Fréttablaðið - 17.03.2012, Page 94

Fréttablaðið - 17.03.2012, Page 94
17. mars 2012 LAUGARDAGUR58 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Sunnudagur 18. mars 2012 ➜ Tónleikar 15.15 Efnisskrá með verkum eftir Dimitri Shostakovits verður flutt í tón- leikasyrpunni 15:15 í Norræna húsinu. Miðaverð er kr. 2.000 en kr. 1.000 fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn. 17.00 Kórar Víðistaða- og Vídalínskirkju halda sameiginlega tónleika í Vídalíns- kirkju. Einsöngvarar eru Jóhanna Ósk Valsdóttir og Marta Guðrún Halldórs- dóttir. ➜ Listasmiðja 15.00 Snertismiðja fyrir fjölskyldur verður haldin á Kjarvalsstöðum undir yfirskriftinni Tákn og áferð. Smiðjan er sérstaklega ætluð börnum á aldrinum 8 til 11 ára, í fylgd með fullorðnum. ➜ Fræðsla 11.00 Árlegur skattadagur Lögréttu, félags laganema við HR verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík, Sólinni í sam- starfi við KPMG og Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar. Almenningi verður boðið upp á endurgjaldslausa ráðgjöf við gerð skattframtala. ➜ Fundir 15.00 Origami Ísland verður með opinn félagsfund í aðalsafni Borgar- bókasafnsins Tryggvagötu. Kennd verða skemmtileg pappírsbrot. ➜ Félagsvist 14.00 Félagsvist verður spiluð í Breið- firðingabúð, Faxafeni 14. Allir velkomnir. ➜ Kvikmyndir 15.00 Rússneska hrollvekjan Fobos - klúbbur óttans (Klúb strahka - Fobos) verður sýnd í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105. Myndin er á rússnesku en verður með enskum texta. Aðgangur er ókeypis. 22.00 Þynnkubíó Priksins verður á sínum stað. Allir velkomnir og popp í boði. ➜ Dansleikir 20.00 Dansleikur Félags eldri borgara í Reykjavík verður haldinn í félagsheimili þeirra að Stangarhyl 4. Danshljóm- sveitin Klassík leikur létta danstónlist. Aðgangseyrir er kr. 1.500 en kr. 1.300 fyrir félagsmenn FEB. ➜ Leiðsögn 14.00 Inga Lára Baldvinsdóttir, fagstjóri Ljósmyndasafns Íslands í Þjóðminjasafni mun leiða gesti um sýninguna Hjálmar R. Bárðarson í svarthvítu sem stendur nú yfir í safninu. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. 15.00 Einar Falur Ingólfsson verður með leiðsögn um sýningu sína, SKJÓL, í Listasafni ASÍ. Aðgangur er ókeypis. ➜ Markaðir 11.00 Bílskúrssala verður haldin á KEX Hostel, Skúlagötu 28. Til sölu verður allt á milli himins og jarðar á frábæru verði. Meðal annars verða barnaföt frá 50 krónum. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Laugardagur 17. mars 2012 ➜ Gjörningar 13.00 Málverkagjörningur verður í miðbæ Reykjavíkur í tengslum við einkasýningu Huldu Hlínar Magnús dóttur, Lit-lifun upplifun í lit. Gjörningurinn hefst við Hallgrímskirkju. ➜ Fundir 14.00 Aðalfundur Félags eldri borgara í Kópavogi verður haldinn að Félags- heimilinu Gullsmára, Gullsmára 13. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf. ➜ Sýningar 14.00 Opnuð verður sýning á verkum nemenda barna- og unglingadeildar Myndlistaskólans í Reykjavík í Þjóð- menningarhúsinu við Hverfisgötu. Verkin eru öll unnin út frá Þingvalla- mynd Þórarins B. Þorlákssonar. 16.00 Sýning á verkum Antonis Tápies, eins fremsta málara og myndhöggvara samtímans, verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum. 16.00 Rebekka Líf opnar einkasýningu í Gallerí Tukt í Hinu Húsinu, Pósthús- stræti 3-5. Yfirskrift sýningarinnar er Dulúð og er þetta fyrsta ljósmynda- sýning Rebekku Lífar. 17.00 Jóhann Ludwig Torfason opnar sýninguna Þú kemur með næst, á vegum fyrirtækis Pabba kné. Sýningin verður í Gallerí Klósett og stendur aðeins yfir um helgina. ➜ Málþing 10.00 Málþing verður haldið í fyrir- lestrasal Þjóðminjasafns Íslands um Sigurð Guðmundsson málara, og menningarsköpun á Íslandi á árunum 1857-1874. Málþingið er hluti af verkefni undir forsjá Terry Gunnell, þjóðfræðiprófessonrs við HÍ og verður haldið í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. ➜ Tónlist 21.00 Sannkölluð rokkveisla verður á Bar 11 þar sem hljómsveitin The Wicked Strangers spilar. Aðgangur er ókeypis. 22.00 Magnús Einarsson og Tómas Tómasson skemmta á Ob-La-Dí, Frakka- stíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 22.00 A Band on Stage heldur tón- leika á Café Rosenberg. 22.00 GRM sem er skipað þeim Gylfa Ægis, Rúnari Þór og Megasi spilar á Græna Hattinum. Miðaverð er kr. 2.000. 00.00 Páll Óskar kemur fram á Nasa ásamt strákabandinu Blár ópal. Miða- verð er 1.500 krónur og forsala fer fram á Midi.is. ➜ Leiðsögn 14.00 Ragnar Þórisson verður með óformlega leiðsögn um sýningu sína Manngerðir sem nú stendur yfir í Gallerí Ágúst. Allir velkomnir. 15.00 Guðbjörg Ingvarsdóttir ræðir við gesti og leiðir þá í gegnum sýninguna Rætur - íslensk samtíma- skartgripahönnum í Hafnarborg. ➜ Fyrirlestrar 11.30 Frosti Sigurjónsson verður gestur á laugardagsspjalli Framsóknar að Hverfisgötu 33. Allir velkomnir og heitt á könnunni. 13.00 Myndlistarmaðurinn Pétur Thomsen og færeyski ljósmyndarinn Regin W.Dalsgaard ræða um verk sín á fyrirlestri fyrirlestraraðarinnar Panora - listir, náttúra og stjórnmál í Listasafni Íslands. Aðgangur er ókeypis.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.