Fréttablaðið - 09.05.2012, Side 4
9. maí 2012 MIÐVIKUDAGUR4
Þróun á fjölda einstaklinga á vanskilaskrá 2006-2012
Fjöldi einstaklinga í alvarlegum vanskilum
30
25
20
15 2006 2007 2008 2009 2010 2011
Þú
su
nd
HEIMILD: CREDITINFO
Geðveikar
hetjur
TAR GU ÐMUNDSSONÓT ræðir
tkomna bók sína í hressilegu nýú
akaffi og svarar fyrirspurnumbók
A angur ókeypisðg
á Súfistanum í
Bókabúð Máls
og menningar,
laugavegi 18,
í kvöld kl. 20
EFNAHAGSMÁL Alls voru 26.376
þúsund einstaklingar í alvarleg-
um vanskilum í byrjun maí sam-
kvæmt samantekt Creditinfo. Á
sama tíma í fyrra voru 24.876 á
vanskilaskrá, og hefur því fjölgað
um sex prósent á einu ári.
Einstaklingum á vanskilaskrá
fjölgaði verulega á árunum eftir
hrun, og hefur fjölgað á skránni
um næstum hver mánaðamót
síðan. Á árunum fyrir hrun voru
að jafnaði um 16 þúsund í alvar-
legum vanskilum, samkvæmt upp-
lýsingum frá Creditinfo.
Um tveir þriðju hlutar þeirra
einstaklinga sem eru á vanskila-
skrá eru karlar, en þriðjungur
konur. Hlutfallslega eru fleiri á
aldursbilinu 30 til 50 ára.
Áberandi hærra hlutfall fólks er
í alvarlegum vanskilum á Reykja-
nesi en í öðrum landshlutum. Á
landinu öllu eru um 8,7 prósent
einstaklinga 18 ára og eldri á van-
skilaskrá. Á Reykjanesi eru um
16,4 prósent í alvarlegum van-
skilum, og um 9,7 prósent á Suð-
urlandi. Á höfuðborgarsvæðinu er
hlutfallið 9,5 prósent. Hlutfallið
var lægst á Norðurlandi, 6 til 6,2
prósent. - bj
Alls eru ríflega 26 þúsund einstaklingar komnir í alvarleg vanskil samkvæmt samantekt Creditinfo:
Karlar tveir af hverjum þremur í vanskilum
ÞJÓÐKIRKJAN Verðbætur hafa
hvorki verið greiddar til safnaða
þjóðkirkjunnar né annarra trú-
félaga frá bankahruni. Söfnuðir
þjóðkirkjunnar eiga inni um tvo
milljarða króna hjá ríkinu vegna
uppreiknaðra verðbóta, sam-
kvæmt niðurstöðum nefndar inn-
anríkisráðuneytisins.
Haft eftir Ögmundi Jónassyni
innanríkisráðherra á fundi með
nefndinni sem meta átti áhrif
niðurskurðar til kirkjunnar að
mistök hafi verið gerð
og ríkið muni leita leiða
til að rétta við fjárhag
kirkjunnar.
„Ráðherra sagði að
augljóst væri að lög
hefðu verið brotin á
kirkjunni,“ segir Gísli
Jónasson, nefndarmað-
ur og prófastur í Reykja-
víkurprófastsdæmi
eystra. Hann hefur eftir
Ögmundi að niðurstaða
skoðunar hafi leitt í ljós
að jafnræðis hafi ekki
verið gætt í niðurskurð-
inum.
Í skýrslu nefndarinn-
ar kemur fram að söfn-
uðir þjóðkirkjunnar hafi
þurft að taka á sig um
25 prósenta skerðingu
umfram aðrar stofnan-
ir eftir hrunið og sam-
kvæmt útreikningum sé
sú upphæð komin upp
í rúma tvo milljarða
króna.
„Þetta eru engir smá-
aurar,“ segir Gísli. „En ráðherra
sagði að þetta yrði leiðrétt, það er
bara spurning hversu langan tíma
það tekur.“
Kirkjan á að fá greiddar verð-
bætur fyrir sóknargjöldin sem
ríkið innheimtir ár hvert fyrir
hana, eins og fyrir öll trúfélög
landsins.
Framlagið til kirkjunnar var
tímabundið skorið niður svipað
og til annarra stofnana, en sókn-
argjaldið lenti í „sérmeðferð“,
útskýrir Gísli.
„Ef um hefði verið að ræða rík-
isspítala, hefði vísitöluhækkun
ársins á undan fyrst verið upp-
reiknuð, en ekki krónutala þessa
árs,“ útskýrir Gísli. „Þetta 25 pró-
senta gat sýnir í raun og veru hver
verðbólgan var á þessu
tímabili. Og að kirkjun-
um sé ætlað að reka sig
fyrir þetta mikið lægri
upphæð en allir aðrir.“
Í skýrslu nefndarinn-
ar segir að grunnstoðir í
starfsemi safnaða þjóð-
kirkjunnar séu að hruni
komnar vegna fjárhags-
vanda.
Ljóst sé að margir
þeirra stefni í gjaldþrot.
Í mörgum sóknum hafi
niðurskurður bitnað á
æskulýðs- og kórastarfi
og byggingar séu marg-
ar hverjar að grotna
niður.
Halldóra Þorvarðar-
dóttir, prófastur í Suð-
urprófastsdæmi og
annar nefndarmaður,
tekur undir orð Gísla og
segir ráðherra hafa und-
irstrikað að bætt yrði
fyrir mistökin.
