Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.05.2012, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 09.05.2012, Qupperneq 30
Álfurinn byggði upp unglinga deildina 02 maí 2012 í blaðinu... 6 13 10 FJÖLSKYLDULÆGNI Það eru 42,78% líkur á að sonur foreldris sem farið hefur á Vog lendi sjálfur í sjúklingahópnum en hjá dætrum eru líkurnar 22,08%. DAGLEIÐIN LANGA Í byrjun júní verður Þjóðleikhúsið með styrktarsýningar á Dagleiðinni löngu. Allur ágóðinn rennur til samtakanna. SKEMMD EPLI SÁÁ og Bíó paradís standa fyrir kvikmyndahátíð í maí og sýna verðlaumyndir sem allar eiga það sameiginlegt að tengjast sjúkdóminum. SÁÁ SAFNAR FYRIR STARFSEMI BARNA OG FJÖLSKYLDUDEILDAR: n á Álfinum tileinkuð starfsemi barna- og fjölskyldudeildarÍ ár er sala ármunir sem safnast munu verða notið til að byggja upp úrSÁÁ. Þeir fj - styrkja fjölskyldur sem eru í vanda vegna áfengis- og vímuræði til að - efna. ttu voru birtar niðurstöður rannsókna á ættartengslum sjúkFyrir stu - öfðu lagst inn á Vog frá upphafi. Rannsóknin sýndi gríðarlegalinga sem h fjölskyldulægni áfengis- og vímuefnasýki. Það er því eðlilegt að SÁÁ að- lagi starfsemi sína að þessum niðurstöðum. Uppbygging barna- og fjöl- skyldudeildar er mikilsvert skref í þá átt. Það hefur lengi verið vitað að áfengis- og vímuefnasýki leikur sumar ættir einkar illa. Það hefur líka lengi verið vitað að því fylgir mikið álag að alast upp í alkóhólískri fjölskyldu og það hefur mikil og langvarandi áhrif á heilsu barnanna. Þá hefur það líka lengi verið ljóst að þegar einn fjölskyldumeðlimur verður áfengis- eða vímuefnasjúkur þá dregur það niður lífsgæði annarra í fjölskyldunni og hefur áhrif á heilsu þeirra. Nýjar rannsóknir hafa síðan staðfest þessi áhrif áfengis- og vímuefnasýki á fjöl- skyldur. Það er hlutverk barna- og fjölskyldudeildar að móta úrræði til að styrkja fjölskyldur sem hafa laskast vegna áfengis- og vímuefnaneyslu — og ekki síst börnin, sem eiga ekki að þjást vegna veikinda foreldra sinna. Það er trú SÁÁ að starf barna- og fjölskyldudeildar eigi eftir að verða ein af meginstoðum þjónustu SÁÁ við áfengis- og vímuefnasjúkinga í framtíðinni. SÁÁ óskar eftir stuðningi almennings við þetta verkefni. Hingað til hefur sala á Álfinum staðið undir uppbyggingu fjölskyldu-, unglinga- og barnameðferðar SÁÁ. Það er von okkar að þessi stuðningur haldi áfram og samtökunum takist með honum að efla enn frekar þjónustu sína við börn og fjölskyldur í vanda. GUNNAR SMÁRI EGILSSON SKRIFAR LEIÐARI ÚTGEFANDI: SÁÁ - Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann Efstaleiti 7, 103 Reykjavík. Sími: 530 7600 ÁBYRGÐARMAÐUR: Gunnar Smári Egilsson. RITSTJÓRI: Mikael Torfason. LJÓSMYNDARAR: Gunnar Gunnarsson. DREIFING: Fréttablaðið. Álfurinn er mikilsverðasti þátturinn í fjáröflun SÁÁ. Frá því að sala á hon- um hófst árið 1990 hafa hreinar tekjur samtakanna vegna hans verið um 430 milljónir króna. Þessir fjármunir hafa staðið til dæmis undir uppbyggingu unglingadeildarinnar að Vogi, starf- semi fjölskyldumeðferðarinnar og gert SÁÁ fært að þróa úrræði fyrir börn alkóhólista, ungmenni og fjölskyldur. SÁÁ rekur spítalann Vog, með- ferðina á Vík og Staðarfelli og göngu- deildarþjónustu í Efstaleiti og á Akur- eyri með þjónustusamningum við Sjúkratryggingar Íslands. Þessir samn- ingar standa þó aðeins undir hluta af rekstrinum. Mismunurinn er greiddur af tekjum samtakanna frá Íslandsspili, félagsgjöldum og öðrum fjáröflunum — og þar er álfasalan mikilvæg- ust. Bygging ung- mennadeildar Án álfasölunnar hefði SÁÁ ekki getað mót- að starfsemi sína að breyttum þörfum sjúk- lingahópsins. Samningarnir við ríkið miðast í raun við stöðuna eins og hún var fyrir einum eða tveimur áratug- um. Eigin tekjur samtakanna eru því lykillinn að því að SÁÁ hefur tekist að byggja upp fjölþætta og góða meðferð fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga. Þetta sést glöggt þegar litið er yfir söguna. Í fyrstu var boð- ið upp á aðeins eina tegund með- ferðar. Þeg- ar í ljós kom að hún dugði ekki öllum var bætt við meðferð fyrir endurkomu- fólk, svokölluð vík- ingameðferð. Frá því að álfasalan hófst 1990 hefur verið stofnað til sérstakrar kvennameðferð- ar og um síðustu aldamót var byggð ungmennadeild við Vog og sérstök unglingameðferð mótuð. Það hefði ekki verið mögulegt nema vegna góðs stuðnings almennings í gegnum álfa- söluna. Uppbygging barna- og fjölskyldudeildar Að undanförnu hefur komið í ljós að félagsleg staða ungs fólks sem kemur úr meðferð hjá SÁÁ er mun lakari en var á fyrr á árum. Til að mæta þessu þarf stórátak. Þá hefur líka komið í ljós í nýlegum rannsóknum SÁÁ hversu mikil fjölskyldulægni er í áfengis- og vímuefnasýki. Þetta kallar á breytt vinnubrögð og mun meiri áherslu á starf með fjölskyldum og stuðningi við unga foreldra. Þetta verða meginverkefni Álfsins á næstunni; að byggja upp sérstaka barna- og fjölskyldudeild sem styðja mun við endurreisn fjölskyldna sem eru í vanda vegna áfengis- og vímu- efnasýki. ÁLFASALA SÁÁ; mikilsverðasta fjáröflunin síðan 1990: EILD Í VON Meginverkefniálfsins er nú að byggja upp sérstaka barna- og fjölskyldudeild sem styðja mun við endurreisn fjölskyldna sem eru í vanda vegna áfengis- og vímuefnasýki. MYND: GUNNAR GUNNARSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.