Fréttablaðið - 02.06.2012, Side 11
LAUGARDAGUR 2. júní 2012 11
Friðrik Már Jónsson
Marjan Sirjani
Við óskum tölvunarfræðinemum úr HR til hamingju með að keppa fyrir hönd Íslands í
Microsoft Imagine Cup í Ástralíu í sumar. Þar leggja tölvunarfræðinemendur alls staðar að úr
heiminum fram hugmyndir um hvernig nota megi tölvutækni til að bæta heiminn. Með námi í
tölvunarfræði við HR getur þú m.a. lært að þróa tölvuleiki og hugbúnað, unnið við rannsóknir
á gervigreind og búið til vefi.
OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR TIL 5. JÚNÍ
Vilt þú skapa framtíðina?
DANMÖRK Yfirvöld í Danmörku
ráðgera að auka eftirlit með fólki
sem vinnur með börnum með
því að fjölga þeim störfum sem
krefjast svokallaðs barnavott-
orðs. Þeim svipar til sakavottorða
og kanna bakgrunn starfsfólks á
dagheimilum, bílstjórum sem aka
börnum og svo framvegis.
Samkvæmt nýju reglunum sem
tóku gildi í gær þurfa fleiri hópar
að fá slík vottorð, jafnvel þó þeir
umgangist börn aðeins hluta úr
vinnudegi.
Markmiðið er að hamla aðgangi
brotamanna að börnum. Á síðasta
ári var með þessum hætti komið
upp um 70 dæmda barnaníðinga
sem störfuðu með börnum. - þj
Dönsk félagsmálayfirvöld:
Fleiri þurfi vott-
orð til að vinna
með börnum
SKIPULAGSMÁL Fulltrúar í skipu-
lagsráði Reykjavíkur hafa frestað
ákvörðun um staðsetningu lista-
verksins Svörtu keilunnar sem
menningarráð borgarinnar vill
að verði til frambúðar á Austur-
velli. Eins og komið hefur fram
vill höfundur Svörtu keilunnar,
Spánverjinn Santiago Sierra,
gefa borginni verkið með því
skilyrði að það verði á Austur-
velli. Svörtu keilunni er ætlað að
vera minnisvarði um borgaralega
óhlýðni. Hafþór Yngvason, safn-
stjóri Listasafns Reykjavíkur,
vill að verkið sé þegið og það haft
á Austurvelli. Alþingi leggst gegn
því og skipulagsráð vill að Haf-
þór stingi upp á öðrum staðsetn-
ingum. - gar
Staðarvali listaverks frestað:
Bendi á annan
stað fyrir Sierra
SVARTA KEILAN Metin á 25 milljónir af
Listasafni Reykjavíkur.
STJÓRNMÁL Flokkur hægri
grænna, flokkur fólksins, hefur
formlega sótt um listabókstaf-
inn G. Flokkurinn, sem leiddur
er af Guðmundi Franklín Jóns-
syni, skilaði inn meðmælenda-
listum til Innanríkisráðuneytis-
ins í gær.
Flokkurinn var stofnaður á
Þingvöllum 2010 og hyggst bjóða
fram til næstu alþingiskosninga.
Helstu áherslumál flokksins
eru meðal annars beint lýðræði,
frjálst, sjálfbært markaðskerfi
og alhliða náttúruvernd. - ktg
Sækja um listabókstaf:
Hægri grænir
vilja stafinn G
DANMÖRK Efnahagslífið í Dan-
mörku er á uppleið á ný eftir sam-
dráttarskeið, en 0,3% hagvöxtur
var í landinu á fyrsta fjórðungi,
samkvæmt nýjum hagtölum.
Vöxturinn er vissulega hóf-
legur og hefur ekki mikil áhrif á
atvinnulífið, en sérfræðingar líta
á þetta sem ákveðinn vendipunkt.
Danskt efnahagslíf hefur verið í
mikilli lægð síðustu misseri þar
sem atvinnuleysi, skuldir heimila
og hrun húsnæðismarkaðarins
hafa valdið ugg.
Vöxturinn felst í minniháttar
aukningu í einkaneyslu, fjárfest-
ingu og opinberum útgjöldum. - þj
Efnahagslífið í Danmörku:
Vendipunktur
með hagvexti
VÍSINDI, AP Eftir fjóra milljarða ára verða stór-
tíðindi í himingeimnum þegar stjörnuþokan
Andrómeda rekst á Vetrarbrautina okkar.
Tveimur milljörðum ára síðar hafa þessar
tvær stjörnuþokur sameinast.
Þetta fullyrða vísindamenn, sem byggja nið-
urstöður sínar á myndum frá Hubble-sjónauk-
anum, einum stærsta stjörnusjónauka heims.
Sjónaukinn hefur verið á braut umhverfis
jörðu í rúma tvo áratugi og dælir stanslaust
myndum til jarðar.
Áður töldu menn líklegt að stjörnuþokurnar
tvær færust á mis, en nýju útreikningarnir
eru sagðir sýna með nokkuð ótvíræðum hætti
að þær muni rekast á.
„Þetta verður býsna ofsafengið miðað við
gang mála í himingeimnum,“ segir Roland van
der Marel, vísindamaður við Hubble-rann-
sóknarstofuna í Baltimore í Bandaríkjunum.
Engu að síður er ekki talin mikil hætta á því
að sólkerfi okkar og jörðin verði fyrir hnjaski,
því auða svæðið á milli stjarna i stjörnuþokun-
um er svo stórt.
Útsýnið til himins verður hins vegar harla
frábrugðið því sem nú er og jarðarbúar, verði
þeir einhverjir, munu geta fylgst með ansi
mögnuðu sjónarspili. - gb
Stjarnvísindamenn reikna út hvenær tvær stjörnuþokur rekast á:
Andrómeda nálgast Vetrarbrautina
ÁREKSTUR Í UPPSIGLINGU Svona telja vísindamenn-
irnir að stjörnuhiminn jarðarbúa muni líta út eftir 3,75
milljarða ára.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP