Fréttablaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 2
9. maí 2012 MIÐVIKUDAGUR2
Jóhann, eru bæjaryfirvöld ekki
bara raggeitur ef þau neita
þér um leyfið?
„Jú, það verður hneyksli á borð við
Watergate.“
Jóhann Davíð Barðason sótti fyrir slysni
um leyfi til geitahalds í Hafnarfirði.
Ákvörðun hefur ekki enn verið tekin.
SPURNING DAGSINS
Stoðkerfisnámskeiðið
hentar þeim sem eru
með einkenni frá
stoðkerfi og vilja læra
á sjálfan sig og finna
sín mörk í hreyfingu
Ert þú með verki?
„Allir verkir hafa minnkað. Ég var áður
alltaf svo þreytt og alltaf að leggja
mig. Mér finnst satt að segja að allir
sem eru að finna til verkja ættu að
koma hingað. Hreyfingin hefur líka
áhrif á alla starfssemi líkamans og
svo er þetta gott fyrir sálina. Mér
ur og ég er ákveðin í aðlíður miklu bet
“halda áfram.
uðmundsSólveig G dóttir
• Mán, mið og föst kl. 16.30.
Hefst 14.maí.
• Mat og ráðgjöf sjúkraþjálfara
• Fyrirlestrar um verki, svefntruflanir
og heilbrigðan lífsstíl
• Verð: 42.400,- (21.200 kr. á mán)
• Örfá laus pláss
LANDHELGISGÆSLAN Engin verks-
ummerki voru sjáanleg um ferðir
hvítabjarna í friðlandinu á Horn-
ströndum, en þyrla Landhelgis-
gæslunnar fór nýverið í eftirlits-
flug um svæðið. Með í för var
lögreglumaður frá Ísafirði og sér-
fræðingur frá Umhverfisstofn-
un en tilgangur leiðangursins
var meðal annars að kanna hvort
ummerki væru um ísbirni á þess-
um slóðum.
Ekki reyndist svo vera en hins
vegar sáust merki um að vélsleð-
ar hefðu verið þar á ferð. Bæði
sáust för eftir sleða á snjó en einn-
ig þar sem enginn snjór er leng-
ur. Umferð vélsleða eða annarra
vélknúinna farartækja í friðland-
inu er með öllu óheimil.
Í Fljótavík sást stórt hvalhræ
langt uppi í Fljótavatni og vakti það
undrun eftirlitsmanna hve langt
hræið var komið upp í vatnið.
Eftir nánari athugun er talið
að um sé að ræða hval sem rak á
fjörur í Fljótum síðastliðið haust
og hefur færst inn í vatnið í vetur.
Þetta er hnúfubakur, 8 til 10 metra
langur, segir á vef LHG.
Talið er víst að ef ísbjörn væri
á svæðinu þá hefði hann líklega
verið í námunda við hvalshræið.
Er nú í athugun hver verða næstu
skref í málinu og hvernig best sé
að fjarlægja hræið. - shá
Gæslan fann hvalshræ í Fljótavatni í eftirlitsflugi um friðlandið á Hornströndum:
Fundu hvalshræ en ekki björn
HVÍTABJÖRN Í HÆLAVÍK Nokkrir birnir
hafa gengið á land hérlendis á síðustu
árum. MYND/LHG
STJÓRNMÁL „Ég spyr
hvort sveitarfélagið
eigi að ganga fremst
í flokki við að brjóta
lög á konum í Hafnar-
firði?“ spyr Svanhildur
Guðmundsdóttir, for-
maður Orlofsnefndar
húsmæðra í Hafnar-
firði, sem nú þrýstir á
bæjaryfirvöld að greiða
lögbundið framlag til
orlofsnefndarinnar á
réttum tíma.
