Fréttablaðið - 09.05.2012, Qupperneq 16
16 9. maí 2012 MIÐVIKUDAGUR
Evrópusambandið hefur sett sér metnaðarfull markmið
hvað varðar endurnýjanlega
orku og hyggst sambandið stór-
auka raforkuvinnslu með endur-
nýjanlegum orkugjöfum. Evr-
ópusambandið vill þannig skerpa
á samkeppnishæfni og sjálf-
stæði álfunnar í orkumálum til
langs tíma og á sama tíma draga
úr mengun. Innan ramma Evr-
ópusambandsins hefur sérhvert
aðildarland þannig sett sér sjálf-
stætt og lagalega bindandi mark-
mið fyrir árið 2020 um vinnslu
raforku með endurnýjanlegum
hætti. Það sem gerir þessa þróun
í Evrópu sérstaklega spennandi
fyrir íslenska raforkuvinnslu er
að aðildarríki mega flytja inn raf-
orku sem unnin er með endurnýj-
anlegum orkugjöfum og telja sér
hana til tekna varðandi áðurnefnd
2020 markmið.
Kostnaður margra Evrópu-
sambandsríkja við að byggja upp
endurnýjanlega raforkuvinnslu
innanlands er mikill og því
hefur verið komið á tímabundnu
styrkjakerfi með það að markmiði
að lágmarka fjárhagslega áhættu
fjárfesta í endurnýjanlegri orku
og tryggja afkomu þeirra. Það er
ekki síst þetta styrkjakerfi sem
gerir það að verkum að lagning
rafstrengs frá Íslandi er mjög
líklega orðin fjárhagslega fýsi-
leg. Þannig er mögulega hægt að
fá enn hærra verð fyrir íslenska
endurnýjanlega orku en greitt er
fyrir raforku á evrópskum mörk-
uðum í dag.
Þess ber að geta að um 67%
orkunotkunar á Íslandi í dag á
uppruna í endurnýjanlegum auð-
lindum en 2020 markmið fyrir
Ísland getur um að það hlutfall
skuli vera að minnsta kosti 64%
árið 2020.
Lagning rafstrengs frá Íslandi
hefði minni áhrif á raforkufram-
boð á Íslandi en ætla mætti í
fyrstu en fyrir því eru nokkrar
ástæður. Fyrst ber að nefna að
þar sem Ísland er eyland er raf-
orkuvinnslugeta vatnsorkuvera
hönnuð þannig að hægt sé að
uppfylla gerða samninga jafnvel
í þurrum árum. Af þessum sökum
er almennt umframorka í íslenska
raforkukerfinu sem hægt væri að
nýta eftir að einangrun kerfisins
væri rofin. Þá myndi aðgengi
að evrópsku raforkuverði gera
dýrari kosti í vatns- og jarð-
varmaorku arðbæra svo og opna
á metnaðarfulla uppbyggingu
vindorkuvera. Þessu til viðbótar
myndi áþreifanleg tenging auka
öryggi kaupenda þar sem hægt
yrði að flytja inn orku ef meiri-
háttar áföll yrðu í rekstri íslenska
raforkukerfisins, til dæmis vegna
náttúruhamfara eða stórfelldra
bilana.
Rafstrengur þyrfti ekki að þýða
að verð á raforku til íslenskra
heimila myndi hækka. Lítill hluti
íslenskrar raforkuvinnslu er til
þess að mæta eftirspurn íslenskra
heimila og hægt er með tiltölu-
lega einföldum aðgerðum að stýra
verði til almennings. Þá hefur
Landsvirkjun sett sér þá stefnu
að bjóða iðnfyrirtækjum ávallt
samkeppnishæfasta raforkuverð
í Evrópu og langtímasamninga
Myndin að neðan sýnir hugs-
anlega þróun raforkusölu Lands-
virkjunar fram til 2025. Hér er
gert ráð fyrir því að raforkusala
fyrirtækisins aukist um 70% á
þessum tíma og að raforkan komi
frá nýjum vatnsorkuvirkjunum,
jarðvarmavirkjunum, vindorku-
verum og bættri nýtingu orku-
auðlinda. Gert er ráð fyrir að 700
MW rafstrengur til Evrópu komi
í gagnið fyrir 2020 og að Lands-
virkjun vinni um tvo þriðjuhluta
þeirrar orku sem flutt er um
strenginn. Gert er ráð fyrir öfl-
ugum stuðningi við núverandi
viðskiptavini auk uppbyggingar
nýrra raforkukrefjandi atvinnu-
greina, s.s. gagnavera. Ef þessi
sviðsmynd yrði að veruleika
myndi áhættudreifing Lands-
virkjunar gjörbreytast frá því
sem nú er og myndi viðskipta-
vinahópur fyrirtækisins þannig
samanstanda af sterkum álfyr-
irtækjum, öðrum fjölbreyttum
iðnfyrirtækjum, evrópskum raf-
orkumarkaði svo og almennum
íslenskum raforkumarkaði.
Tengingar eru sífellt mikilvæg-
ari forsendur framfara. Margt
bendir til þess að áþreifanleg
tenging Íslands við evrópska
raforkumarkaði sé arðsöm og
hefði slík tenging vafalaust mikil
áhrif hérlendis. Frekari uppbygg-
ing íslensks raforkukerfis, jafnt
fyrir sæstreng og iðnað, myndi
skapa þúsundir starfa og þekk-
ingu í endurnýjanlegum orkuiðn-
aði en slík þekking verður sífellt
eftirsóttari í heiminum. Læra
yrði af mistökum sem hafa verið
gerð, til dæmis í Suður-Evrópu,
þar sem ekki hefur verið tekið
nægilega mikið tillit til þarfa
iðnfyrirtækja og burtséð frá því
hvort rafstrengur yrði lagður
frá Íslandi eða ekki mun Lands-
virkjun ávallt bjóða samkeppn-
ishæfustu raforkusölusamninga
Evrópu. Þannig mun iðnaði á
Íslandi standa til boða langtíma-
samningar um 100% græna orku
á hagstæðasta verði sem finnst í
Evrópu.
Allir geta unnið. Með rafstreng
frá Íslandi færist Evrópa skrefi
nær metnaðarfullum markmið-
um um aukna raforkuvinnslu með
endurnýjanlegum orkuauðlindum
sem og treystir þannig efnahag,
öryggi og umhverfi álfunnar til
lengri tíma litið. Fjölbreyttur
viðskiptavinahópur sem saman-
stendur af sterkum álfyrirtækj-
um, öðrum fjölbreyttum iðnfyr-
irtækjum, almennum íslenskum
neytendamarkaði og evrópskum
raforkumarkaði er sérlega áhuga-
verð framtíðarsýn fyrir íslenska
raforkuvinnslu og myndi skila
sér í betri nýtingu kerfisins, sem
aftur skapar forsendur fyrir
betri þjónustu við viðskiptavini
og aukinni arðsemi allra í virðis-
keðjunni. Þessu til viðbótar hefði
áþreifanleg tenging Íslands við
Evrópu án efa í för með sér ýmis
jákvæð hliðaráhrif sem erfitt er
að sjá fyrir eins og dæmin sanna.
Hvers virði eru tengingar?
Geta allir unnið?
Orkumál
Magnús Bjarnason
framkvæmdastjóri
markaðs- og
viðskiptaþróunarsviðs
Landsvirkjunar
Seinni grein
Sumardaginn fyrsta var til-kynnt í Þýskalandi að hag-
vöxtur væri töluvert meiri en
áætlað hefði verið og spáin fyrir
næsta ár var einnig bætt. Þetta
segir töluvert um styrk Evrópu
og evrunnar. Þjóðverjar tóku
þann kost að herða stjórn á fjár-
málum sínum eftir yfirtökuna
á gjörsamlega gjaldþrota efna-
hag A-Þýskalands. Það hefur
tekið þá nær 20 ár að ná endum
saman, spara og spara. Nú lætur
árangurinn ekki á sér standa.
Á meðan evran hefur núna
lengi verið á svipuðu róli hefur
gullið hrapað um 15%. Þannig
að fjárfesting í gulli er ekki eins
ljómandi góð og sumir halda.
Kínverski forsætisráðherr-
ann Win Jiabao, sem heimsótti
Ísland, hélt einnig til Þýska-
lands. Ferðin var ekki út í blá-
inn, heldur afleiðing af sterku
sambandi Þýskalands og Kína
í gjaldeyris- og efnahagsmál-
um. Kínverjar hafa gert sér
grein fyrir því að sterk evra
þýðir áframhaldandi stöðugan
útflutning frá Kína til sterk-
asta útflutningssvæðis þeirra,
þar sem þeir fá besta verðið.
Það væri betur, ef menn gerðu
sér almennt grein fyrir þess-
um staðreyndum, hvað varðar
útflutning frá Íslandi.
Hér á landi er í sífellu verið
að klifa á að evran sé svo vond.
Hún er ekki verri en svo að
við seljum nánast allar okkar
afurðir í evrum og á evrusvæð-
inu. Af hverju? Ástæðan er aug-
ljós, þar fáum við hæsta verðið
fyrir afurðir okkar. Félli evran
yrði fjöldagjaldþrot á Íslandi.
Það getur ekki verið tilviljun,
að Kaupfélag Skagfirðinga og
Samherji eru nú að kaupa eitt
af olíufélögum landsins. Þetta
er ágóðinn af sölu afurða þeirra
í Evrópu. Hagnaðurinn af evr-
unni. Hitt er að væntanlega er
hér um hringamyndun að ræða
og a.m.k. í USA væri slíkt stöðv-
að.
Menn hafa hrópað í stórum
kór, hve evran væri að fara
illa með löndin í suðri, eins og
Grikkland. Er þetta rétt? Nei,
sannleikurinn er nefnilega sá,
að þessar þjóðir hafa lifað um
efni fram um árabil, tekið lán á
lán ofan til að halda uppi hærri
lífsskilyrðum, en þjóðin getur
borið. Nú er komið skuldadög-
unum. Grikkir hafa, sem dæmi,
fjölgað opinberum störfum
um helming síðasta tug ára og
greitt hærri laun, en ríkið réði
við. Eitt dæmið er ríkisjárn-
brautin, þar vinna fimm sinnum
fleiri starfsmenn, en hjá Svíum,
sem eru með svipaðan rekst-
ur á járnbrautum. En ekki er
þetta nægilegt, heldur greiddu
Grikkir helmingi hærri laun en
Svíar gera! Þannig er spillingin
grass erandi hjá Grikkjum, þar
sem aðeins hluti af sköttunum
er innheimtur. Er nokkur furða,
að gerðar séu lágmarkskröfur
til Grikkja þegar kemur að hjálp
við þá? Og þeir hafa fengið 75%
af skuldum bankanna strikaðar
út.
Það vantar lýðfrelsi og festu
hjá þessum þjóðum og Íslending-
um líka. Án lýðfrelsis er lýðræð-
ið tómt snakk. Við erum búin að
fá nóg af hagsmunasósíalisma
Sjálfstæðisflokksins og viljum
alvöru lýðfrelsi.
Lýðfrelsi og efna-
hagsmál í fyrsta sæti
Ég vil þakka Jóhannesi Kr. Kristjánssyni fréttamanni og
öllu því frábæra fólki sem hefur
hugrekki til að stíga fram í dags-
ljósið og tala um einelti.
