Fréttablaðið - 09.05.2012, Síða 14
14 9. maí 2012 MIÐVIKUDAGUR
Kínamál
Nýafstaðin heimsókn forsæt-isráðherra Kína, Wen Jiabo,
er til marks um að risaveldið
leggur sig mjög í framkróka
um nánari tengsl við Ísland.
Þar ræður landlega Íslands
við Norðurskautið. Kínverski
forsætisráðherrann heimsæk-
ir Ísland fyrst á leið sinni til
Þýskalands, Svíþjóðar og Pól-
lands sem staðfestingu þess,
að Kínverjar líta svo á að aðild
að Norðurskautsráðinu skipi
smáríkinu Íslandi í flokk með
hinum stærri.
Vinátta er mjög misnotað orð
af Íslendingum um alþjóðasam-
skipti. Varðandi Kína rekum
við okkur á hinn hrikalega
stærðarmun en það er þó ekki
mergurinn málsins. Vinsamleg
tengsl þjóða og náið samstarf
er milli þeirra sem hafa sömu
hagsmuna að gæta og umfram
allt aðhyllast sömu þjóðfélags-
gildi. Mannréttindi vestrænnar
menningar eru þar efst á blaði.
Um Kína og Ísland þarf ekki
að fjölyrða hvað þetta snertir.
Enda tókum við Dalai Lama
opnum örmum og styðjum rétt-
indabaráttu Tíbetbúa í óþökk
Alþýðulýðveldisins Kína. Við
stöndum með kínverskum and-
ófsmönnum, nú síðast Chen
Guangeng hins blinda, sem
hafði leitað hælis í ameríska
sendiráðinu í Beijing.
Opnun nýrra siglingaleiða um
heimskautið styttir siglingaleið
Kínverja til Evrópuhafna um
þúsundir kílómetra. Annað mál
er að undir íshellunni er á hafs-
botni svæðisins verulegur hluti
alls ónýtts heimsforða olíu og
jarðgass. Kína á ekki tilkall til
neins nýtingarréttar þeirra auð-
æfa samkvæmt ákvæðum Haf-
réttarsáttmálans að skilningi
Íslendinga og annarra aðila að
Norðurskautsráðinu. Aðalat-
riði eru réttindi strandríkis til
hafsbotns utan efnahagslög-
sögunar sem er land- og jarð-
fræðilegur hluti af landgrunni
þess. Eru Kínverjar ásáttir við
þessa grundvallarskoðun og þar
af leiðandi stefnu aðildarríkja
Norðurskautsráðins?
Skipaferðir þeirra við Ísland
um norð-austur heimskauts-
leiðina geta orðið feikimiklar.
Megi þeir sem aðrir sigla þann
sjó í friði, svo fremi að ýtrustu
kröfum okkar um öryggi og
mengunarvarnir sé framfylgt.
Hafréttarsáttmáli SÞ kveður á
um réttindi strandríkis gagn-
vart siglingafrelsi annarra
innan 200 mílna efnahagslög-
sögunnar. Kínverjar halda uppi
sértúlkun sér í hag á gr. 58-1
þess sáttmála, sem gefur tilefni
til að spyrja hvað þeir meina
með því að þeir muni fara eftir
ákvæðum Hafréttarsáttmálans
við Norðurskautið.
Svo er að skilja að Kínverjar
hafi seilst eftir umráðum yfir
umskipunarhöfn vegna gáma-
flutninga í Norður Noregi. Hætt
var við tilraunir við Norðmenn
um hafnaraðstöðu af pólitískum
árekstri vegna afhendingar
friðarverðlauna Nóbels 2010 til
Kínverjans Liu Xiaobo, aðgerð-
arsinna og rithöfundar. Norð-
menn lentu með öðrum orðum
á sama svarta listanum og Liu.
