Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.03.2012, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 24.03.2012, Qupperneq 34
24. mars 2012 LAUGARDAGUR34 Þ egar spurðist út um afrek leikarans Damons Younger, sem slegið hefur í gegn í hlutverki sínu sem illmennið Brúnó í kvikmyndinni Svartur á leik sem trekkir íslenska áhorfendur að bíóhúsum um þessar mundir, héldu margir að um væri að ræða erlendan mann. Raunin er þó sú að Damon Younger er eins ramm- íslenskur og skyr og var skírður Ásgeir Þórðarson. Í kjölfar vin- sælda Svarts á leik hefur Ásgeir sá verið þráspurður um ástæðu nafnabreytingarinnar og raunin mun vera sú að þegar kom að útskrift úr leiklistarskóla í Bret- landi hafi skólameistarinn hrein- lega krafist þess að Ásgeir veldi sér leikaranafn, því hann fengi aldrei vinnu úti í hinum stóra heimi sem Ásgeir Þórðarson. Þetta er fráleitt einsdæmi meðal Íslendinga sem dreymir um að slá í gegn í útlöndum. Söngvarinn Stefán Guðmundsson tók upp nafnið Stefano Islandi, eða Stefán Íslandi, þegar hann söng á Ítalíu um tíma og sjálft Nóbelskáldið Halldór Laxness, sem fæddist Halldór Guðjóns- son, kallaði sig Hall d‘Or þegar hann freistaði þess að leggja kvikmyndaheiminn í Hollywood að fótum sér seint á þriðja áratug síðustu aldar. Þótt oft sé einbeittur meik- vilji að baki slíkum meik-nöfnum virðist sem þau séu á stundum fyrst og fremst fundin upp í hálf- gerðu gríni. Til að mynda sneri tónlistamaðurinn Helgi Björns- son skemmtilega út úr nafni sínu og stofnaði fyrirtækið Holy B í kringum sjálfan sig. Á textablaði safnplötunnar Northern Light Playhouse, sem Fálkinn gaf út árið 1982 í þeim tilgangi að kynna íslenska tónlist fyrir umheim- inum, er að finna upplýsingar á ensku um Utangarðsmenn, eina þeirra sveita sem eiga lög á plöt- unni. Þar hafa meðlimir sveitar- innar allir fengið ný nöfn: Bubbi Morthens kallast einfaldlega Mr. Morthens, trommarinn Magnús Stefánsson er Mad Dog Magoo, bassaleikarinn Rúnar Erlingsson er Rooney the Ripper og gítar- bræðurnir Mike og Danny Pol- lock kallast þar Mickey Dean og Dirty Dan. Fyrirsæturnar Berg- lind Ólafsdóttir og Ásdís Rán eiga það sameiginlegt að hafa leitað í íslenskar táknmyndir í sínum meik-nöfnum, Berglind Icey og IceQueen. Þá kynnti Unnur Birna Vilhjálmsdóttir sig sem U.B. þegar hún sigraði keppnina um fegurstu konu heims árið 2005. Hall d‘Or og Hatla Lengi hefur tíðkast að Íslendingar, sem vilja slá í gegn, taki upp svokölluð meik-nöfn sem henta betur alþjóðasamfélaginu en hin ástkæru, ylhýru. Kjartan Guðmundsson rifjaði upp nokkur dæmi um slíkt í gegnum tíðina. BRÚNÓ Damon Younger (til vinstri), sem var skírður Ásgeir Þórðarson, í hlutverki sínu í kvikmyndinni Svartur á leik. MYND/BALDUR KRISTJÁNSSON Hljómsveitin Nylon lét sér ekki nægja að breyta nafni sínu í Charlies fyrir fáum árum heldur tóku meðlimirnir sér einnig ný og alþjóðlegri nöfn: Klara Ósk Elíasdóttir varð Klara Elias, Alma Guðmundsdóttir varð Alma