Fréttablaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 8
9. maí 2012 MIÐVIKUDAGUR8 ÍS LE N SK A SI A. IS I C E 5 84 52 0 2/ 12 Í tilefni af 75 ára afmæli okkar efnir Icelandair, í samstarfi við Steinunni Sigurðardóttur fatahönnuð, til sýningar í haust. Til sýnis verða gamlir og nýir einkennisbúningar Flugfélags Íslands, Loftleiða, Flugleiða og Icelandair og ýmsir aðrir hlutir sem tengjast sögu farþegaflugs og þjónustunni um borð allt frá árinu 1937. Átt þú ekki eitthvað áhugavert frá fluginu? Við vildum svo gjarnan fá lánaðar gamlar flugfreyjudragtir, flugmannsjakka og sitthvað annað sem setti svip á flugið hér áður fyrr. Við leitum til ykkar sem fluguð með okkur Við tökum á móti klæðnaði og smáhlutum sem tengjast fluginu á Icelandair Hótel Reykjavík Marina á föstudaginn kemur, 11. maí, kl. 17:00–19:00. Okkur þætti afar vænt um að fá að sjá þig á föstudaginn og rifja upp gamla góða tíma. Upplýsingar: Rannveig Eir Einarsdóttir I rae@icelandair.is Anna Margrét Jónsdóttir I annamj@icelandair.is VIÐ FLJÚGUM AFTUR Í TÍMANN Viltu lána okkur minningabrot? AKUREYRI Denver í Colorado í Bandaríkjunum og Akureyri verða formlegir vinabæir í náinni fram- tíð. Borgarstjóri Denver, Michael B. Hancock, kemur til Akureyrar í dag ásamt sendiherra Bandaríkj- anna á Íslandi, Luis E. Arreaga, og fólki úr ferðaþjónustunni í Denver. Borgarstjórinn undirritar í dag viljayfirlýsingu í Menningarhúsinu Hofi um að komið verði á formlegu vinabæjarsambandi á milli Den- ver og Akureyrar með áherslu á samvinnu á sviði menningarmála, menntunar og viðskipta. - sv Akureyri fær heimsókn í dag: Denver verður nýr vinabær 1. Hvað eiga mörg félög eftir að skila ársreikningi vegna ársins 2010? 2. Hvert var farið með forsætis- ráðherra Kína í staðinn fyrir að skoða Kerið? 3. Hvað ætlar Reykjavíkurborg að eyða miklu í nýja og umhverfis- vænni bíla? SVÖR DÓMSMÁL Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir að hafa í sameiningu valdið árekstri þriggja ökutækja í Þingeyjarsveit í ágúst í fyrra. Annar er hálfáttræður maður sem höfuðkúpubrotnaði í slysinu. Sýslumaðurinn á Akureyri ákær- ir rútubílstjóra um sextugt í málinu fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot, en samkvæmt ákærunni tók hann fram úr hæg- fara traktor án þess að gæta að því að fyrir aftan rútuna var annar bíll sem hafði þegar hafið fram- úrakstur. Rútan rakst utan í þann bíl, beygði snögglega aftur til baka og ók á eftirvagn dráttarvélarinnar, sem kastaðist út af veginum. Dráttarvélinni ók sá sem einn- ig er ákærður, maður fæddur árið 1937. Hann höfuðkúpubrotnaði í veltunni, hlaut smávægilegar innan- kúpublæðingar, loft inn undir höf- uðkúpu, tvö brotin rifbein og stórt, blæðandi sár á höfuðið. Hann er ákærður fyrir umferð- arlagabrot, enda var traktorinn óskráður og ótryggður, eftirvagninn ljóslaus og auk þess ók hann á tutt- ugu kílómetra hraða, sem sýslumað- ur telur hafa tafið umferð að óþörfu og valdið hættu. - sh Rútubílstjóri og ökumaður dráttarvélar ákærðir fyrir að valda árekstri: Ók traktor á tuttugu og olli slysi TRAKTOR Óskráði og ótryggði traktorinn valt út af veginum. Myndin er úr safni. ÚKRAÍNA Júlía Timosjenkó, fyrr- verandi forsætisráðherra Úkraínu, er hætt í hungurverkfalli. Í dag verður hún flutt úr fangelsi á sjúkrahús, þar sem hlúð verður að henni. Hungur- verkfallið stóð í þrjár vikur. Hún greip til þess til að mót- mæla ofbeldi, sem hún segist hafa orðið fyrir í fangelsinu. Þar afplánar hún sjö ára dóm, sem hún hlaut í haust fyrir að hafa árið 2009 misnotað völd í embætti sínu þegar hún gerði samning við Rússland um gaskaup. Hún segir ákærurnar og dóminn af póli- tískum rótum runnin. - gb Timosjenkó á sjúkrahús: Segist hætt við hungurverkfall JÚLÍA TIMOSJENKÓ 1. Á fjórða þúsund, eða 3.541. 