Fréttablaðið - 09.05.2012, Page 63

Fréttablaðið - 09.05.2012, Page 63
MIÐVIKUDAGUR 9. maí 2012 23 Smith & Norland hefur útvegað Íslendingum gæða-heimilistæki í 80 ár. Við seljum vandaðar vörur og kunnum okkar fag. Skiptið við traust og rótgróið fyrirtæki. Verið ávallt velkomin í verslun okkar, því að sjón er sögu ríkari. Umboðsmenn um land allt. VS Z3XTRM12 Mjög kraftmikil 1800 W ryksuga með „Compressor“-tækni. Skilar hámarks-sogkrafti með lágmarks-orkunotkun. 4 lítra slitsterkur poki. Vinnuradíus 10 metrar. (fullt verð: 37.900 kr.) WM 14A163DN Einstaklega góð kaup. Tekur mest 5,5 kg, vindur upp í 1400 sn./mín. Orkuflokkur A+. Íslenskt stjórnborð. (fullt verð: 114.900 kr.) WM 14E262DN Tekur mest 6 kg, vindur upp í 1400 sn./mín. Orkuflokkur A+. Mjög stutt kerfi (15 mín.). Íslenskt stjórnborð og leiðarvísir. (fullt verð: 149.900 kr.) WM 14S464DN Tekur mest 8 kg, vindur upp í 1400 sn./mín. Orkuflokkur A+++. iQdrive: Kolalaus, hljóðlátur og sparneytinn mótor. Mjög stutt kerfi (15 mín.). Íslenskt stjórnborð og leiðarvísir. (fullt verð: 199.900 kr.) WT 46E364DN Góður þurrkari sem tekur mest 7 kg. Skjár sem sýnir afgangstíma. Íslenskt stjórnborð og leiðarvísir. (fullt verð: 159.900 kr.) WT 46E305DN Glæsilegur þurrkari sem tekur mest 8 kg. Sérkerfi: Ull 6 mín., blandaður þvottur, útifatnaður, heitt 20 mín. og 40 mín. hrað- kerfi. Íslenskt stjórnborð og leiðarvísir. (fullt verð: 169.900 kr.) SE 45E234SK Hvít, 12 manna. Fimm kerfi. Hljóð: 48 dB (re 1 pW). (fullt verð: 119.900 kr.) SN 45M205SK (hvít) SN 45M505SK (stál) Glæsilegar 13 manna uppþvottavélar. Fimm kerfi. Sérlega hljóðlátar: 44 dB (re 1 pW). Tímastytting þvottakerfa („varioSpeed“). Íslenskur leiðarvísir. (hvít) (fullt verð: 169.900 kr.) (stál) (fullt verð: 189.900 kr.) Gæða-heimilistæki í 80 ár VS 06G2001 Kröftug 2000 W ryksuga með 4 lítra slitsterkum poka. Vinnuradíus 10 metrar. (fullt verð: 28.900 kr.) Ariel þvottaefni og Lenor mýkingarefni fylgja með öllum Siemens þvottavélum. Barnahátíð í Reykjanesbæ verður formlega sett fimmtudaginn 10. maí en megindagskráin fer fram helgina 12. og 13. maí. Meðal viðburða má nefna nýjar sýningar í Víkingaheimum og heimsókn frá víkingum, opnunarhátíð í landnámsdýragarðinum og fjöl- skyldusmiðjur þar sem meðal annars verður hægt að búa til víkingaklæði á bangsann sinn og búa til skemmtileg vinaarmbönd og lykla- kippur. Þá verður boðið upp á námskeið þar sem kennt verður að tálga og annað þar sem kennd verða töfrabrögð, lifandi sögustund með Þór Tulinius og heimboð hjá Skessunni í hellinum. Dagskrána í heild má nálgast á vefsíð- unni barnahatid.is, en frítt er á alla viðburði Barnahátíðar. Vinabönd og víkingaklæði BARNAHÁTÍÐ Megindagskrá Barnahátíðar í Reykjanesbæ fer fram um helgina. Hátíðartónleikar verða haldnir í tónleikasyrpunni í Norræna hús- inu sunndaginn 13. maí klukkan 15.15 í tilefni þess að franska tón- skáldið Jean Francaix hefði orðið hundrað ára í þessum mánuði. Jean Francaix er meðal þekkt- ustu tónskálda Frakka á 20. öld, en verk hans hafa sjaldan verið flutt hérlendis. Að tónleikunum standa þrír kammerhópar, kvartettinn Dísur, Íslenski saxófónkvartett- inn og félagar úr Hnúkaþey ásamt píanóleikurunum Helgu Bryn- dísi Magnúsdóttur og Brynhildi Ásgeirsdóttur. Efnisskráin er fjöl- breytt og sýnir þverskurð af lit- ríkri kammertónlist tónskáldsins. Aðgangseyrir er 2.000 krónur, en 1.000 krónur fyrir eldri borg- ara, öryrkja og námsmenn. Jean Francaix heiðraður NORRÆNA HÚSIÐ Að tónleikunum standa þrír kammerhópar. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 09. maí 2012 ➜ Tónleikar 20.00 Vortónleikar Litrófs verða haldn- ir í Fella- og Hólakirkju. Aðgangseyrir er kr. 1.000 og er innifalin vaffla og kaffi/ gos. Ókeypis fyrir börn yngri en 14 ára. 20.00 Petter Ekmann heldur útskriftar- tónleika úr LHÍ í Þjóðmenningarhúsinu, en hann útskrifast með BA gráðu í tónsmíðum nú í vor. Á efnisskránni eru fjögur verk eftir hann. ➜ Umræður 20.00 Alda Lóa Leifsdóttir segir frá Tógó á Stefnumótakaffi í Gerðubergi. Frásögnina styður hún með fjölda ljós- mynda auk þess sem hún býður upp á heilsudrykkinn Bissap. Aðgangur er ókeypis. ➜ Söngskemmtun 14.00 Söngvaka verður hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík, Stangarhyl 4. Aðgangseyrir er kr. 600. ➜ Kvikmyndir 15.00 Kvikmyndin Himmel ohne Sterne verður sýnd á þýsku kvik- myndahátíðinni í Kamesi Borgar- bókasafnsins. Seinni sýning á myndinni verður klukkan 17. ➜ Tónlist 21.00 Stefán S. Stefánsson ásamt hljómsveitinni Kvass spilar Bítlalög í jazz búningi á tónleikadagskrá Múlans í Norræna húsinu. Aðgangseyrir er kr. 1.500 en kr. 1.000 fyrir nemendur. 22.00 Tón- listarmennirnir Snorri Helgason og Birgir Ísleifur Gunnarsson þeyta skífum á skemmtistaðnum Boston, Laugavegi. Þeir munu kryfja feril Bryan Ferry & Roxy Music í tilefni af tónleikum Ferry í Eldborgar- sal Hörpu í lok mánaðar. Aðgangur er ókeypis. ➜ Fyrirlestrar 08.30 Tímarit um viðskipti og efna- hagsmál stendur fyrir ráðstefnu um fisk- veiðistjórnun í stofu N132 í Öskju. Allir velkomnir. 20.00 Framsóknarfélag Reykjavíkur stendur fyrir heilsukvöldi. Fluttur verður stuttur fyrirlestur undir yfirskriftinni Lífs- stílssjúkdómar – hvað er til ráða? og eftir erindið verður farið út í göngutúr undir forystu Jónínu Ben. Aðgangur er ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.