Kvíði, svefnleysi og skömm eru
þeir fylgifiskar sem ég þekki frá
fyrstu hendi sem þolandi einelt-
is á vinnustað. Einelti og annað
ofbeldi er ekkert annað en fjand-
samleg framkoma einnar mann-
eskju í garð annarrar og er ekkert
einkamál heldur smánarblettur
á íslensku samfélagi. Gerendur
spyrja hvorki um stétt né stöðu;
prestur, maður, kona, þingmað-
ur, forstjóri, kennari, unglingur,
barn, foreldri, nemandi og svo
mætti lengi telja. Ofbeldi á aldrei
rétt á sér og er algjörlega á ábyrgð
geranda.
Kæri gerandi, hvað er það sem
veldur vanlíðan þinni? Er það
brotin sjálfsmynd, afbrýðisemi,
öfund, valdabarátta, streita, erf-
iðar heimilisaðstæður eða áttir
þú hreinlega bara erfiðan dag?
Veistu, að ekkert af þessu er
óyfir stíganlegt. Sýndu sjálfum
þér þá virðingu að leita þér hjálp-
ar. Sýndu hugrekki og fáðu aðstoð
við að verða betri þú.
Jón eða séra Jón
Efnahagsmál
Hreggviður
Jónsson
fv. alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins
Samfélagsmál
Anna Hulda
Júlíusdóttir
nemi
www.lyfja.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.IS
/
LY
F
59
61
3
05
/1
2
Lægra
verð
í Lyfju
– Lifið heil
50%
afsláttur
Gildir í maí.
Ert þú með brjóstsviða?
Galieve dregur úr brjóstsviða á 3 mínútum.
Virkar í allt að 4 tíma.
Galieve mixtúra og tuggutöflur innihalda virku efnin natríumalgínat, natríumhýdrógenkarbónat og kalsíumkarbónat. Galieve er notað við einkennum maga- og vélindisbakflæðis svo sem nábít og brjóstsviða. Skömmtun fyrir
fullorðna og börn 12 ára og eldri: Mixtúra: 10-20 ml eða 2-4 töflur eftir máltíðir og þegar farið er að sofa, allt að 4 sinnum á dag. Börn yngri en 12 ára: skal aðeins gefið samkvæmt læknisráði. Sjúklingar með ofnæmi fyrir inni-
haldsefnunum eiga ekki að nota lyfið. Ekki taka þetta lyf innan tveggja klst. frá því að þú hefur tekið inn önnur lyf þar sem það getur truflað verkun sumra annarra lyfja. Leitaðu til læknisins ef þú veist að þú ert með skert
magn af magasýru í maganum, þar sem áhrif lyfsins gætu verið minni. Galieve er öruggt fyrir þungaðar konur og konur með börn á brjósti. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá til. Lesið vandlega leiðbeiningar á fylgiseðli
áður en notkun lyfsins hefst. Markaðsleyfishafi: Reckitt Benckiser Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabær.
19
65
19
68
19
71
19
74
19
77
19
80
19
83
19
86
19
89
19
92
19
95
19
98
20
01
20
04
20
07
20
10
20
13
20
16
20
19
20
22
20
25
Iðnaður
700 MW
sæstrengur
Flutningstöp
Almennur markaður
20
15
10
5
0
Flutningstöp 1%
Almennur markaður
10%
Núverandi sala
til iðnaðar
50%
Aukin sala
til iðnaðar
23%
Sala um
sæstreng
16%
2025
sviðsmynd
(22TWst/ár)
Ra
fo
rk
uv
in
ns
la
(
TW
st
/á
r)
Hugsanleg þróun raforkusölu
Landsvirkjunar fram til 2025. Hér er gert ráð fyrir því að raforkusala fyrirtækisins
aukist um 70% á þessum tíma og að raforkan komi frá nýjum vatnsorkuvirkj-
unum, jarðvarmavirkjunum, vindorkuverum og bættri nýtingu orkuauðlinda.