Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.05.2012, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 09.05.2012, Qupperneq 70
9. maí 2012 MIÐVIKUDAGUR30 GOTT Á GRILLIÐ „Mér finnst rosalega gott að að grilla rif eða lambakjöt. Ég er ekki mikið í að hafa sósur með því, ég vil bara kjöt“ Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur og verk- fræðingur. „Við vitum að í fótbolta getur allt gerst, en andskotinn hafi það, þetta verður bara að nást,“ segir Magnús Ingvason, formað- ur Manchester City-klúbbsins á Íslandi. Alls 23 meðlimir klúbbsins ætla á lokaleikinn í ensku úrvalsdeild- inni í fótbolta á sunnudaginn þegar City tekur á móti QPR á Etihad- leikvanginum. Með sigri tryggir City sér Englandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti í 44 ár, eða síðan 1968. Sjálfur byrjaði Magnús að halda með City árið 1969. „Þetta verður ævintýraleg stemning og við getum hreinlega ekki beðið,“ segir Magnús um ferðalagið til Manchester. „Þetta er búið að vera svolítið rússíbana- dæmi. Við keyptum þessa ferð í nóvember og þá leit þetta vel út. Síðan kom bakslag eftir ára- mótin og þeir svartsýnustu voru frekar daprir þegar Manchest- er United var með átta stiga for- ystu. En ég hef ekki misst trúna og ég er búinn að segja það alltaf að við erum ekki að fara í þessa ferð nema til að taka við titlinum,“ segir Magnús, borubrattur. Áttatíu manns eru í City-klúbbn- um á Íslandi, sem er aðeins brot af þeim sem greiddu félagsgjaldið í United-klúbbinn fyrir þessa leik- tíð, tæplega þrjú þúsund manns. Hann segir að margir aðdáendur annarra liða vonist eftir að City vinni titilinn frekar en nágrann- arnir í United. „Það eru allra liða kvikindi að hvetja mann áfram. En þetta lýsir kannski meira hatri á United en væntumþykju á City.“ - fb Ætla að sjá City vinna titilinn Á LEIÐ TIL MANCHESTER Magnús Ingvason, formaður Manchester City- klúbbins, ætlar að sjá sína menn vinna titilinn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Við förum út næsta laugardag og fyrsta æfing er strax á sunnudag- inn,“ segir Eurovision-farinn Greta Salóme Stefánsdóttir sem býr sig nú undir ferðina stóru til Bakú með restinni af Eurovision-hópnum. Alls er það um 20 manna hópur sem heldur utan á laugardaginn og verður í Aserbaídsjan fram yfir keppni og varla mínútu lengur. „Sökum tímamismunarins hefst keppnin á miðnætti að staðartíma og við eigum flug klukkan átta morguninn eftir. Ef við komum til með að komast áfram í aðalkeppn- ina má því segja að við munum syngja og fljúga svo strax burt,“ segir Greta sem er ánægð með þau viðbrögð sem lagið Never Forget hefur fengið um alla Evrópu, enda varla annað hægt. Sænska framlag- ið trónir á toppi flestallra veðbanka nú tveimur vikum fyrir keppni, en ströng barátta er um sætin þar á eftir. Ísland og Ítalía berjast nú um annað sætið í kosningu á síðunni ESC Today og Ísland endaði í öðru sæti, með Serbíu fast á hæla sér, í kosningu á síðunni ESC stats. Nánasta fjölskylda Gretu kemur til með að fylgja henni til Bakú og Elvar Þór Karlsson, kærast- inn hennar, kemur viku á eftir þeim. „Hann er á fullu að undirbúa opnun nýju Boot Camp stöðvarinn- ar í Elliðaárdalnum, en hann er að reka Crossfit-stöðina sem verður þar inni í,“ segir Greta. Það er því mikið álag á heimili þeirra þessa dagana, en í ofanálagi er Greta að útskrifast með master í tónlist frá Listaháskólanum nú í vor og þarf að verja ritgerðina sína viku eftir heimkomu. Þau skötuhjúin eiga þó bókaða þriggja vikna ferð til Mall- orca í júlí þar sem verður slakað á. Kjóllinn sem Greta mun klæðast á sviðinu í Bakú hefur fengið mikla athygli og spurð að því hvernig hún hafi farið að því að pakka 70 metr- um af silki ofan í tösku segir hún smá misskilning hafa átt sér stað þar. „Kjóllinn er úr sjö metrum af silki en ekki 70,“ segir hún og hlær. Hópurinn er allur vel stemmdur og tilbúinn að leggja í hann. „Þetta er frábær hópur og ég er svo þakklát fyrir hann. Við erum mjög róleg og við ætlum bara að gera okkar besta, restin verður svo bara að koma í ljós,“ segir Greta spennt í röddu. tinnaros@frettabladid.is GRETA SALÓME: ÆTLUM AÐ GERA OKKAR BESTA EUROVISION-HÓPURINN HELDUR TIL ASERBAÍDSJAN TVEGGJA VIKNA FERÐ Greta og Eurovision-hópurinn verða í Bakú í tvær vikur og fljúga heim örfáum klukkutímum eftir að aðal- keppninni lýkur. „Þessi samkoma er fyrir alla þá sem hafa áhuga á innhverfri íhug- un eða hafa lært hana,“ segir Sig- urjón Sighvatsson, kvikmynda- framleiðandi, um dagskrá um innhverfa íhugun í Gamla bíói í kvöld þar sem David Lynch ávarp- ar viðstadda í gegnum samskipta- foritið Skype. Fyrir þremur árum kom kvik- myndaleikstjórinn David Lynch hingað til lands í þeim tilgangi að kynna innhverfa íhugun fyrir Íslendingum í kjölfar banka- hrunsins. „David hafði lofað mér að koma til Íslands fyrir 20 árum. Árið 2009 var ég að tala við hann í síma héðan og hann ákvað að koma við í Evrópuferð sinni sem var í vikunni á eftir,“ segir Sigurjón. Lynch staldraði aðeins við í tvo daga, en hélt þó vel sóttan fyrir- lestur í Háskólabíói um innhverfa íhugun. „David vildi bjóða Íslend- ingum aðstoð við að leita inn á við og takast þannig á við stressið sem fylgdi hruninu,“ segir Sigurjón. Í kjölfar heimsóknar hans hafa um 1.400 manns lært innhverfa íhug- un á námskeiðum Íslenska íhugun- arfélagsins en David Lynch stofn- unin styrkti formlegra starfsemi þess hérlendis um 25 milljónir. Innhverf íhugun er sérstök teg- und af hugleiðslu sem Maharishi Mahesh Yogi þróaði og stílaði inn á fólk í Vesturheimi sem ætti oft erfitt með að komast í hið hefðbundna hugleiðslu- ástand en samkvæmt Sigur- jóni stundar hana fólk úr öllum stéttum þjóðfélags- ins. - trs Lynch á Skype í gamla bíói VERÐUR Á SKYPE Kvikmynda- leikstjórinn David Lynch mun ávarpa fundinn í kvöld í gegnum Skype, en kvik- myndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson stýrir fundinum. 17 DAGAR í aðalkeppni Eurovision
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.