Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.05.2012, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 09.05.2012, Qupperneq 37
09maí 2012 en þeir geti ráðið því hvernig foreldra þeir eru í dag. Allir alkóhólistar verð að vinna úr sektarkenndinni en hún hjálpi ekki. Heiðarleiki er langbestur „Gagnvart barninu er heiðarleiki lang, langbestur. Það er mikilvægt að tala um áfengi og útskýra fyrir börnun- um hvernig áfengið hafi verið vanda- málið,“ segir Magga Pála. Hún mælir með því að fást við einn dag í einu eft- ir meðferðina og einhenda sér strax í batavinnu. Tólf spora vinnan sé hald- reipið til að feta sig út í daginn en það taki tíma að fá börn og aðra í fjölskyld- unni til að treysta drykkjumanninum að nýju. Það gerist ekki á einum degi. „Við skulum vera viðbúin því að fyrstu mánuðina séu tortryggnisaugu á okkur en þetta snýst um að vinna bata- vinnuna sína, vera í lagi einn dag í einu og sættast við fortíðina. Við getum ekki breytt hvernig við vorum, bara hvern- ig við erum. Með því ráða hvernig við erum aukum við líkurnar á því að við getum ráðið því hvernig við verðum,“ segir hún. Fundurinn er meðalið Magga Pála bendir á að tengsl foreldra og barns séu með þeim hætti að betra sé að fara saman gegnum erfiðleikana sem koma í batanum en að láta börnin frá sér. „Foreldrarnir verða alltaf marg- falt betri fyrir barnið fyrstu mánuðina í bata en þeir voru síðustu mánuðina í neyslu. Hafi barnið ekki verið tekið meðan á neyslunni stóð þá fer maður í gegnum bataferlið með barninu,“ seg- ir hún og mælir með því að ræða opin- skátt við börnin og segja þeim frá sjúk- dómnum í skýrum orðum. „Það er ekkert að því að segja við barnið: Ég var veik og ég verð veik ef ég drekk vín. Sumir verða ekki veikir af víni en mjög margir eru eins og ég. Ég þarf að fara á fundinn minn með öllum hinum sem þola ekki vín því að fundurinn er meðalið mitt. Núna ætla ég alltaf að vera frísk fyrir þig en ég var veik og ég þarf að fara á fundinn minn til að minna mig á að drekka ekki,“ segir Magga Pála. Sannleikurinn gefur frelsi Barnabörnin hennar vita að hún ætl- ar ekki framar að drekka vín og áfengi. „Það síast inn með allri þeirra þekkingu á lífi mínu. Ef barnið skilur mælt mál þá á maður að tala við það. Börn skilja og skynja miklu meira en við höldum. Þeim mun opnari og hreinskilnari sem við erum og tölum við börn á máli sem þau skilja þeim mun betur gengur þeim að vinna úr málunum. Ég trúi hvorki á leyndarmál né lokaðar dyr,“ segir hún. „Það er sannleikurinn sem gerir okkur öll frjáls. Ung börn eiga líka rétt á sann- leikanum og því frelsi sem hann gefur.“ Íslendingar eru að mati Möggu Pálu margir hverjir hræsnarar sem upphefja drykkju, bæði samkvæmisdrykkju og létta drykkju, reglubundna helgar- og kvölddrykkju og göfga hana með fal- legum ímyndum. Svo skilji þeir ekkert í þeim sem drekki sig á botninn eða fari í harðari efni. Þetta byrji allt með fyrsta glasinu. „Þegar ég segi hræsnarar þá meina ég að við samþykkjum að neyslan sé rétt og góð og göfug en fordæmum og för- um gegn afleiðingum hennar hjá þeim sem fara illa út úr neyslunni. Af hverju spyrjum við ekki sjálf okkur af