Svanhildur rifjar upp
að Hafnarfjarðarbær
hafi átt að greiða orlofs-
nefndinni framlag ársins 2011 í
maí í fyrra. Það hafi hins vegar
ekki verið fyrr en eftir marg-
ítrekuð innheimtubréf og eftir að
lögmaður samtakanna setti saman
stefnu gegn bænum að peningarn-
ir hafi borist meira en átta mán-
uðum of seint. Vegna þessa langa
dráttar hafi engar ferðir verið
farnar á vegum orlofsnefndarinn-
ar í fyrra. Upphæðin sem orlofs-
nefndin segir að sér beri á þessu
ári er ríflega 2,5 milljónir króna.
Guðrún Erlingsdóttir, varaþing-
maður Samfylkingarinnar í Suður-
kjördæmi, ásamt samflokksmönn-
um úr öðrum kjördæmum lagði
fram á árinu 2009 frumvarp um
afnám laga um orlof húsmæðra.
„Lögin eru úrelt og stangast á
við jafnréttislög,“ segir Guðrún
um ástæðuna fyrir framlagningu
frumvarpsins sem var vísað til
nefndar og lognaðist út af þar. Hún
kveðst hins vegar hafa fullan hug
á að endurflytja frumvarpið.
„Ég sé ekki að neitt hafi breyst.
Annað hvort á að laga lögin eða
fella þau úr gildi. Það á ekki endi-
lega að þýða að þessar orlofsferð-
ir falli niður. Það er einfaldlega
hvers sveitarfélags að ákveða
hvort það styrki fólk til orlofs-
dvalar. Kjarninn er sá að löggjaf-
inn getur ekki skikkað sveitarfélög
til að mismuna þegnunum,“ segir
Guðrún.
Svanhildur segist ekkert hafa
við það að athuga ákveði Alþingi
að afnema lögin um húsmæðra-
orlof. „En á meðan það er ekki þá
eru þetta lög í landinu og það þýðir
ekkert fyrir bæjarstjórnarmenn
að segja að þeir séu ekki sammála
þeim,“ segir hún.
Þá segir Svanhildur að þótt
nokkur sveitarfélög hafi spyrnt
við fótum með greiðslu húsmæðra-
orlofs sé staðan sérstaklega slæm
í Hafnarfirði. „Í mörg ár kleip
bærinn helminginn og ríflega það
af því sem hann átti að leggja til
orlofsnefndar Hafnarfjarðar. Við
tökum ekki þátt í að samþykkja
lögleysu.“ gar@frettabladid.is
Vill afnema framlag
til húsmæðraorlofs
Formaður Orlofsnefndar húsmæðra í Hafnarfirði tekur ekki þátt í því með
bænum að skerða lögbundin framlög til orlofsnefndarinnar. Varaþingmaður
boðar endurflutning frumvarps um afnám framlags sveitarfélaga til orlofsins.
FRÉTTABLAÐIÐ Í GÆR Orlofsnefnd húsmæðra í Hafnarfirði segir bæinn eiga að borga
rúmar 2,5 milljónir króna í næstu viku. Greiðsla ársins í fyrra barst ekki fyrr en í
janúar á þessu ári eftir margírekaðar innheimtukröfur.
jón Ólafsson við Tækniskólann í ve
g
SVEITARSTJÓRNIR Orlofsnefnd
Hafnar fjarðar gerir bæjaryfir-
völdum þar ríflega 2,5 milljóna
króna reikning vegna orlofs-
dvalar fyrir hafnfirskar hús-
mæður í sumar.
Engar ferðir voru farnar fyrir
atbeina orlofsnefndar Hafnar-
fjarðar í fyrra. „Eins og bæjar-
stjórn Hafnarfjarðar veit jafn vel
og við í stjórn orlofsnefndar þá var
ekki orðið við beiðni nefndarinnar
um framlag til húsmæðraorlofsins
fyrr en eftir verulega eftirgangs-
muni og barst greiðslan ekki fyrr
en í janúar 2012,“ lýsir Svanhildur
Guðmundsdóttir, formaður orlofs-
nefndar Hafnar fjarðar, í erindi til
bæjarstjórnarinnar.
