Fréttablaðið - 17.03.2012, Page 94
17. mars 2012 LAUGARDAGUR58
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Sunnudagur 18. mars 2012
➜ Tónleikar
15.15 Efnisskrá með verkum eftir
Dimitri Shostakovits verður flutt í tón-
leikasyrpunni 15:15 í Norræna húsinu.
Miðaverð er kr. 2.000 en kr. 1.000 fyrir
eldri borgara, öryrkja og námsmenn.
17.00 Kórar Víðistaða- og Vídalínskirkju
halda sameiginlega tónleika í Vídalíns-
kirkju. Einsöngvarar eru Jóhanna Ósk
Valsdóttir og Marta Guðrún Halldórs-
dóttir.
➜ Listasmiðja
15.00 Snertismiðja fyrir fjölskyldur
verður haldin á Kjarvalsstöðum undir
yfirskriftinni Tákn og áferð. Smiðjan er
sérstaklega ætluð börnum á aldrinum 8
til 11 ára, í fylgd með fullorðnum.
➜ Fræðsla
11.00 Árlegur skattadagur Lögréttu,
félags laganema við HR verður haldinn
í Háskólanum í Reykjavík, Sólinni í sam-
starfi við KPMG og Mannréttindaráð
Reykjavíkurborgar. Almenningi verður
boðið upp á endurgjaldslausa ráðgjöf
við gerð skattframtala.
➜ Fundir
15.00 Origami Ísland verður með
opinn félagsfund í aðalsafni Borgar-
bókasafnsins Tryggvagötu. Kennd verða
skemmtileg pappírsbrot.
➜ Félagsvist
14.00 Félagsvist verður spiluð í Breið-
firðingabúð, Faxafeni 14. Allir velkomnir.
➜ Kvikmyndir
15.00 Rússneska hrollvekjan Fobos -
klúbbur óttans (Klúb strahka - Fobos)
verður sýnd í MÍR-salnum, Hverfisgötu
105. Myndin er á rússnesku en
verður með enskum texta. Aðgangur er
ókeypis.
22.00 Þynnkubíó Priksins verður á
sínum stað. Allir velkomnir og popp í
boði.
➜ Dansleikir
20.00 Dansleikur Félags eldri borgara í
Reykjavík verður haldinn í félagsheimili
þeirra að Stangarhyl 4. Danshljóm-
sveitin Klassík leikur létta danstónlist.
Aðgangseyrir er kr. 1.500 en kr. 1.300
fyrir félagsmenn FEB.
➜ Leiðsögn
14.00 Inga Lára Baldvinsdóttir, fagstjóri
Ljósmyndasafns Íslands í Þjóðminjasafni
mun leiða gesti um sýninguna Hjálmar
R. Bárðarson í svarthvítu sem stendur
nú yfir í safninu. Aðgangur er ókeypis
og allir eru velkomnir.
15.00 Einar Falur Ingólfsson verður
með leiðsögn um sýningu sína, SKJÓL, í
Listasafni ASÍ. Aðgangur er ókeypis.
➜ Markaðir
11.00 Bílskúrssala verður haldin á KEX
Hostel, Skúlagötu 28. Til sölu verður
allt á milli himins og jarðar á frábæru
verði. Meðal annars verða barnaföt frá
50 krónum.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Laugardagur 17. mars 2012
➜ Gjörningar
13.00 Málverkagjörningur verður
í miðbæ Reykjavíkur í tengslum
við einkasýningu Huldu Hlínar
Magnús dóttur, Lit-lifun upplifun í lit.
Gjörningurinn hefst við Hallgrímskirkju.
➜ Fundir
14.00 Aðalfundur Félags eldri borgara
í Kópavogi verður haldinn að Félags-
heimilinu Gullsmára, Gullsmára 13. Á
dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf.
➜ Sýningar
14.00 Opnuð verður sýning á verkum
nemenda barna- og unglingadeildar
Myndlistaskólans í Reykjavík í Þjóð-
menningarhúsinu við Hverfisgötu.
Verkin eru öll unnin út frá Þingvalla-
mynd Þórarins B. Þorlákssonar.
16.00 Sýning á verkum Antonis Tápies,
eins fremsta málara og myndhöggvara
samtímans, verður opnuð í Listasafni
Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum.
16.00 Rebekka Líf opnar einkasýningu
í Gallerí Tukt í Hinu Húsinu, Pósthús-
stræti 3-5. Yfirskrift sýningarinnar er
Dulúð og er þetta fyrsta ljósmynda-
sýning Rebekku Lífar.
17.00 Jóhann Ludwig Torfason opnar
sýninguna Þú kemur með næst, á
vegum fyrirtækis Pabba kné. Sýningin
verður í Gallerí Klósett og stendur
aðeins yfir um helgina.
➜ Málþing
10.00 Málþing verður haldið í fyrir-
lestrasal Þjóðminjasafns Íslands um
Sigurð Guðmundsson málara, og
menningarsköpun á Íslandi á árunum
1857-1874. Málþingið er hluti af
verkefni undir forsjá Terry Gunnell,
þjóðfræðiprófessonrs við HÍ og verður
haldið í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns
Íslands. Aðgangur er ókeypis og allir eru
velkomnir.
➜ Tónlist
21.00 Sannkölluð rokkveisla verður á
Bar 11 þar sem hljómsveitin The Wicked
Strangers spilar. Aðgangur er ókeypis.
22.00 Magnús Einarsson og Tómas
Tómasson skemmta á Ob-La-Dí, Frakka-
stíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000.
22.00 A Band on Stage heldur tón-
leika á Café Rosenberg.
22.00 GRM sem er skipað þeim Gylfa
Ægis, Rúnari Þór og Megasi spilar á
Græna Hattinum. Miðaverð er kr. 2.000.
00.00 Páll Óskar kemur fram á Nasa
ásamt strákabandinu Blár ópal. Miða-
verð er 1.500 krónur og forsala fer fram
á Midi.is.
➜ Leiðsögn
14.00 Ragnar Þórisson verður með
óformlega leiðsögn um sýningu sína
Manngerðir sem nú stendur yfir í
Gallerí Ágúst. Allir velkomnir.
15.00 Guðbjörg Ingvarsdóttir ræðir
við gesti og leiðir þá í gegnum
sýninguna Rætur - íslensk samtíma-
skartgripahönnum í Hafnarborg.
➜ Fyrirlestrar
11.30 Frosti Sigurjónsson verður
gestur á laugardagsspjalli Framsóknar
að Hverfisgötu 33. Allir velkomnir og
heitt á könnunni.
13.00 Myndlistarmaðurinn Pétur
Thomsen og færeyski ljósmyndarinn
Regin W.Dalsgaard ræða um verk sín
á fyrirlestri fyrirlestraraðarinnar Panora
- listir, náttúra og stjórnmál í Listasafni
Íslands. Aðgangur er ókeypis.