hverju við þurfum að ölva okkur einu sinni í mánuði, vikulega eða daglega til að fara í gegnum lífið? Af hverju teljum við okk- ur þurfa á því að halda? Ég bíð eftir þeim degi að þessar spurningar vakni á sama hátt og núna spyrjum við hvað sé að, af hverju menn komist ekki í gegnum lífið án þess að reykja. Af hverju spyrjum við ekki hvað er að ef helgin er ekki góð, ef ekki eru kippur af bjór í ísskápnum eða ekki er farið út að djamma með vinun- um. Það er samþykkt að það megi ölva sig að ákveðnu marki og þá er það gott og göfugt en það má ekki vera of mikið.“ ræðan loftar út hliðin á misrétti kynjanna á sér birt- rmynd í áfengisvandanum því að ur sem heild ná hápunkti í drykkju na en karlar. Magga Pála segir að ar séu oft í samfélagsmálum á und- onum í þróun og hér sé það raun- onur séu komnar þangað sem karl- r voru áður en framtíðin sé án efa ni neysla. Vonandi eru margir karl- únir að sjá ljósið og það kemur að ð neysla kvenna muni minnka líka, síðar. essu til viðbótar er hið þekkta mis- smál þeirra sem eiga undir högg ækja. „Allir hópar sem búa á ein- hvern hátt við minni rétt í samfélaginu er hættara við ofneyslu af einhverju tagi. Ég er ekki að leggja svertingja í Harlem að jöfnu við íslenskar konur í dag en of- neysla er þekkt einkenni þar sem þjóð- félagshópur hefur lakari sjálfsmynd og misrétti er fyrir hendi. Mælingar sýna að stúlkur og konur hafa veikari sjálfs- mynd og þá er hætta við að áfengis- vandinn verði viðvarandi hjá konum,“ segir Magga Pála sem hvetur til þess að ræða málin opinskátt til að skilja það hvað er í gangi og drepa alla drauga. „Opinská umræða opnar dyrnar og loftar út. Hún gengur frá öllum draug- um dauðum og það er SÁÁ að gera í sínu starfi fyrir utan það að hjálpa fólki beint og vera tilbúið þegar einhver réttir upp höndina,“ segir hún. Ómetanlegt starf hefur verið unnið gegn áfengisvandanum en Magga Pála vill sjá meiri vitundarvakningu og við- urkenningu á því að vart sé til sú fjöl- skylda á Íslandi sem tengist ekki of- neysluvandanum á einhvern hátt, þar sem einhver fjölskyldumeðlimur eigi við alkóhólisma eða neysluvandamál að stríða. Vesturlandabúar eru stöðugt í ofneyslu, hvort sem það er á áfengi, mat, fjármagni eða gæðum jarðar. Og svo koma afleiðingarnar og „þá lyfta margir grettistaki og gera stórkostlega hluti en við þurfum hugarfarsbreytingu til að fara lengra.“ Um Ein inga kon sein karl an k in. K arni min ar b því a bara Þ rétti að s Gleði sálarinnar að vera allsgáð r i MARGRÉT PÁLA ÓLAFSDÓTTIR, eða Magga Pála eins og við þekkjum hana flest, hefur nýlega haldið upp á afmæli. Hún hefur verið allsgáð í 11 ár. „Það er hamingjan, gleði sálarinnar,“ segir hún fagnandi um það að vera edrú í viðtali sem Guðrún Helga Sigurðardóttir tók fyrir okkur á SÁÁ blaðinu. MARGRÉT PÁLA ÓLAFSDÓTTIR, STOFNANDI HJALLASTEFNUNNAR „Það er sannleikurinn sem gerir okkur öll frjáls. Ung börn eiga líka rétt á sannleikanum og frelsi,“ segir hún. MAGGA PÁLA MEÐ DÓTTUR SINNI OG BARNABÖRNUM Brynja dóttir Möggu Pálu og barnabörnin í aldursröðMóey Pála, Agnar Ingi og Lilja Björk. MYND GU: NNAR GUNNARSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.