Goodman og Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir tók sér harðkjarnanafnið Camilla Stones. HINN HARÐI TÓNLISTARBRANSI „Ímyndunaraflið hefur aldrei leyft mér að hugsa lengra en að slá í gegn í Danmörku. Það væri líka miklu skemmtilegra en að „meikaða“ í Hollywood,“ segir leik- konan Anna Svava Knútsdóttir og bætir aðspurð við að í slíkum tilgangi gæti hún hugsað sér að taka annað hvort upp nafnið Anna Andersen eða Anna Knud- sen. „Anna Andersen væri fínt því maðurinn hennar mömmu heitir Jakob Andersen. Þá myndu kannski einhverjir líka rugla mér saman við Pamelu Anderson, því eftirnöfnin eru svo lík.“ Þar lágu Danir í því „Ég myndi líklega velja nafnið Kris Jansson,“ segir tónlistarmað- urinn Eyjólfur Kristjánsson, Eyfi, um hugsan- legt meik-nafn. „það er þjált í munni og flott bæði fyrra og seinna nafn, en líka nánast það sama og föðurnafnið mitt Kristjánsson. Ef það er sagt hratt hljómar það alveg eins og þegar enskumælandi fólk segir Kristjánsson, þannig að þarna er ég með flott sviðsnafn, en breyti í raun og veru engu.“ Flott nafn sem breytir engu „Ég var reyndar kallaður The Nordic Prince af stúlknahópi sem lærði með mér leiklist í Bandaríkjunum, en það var meira gælunafn en meik-nafn,“ segir Jóhann G. Jóhannsson leikari. „Sjálfur hef ég lítið pælt í þessum málum en félagar mínir hafa stungið upp á því, vegna þess að milli- nafnið mitt er Gunnar, að ég kalli mig Gunner Frost í útlöndum. Það er alveg grjóthart nafn sem vísar í þjóðernið. En leikari með svona nafn myndi líklega ekki í fá hlutverk í myndum á borð við Terms Of Endearment eða Out Of Africa, heldur bara í einhverjum hasar- og hryllingsmyndum, sem færi mér afar illa því ég er mjög mjúkur maður.“ Ískalt hasarnafn Íslendingurinn Pétur Rögnvalds- son (1934-2007), sem flutti til Bandaríkjanna til að keppa í íþróttum og rataði fyrir tilviljun inn í kvikmyndabransann vestan- hafs, kallaði sig Peter Ronson þegar hann lék Íslendinginn Hans í Leyndardómum Snæfells- jökuls, eða Journey to the Center of the Earth árið 1959. Hann keppti síðar á Ólympíuleikunum fyrir Íslands hönd. Fleiri meiknöfn leikara: Anna Björnsdóttir - Anna Bjorn Halla Vilhjálmsdóttir - Hatla Williams Þorvaldur Davíð Kristjánsson - Thor Kristjansson Á hvíta tjaldinu Fleiri meik-nöfn tónlistarfólks: Aðrar hljómsveitir sem breytt hafa nöfnum sínum: Björgvin Halldórsson - Bo Hall Jóhanna Guðrún Jóns- dóttir - Yohanna Þorsteinn Eggertsson - Stoney, den Islandske Elvis Geir Ólafs - Ice Blue Eiríkur Hauksson - Eric Hawk Vilhelm Anton Jónsson (Naglbítur) - VilHelm Birgir Örn Steinarsson (Maus) - Bigital Sykurmolarnir - The Sugarcubes Kolrassa krókríðandi - Bellatrix Sálin hans Jóns míns - Beaten Bishops Stuðmenn - Strax Botnleðja - Silt Nýdönsk - Arctic Orange Hljómar - Thor‘s Hammer Risaeðlan - Reptile Vinir vors og blóma - Shooting blanks Síðan skein sól - SSSól KILJA HUGSANLEG MEIK-NÖFN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.