Fréttablaðið - 02.06.2012, Síða 18

Fréttablaðið - 02.06.2012, Síða 18
18 2. júní 2012 LAUGARDAGUR Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um að efla þurfi lestur barna og unglinga en ekki er víst að fólk geri sér almennt grein fyrir því hversu mikið tap- ast þegar börnin þeirra líta ekki í bók hátt í þrjá mánuði yfir sumar- tímann. Sumarlestur Erlendar rannsóknir sýna að þeim nemendum sem ekki opna bók í sumarleyfinu fer aftur. Á ensku nefnist þetta summer reading loss (eða summer learning loss) og vísar í þá afturför í lestrar- færni sem á sér stað yfir sumarið þegar börnin hljóta ekki formlega lestrarkennslu. Þetta er ekki bara tilfinning eða ágiskun kennara, heldur skráð og rannsakað fyrir- bæri (sjá til dæmis Kim, J. S. 2011 og 2012, og Moynihan, L. 2011). Staðreyndin er sú að lestrarfærni þeirra sem lesa ekkert á sumrin stendur ekki í stað milli vors og hausts heldur hrakar henni mark- tækt og það getur tekið nemend- ur allt að tvo mánuði að vinna sig upp í sömu færni og þeir höfðu við upphaf sumarleyfis. Lestrarfærni þeirra barna sem lesa eitthvað stendur í stað eða batnar jafnvel. Þessar sömu rannsóknir sýna að það eru oftast þeir sem síst mega við því sem lesa minnst í sumarfríinu og standa því enn verr að hausti. Þetta vindur svo upp á sig og þeir sem ekkert lesa standa sífellt verr, eru lengur að vinna sig upp og ná jafnvel ekki jafnöldrum sínum yfir skólaárið. Það sem helst spáir fyrir um hvort lestrarkunnáttu barns hrakar yfir sumartímann er hvort það les eða ekki og það hvort barnið les yfir sumartím- ann ræðst að mestu af því hvort það hefur aðgang að bókum eða ekki. Ábyrgð foreldra Á sumrin, þegar börn og ungling- ar fá ekki það aðhald sem skóla- stofan veitir, er ekki ólíklegt að þau þurfi hvatningu til lestrar og stuðning við val á lesefni. Hér gegna foreldrar og forráðamenn lykilhlutverki. Fáðu lánaða eða kauptu bók handa ungmenninu þegar þú grípur bók handa þér, krakkar hafa alveg jafn gaman af nýju lesefni og við hin. Hinir full- orðnu ættu að hafa í huga að gera ungmennunum auðvelt að nálgast bækur sem henta áhuga og getu. Lestu bókina sem ungmennið les, vertu tilbúinn til viðræðna um bókina og ræddu um aðrar bækur sem þú lest. Umræður um lestur efla áhugann á lestri. Með því að gera lestur að sam- eiginlegri tómstundaiðju fjöl- skyldunnar yfir sumarið skapast skemmtilegar samverustundir og um leið aukast líkurnar á því að börnin mæti í skólann að hausti þokkalega búin undir skólaárið. En það eru fleiri en foreldrar sem geta haft áhrif. Á ráðstefnunni Alvara málsins, bókaþjóð í ólestri í janúar 2012 var bent á að ábyrgðin á bók- menntauppeldinu væri samfélags- ins alls. Heimilin, skólarnir, fjöl- miðlar og ekki síst yfirvöld þurfa að taka höndum saman og gera lestur að áhugaverðri og gildri iðju sem fær jákvæða athygli. Við undirritaðar teljum veru- lega þörf á sumarlestrarátaki á Íslandi – áberandi, sýnilegu og ágengu átaki sem nær til allra sem að málinu koma – allra Íslendinga. Menning Birgitta Elín Hassell rithöfundur og útgefandi Marta Hlín Magnadóttir rithöfundur og útgefandi Hrunadansinn kringum gull-kálfinn á fyrstu árum þess- arar aldar skildi eftir sig hnípna þjóð í vanda. Sá vandi er marg- þættur en meðal þess erfiðasta er atvinnuleysi með tilheyr- andi landflótta og nálægt þús- und milljarðar króna sem binda verður með gjaldeyrishöftum svo þeir flýi ekki land og valdi þannig gengishruni, óðaverð- bólgu og skuldsöfnun fólks og fyrirtækja. Aðeins ein leið virðist fær til að draga raunverulega úr atvinnuleysi, þ.e. að skapa ný störf sem auka útflutningstekjur eða draga úr innflutningi. Inn- lendar millifærslur þjónustu eru fullreyndar. Ágreiningur er um hvern- ig leysa eigi vandann varðandi milljarðana sem leita úr landi. Gjaldeyrishöft fresta vandanum en leysa hann ekki. Einhverjir vilja afnema þau og taka tilheyr- andi dýfu. Aðrir vilja semja um lausn vandans við Evrópusam- bandið, það gæti reynst þjóðinni dýrkeypt. Til eru þeir sem telja farsælast að borga skuldir með því að afla meira en við eyðum á næstu áratugum og greiða skuldina með mismuninum. Mikil og að hluta illa rökstudd umræða stendur yfir um nýt- ingu lands Grímsstaða á Fjöll- um. Augljóst virðist að nýting landsins með þátttöku