Fréttablaðið - 09.05.2012, Side 66

Fréttablaðið - 09.05.2012, Side 66
9. maí 2012 MIÐVIKUDAGUR26 sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Frammistaða Ingólfs Þór- arinssonar, miðjumanns Selfyss- inga, gegn ÍBV vakti verðskuld- aða athygli. Hann var maðurinn á bak við frábæran 2-1 sigur Selfyss- inga sem nær allir spá neðsta sæti í Pepsi-deildinni í sumar. „Það sem hefur breyst hjá mér er líkamlega ástandið og forgangs- röðunin. Tónlistin situr aðeins á hakanum núna á meðan fótbolt- inn er í forgangi,“ sagði Ingólfur en hann er landsþekktur tónlistar- maður og stanslaus spilamennska síðustu sumur hefur ekki hjálpað honum mikið við að taka framför- um sem knattspyrnumaður. „Svo er ég líka með þjálfara núna sem hefur trú á mér og setur traust á mig. Hugarfar mitt hefur breyst og ég fórna meiru en áður. Fótboltinn hefur verið til hliðar við spileríið áður og ég bara mætt á einstaka æfingu kannski. Ég hef líka lyft mikið og styrkt mig. Ég er lít- ill og léttur og þarf að vera sterkari til þess að keppa við þá bestu. Við höfum svolítið verið í því að horfa á lóðin en núna fórum við að lyfta þeim almennilega.“ Ingólfur er orð- inn 25 ára gamall og hann viðurkennir að vera fyrst núna að taka fótboltann af fullri alvöru. „Nú er ég farinn að hafna kannski fjórum til fimm „gigg- um“ á mánuði. Tónlistin hefur tekið sinn toll hér áður og orðið til þess að ég hafði ekki orku í annað. Nú geri ég þetta af krafti og spila ekki tónlist langt fram á nótt,“ sagði Ingólfur en hann er þar með að gefa frá sér talsverðar tekjur ólíkt flestum öðrum í deildinni. „Ég er eiginlega að borga hell- ing með mér til þess að vera í fót- bolta. Mér finnst aftur á móti mjög gaman í fótbolta og það er gaman að taka þátt í því á meðan maður er ungur og getur gert það. Ég get spilað meira á gítarinn seinna. Ég get spilað á sveitaballi þegar ég er orðinn fertug- ur en ólíklegt að ég geti spilað í Pepsi- deildinni á sama aldri,“ sagði Ingólf- ur en er þessi leik- ur hans bara einn smellur? „Ég ætla rétt að vona ekki. Ég tel mig alveg geta bætt í.“ Selfyssingar njóta þess að það er engin pressa á þeim í deild- inni þar sem allir spá þeim niður. Ingólfur segir að það henti liðinu ágætlega. „Fyrir vikið getum við mætt afslappaðir í leiki og selt okkur dýrt. Það er einnig gott fyrir mig að margir líta bara á mig sem ein- hvern tónlistarmann og sprell- ara,“ sagði Ingólfur en ef hann heldur áfram að spila eins og hann gerði gegn ÍBV er ekki langt í að andstæðingarnir fari að taka hann mjög alvarlega. „Við erum svolítið óskrifað blað. Við erum líklega með reynslu- minnsta liðið í deildinni og það er því eðlilegt að okkur sé spáð sæti neðarlega. Við teljum okkur samt vera töluvert sterkari en 2010. Það er samkeppni um stöður núna en það var ekki þannig fyrir tveimur árum.“ henry@frettabladid.is VALSKONUR geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð með sigri í fjórða leiknum á móti Fram í úrslita- einvígi N1-deildar kvenna en hann fer fram í Safamýrinni klukkan 19.30 í kvöld. Fram vann fyrsta leikinn en Valur hefur svarað með tveimur sigrum í röð. Framkonur eru í úrslitaeinvíginu fjórða árið í röð en eiga enn eftir að vinna heimaleik í lokaúrslitum. Einu tveir sigrar Framliðsins í úrslitaeinvígunum 2009-2012 hafa komið í Vodafonehöllinni. Ég get spilað á sveitaballi þegar ég er fertugur en það er ólíklegt að ég geti spilað í Pepsi-deild- inni á sama aldri. INGÓLFUR ÞÓRARINSSON LEIKMAÐUR SELFOSS Fótboltinn er kominn í forgang Ingólfur Þórarinsson er leikmaður 1. umferðar Pepsi-deildar karla hjá Fréttablaðinu. Ingólfur, eða Ingó Veðurguð eins og margir þekkja hann, er búinn að setja fótboltann í fyrsta sæti en tónlistina í annað. Hann gefur frá sér mörg atvinnutækifæri og segist borga helling með sér til þess að spila fótbolta. KOM Á ÓVART Ingólfur hefur ekki verið mjög hátt skrifaður sem fótboltamaður en blómstraði í leiknum gegn ÍBV þar sem hann var aðalstjarna vallarins. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Lið umferðarinnar 4-3-3 Sindri Snær Jensson Valur Ólafur Örn Bjarnason Grindavík Kári Ársælsson ÍA Atli Sveinn Þórarinsson Valur David Elebert Fylkir Daníel Laxdal Stjarnan Ingólfur Þórarinsson Selfoss Atli Jóhannsson Stjarnan Jón Vilhelm Ákason ÍA Atli Guðnason FH Gary Martin ÍA FÓTBOLTI Valsmenn urðu fyrir miklu áfalli í upphafi leiksins gegn Fram á mánudag þegar prímus mótor liðsins, Haukur Páll Sig- urðsson, meiddist. Eins og sönnum harðjaxli sæmir harkaði hann af sér, kom inn á völlinn en varð að yfirgefa hann um tíu mínútum síðar vegna sárs- auka. „Ég er svona skítsæmilegur. Ég er helaumur og hef verið betri,“ sagði Haukur Páll við Fréttablaðið í gær en Valsmenn náðu að vinna leikinn án hans. Miðjumaðurinn meiddist á mjöðm en rannsóknir í gær leiddu í ljós að ekkert er brotið eða álíka. Hann ætti því ekki að vera of lengi frá. „Að öllum líkindum er þetta bara mar sem kom af högginu. Það er í það minnsta jákvætt að það virðist ekki hafa komið neinn snúningur eða álíka á mjöðmina við þetta högg. Næstu dagar fara í það að vinna í þessu. Þetta ætti að jafna sig og vonandi kemst ég á lappir sem fyrst. Það er samt ekki víst að ég spili leikinn gegn Selfossi,“ sagði Haukur Páll en sá leikur fer fram á morgun. Hann viðurkennir að það hafi verið súrt í broti að þurfa að yfir- gefa völlinn svo snemma í fyrsta leik á Íslandsmóti eftir langt und- irbúningstímabil. „Þetta var ekki sú byrjun sem ég var að vonast eftir. Ég hugsaði um framhaldið á sumrinu eftir því sem leið á leikinn. Ég vildi ekki vera að skemma eitthvað strax með því að þjösnast á þessu. Fannst skynsamlegra að fara af velli og eiga möguleika á því að spila fleiri leiki,“ sagði Haukur og viðurkenndi að hafa hugsað það versta er hann meiddist. „Sjúkraþjálfaranum fannst hafa komið snúningur á mjöðmina. Svo kom Björn Zoëga læknir. Hann sagði að ekkert væri brotið og því ætti ég að fara inn á aftur og láta reyna á þetta.“ - hbg Haukur Páll Sigurðsson meiddist gegn Fram: Ekki víst að ég spili með gegn Selfossi HAUKUR PÁLL Harðjaxlinn í Valsliðinu þarf líklega að hvíla á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HANDBOLTI Erlend félög eru farin að kroppa í landsliðsmarkvörðinn Aron Rafn Eðvarðsson sem spilar með Haukum. Aron Rafn hefur verið að bæta sig mikið á síðustu árum og átti frábært tímabil með Haukum. Hann fékk sitt fyrsta tækifæri með landsliðinu á EM í janúar og það vakti athygli erlendra liða á honum. „Félag Kristjáns Andrésson- ar í Svíþjóð, GUIF, var í sam- bandi við mig eftir EM í Serbíu. Ég ræddi við þá nokkrum sinnum en það verður ekkert af því að ég fari þangað,“ sagði Aron Rafn sem er nýbúinn að framlengja við Hauka til eins árs. Hann mun þurfa að axla enn meiri ábyrgð næsta vetur þar sem Birkir Ívar Guðmundsson hefur lagt skóna á hilluna. - hbg Aron Rafn Eðvarðsson: Hafnaði tilboði frá GUIF ARON RAFN Er spáð frama á næstu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Liverpool - Chelsea 4-1 1-0 Sjálfsmark (20.), 2-0 Jordan Henderson (25.), 3-0 Daniel Agger (28.), 3-1 Ramires (50.), 4-1 Jonjo Shelvey (61.) STAÐA EFSTU LIÐA Man. City 37 27 5 5 90-27 86 Man. United 37 27 5 5 88-33 86 Arsenal 37 20 7 10 71-47 67 Tottenham 37 19 9 9 64-41 66 Newcastle 37 19 8 10 55-48 65 Chelsea 37 17 10 10 63-45 61 Everton 37 14 11 12 47-39 53 Liverpool 37 14 10 13 47-39 52 ENSKI Í GÆR FÓTBOLTI Stjarnan sigraði Val 3-1 í Meistarakeppni kvenna í gær í hörkuleik. Stjarnan var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og komst verðskuldað yfir á loka- mínútu hálfleiksins með marki Ashley Bares. Allt annað var að sjá til Vals í seinni hálfleik. Dagný Brynjars- dóttir jafnaði metin á 53. mínútu og fékk Valur færi til að komast yfir áður en Stjarnan gerði út um leikinn með tveimur mörkum á átta mínútna kafla þegar skammt var eftir af leiknum. Inga Birna Friðjónsdóttir kom Stjörnunni í 2-1 en hún lagði upp fyrsta mark- ið fyrir Bares. „Það er ljúft að lyfta bikurum og þeim líður vel hérna,” sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir sem gerði út um leikinn af öryggi á vítapunktinum þegar tíu mín- útur voru eftir. -gmi Meistarakeppni kvenna í gær: Stjarnan vann GÓÐAR Í GÆR Ashley Bares og Inga Birna Friðjónsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.