Fréttablaðið - 02.06.2012, Síða 11

Fréttablaðið - 02.06.2012, Síða 11
LAUGARDAGUR 2. júní 2012 11 Friðrik Már Jónsson Marjan Sirjani Við óskum tölvunarfræðinemum úr HR til hamingju með að keppa fyrir hönd Íslands í Microsoft Imagine Cup í Ástralíu í sumar. Þar leggja tölvunarfræðinemendur alls staðar að úr heiminum fram hugmyndir um hvernig nota megi tölvutækni til að bæta heiminn. Með námi í tölvunarfræði við HR getur þú m.a. lært að þróa tölvuleiki og hugbúnað, unnið við rannsóknir á gervigreind og búið til vefi. OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR TIL 5. JÚNÍ Vilt þú skapa framtíðina? DANMÖRK Yfirvöld í Danmörku ráðgera að auka eftirlit með fólki sem vinnur með börnum með því að fjölga þeim störfum sem krefjast svokallaðs barnavott- orðs. Þeim svipar til sakavottorða og kanna bakgrunn starfsfólks á dagheimilum, bílstjórum sem aka börnum og svo framvegis. Samkvæmt nýju reglunum sem tóku gildi í gær þurfa fleiri hópar að fá slík vottorð, jafnvel þó þeir umgangist börn aðeins hluta úr vinnudegi. Markmiðið er að hamla aðgangi brotamanna að börnum. Á síðasta ári var með þessum hætti komið upp um 70 dæmda barnaníðinga sem störfuðu með börnum. - þj Dönsk félagsmálayfirvöld: Fleiri þurfi vott- orð til að vinna með börnum SKIPULAGSMÁL Fulltrúar í skipu- lagsráði Reykjavíkur hafa frestað ákvörðun um staðsetningu lista- verksins Svörtu keilunnar sem menningarráð borgarinnar vill að verði til frambúðar á Austur- velli. Eins og komið hefur fram vill höfundur Svörtu keilunnar, Spánverjinn Santiago Sierra, gefa borginni verkið með því skilyrði að það verði á Austur- velli. Svörtu keilunni er ætlað að vera minnisvarði um borgaralega óhlýðni. Hafþór Yngvason, safn- stjóri Listasafns Reykjavíkur, vill að verkið sé þegið og það haft á Austurvelli. Alþingi leggst gegn því og skipulagsráð vill að Haf- þór stingi upp á öðrum staðsetn- ingum. - gar Staðarvali listaverks frestað: Bendi á annan stað fyrir Sierra SVARTA KEILAN Metin á 25 milljónir af Listasafni Reykjavíkur. STJÓRNMÁL Flokkur hægri grænna, flokkur fólksins, hefur formlega sótt um listabókstaf- inn G. Flokkurinn, sem leiddur er af Guðmundi Franklín Jóns- syni, skilaði inn meðmælenda- listum til Innanríkisráðuneytis- ins í gær. Flokkurinn var stofnaður á Þingvöllum 2010 og hyggst bjóða fram til næstu alþingiskosninga. Helstu áherslumál flokksins eru meðal annars beint lýðræði, frjálst, sjálfbært markaðskerfi og alhliða náttúruvernd. - ktg Sækja um listabókstaf: Hægri grænir vilja stafinn G DANMÖRK Efnahagslífið í Dan- mörku er á uppleið á ný eftir sam- dráttarskeið, en 0,3% hagvöxtur var í landinu á fyrsta fjórðungi, samkvæmt nýjum hagtölum. Vöxturinn er vissulega hóf- legur og hefur ekki mikil áhrif á atvinnulífið, en sérfræðingar líta á þetta sem ákveðinn vendipunkt. Danskt efnahagslíf hefur verið í mikilli lægð síðustu misseri þar sem atvinnuleysi, skuldir heimila og hrun húsnæðismarkaðarins hafa valdið ugg. Vöxturinn felst í minniháttar aukningu í einkaneyslu, fjárfest- ingu og opinberum útgjöldum. - þj Efnahagslífið í Danmörku: Vendipunktur með hagvexti VÍSINDI, AP Eftir fjóra milljarða ára verða stór- tíðindi í himingeimnum þegar stjörnuþokan Andrómeda rekst á Vetrarbrautina okkar. Tveimur milljörðum ára síðar hafa þessar tvær stjörnuþokur sameinast. Þetta fullyrða vísindamenn, sem byggja nið- urstöður sínar á myndum frá Hubble-sjónauk- anum, einum stærsta stjörnusjónauka heims. Sjónaukinn hefur verið á braut umhverfis jörðu í rúma tvo áratugi og dælir stanslaust myndum til jarðar. Áður töldu menn líklegt að stjörnuþokurnar tvær færust á mis, en nýju útreikningarnir eru sagðir sýna með nokkuð ótvíræðum hætti að þær muni rekast á. „Þetta verður býsna ofsafengið miðað við gang mála í himingeimnum,“ segir Roland van der Marel, vísindamaður við Hubble-rann- sóknarstofuna í Baltimore í Bandaríkjunum. Engu að síður er ekki talin mikil hætta á því að sólkerfi okkar og jörðin verði fyrir hnjaski, því auða svæðið á milli stjarna i stjörnuþokun- um er svo stórt. Útsýnið til himins verður hins vegar harla frábrugðið því sem nú er og jarðarbúar, verði þeir einhverjir, munu geta fylgst með ansi mögnuðu sjónarspili. - gb Stjarnvísindamenn reikna út hvenær tvær stjörnuþokur rekast á: Andrómeda nálgast Vetrarbrautina ÁREKSTUR Í UPPSIGLINGU Svona telja vísindamenn- irnir að stjörnuhiminn jarðarbúa muni líta út eftir 3,75 milljarða ára. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.