Kínverja, sem fæli í sér umfangsmikla uppbyggingu og aukin umsvif í ferðaþjónustu með tilheyrandi atvinnusköpun, fellur vel að þeim markmiðum sem hér að ofan eru talin þjóðarnauðsyn. Það virðist tilefni til að skoða málið frekar. Yfirráð lands Grímsstaða á Fjöllum Er veruleg áhætta fólgin í því að Kínverjar nái yfirráðum yfir stóru landssvæði á hálend- inu, jafnvel þótt um langtíma- leigu, en ekki eignarhald, sé að ræða? Yfirráðaréttur yfir landi á að vera takmarkaður, landið á að nýtast þjóðfélagsþegn- um þess á komandi öldum, því er í gildi fjölþætt löggjöf sem ætlað er að tryggja sjálfbæra nýtingu landsins í þágu þjóð- arinnar. Ef löggjöfin nær ekki þessu markmiði er áhætta sam- fara einkayfir ráðum yfir landi ekki bundin við yfirráð erlendra aðila, jafnvel Íslendingar gætu misnotað stöðu sína. Sú spurning hefur vaknað hvort Grímsstaðaverkefnið sé aðeins eitt skref erlends við- skiptajöfurs til að auðvelda aðgengi að öðrum og stærri við- skiptatækifærum, s.s. olíuleit og -vinnslu á Drekasvæðinu eða viðskiptum tengdum flutn- ingum á Norður-Íshafinu. Þjóð- in verður að treysta því að við munum sem fyrr ráða för innan okkar lögsögu. Líta ætti á það sem fagnaðarefni að aðilar sem starfa utan íslenskrar lögsögu séu tilbúnir að lúta henni, hafa hér bækistöðvar og beina hingað fjármunum. Atvinnuuppbygging á landsbyggðinni Atvinnuleysi á Íslandi í dag er í kringum 7%. Hér vantar því nokkur þúsund störf til að atvinnuástand sé viðunandi. Í ljósi reynslunnar má hugleiða hvort Íslendingar munu fást til að vinna þau störf sem kunna að skapast á Grímsstöðum, bæði á uppbyggingartímanum og við áformaða ferðaþjónustustarf- semi. Eitthvað virðist athuga- vert við íslenskan vinnumarkað og vinnusiðferði, geti fólk hafn- að störfum en þegið bætur. Því miður hafa lykilatvinnugrein- ar, s.s. fiskvinnsla og ferða- þjónusta, þó um árabil þurft að reiða sig á erlenda starfskrafta. Víða á landsbyggðinni hefur fólk af erlendum uppruna fest rætur og er nú þátttakendur í íslensku samfélagi. Hafa skyldi í huga að hvort sem starfsmenn á Gríms- stöðum yrðu af íslenskum eða erlendum uppruna verður að treysta íslenskri vinnulöggjöf til að tryggja að kaup og kjör við störf hérlendis séu boðleg. Ferðaþjónusta framtíðarinnar Ferðaþjónusta á landsbyggð- inni býr við mikla árstíðasveiflu eftir spurnar. Heilsársrekstur virðist forsenda arðsemi vand- aðra fjárfestinga í ferðaiðnaði, en jafnframt grunnur að varan- legri atvinnusköpun og þar með búsetu. Uppbyggingin á Gríms- stöðum, ef af verður, er stærsta tilraun á þessu sviði sem gerð hefur verið hérlendis. Sú tilraun er afar áhugaverð, en verður á næstu árum tæplega gerð með íslensku fjármagni. Nefnt hefur verið að uppbygg- ing á svo afskekktu svæði virð- ist óraunhæf. Benda má á að hótel (greiðasala) hefur verið rekið á Grímsstöðum um aldir enda staðurinn á krossgötum. Þaðan liggja leiðir til Mývatns, til Axarfjarðar, til Vopnafjarð- ar, til Austurlands og til Herðu- breiðar, Öskju og fleiri staða á hálendinu. Allt perlur íslenskr- ar náttúru. Ólíkt því sem marg- ir telja eru Grímsstaðir nokkuð veðursæll staður. Sauðfjárbú- skapur liðinna alda er til vitnis um það, sem og veðurskýrslur. Næstu skref Nú vinna forsvarsmenn sveit- arfélaga í Þingeyjarsýslum og Eyjafirði að frekari undirbún- ingi og útfærslu uppbygging- ar umfangsmikillar ferðaþjón- ustu á Grímsstöðum á Fjöllum, í samvinnu við kínverska fjár- festinn Huang Nubo. Sitt sýn- ist hverjum um ágæti verkefn- isins. Mörgum spurningum um útfærslu og hugmyndir virðist ósvarað, þar á meðal um búsetu starfsfólks. Föst búseta með til- heyrandi þjónustu virðist þó almennt forsenda slíkrar land- nýtingar. Ætla má að vönduð upplýsingamiðlun milli aðila og opin umræða, ekki síst við heimamenn, skipti sköpum um næstu skref. Hér þarf því að vanda til verka og ekki missa sjónir á því hvernig slíkt verk- efni geti orðið að sem mestu gagni fyrir þjóðarhag. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Hnípin þjóð í vanda Ekki lesa ekki neittFerðaþjónusta Ari Teitsson Þingeyingur Líta ætti á það sem fagnaðarefni að aðilar sem starfa utan íslenskrar lög- sögu séu tilbúnir að lúta henni, hafa hér bækistöðvar og beina hingað fjármunum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.