Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.03.2012, Qupperneq 110

Fréttablaðið - 17.03.2012, Qupperneq 110
17. mars 2012 LAUGARDAGUR74 PERSÓNAN Hörður Snævar Jónsson Aldur: 22 ára Starf: Ritstjóri vefsíðunnar 433.is Búseta: Kópavogur Foreldrar: Alda Harðardóttir, fjár- málastjóri og Jón Friðrik Snorrason Stjörnumerki: Vatnsberi Hörður er ritstjóri fótboltasíðunnar 433.is sem fór í loftið í gær. „Ég vildi opna búð sem fær viðskiptavininn til að segja vá þegar hann labbar inn. Hingað til hafa flestir sagt vá þegar þeir ganga inn um dyrnar,“ segir Alfreð Chiarolanzio eigandi nýju nammibúðarinnar Nammibarinn á Laugavegi. Nammibarinn státar af alls 430 nammi- boxum og telur Ólafur að hann bjóði upp á mesta úrval sælgætis á Íslandi. „Ég held að þetta sé stærsti nammibar á Íslandi og ég hef fengið að heyra að við séum ekki með nógu stóra poka til rúma allar tegundirnar,“ segir Alfreð en hann hefur lengi langað að opna búð sem býður einungis upp á sælgæti. „Ég hef verið að vinna í nammibransanum lengi og fannst vanta búð þar sem það er hreinlega upp- lifun fyrir viðskiptavininn að versla.“ Nammibarinn er opinn frá 11 til miðnættis á virkum dögum en til tvö á nóttunni um helgar og hafa viðtökurnar verið framar vonum síðan verslunin opnaði fyrir rúmri viku. „ Íslendingar eru náttúrulega nammisjúkir og það var frábær stemning hérna síðustu helgi. Það eru ekki bara djammarar í miðbænum á kvöldin um helgar,“ segir Alfreð sem ætlar sér stóra hluti með Nammibarinn í framtíð- inni. „Búðin á Laugavegi er bara sú fyrsta af mörgum enda er greinilegt að það er markaður fyrir svona búð.“ Nokkrar flökkusögur hafa verið á sveimi um óhreinlæti nammiboxa í verslunum en Alfreð vill meina að það séu allt ýkjur en hann leggur hins vegar mikið upp úr hreinlæti í búðinni. „Hver og einn fær sína eigin skeið með pokanum sem viðskiptavinurinn skilar til okkar þegar hann er búinn að versla. Við hugsum mikið um hreinlæti.“ - áp Íslendingar eru nammisjúkir 430 NAMMIBOX F37160312 Alfreð Chiarolanzio segir viðtökur Nammibarsins hafa verið framar vonum enda séu Íslendingar nammisjúkir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Bæjarlind 16 - Kópavogur - Sími 553 7100 - www.linan.is opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 laugardaga 11 - 16 svefnpláss fyrir 2 140x200 cm svefnpláss fyrir 2 140x200 cm einfalt og fljótlegt að breyta í rúm - extra þykk og góð springdýna einfalt og fljótlegt að breyta í rúm - góð springdýna SUPREME RECAST deluxe kr. 169.800 kr. 149.800 DAGUR & NÓTT Nýr Dominos veitingastaður opnar á Selfossi í dag og í til- efni þess mun Patrick Doyle, for- stjóri Dominos í heiminum, mæta á staðinn og baka eina flatböku. Doyle flýgur með einkaþotu til landsins til þess eins að vera við- staddur opnunina. Doyle var í fyrra valinn For- stjóri ársins, eða CEO of The Year upp á enska vísu, af sjón- varpsstöðinni CNBC. Hann flýgur hingað til lands í dag til þess að vera viðstaddur opnun staðarins, klippa á borðann og baka í leiðinni eina pitsu handa heppnum viðskiptavini. Doyle þessi er þekktur fyrir létta lund og leikur forstjórinn til að mynda sjálfur í mörgum auglýsingum fyrirtækisins. Birgir Örn Birgisson, fram- kvæmdastjóri Dominos á Íslandi, segir starfsfólk Dominos spennt fyrir að hitta Doyle en þetta er í fyrsta sinn sem forstjórinn heimsækir landið. „Hann ferðast mikið á milli landa en hefur ekki komið til Íslands áður og hafði því mikinn áhuga á að heimsækja landið. Við höfðum samband við hann og þar sem hann er á ferða- lagi um Evrópu var auðvelt fyrir hann að koma við í leiðinni.“ Inntur eftir því hvort hann viti hvers konar pitsu Doyle muni baka svarar Birgir Örn neitandi. „Það kemur í ljós síðar í dag. Hann hefur starfað hjá fyrir- tækinu mjög lengi og unnið sig upp frá grunni þannig ég held að honum verði hæg heimantökin,“ segir Birgir Örn að lokum. Sérstök opnunardagskrá verður á Dominos á Selfossi í dag á milli klukkan 12.30 og 14.30. sara@frettabladid.is BIRGIR ÖRN BIRGISSON: KEMUR Í LJÓS HVAÐA PITSU HANN BAKAR KEMUR Á EINKAÞOTU OG BAKAR PITSU Á SELFOSSI „Það eru ögn færri erlendir fjöl- miðlar í ár en hafa verið síðustu ár en það er mjög góðmennt,“ segir Þórey Eva Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Reykjavík Fashion Festival, um komu erlendra fjöl- miðla á tískuhátíðina sem fer fram dagana 30. og 31. mars. Um 20 erlendir aðilar hafa stað- fest komu sína á RFF til að berja íslenska tísku augum. Ber það helst að nefna blaðamenn frá þýska, ítalska og breska Vogue, danska Eurowoman og aðstandendur vef- síðnanna Fashionista.com, Fashio- netc.com og Stylecaster.com. Einnig hefur innkaupafólk frá danska hönnuðinum Henrik Vibskov sem og frá bandarísku verslanakeðjunni Bloomingdale‘s boðað komu sína. „Markaðurinn er óneitanlega stærri erlendis og því er mjög mikil vægt að nota þessa helgi til að mynda samband milli íslenskra hönnuða og erlendu aðilanna. Alþjóðleg markaðssetning er mikil- væg og þessi helgi getur opnað ýmsar dyr fyrir hönnuðina,“ segir Þórey Eva en á laugardeginum 31. mars verður haldið málþing undir stjórn þýska hönnuðarins Bernhard Willhelm. „Þar verður kjörið tæki- færi fyrir íslenska hönnuði að vekja athygli á vöru sinni, fá gagnrýni og mynda tengslanet.“ Það styttist óðum í tísku veisluna en markmiðið er að mið bærinn fyllist af lífi þessa helgina. Sérstakir tískudagar verða í verslunum mið- bæjarins sem verða opnar til kl. 22 á laugardeginum vegna RFF. Sjálf- ar tískusýningarnar eru 30. og 31. mars í Hörpu og Gamla Bíó en þar má sjá hönnuði á borð við Munda, Kormák&Skjöld, Ellu, Milla Snorra- son, Kalda og Kron by Kronkron sýna nýjustu fatalínur sínar. - áp Vogue og Eurowoman á RFF MIKILL ÁHUGI Alþjóðleg markaðsetning er mikilvæg fyrir íslenska tísku segir Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri RFF, en um 20 erlendir aðilar hafa staðfest komu sína á hátíðina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BAKANDI FORSTJÓRI Patrick Doyle, forstjóri Dominos í heiminum, verður viðstaddur opnun nýs staðar á Selfossi í dag. Hann mun taka til hendinni og baka eina pitsu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.