Fréttablaðið - 17.03.2012, Síða 92
17. mars 2012 LAUGARDAGUR56 56
menning@frettabladid.is
Á MILLI KLUKKAN 14 og 16 í dag verður óformleg leiðsögn um sýningu myndlistar-
mannsins Ragnars Þórissonar, Manngerðir, sem nú stendur yfir í Gallerí Ágústi, Baldursgötu
12. Ragnar notast helst við olíumálningu og málar á stóra fleti á striga með dulúðugum litum.
Myndlistarmaðurinn Þórður
Grímsson opnar sýninguna
Hugrof í Dauðagalleríinu á
Laugavegi 29 í dag.
Á sýningu Þórðar Grímssonar
verða sýndar blek teikningar
unnar út frá aðferðafræðinni
Paranoiac Critical Method sem
var fundin upp af Salvador Dalí.
Hún er fólgin í því að láta hugann
tengja á milli óreiðukenndra hug-
mynda og búa til form, fígúrur eða
landslag. „Á mannamáli snýst að-
ferðin um það að skvetta á pappír
og leyfa sköpunar parti hugans að
ákveða hvað kemur úr mynstrinu,“
útskýrir Þórður. Hugmyndin um
að opna sýningu kviknaði í fram-
haldi af níu mánaða barneigna-
leyfi Þórðar. „Til að komast úr
þeirri rútínu og aftur í myndlist
fór ég á vinnustofuna til að virkja
hugann. Kollegi minn, Hafsteinn
Mikael Guðmundsson, benti mér á
Dalí og aðferðafræði hans sem ég
heillaðist strax af. Í kjöl farið var
ákveðið að opna sýningu.“ Þórður
segir mikla vinnu liggja að baki.
„Ég vann stanslaust með blek og
þykkan pappír í þrjá mánuði og
valdi svo úr bestu verkin.“ Þórður
er búsettur í Reykjavík og út-
skrifaðist úr Listháskóla Íslands
árið 2009. Þetta er þriðja einka-
sýning hans en fyrstu sýninguna
hélt hann árið 2004. Sýningin í
dag verður opnuð klukkan 18 og
stendur yfir í tvær vikur. - st
Málar út frá að-
ferðafræði Dalí
OPNAR SÝNINGU Myndlistarmaðurinn Þórður Grímsson opnar sýninguna Hugrof í
dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Yfirlitssýning með verkum spænska
listamannsins Antoni Tàpies opnar
á Kjarvalsstöðum í dag. Illa gekk
að koma listaverkum hans til lands-
ins. „Sem betur fer gekk allt upp á
endanum. Verkin komu á þriðju-
dagsmorgun til Seyðis fjarðar og
voru komin á Kjarvalsstaði seinni
partinn. Þá kröfðust spænsku for-
verðirnir að málverkin yrðu ekki
tekin úr umbúðunum strax vegna
breytts hita- og rakastigs og því
gátum við ekki byrjað að taka verk-
in upp fyrr en á miðvikudag,“ segir
Soffía Karlsdóttir kynningarstjóri
safnsins.
Málverkin sem spanna sjö ára-
tuga feril Tàpies, áttu að koma með
Norrænu til Seyðisfjarðar í síðustu
viku. Hins vegar komst ferjan ekki
lengra en til Færeyja vegna veðurs
og þurfti að snúa aftur til Kaup-
mannahafnar. Soffía segir mikla
óvissu hafa verið á tímabili hvort af
sýningunni yrði en það hefði þýtt
mikið tjón fyrir safnið og styrktar-
aðila þess hefði þurft að aflýsa
henni.
Antoni Tàpies, sem er einn
fremsti málari og myndhöggv-
ari samtímans, lést fyrir rúmum
mánuði, þá 88 ára að aldri. Sýningin
á Kjarvalsstöðum er því sú fyrsta
sem opnuð hefur verið eftir andlát
hans. Hún ber yfirskriftina Antoni
Tàpies - Mynd, líkami, tregi og eru
flest verkin úr hversdagslegum
hlutum, fundnu efni, mold, sandi,
jarðvegi, þurrkuðu blóði og stein-
ryki. Soffía segir mikla vinnu liggja
á bak við sýninguna og þá sérstak-
lega síðustu daga. „Vegna óvenju-
legra aðstæðna hefur fólk þurft að
vinna mjög hratt. Hins vegar er allt
að smella saman og við sjáum fram
á glæsilega opnun.“
Sýningin opnar klukkan fjögur í
dag og stendur til 20. maí. - st
Hrakfarasýning opnar í dag
KOMIN YFIR HAFIÐ Listaverk Antoni
Tàpies eru komin til landsins eftir mikla
óvissu.
LA BOHÈME
GIACOMO PUCCINI
HULDA BJÖRK GARÐARSDÓTTIR · GISSUR PÁLL GISSURARSON
ÞÓRA EINARSDÓTTIR · GARÐAR THÓR CORTES
ÁGÚST ÓLAFSSON · HRÓLFUR SÆMUNDSSON · JÓHANN SMÁRI SÆVARSSON
HERDÍS ANNA JÓNASDÓTTIR · BERGÞÓR PÁLSSON
HLJÓMSVEITARSTJÓRI: DANÍEL BJARNASON · LEIKSTJÓRI: JAMIE HAYES
LEIKMYND: WILL BOWEN · BÚNINGAR: FILIPPÍA ELÍSDÓTTIR · LÝSING: BJÖRN BERGSTEINN GUÐMUNDSSON
LAUGARDAGINN 17. MARS KL. 20 - 2. SÝNING
LAUGARDAGINN 31. MARS KL. 20 - 3. SÝNING
SUNNUDAGINN 1. APRÍL KL. 20 - 4. SÝNING
LAUGARDAGINN 14. APRÍL KL. 20 - 5. SÝNING
FÖSTUDAGINN 20. APRÍL KL. 20 - LOKASÝNING
MIÐASALA Í HÖRPU OG Á WWW.HARPA.IS