Fréttablaðið - 02.06.2012, Síða 2
2. júní 2012 LAUGARDAGUR2
DÓMSMÁL „Hér eru nágrannar að
skipa manni að deyða sín eigin
tré inni á manns eigin lóð,“ segir
Gunnar Jónsson, eigandi íbúðar-
hússins í Leirutanga 29, sem nú er
hótað málsókn vegna hárra aspa
sem nágrannar til beggja handa
segja skyggja á sólina og valda
tjóni og óþrifnaði.
Tvenn hjón sem búa hvor til
sinnar handar við Leirutanga 29
krefjast þess með atbeina Húseig-
endafélagsins að fimmtíu til sex-
tíu hávaxnar aspir á lóðinni hverfi
þaðan. Sólar njóti ekki sem skyldi
á Leirutanga 31 og þurft hafi að
hækka framlóðina við Leirutanga
27 vegna róta frá öspunum. Þá séu
íbúar beggja húsanna langþreyttir
á óþrifnaði frá trjánum.
„Á vorin er það límkennda har-
pixið frá hýðinu sem festist á
bíla og fleira. Síðsumars er það
fræullin sem myndar hvíta drífu
á nágrannalóðum, gangstéttum
og götum,“ segir í bréfi lögmanns
Húseigendafélagsins sem vísar í
dóm þar sem húseiganda var gert
að fjarlægja tré vegna skugga-
myndunar.
„Eigendur Leirutanga 27 og
Leirutanga 31 hafa nú falið und-
irritaðri að gera þá kröfu að þér
fellið, fjarlægið og deyðið aspirn-
ar,“ segir lögmaðurinn í bréfinu og
gefur Gunnari eins mánaðar frest
til verða við kröfunni.
„Þetta bréf hljómar eins og
skipun frá dómstól,“ segir Gunn-
ar sem kveðst alls ekki ætla að
fara að kröfum Húseigendafélags-
ins og nágrannanna í Leirutanga.
Hann gagnrýnir Húseigendafé-
lagið fyrir að hafa aldrei rætt við
hann áður en kröfubréfið var sent.
Skýringuna á þeim vinnubrögðum
rekur hann til viðhorfa sem for-
maður félagsins hafi sett fram í
blaðagreinum. „Hann er bókstaf-
lega búinn að frísa af grimmd
gegn öspum.“
Gagnrýni nágrannanna vísar
Gunnar á bug. „Það er allsendis út
í loftið,“ segir hann um fullyrðing-
ar um tjón og óþrif af völdum asp-
anna. „Auðvitað fýkur af trjám en
það fýkur jafnt af trjám réttlátra
sem ranglátra.“
Þá segir Gunnar trén orðin á
bilinu þrjátíu til fjörutíu ára og því
friðhelg fyrir aldurs sakir. „Fyrir
utan að það er nú þegar búið að
fella þau flest,“ bætir hann við
og útskýrir að hann hafi orðið við
ýmsum beiðnum nágrannana og
fellt sum tré og leyft að greinar
yrðu sagaðar af upp í fimm metra
hæð til að hleypa sólarljósi að.
Eftir að hann hafi leigt húsið út
hafi enn fleiri tré verð felld með
samþykki konu hans – þótt það hafi
reyndar ekki verið með hans vit-
und og vilja. Nú vilji nágrannarnir
meira. „Þetta bréf er bara skipun
um að ég drepi tréin mín,“ segir
Gunnar sem lýsir kröfunni sem
inngripi í hans eignarrétt.
gar@frettabladid.is
Deyðið aspirnar segja
sólarlausir nágrannar
Nágrannar Leirutanga 29 í Mosfellsbæ hóta málsókn ef eigandinn „deyðir“ ekki
hávaxnar aspir. Þeir segjast ekki njóta sólar og aspirnar valdi tjóni og óþrifnaði.
Trjáeigandinn vísar slíkum fullyrðingum á bug. Trén séu friðhelg vegna aldurs.
GUNNAR JÓNSSON ASPAEIGANDI Frumbyggi í Leirutanga í Mosfellsbæ stendur
óhagganlegur andspænis kröfum nágranna á báða bóga sem vilja gömlu aspirnar
hans á bak og burt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
LÖGREGLUMÁL Tæplega þrítug
kona sætir nú gæsluvarðhaldi
eftir að hún missti á fimmta
hundrað grömm af alsæludufti
úr leggöngum sínum í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar.
Konan er af erlendu bergi
brotin og var að koma frá Kaup-
mannahöfn þegar grunur vakn-
aði um að hún hefði fíkniefni
í fórum sínum. Á meðan verið
var að ræða við hana missti hún
niður af sér fíkniefnin sem hún
hafði falið í leggöngum sínum,
að því er segir í tilkynningu frá
lögreglu. Rannsókn málsins er á
lokastigi. - sh
Kona um þrítugt í varðhaldi:
Missti alsælu úr
leggöngunum
NOREGUR Fjöldamorðinginn And-
ers Behring Breivik eyddi alls
um 390 þúsund norskum krónum,
sem nemur rúmum 8,3 milljón-
um íslenskra króna, í skipulag og
framkvæmd ódæðanna í fyrra-
sumar. Þetta kom fram við rétt-
arhöldin í gær.
Um þriðjungur fór í smíði
sprengjunnar sem sprakk í mið-
borg Óslóar, um 1,7 milljónir í
tækjakaup, rúm milljón í vopn og
skotfæri og um 120 þúsund í ein-
kennisbúninginn sem hann útbjó.
Flest keypti Breivik með kred-
itkortum, en hann átti þrettán
bankareikninga í sjö löndum sem
allir voru tómir í fyrravor. - þj
Kostnaðarmat við hryðjuverk:
Varði átta millj-
ónum í ódæðin
ÓDÆÐISMAÐURINN Breivik eyddi um
8,3 milljónum íslenskra króna í undir-
búning hryðjuverkanna í fyrra.
NORDICPHOTOS/AFP
ORKUMÁL Framkvæmda- og veitu-
stjórn Árborgar segir hugmyndir
um virkjun við Efri Laugardæla-
eyju sýna að ekki hafi verið um
raunhæfar áætlanir að ræða hvorki
hvað varðar arðsemi né tæknilega
útfærslu. Þetta sýni yfirferð Verk-
fræðistofu Suðurlands.
„Framkvæmda- og veitustjórn
leggst eindregið gegn því að farið
verði í virkjun á þessum stað,“
segir í bókun sem áheyrnarfulltrúi
Framsóknarflokks í bæjarráði
gerði að umfjöllunarefni í gær.
„Loksins hefur meirihluti Sjálf-
stæðismanna áttað sig á því hversu
arfavitlaus sú hugmynd að virkja
Ölfusá við Selfoss var hjá þeim,“
bókaði Helgi S. Haraldsson. Bætti
Helgi við að ekki væri hægt að
skilja framkvæmda- og veitustjórn
öðruvísi en að allar hugmyndir um
virkjunina væru slegnar af.
„Vegna þessa óska ég eftir því að
lagðar verði fram upplýsingar um
sundurliðaðan kostnað við alla þá
vinnu sem fram hefur farið vegna
hugmynda um Selfossvirkjun,“
bókaði Helgi og lagði til að Vega-
gerðinni yrði formlega tilkynnt að
allar hugmyndir um Selfossvirkjun
hafi verið slegnar af borðinu. Sagði
hann þess þurfa vegna yfirlýsingar
á sínum tíma um skoðun á hugsan-
legum samlegðaráhrifum virkjun-
ar og fyrirhuguðu vega- og brúar-
stæði nýrrar brúar yfir Ölfusá. - gar
Framkvæmda- og veituráð Árborgar leggst eindregið gegn virkjun við Efri Laugardælu:
Segir Selfossvirkjun óraunhæfa
ÖLFUSÁ Vegagerðin er með áform um
brúargerð þar sem heimamenn hafa
velt fyrir sér virkjunarkostum.
FÓLK Ingólfur Arnarson land-
námsmaður mun mæta með
langspil á skinnskýlu og vígja
Ylströnd Ingólfs á Ingólfstorgi
í dag klukkan 13.30. Þá mun
Lúðrasveit landnámsmanna blása
létta tóna við tilefnið.
Ingólfur sjálfur mun taka
nokkur lög í kjölfar landnáms-
mannadans í boði danshóps frum-
byggja.
Mikið verður um að vera í mið-
borg Reykjavíkur en nú stendur
yfir Hátíð hafsins. Boðið verður
upp á glóaldinsafa og landnáms-
pönnukökur á Ingólfstorgi. Þá
verður fiskisúpa framreidd við
Laugaveg 32. - bþh
Ylströnd á Ingólfstorgi:
Ingólfur Arnar-
son vígir torgið
María, þarftu ekki bara að
fara að skella þér í lyfjapróf?
„Kannski þyrfti ég að minnsta kosti
að fara í ofvirknispróf.“
María Birta Bjarnadóttir er með prófaæði
eftir áramótaheit um að taka eins mörg
próf og hún getur. Hún hefur þegar lokið
fallhlífastökksprófi og skotvopnaprófi og
stefnir á kafarapróf, mótorhjólapróf og
einkaflugmannspróf.
MENNING Leiksýningarnar Afmælisveislan, Heims-
ljós, Hreinsun, Vesalingarnir og Tengdó eru til-
nefndar til Grímuverðlauna sem besta sýning árs-
ins. Tilnefningar voru kynntar í Tjarnarbíói í gær.
Afmælisveislan hlaut flestar tilnefningar, sjö tals-
ins, Heimsljós hlaut fimm og Hreinsun fjórar.
Alls komu 89 sviðslistaverkefni til álita í ár til að
hljóta Grímuna, að því er kemur fram á vef Grím-
unnar. Þar af voru 23 danssýningar, 9 barnasýning-
ar og 7 útvarpsverk.
Verðlaun eru veitt í nítján verðlaunaflokkum, en
fjórar sérstakar fagnefndir Grímunnar skoða verk-
in með tilliti til verðlaunanna.
Í ár var tekinn upp nýr verðlaunaflokkur, Sprot-
inn, sem veittur er fyrir „frumleika og framúrskar-
andi nýbreytni“ á leikárinu. Auk þess verða veitt
hin árlegu heiðursverðlaun Grímunnar.
Grímuhátíðin sjálf, árleg uppskeruhátíð sviðs-
listageirans, verður haldin í tíunda sinn í Hörpu
hinn 14. júní næstkomandi. Hátíðin verður í beinni
útsendingu á Stöð 2 og daginn eftir verður sýndur
sérstakur þáttur um hátíðina.
- þj
Tilnefningar til Grímuverðlaunanna árið 2012 voru tilkynntar í gær
Afmælisveislan fékk sjö tilnefningar
GRÍMAN Tilnefningar til Grímuverðlaunanna voru opinberaðar
í gær. Þeir Björn Thors og Hilmir Snær Guðnason eru báðir
tilnefndir fyrir leik sinn í Heimsljósi. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
Neikvæður um 43 milljarða
Viðskiptajöfnuður mældist óhagstæð-
ur um 43,1 milljarð króna á fyrsta árs-
fjórðungi þrátt fyrir að 18,5 milljarða
afgangur hafi verið af vöruskiptum
við útlönd. Rekja má óhagstæðan
viðskiptajöfnuð til innlánsstofnana í
slitameðferð.
VIÐSKIPTAJÖFNUÐUR
NOREGUR Áttundi hver Norðmaður
er með fordóma gegn gyðingum,
samkvæmt niðurstöðum könnun-
ar á vegum Senter for Studier av
Holocaust og livssynsminoriteter.
Á vef Kristilega Dagblaðsins
í Danmörku segir að könnunin
leiði jafnframt í ljós að fjórði
hver Norðmaður telji að gyðing-
ar líti svo á að þeir séu betri en
aðrir. Nær 40 prósent bera með-
ferð Ísraela á Palestínumönnum
saman við meðferð nasista á gyð-
ingum. Talsmenn gyðinga segja
niðurstöðurnar bera vott um van-
þekkingu á gyðingdómi.
-ibs
Viðhorfskönnun í Noregi:
Með fordóma
gegn gyðingum
SAMFÉLAGSMÁL Tryggingastofnun
ríkisins mun ekki lengur hafa
milligöngu um greiðslu meðlags
til einstaklinga sem eru búsettir
í öðrum EES-ríkjum. Í frétt á vef
Tryggingastofnunar segir að um
45 einstaklinga sé að ræða.
Í nýrri reglugerð sem tók gildi
í gær er ekki litið á meðlags-
greiðslur sem beinar fjölskyldu-
bætur, en til að „milda afleiðing-
ar breytinganna“ munu greiðslur
falla niður frá og með 1. júlí. - þj
Tryggingstofnun Íslands:
Hættir milli-
göngu um með-
lagsgreiðslur
SPURNING DAGSINS
Dansaðu þig í form með einföldum
sporum, skemmtilegri tónlist og góðum
félagsskap.
Jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna
• Zumba - Þri og fim kl. 17:30
• Þjálfari: Lilja Rut - 4 vikur
g g
• Hefst 12. júní. Verð kr. 11.900