Sum sveitarfélög telja framlag
þeirra til orlofsnefnda húsmæðra
tímaskekkju og „í hróplegu ósam-
ræmi við gildandi lög um jafna
stöðu og jafnan rétt kvenna og
karla,“ eins og bæjarráð Hafnar-
fjarðar sagði í fyrra.
Frumvarp um afnám orlofsins
var lagt fram á Alþingi árið 2009.
Svanhildur bendir hins vegar á
að lög frá árinu 1972 séu enn í
fullu gildi. Samkvæmt þeim eigi
sveitarfélög að greiða 100 krónur
að þávirði á hvern íbúa til hús-
mæðraorlofsins. Hlutur Hafnar-
fjarðar sé 2.543.411 krónur og
bærinn sé vinsamlegast beðinn
um að virða gjalddaga sem sé 14.
maí.
„Meira er ekki um þetta að
segja,“ segir í innheimtubréfinu
sem bæjarráð tók ekki afstöðu til
á síðasta fundi. - gar
Bæjarfélög draga fæturna í útgreiðslu lögb
undins framlags til húsmæðraorlofs:
Húsmæður vilja orlof á réttum tíma
STJÓRNMÁL Sjálfseignarstofn-
unin Austurbrú var stofnuð á
Reyðarfirði í gær. Stofnunin er
sú fyrsta sinnar tegundar hér á
landi og verður til við samein-
ingu Þekkingarnets Austurlands,
Þróunarfélags Austurlands,
Menningarráðs Austurlands og
Markaðsstofu Austurlands.
Ríkisstjórn Íslands fundaði
á Egilsstöðum í gærmorgun
og var Austurbrú stofnuð eftir
þann fund. Ríkisstjórnin sam-
þykkti á fundi sínum að verja 20
milljónum króna til rannsókna,
nýsköpunar, þróunar og mark-
aðssetningar á afurðum úr áli og
sjávarfangi. Austurbrú mun hafa
umsjón með verkefninu. - þeb
Ríkisstjórnin á Austurlandi:
20 milljónir í
rannsóknir
Kjarninn er sá að löggjafinn getur ekki
skikkað sveitarfélög til að mismuna
þegnunum.
GUÐRÚN ERLINGSDÓTTIR
VARAÞINGMAÐUR SAMFYLKINGARINNAR
DÓMSMÁL Sýslumaðurinn á Akureyri hefur ákært tvo
menn fyrir að óhlýðnast ítrekað fyrirmælum hafnar-
stjórans á Oddeyrarbryggju á Akureyri og starfrækja
þar í óleyfi rútuþjónustu fyrir farþega skemmti-
ferðaskips dag einn í ágúst 2010. Annar mannanna er
Björn Mikaelsson, sem um árabil gegndi stöðu yfir-
lögregluþjóns á Sauðárkróki.
Samkvæmt ákærunni fór hafnarstjórinn nokkrum
sinnum fram á það við mennina með skýrum hætti að
þeir fjarlægðu bíla sína, meðal annars nokkrar rútur,
af hafnarsvæðinu en mennirnir sinntu því engu.
Óhlýðnin þykir varða við reglugerð um Hafnasam-
lag Norðurlands og hafnarlög. Viðurlögin við þessum
brotum eru sektir.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem uppátæki Björns
Mikaelssonar rata í fréttir. Hann fór í veikindaleyfi
frá störfum sínum fyrir lögregluna á Sauðárkróki
árið 2008 eftir skærur við sýslumanninn í bænum,
sem hafði veitt honum áminningu í sex liðum fyrir
að vanrækja skyldur sínar og tala ógætilega um starf
sitt og undirmenn í fjölmiðlum og símtölum við yfir-
menn. Hann sneri ekki aftur til starfa.
Hálfu ári áður hafði Fréttablaðið greint frá því að
Björn ræki bílaleigu samhliða starfi sínu fyrir lög-
regluna og hefði meðal annars gert það út úr lög-
reglustöðinni á Sauðárkróki. Sýslumaðurinn sagði þá
óeðlilegt að yfirlögregluþjónn væri einnig í forsvari
fyrir bílaleigu og að tekið yrði fyrir það. - sh
Fyrrverandi yfirlögregluþjónn rak rútufyrirtæki í óleyfi á Oddeyrarbryggju:
Ákærðir fyrir óhlýðni við hafnarstjóra
ODDEYRARHÖFN Mennirnir neituðu að fjarlægja rúturnar þrátt
fyrir fyrirmæli hafnarstjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið
úrskurðaður í gæsluvarðhald til
30. maí fyrir morðtilraun.
Maðurinn réðst á konu föður
síns tvisvar aðfaranótt 1. apríl.
Fyrst tók hann hana kverkataki
og kýldi hana auk þess sem hann
reyndi að kæfa hana með kodda.
Hún fékk þá aðstoð lögreglu til
að vísa honum burt úr íbúð sinni.
Seinna sömu nótt braust mað-
urinn inn í íbúðina sem varð til
þess að konan hljóp út úr henni.
Maðurinn hljóp á eftir henni og
hóf að slá hana í höfuðið með
kertastjaka.
Lögreglunni barst tilkynn-
ing um málið og þegar hún kom
að var hópur fólks á stétt fyrir
framan hús konunnar. Þrír
karlar héldu hinum grunaða en
konan lá meðvitundarlaus í jörð-
inni. Fjöldi vitna var að árásinni,
meðal annars ungur sonur kon-
unnar.
Maðurinn hefur játað að hafa
ráðist á konuna. - þeb
Ungt barn vitni að árás:
Reyndi að bana
konu föður síns
FRAKKLAND Francois Hollande,
nýkjörinn forseti Frakklands,
hefur boðað leiðtoga Evrópusam-
bandsríkjanna á óformlegan fund
með sér þann 23. maí, þar sem
hann ætlar að kynna þeim hug-
myndir sínar um það hvernig
koma eigi hagvexti í gang í Evr-
ópu.
Hollande vill draga úr niður-
skurði og verja fé til fjárfestinga
í atvinnulífinu.
Að því búnu hefjast viðræð-
ur Hollandes og Angelu Merkel
Þýskalandskanslara, sem hefur
allt aðrar hugmyndir en Hollande
um það hvernig evruríkin eigi að
takast á við skuldavanda sinn. - gb
Hollande boðar til fundar:
Ætlar að kynna
hagvaxtarleið
FRANCOIS HOLLANDE Ætlar sér ekki að
sitja auðum höndum fyrstu vikurnar.
NORDICPHOTOS/AFP
UMHVERFISMÁL Félag skógareig-
enda á Suðurlandi segir að í frum-
varpi um loftslagsmál sé gert ráð
fyrir að kolefnisbinding í skógum
verði eign ríkisins. „Skógareig-
endur telja að þar sé vegið nærri
eignarréttinum og ekki gefið að
það standist stjórnarskrá.“ segir í
ályktun félagsins sem einnig hefur
athugasemdir við lagafrumvarp
um mat á umhverfisáhrifum. „Sá
kostnaðarauki sem frumvarpið
hefur í för með sér getur hæglega
valdið því að aðeins sterkefnaðir
aðilar hafi tök á að hefja nytja-
skógrækt.“ - gar
Skógareigendur ósáttir:
Eigum kolefnin
í trjánum okkar
BRETLAND Tvö þorp, annað í Skot-
landi og hitt í Oregon í Bandaríkj-
unum, ætla að taka höndum saman
og stofna til vináttutengsla.
Skoska þorpið heitir Dull en það
bandaríska Boring. Bæði nöfn-
in geta þýtt „leiðinlegur“. Nafn
skoska bæjarins er líklega komið
úr gelísku og þýðir „engi“, en
bandaríski bærinn er nefndur í
höfuðið á manni sem bjó þar áður.
Þorpin eru reyndar of lítil til að
geta formlega orðið vináttubæir,
og þess vegna hafa menn ákveðið
að tala um „systratengsl“. - gb
Leiðindanöfnin sameina:
Dull og Boring
nú systurþorp