„Hann sagði að þarna
hefðu mjög greinilega
orðið mistök í hvernig skorið var
niður gagnvart þjóðkirkjunni,“
segir Halldóra. „Það þurfi að
bæta, en það geti tekið tíma.“
Ekki náðist í Ögmund Jónasson
innanríkisráðherra í gær.
sunna@frettabladid.is
Kirkjan á inni tvo milljarða
Mistök voru gerð í fjárúthlutunum til þjóðkirkjunnar. Engar verðbætur voru greiddar með sóknargjöldum
eftir hrun. Innanríkisráðherra sagði á fundi að ríkið muni leiðrétta mistökin. Söfnuðir stefna í gjaldþrot.
GETUR EKKI SKORIÐ MEIRA NIÐUR Niðurskurður hefur bitnað harkalega á
söfnuðum landsins og hafa margir þurft að hætta æskulýðs- og kórastarfi vegna
fjárskorts. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Íslenska ríkið sér um að innheimta sóknargjöld fyrir öll skráð trúfélög
landsins og útdeilir þeim til safnaðanna. Gjaldið er tekið af innheimtum
tekjuskatti miðað við það trúfélag sem viðkomandi skattgreiðandi, sem
hefur náð 16 ára aldri, er skráður í. Ekkert gjald er greitt vegna einstaklinga
sem standa utan trúfélaga eða tilheyra óskráðum trúfélögum.
Í bráðabirgðaákvæði í lögum um sóknargjöld frá árinu 2010 segir að gjald
sem rennur til þjóðkirkjusafnaða og skráðra trúfélaga skuli vera 701 króna á
mánuði árið 2012 fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri í lok næstliðins árs á
undan gjaldári.
Í áliti nefndarinnar segir að með því að hækka sóknargjöldin úr 701 krónu
í 852 krónur væru sóknunum bættir upp um það bil tveir þriðju hlutar
þeirrar skerðingar sem þær sættu umfram aðra. Frekari bætur kæmu árið
2014.
Sóknargjaldið hækki um 151 krónu
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
25°
23°
21°
14°
22°
22°
15°
15°
24°
16°
25°
21°
32°
14°
19°
21°
13°Á MORGUN
3-10 m/s,
hægast A-til.
FÖSTUDAGUR
3-10 m/s,
hægast A-til.
6
6
4
4
4
3
1
2
4
5
-1
3
2
2
3
2
3
2
2
3
3
2
6
6
5
87 9
8
8
8
6
GRÍPTU HJÓLIÐ
Nú hjóla allir til
vinnu. Hægviðri
í dag og fremur
hægur vindur
næstu daga. Skúrir
S- og V- til síðdegis
í dag og bætir
heldur í á morgun
og fram á föstudag.
Hlýnar heldur á
morgun og á föstu-
dag, einkum um N-
og A-vert landið.
Snjólaug
Ólafsdóttir
veður-
fréttamaður
SAMGÖNGUR Icelandair hefur
áætlunarflug til Denver, Color-
ado á morgun. Flogið verður
fjórum sinnum í viku, allt árið
um kring.
Borgarstjóri Denver, Michael
Hancock, verður meðal farþega í
fyrstu vélinni en hann hitti borg-
arstjóra Reykjavíkur í gær og
færði honum kúrekahatt að gjöf.
Jón Gnarr gaf Hancock íslenska
lopapeysu.
Ferðaþjónustan í Denver fagn-
ar nýjum tengimöguleika við
Evrópu en Icelandair og alþjóða-
flugvöllurinn í Denver hlutu
Ferðastjörnuna, verðlaun sem
árlega eru afhent þeim sem skara
fram úr í ferða- og ráðstefnuþjón-
ustu í Colorado-fylki. - rat
Áætlunarflug hefst til Denver
Borgarstjóri í
fyrsta flugi
MENNTAMÁL Meira en 230 þús-
und manns nýttu sér Eramus,
háskólaáætlun Evrópusambands-
ins, á síðasta skólaári, fleiri en
nokkru sinni fyrr.
Í tilkynningu frá Fram-
kvæmdastjórn ESB segir að þátt-
takendum hafi fjölgað um 8,5%
milli ára.
Erasmus stendur til boða í 33
Evrópuríkjum og er ætlað að
stuðla að auknu samstarfi meðal
háskóla í Evrópu og styrkir ýmiss
konar verkefni, svo sem stúd-
enta og kennaraskipti, námsferð-
ir starfsfólks háskóla og fólks í
atvinnulífinu, sameiginlegt nám-
skeiðahald, og fleira.
Í kringum 200 íslenskir nemar
hafa farið utan á vegum Erasm-
us ár hvert, en talsvert fleiri
erlendir Erasmus-stúdentar koma
hingað til lands og hefur fjölgað
mikið. - þj
Stuðlað að auknu samstarfi:
Aldrei fleiri
Erasmus-nemar
GENGIÐ 08.05.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
223,5773
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
124,47 125,07
200,89 201,87
162,06 162,96
21,789 21,917
21,41 21,536
18,219 18,325
1,5597 1,5689
191,8 192,94
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR
SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Þetta 25
prósenta gat
sýnir í raun
og veru hver
verðbólgan
var á þessu
tímabili. Og
að kirkjunum
sé ætlað að
reka sig fyrir
þetta mikið
lægri upphæð
en allir aðrir.
GÍSLI JÓNASSON
NEFNDARMAÐUR
OG PRÓFASTUR Í
REYKJAVÍKURPRÓ-
FASTSDÆMI EYSTRA.