ég las um miðja nótt og man vel eftir svipnum á prestinum þegar hann kom að mér að rappa Wu-Tang texta í predikunarstólnum en ekki að lesa guðspjöll,“ segir Ágúst Bent Sigbertsson tónlistarmaður, þegar hann er beðinn að rifja upp ferm- inguna sína. Þegar hann er spurður hvort fermingardagurinn hafi verið skemmtilegur segir hann: „Allt- af gaman að halda partí. Veislan var haldin heima og ég deildi henni með jafngamalli stjúpsystur minni. Ég fékk peninga frá mömmu og græjur til að framkalla ljósmyndir frá pabba,“ rifjar hann upp en segir að því miður eigi hann ekki mikið eftir af fermingargjöfunum í dag. „Nei, tíminn hefur læst klónum í þetta allt saman. Skömmin situr ein eftir,“ segir hann og viðurkennir að hafa ekki spáð mikið í fermingar- föt eða annað tengt fermingunni þar sem hann hafi ekki látið fermast af heilum hug. „Þetta var náttúrulega allt bara „scam“ til að fá gjafir, þann- ig að ég spáði lítið í lúkkið. Yndisleg móðir mín klæddi mig þó fallega. „Slick“ jakkaföt og bindi, eins og sönnum svikahrappi sæmir,“ segir hann og glottir. „Þegar menn selja æru sína fyrir Numark-mixer þá skiptir litlu máli hvort hárið er greitt aftur eða skipt í píku. Ég neitaði að fara í fermingarmyndatöku en þegar ég sé myndir úr veislunni þá sé ég eftir þessu. Ég vissi alveg að Guð væri ekki til, en lék með, því mig langaði svo í DJ-græjur.“ Sannur svikahrappur Var klæddur í „slick“ jakkaföt og bindi, „eins og sönnum svikahrappi sæmir“, segir Bent um fermingarfötin. MYND/ÚR EINKASAFNI Ágúst Bent Sigbertsson tónlistar- maður rappaði Wu- Tang í predik- unarstólnum. „Þetta hefði getað verið verra, ef slöngulokk-arnir hefðu bæst við hvíta dressið,“ segir Edda. Hún fermdist árið 2000 og segist vel geta horft á fermingarmyndirnar án þess að fara hjá sér. MYND/ÚR EINKASAFNI Ógleymanlegar FERMINGARGJAFIR GLITRANDI MINNINGAR Gefðu fallega fermingargjöf sem geymir allar hennar bestu minningarnar. PANDORA SMÁRALIND · PANDORA.NET Allar Pandora kúlur og viðhengi er hægt að setja á armbönd og hálskeðjur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.