Norðaustanlands hér ætti stað-
setning kínverskrar hafnarað-
stöðu að vera jafn gagnleg og í
Noregi. Og enn meira mál væri
að koma upp olíumóttökuhöfn á
sömu slóðum þegar og ef olíu-
vinnsla verður á Jan Mayen
svæðinu, sameign okkar við
Norðmenn. Annars verður end-
astöð leiðarinnar frá Kína til
Evrópu í Piraeus, hafnarborg
Grikklands, en þar hefur skipa-
félagið China Ocean Shipping
Company, eða Cosco, leigt hina
miklu gámahöfn til 35 ára fyrir
5 milljarða dollara. Ekki fer
gott orð af Kínverjum þar um
slóðir. Í Piraeus, nú uppnefnt
Chinatown, gildi ekki grísk lög
eða kjarasamningar.
Þá er það Huang Nubo, vænt-
anlega útsendari kínverskra
stjórnvalda dulbúinn sem sjálf-
gerður milljóneri. Ef það er
satt sem sagt er, að kínverskir
útrásarmenn séu öðrum óbil-
gjarnari, hafa Íslendingar
dregið eitt trompið úr því liði í
persónu þessa manns. Þann 4.
maí hélt hann uppi ávirðingum
frá Beijing á íslenskan ráðherra
sem hefur vogað sér að vera
honum andsnúinn. Hann var í
kínverska alheimssjónvarpinu
cctv.news samdægurs og gum-
aði yfir að hafa haft innanríkis-
ráðherrann undir með samningi
sem hann nú hefði fengið. Það
er fáheyrð framkoma útlend-
ings í garð stjórnvalda lands-
ins. Af hverju laug hann því að
samningur sem iðnaðarráðu-
neytið mælir með sé til 99 ára?
Áform Huangs Nubo um bygg-
ingu mannvirkja á Grímsstöð-
um fram til ársins 2062, skv.
40 ára samningi, gætu verið
bakland umskipunar-olíuhafnar
norðarlega á Austfjörðum. Hver
veit? Myndi gistiaðstaða á þess-
um óvistlega stað fyrir golf-
völl, ekki henta sem kínverskar
vinnubúðir ef með þarf? Væri
ekki rétt að fara hægt í sak-
irnar að Grímsstaðir á Fjöllum
verði ekki Chinatown í Norður-
þingi?
Um þessi mál er og verður
deilt. Hvað um þá málamiðlun
að Huang Nubo fái, ef hann vill,
lóð á Grímstöðum til að byggja
þar hótel/ráðstefnustað? Gott
mál væri líka aðsetur þar fyrir
rannsóknarstöð þá um norður-
ljósin sem nýverið var samið
um sem sameiginlegt áhuga-
efni. Annað væri ráðstefnuhald
t.d. við hina risavöxnu Heim-
skautastofnun Kína, sem Egill
Þór Nielsson, starfsmaður
hennar, kynnti í afar áhuga-
verðum fyrirlestri. Stofnunin
sem er í Shanghai virðist slaga
upp í alla stjórnsýslu Íslands.
Samvinnu við Kína hérlendis
sem tengist einhverjum óljós-
um eigna- eða leiguyfirráðum
þeirra á íslensku landsvæði ætti
alveg að útiloka. Slíkt er meira
mál en aðilar á sveitastjórnar-
stigi og lögfræðingar iðnaðar-
ráðuneytisins eigi að greina.
Um er að ræða grundvallar-
atriði utanríkisstefnu Íslands í
samskiptum við erlend ríki og
í þessu tilviki það viðkvæma
atriði, að allar langtíma fyrir-
ætlanir kínverskra stjórnvalda
eru duldar og óþekktar. Lang-
tíma yfirráð Kínverja á íslensku
landsvæði væri fáránleg ráð-
stöfun. Annað mál er að kín-
versk fyrirtæki eru velkomnir
þátttakendur í íslenskri stóriðju
á sama grundvelli íslenskra laga
og aðrir erlendir fjárfestar og á
það að sjálfsögðu við um ströng
dvalar- og búsetuleyfi. Þá er
hinn mikli kínverski markaður
afar áhugaverður fyrir íslenska
útflutningsframleiðslu og við
þakklátir hvers kyns samvinnu í
þeim efnum. Hin ágæta Íslands-
stofa spyr: Viltu eiga viðskipti
í Kína? Og svarið er sjálfgefið
JÁ.