2. Til Hvera- gerðis. 3. Þrjú hundruð milljónum króna. ATVINNUMÁL Jurgen Thumann, forseti Businesseurope – sam- taka atvinnulífsins í Evrópu, beindi þeirri ósk til José Manuel Barroso, forseta framkvæmda- stjórnar ESB, á ársfundi sam- takanna í síðustu viku að mennta- kerfið í Evrópu verði styrkt þannig að það þjóni betur þörf- um atvinnulífsins. Fram kom í máli hans að verði það ekki gert sé lítil von til þess að efnahagslífið taki við sér og atvinnuleysi minnki. Þrátt fyrir að 25,5 milljónir manna séu án atvinnu í Evrópu hefur ekki tekist að manna fjögur milljón störf, vegna þess að fólk skortir hæfni eða menntun til að sinna viðkomandi störfum. - shá 25,5 milljónir eru án atvinnu í Evrópulöndum: Telja að styrkja þurfi menntakerfi Evrópu VILJA VINNU Atvinnuleysi 25 ára og yngri á Spáni er vel yfir 40%. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNSÝSLA Sveinn Arason ríkis- endurskoðandi segir það ámælis- vert að flokkar sem eigi fulltrúa á Alþingi skuli ekki skila ársreikn- ingum sínum á réttum tíma. Þetta kemur fram í formála hans að árs- skýrslu Ríkisendurskoðunar fyrir árið 2011. „Ítrekað kemur fyrir að flokkar og frambjóðendur skila ekki upp- lýsingum til stofnunarinnar innan settra tímafresta. Til dæmis höfðu fjórir flokkar ekki skilað reikning- um sínum vegna ársins 2010 fyrir 1. október 2011. Ég tel ámælisvert að flokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi skuli ekki virða þau tíma- mörk sem þingið hefur sjálft sett þeim með lögum,“ segir í formál- anum. Samfylkingin, Sjálfstæðisflokk- urinn, Framsóknarflokkurinn og Besti flokkurinn skiluðu ársreikn- ingum sínum fyrir árið 2010 eftir að frestur til þess rann út. Að auki skiluðu Samtök fullveldissinna og Íslandshreyfingin sínum ársreikn- ingum of seint. Ríkisendurskoðun á samkvæmt lögum að hafa eftirlit með fjármál- um stjórnmálasamtaka og fram- bjóðenda. Lögin skylda stjórn- málasamtök til þess að skila inn ársreikningi fyrir allar einingar sem falla undir þau.Ríkisendur- skoðun birtir svo útdrátt úr reikn- ingunum. Sveinn gerir innkaupamál ríkis- ins einnig að umtalsefni í formál- anum. Innkaupamál embættis rík- islögreglustjóra komust í fréttir í fyrra eftir að Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við innkaup á búnaði og tækjum. Í formálan- um áréttar Sveinn að Ríkisendur- skoðun sé samkvæmt lögum falið að kanna hvort stofnanir og fyr- irtæki ríkisins fari að lögum, og vekja athygli á því ef svo sé ekki. Hann segir stofnunina leitast við að rækja þetta hlutverk sitt af metnaði. „Yfirleitt hafa stofnanir tekið vel í ábendingar Ríkisendur- skoðunar um innkaupamál en þó eru undantekningar á því.“ thorunn@frettabladid.is Ámælisvert að skila seint Ríkisendurskoðandi segir það ámælisvert að stjórn- málaflokkar virði ekki tímamörk sem Alþingi hefur sett um skil á ársreikningum. Fjórir flokkar skiluðu reikningum sínum ekki á réttum tíma í fyrra. „Á liðnum árum hefur Ríkisendurskoðun ítrekað lagt til að lög um fjárreiður ríkisins verði endurskoðuð. Í kjölfar skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) frá síðasta hausti ákvað fjármálaráðherra að hefja formlega endurskoðun laganna,“ segir Sveinn í formála ársskýrslu Ríkisendurskoðunar. Tólf manna stýrinefnd vinnur nú að frumvarpi um fjárreiður ríkisins sem stefnt er að því að lagt verði fyrir Alþingi í haust, að sögn Sveins. Frumvarp um fjárreiður ríkisins á leiðinni ALÞINGI Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn skiluðu árs- reikningum sínum eftir að fresturinn rann út. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.