Erlendir
fjárfestar
Einar
Benediktsson
fv. sendiherra
Hann var í kínverska alheimssjónvarp-
inu cctv.news samdægurs og gumaði
yfir að hafa haft innanríkisráðherrann
undir með samningi sem hann nú hefði fengið. Það
er fáheyrð framkoma útlendings í garð stjórnvalda
landsins. Af hverju laug hann því að samningur sem
iðnaðarráðuneytið mælir með sé til 99 ára?
Börn þurfa að umgangast bækur til að öðlast áhuga á bóklestri.
Bóklestur skilar sér í góðum les-
skilningi og þar með betri náms-
árangri. Það er sama hvar borið er
niður, meira að segja stærðfræð-
in snýst að miklu leyti um að geta
lesið. Börn sem alast upp við bók-
lestur foreldranna og gott aðgengi
að bókum sýna meiri áhuga á bók-
lestri en önnur börn. Þessir ungu
lestrarhestar þurfa lesefni við hæfi,
nýjar spennandi barnabækur sem
efla og viðhalda lestraráhuganum.
Hinn hópurinn er mun stærri, börn-
in sem lítinn eða engan áhuga hafa
á bóklestri. Þessir krakkar þurfa
svo sannarlega lesefni við hæfi,
bækur sem koma þeim á bragðið og
vekja áhuga þeirra á bóklestri.
Öll börn þurfa nefnilega bækur,
bækur sem örva, gleðja, fræða og
styrkja. Það er hlutverk skólakerf-
isins að jafna leikinn milli þeirra
barna sem fengið hafa lestrarupp-
eldi og hinna sem búið hafa við bók-
leysi. Skólunum ber að bjóða öllum
börnum upp á tækifæri til að þrosk-
ast og eflast sem lesendur. En hafa
börnin góðan aðgang að bókum í
skólunum? Því miður er ekki hægt
að svara þessari spurningu játandi.
Í rannsókn Brynhildar Þórarins-
dóttur, dósents við Háskólann á
Akureyri, á stöðu skólasafnanna
vorið 2011 kom í ljós að bóka-
kaupafé til skólasafna landsins
hefur verið skorið harkalega niður
frá Hruni. Framlögin fóru niður
í núll í sumum skólum, að meðal-
tali var bókakaupafé skorið niður
um helming og þannig stendur það
enn. Niðurskurðurinn hefur haft
langmest áhrif á yndislestrarbæk-
ur, nýjar skáldsögur fyrir börn
og unglinga; bækurnar sem eflt
gætu áhuga barna á lestri. Dæmi-
gerður skóli með um 450 nemend-
ur hafði um 350–400 þúsund krón-
um minna til innkaupa árið 2011 en
fyrir Hrun. Á sama árabili hækk-
uðu barnabækur um 28% í verði
skv. Bókatíðindum. Raunverulegur
samdráttur í bókakaupafé varð því
miklu meiri en krónutalan sýnir.
Til að halda í við verðlagsþróun
hefði bókakaupafé þurft að hækka
um 28% í stað þess að dragast
saman um 50%. Vitaskuld hefur
þessi samdráttur í bókakaupum
skólasafnanna haft mikil áhrif á
útgáfu barnabóka á íslensku. Alvar-
legust eru þó skilaboðin sem skóla-
börnin fá um að bóklestur sé óþörf
afþreying.
Illa búin skólasöfn munu hvorki
fjölga í hópi lestrarhesta né halda í
þá sem eru þar fyrir. Rannsóknin
leiddi í ljós að skólasafnakennarar
hafa miklar áhyggjur af yndislestri
nemenda. Þeir gera sitt besta til að
halda bókum að börnum og ung-
lingum en þykir miður að geta ekki
keypt fleiri nýjar barnabækur og
boðið nemendum upp á betra úrval.
Áhyggjur þeirra af möguleikum
barna til lestrar er nauðsynlegt
að setja í samhengi við minnkandi
bóklestur barna og unglinga. Nærri
einn af hverjum þremur 10-15 ára
krökkum á Íslandi les ekki bækur
sér til ánægju en í sama hópi voru
einungis 11% árið 1968, skv. rann-
sóknum Þorbjörns Broddasonar.
Auðvitað hafa lestrarvenjur barna
breyst og lesefnið með en það virð-
ist vera að áhuginn á lestri bóka
skipti mestu máli því bóklesturinn
byggir upp lesskilning.
Krafan um að snúa við blaðinu
og efla lestraráhuga barna á ný er
marklaus ef skólasöfnunum verð-
ur áfram haldið við hungurmörk.
Lestrarhvatning er veigamikill
þáttur í starfsemi skólasafnanna og
mikilvægt er að þau geti boðið upp
á fjölbreyttan bókakost. Samkvæmt
Stefnuyfirlýsingu UNESCO/IFLA
(1999) er læsi kjarninn í þjónustu
skólasafna og ber þeim að efla lest-
ur og með því stuðla að áframhald-
andi ánægju barna og unglinga af
lestri þannig að þau verði virkir
notendur bókasafna í framtíðinni.
Skólasöfn eru jafnframt sögð frum-
skilyrði fyrir sérhverja langtíma
stefnumörkun um læsi, menntun,
aðgengi að upplýsingum sem og
efnahagslega, félagslega og menn-
ingarlega þróun.
Það segir sig sjálft að nauðsyn-
legt er að bókakostur skólasafn-
anna sé í takt við tímann, höfði til
nemenda og hvetji þá til lestrar.
Staðan er hins vegar grafalvarleg
og starfsfólk skólasafnanna varar
við afleiðingum langvarandi fjár-
skorts. Söfnin verða „hvorki fugl né
fiskur“ ef áfram verður skorið við
nögl. Nú hefur læsi verið skilgreint
sem einn af sex grunnþáttum í
íslensku menntakerfi, skv. nýrri
Aðalnámskrá. Það leiðir vonandi
til þess að yfirvöld menntamála og
sveitarfélögin – sem reka grunn-
skólana – taki höndum saman við að
bæta bókakost skólasafnanna. Börn
verða einfaldlega ekki almennilega
læs nema með því að lesa bækur.
Bókakaupafé skólasafnanna var
skorið niður þrátt fyrir að ótal
rannsóknir sýni skýr tengsl milli
áhuga á bóklestri og árangurs í
lesskilningi og þar með námsár-
angurs. Það er kominn tími til að
snúa þróuninni við og fylla bóka-
hillur skólasafnanna. Í dag verður
úthlutað úr Skólasafnasjóði Félags
íslenskra bókaútgefenda, nú með
tilstyrk Arion-banka. Sjóðurinn er
vissulega fagnaðarefni og verður
vonandi til þess að fleiri félaga-
samtök og fyrirtæki beini sjónum
sínum að mikilvægi þess að efla
lestur á allan hugsanlegan hátt.
Atvinnulífið verður að sýna vilja
sinn í verki, það eru hagsmunir
þess að lestrarkunnátta verði hér
til framtíðar sem allra best – fögr-
um orðum þurfa að fylgja kröftug-
ar efndir.
Andri Snær Magnason
Áslaug Jónsdóttir
Brynhildur Þórarinsdóttir
Kristín Helga Gunnarsdóttir
Pétur Gunnarsson
Sigrún Eldjárn
Sindri Freysson
rithöfundar
Fyllum bókahillurnar!
PI
PA
R\
TB
W
A
·
SÍ
A
·
11
22
33
b
m
va
ll
a
.is
Sími: 412 5050
Fax: 412 5001
sala@bmvalla.is
BM Vallá ehf.
Breiðhöfða 3
110 Reykjavík
Gluggar
eru ekki bara gler
Veldu háeinangrandi PRO TEC Classic glugga
sem spara orku
BM Vallá býður vandaðar gluggalausnir frá PRO TEC
í Danmörku. Gluggarnir eru úr áli og tré og henta vel fyrir
íslenskar aðstæður. PRO TEC gluggar hafa verið seldir á
Íslandi frá 1993 og verið prófaðir og vottaðir gagnvart íslensku
vind- og slagregnsálagi. Glerið er háeinangrandi sem lækkar
hitunarkostnað og sparar orku. Hver gluggi er sérsmíðaður
eftir óskum viðskiptavinar um stærð, lit og lögun.
Kynntu þér PRO TEC hjá BM Vallá áður en þú velur glugga.
Það gæti borgað sig.