Fréttablaðið - 02.06.2012, Side 22

Fréttablaðið - 02.06.2012, Side 22
22 2. júní 2012 LAUGARDAGUR Stórstígar breytingar eru á starf-semi sjúkrahúsa frá ári til árs. Miklar framfarir hafa undanfar- ið orðið í rannsóknum og meðferð sjúklinga, sem margar hverjar fela í sér nýjar tæknilausnir. Þær þjóð- ir sem vilja bjóða sjúklingum góða þjónustu standa því frammi fyrir áskorunum um að reisa nýjar bygg- ingar sem hæfa nútímalegri sjúkra- hússtarfsemi. Nýbygging Land- spítala við Hringbraut snýst um að íslensk sjúkrahúsþjónusta haldi takti við þróun þekkingar og tækni. Nútíma bráðasjúkrahús byggir á ungri fræðigrein, gagnreyndri þekkingu á hönnun sjúkrahúsa, enda staðfest að sterk tengsl eru milli hönnunar þeirra og meðferð- arárangurs. Í mörgum atriðum er Landspítali orðinn eftirbátur miðað við önnur lönd og eru nokkur atriði talin hér upp og tæpt á lausnum eins og gert er ráð fyrir í nýbyggingaráformum spítalans. Í fyrsta lagi má nefna kröfur um öryggi og aðbúnað sjúklinga og starfsfólks. Á nýjum spítala er gert ráð fyrir að sýkingavarnir batni mjög. Sjúklingar munu dveljast á einbýlum með sérsalernum. Þetta er sérlega mikilvægt enda eykst hætta á sýkingum þegar margir sjúkling- ar deila salerni. Einbýlin uppfylla enn fremur lögbundnar skyldur spítalans um að friðhelgi einkalífs sjúklinga sé virt. Stórauknar kröfur eru gerðar til loftræstingar frá því sem nú er. Til þess að loftræsting spítal- ans uppfylli þessar kröfur verða í nýja spítalanum fyrirferðarmiklir loftstokkar sem ómögulegt væri að koma fyrir í núverandi húsnæði þar sem lofthæð er hvergi nægjanleg til að mæta ýtrustu kröfum. Í hönnun nýja spítalans er gert ráð fyrir að starfsstöðvum starfs- fólks á legudeildum verði dreift þannig að starfsmenn vinni nær sjúklingunum. Þetta gefur starfs- mönnum á legudeildum mun betri yfirsýn en nú er. Almennt verður mun rýmra um sjúklinga, aðstand- endur og starfsmenn. Flutningsleiðir á nýjum spítala verða svo stuttar og greiðar sem verða má og gildir þá einu hvort um ræðir flutning sjúklinga, starfs- manna eða vöru. Rannsóknir hafa leitt í ljós mik- ilvægi birtu og lýsingar í húsnæði og þetta skiptir sérlega miklu máli á sjúkrahúsum. Hönnun nýs spítala gerir ráð fyrir að dagsbirta nái vel í öll rými sem sjúklingar eða starfs- menn dvelja í. Einnig eru stífar kröfur gerðar í nýjum spítala um aðstöðu til verk- legrar og fræðilegrar kennslu og þjálfunar starfsfólks. Stöðug aðlögun húsnæðis nauð- synleg Við hönnun nýs spítala er sérstak- lega hugað að hagkvæmni og sveigj- anleika húsnæðis, enda krefst hraði breytinga í starfseminni stöðugrar aðlögunar húsnæðisins. Byggðar verða svonefndar súlubyggingar sem auðvelda aðlögun húsnæðis að nýjum þörfum. Lofthæð í bygging- unum verður meiri en tíðkast hefur og með því móti verður komið fyrir lögnum sem ný tækni gerir kröfur um. Ýmis nútíma flutningstækni verður nýtt í nýbyggingum, t.d. við flutning á matvælum og lyfjum, sem eykur hraða og öryggi. Þá má nefna ýmsar nýjungar í meðferð og tækni sem verða að veruleika með nýjum spítala. Þar á meðal er svonefndur jáeindaskanni (PET/CT) sem stóreykur mögu- leika til greiningar á einkennum og meðferð ýmissa sjúkdóma, einkum krabbameina. Einnig verður aðstaða á spítalanum fyrir kjarnarannsókn- arstofu sem byggir mjög á sjálf- virkni. Þannig eykst hraði og öryggi algengra blóðrannsókna. Mikilvægt er að hafa í huga að mörg tæki eru þyngri en svo að þeim verði komið fyrir í eldri bygg- ingum án sérstakra ráðstafana. Sumum, líkt og jáeindaskannanum, er með engu móti hægt að koma fyrir í eldra húsnæði. Gríðarlega miklu skiptir við upp- byggingu spítalans að fyrsti áfangi hans standi sjálfstætt og verði kjarni þess sem koma skal í nánustu og lengri framtíð. Allt skal hugsað sem ein samtengd heild og er brýnt að eldri byggingar takmarki ekki þessar lausnir. Í þessu liggur meg- inhugsun þeirrar frumhönnunar sem nú er að verða lokið. Eiginleg viðbygging við eldra húsnæði eins og stungið hefur verið upp á að gert verði við Hringbraut eða í Fossvogi er útilokuð af þessum sökum einum. Margar aðrar ástæður útiloka slíka lausn svo sem lóðarrými, truflun á starfsemi meðan á byggingu stend- ur, aðkoma að spítalanum og fleiri þættir. Vel hefur verið vandað til frum- hönnunar nýs Landspítala við Hringbraut. Tilkoma nýbygginga þar er til marks um metnað til að standa jafnfætis þjóðum sem við berum okkur saman við og að geta boðið nútíma sjúkrahúsþjónustu á Íslandi. Að auki er slíkt umhverfi forsenda þess að við getum keppt um gott og vel menntað starfs- fólk. Nú þegar gætir verulegrar tregðu fólks sem lokið hefur sínu framhaldsnámi erlendis að snúa heim aftur í það starfsumhverfi sem boðið er upp á og margir hafa horfið frá landinu undanfarið. Án besta starfsfólksins verður risið á háskólaspítalanum ekki hátt. Engan tíma má missa Stóru árgangarnir sem fæddust á árabilinu 1945 til 1970 eru nú að komast á þann aldur sem mesta þörf hefur fyrir þjónustu sjúkrahúsa. Sú alda er nú þegar að rísa og hvolfist yfir okkur af fullum þunga innan fárra ára. Þeirri eftirspurn verð- ur ekki mætt án þess að aðbúnað- ur meginsjúkrahúss landsins verði stórbættur og færður að nútíman- um. Nú þegar gætir verulegrar tregðu fólks sem lokið hefur sínu framhaldsnámi erlendis að snúa heim aftur í það starfsumhverfi sem... Grein Rósu G. Erlingsdóttur um aðferðir Ólafs Ragnars Grímssonar í kosningabaráttu sinni hefur vakið mikla og verð- skuldaða athygli, enda bendir hún á þætti í hans kosningabar- áttu sem mörgum þykir blasa við en ekki má svo auðveldlega ræða. Það er aldrei auðvelt, og svo sann- arlega ekki vinsælt, að benda á kvenfyrirlitningu í okkar samfé- lagi enda vilja margir miklu held- ur stinga hausnum í sandinn. Það þarf til hugrekki og rökfestu að ræða opinberlega samfélagsmein af þessu tagi. Jakobínu Ingunni Ólafsdótt- ur er mikið niðri fyrir er hún skrifar pistil sem birtur er í Fréttablaðinu 31. maí undir fyrirsögninni „Fordómar úr Kvennahreyfingu Samfylking- arinnar“. Ástæða skrifanna er umrædd grein Rósu þar sem Rósa líkir orðræðu Ólafs Ragn- ars Grímssonar við þá sem átti sér stað þegar Vigdís Finnboga- dóttir bauð sig fram til forseta- embættisins. Rósa bendir á að Ólafur noti kvenlægar lýsing- ar, kalli Þóru skrautdúkku og gefi í skyn að hans helsti áskor- andi um forsetaembættið verði þögull og þægur forseti. Ólaf- ur grípi til sömu örþrifaráða og gert var til að koma höggi á Vig- dísi Finnbogadóttur þegar hún var í framboði fyrir rúmum 30 árum. Þá birtist hver greinin á fætur annarri sem fól í sér for- dómafullar yfirlýsingar gegn persónu og kyni Vigdísar. Rósa bendir einnig á að Íslendingar hafi oft og lengi tekist á um stór mál og verið sundraðir í afstöðu sinni og spyr, hvort sundurlynd- ið sé meira eða minna í dag og hvort við þurfum Ólaf Ragnar til að kljá út um stór mál. Í fyrsta lagi virðist Jakobína ekki átta sig á því að hér skrifar stjórnmálafræðingurinn Rósa G. Erlingsdóttir grein um forseta- kosningarnar. Forsetakosning- arnar eru ekki flokksbundnar. Greinin er ekki sett fram í nafni Kvennahreyfingar Samfylkingar- innar. Með því að halda því fram tekur Jakobína undir kenningu Egils Helgasonar að skrif Rósu séu örvæntingarfull tilraun úr herbúðum Þóru. Að stjórnarkonu úr Kvennahreyfingu Samfylking- arinnar hafi verið teflt fram til að halda því fram að Ólafur Ragn- ar sé karlremba. Þetta er rangt. Egill Helgason hefur sjálfur gert margar örvæntingarfullar til- raunir til að gera Þóru að for- setaframbjóðanda Samfylkingar- innar en hvorki gengur né rekur, enda sýna skoðanakannanir að Þóra á bæði stuðningsmenn innan og utan Samfylkingarinnar. Ég blandaði mér í umræður á bloggsíðu Egils um þetta og gerði tilraun til að benda á þennan mis- skilning Egils. Hann á ekkert með það að afskrifa skrif Rósu þó hún sé meðlimur í Samfylk- ingunni. Benti honum góðfús- lega á að hann gæti kannski sýnt greinarhöfundi þá virðingu að fjalla um innihaldið en afskrifa ekki höfund sökum flokkatengsla. Kosningar til forseta Íslands eiga ekki að vera flokkspólitískar og óheppilegt ef álitsgjafar vilja ríg- halda í þann ósið að spyrða emb- ættið við stjórnmálaöflin í land- inu. Skilaboð mín virðast þó ekki ná í gegn. Í öðru lagi þykir mér grein Jak- obínu bera vott um fordóma henn- ar sjálfrar þegar hún lýkur orðum sínum á því að hún vilji „ekki sjá konu í embætti forseta Íslands sem er teflt fram af körlum sem hyggja á að nýta sér kynjaða vit- und kvenna til þess að koma ann- arri konu í forsetaembættið sem hlýðir kalli valdhafanna“. Þetta er undarlegur málflutningur og gerir lítið úr forsetaframbjóðand- anum Þóru Arnórsdóttur og henn- ar skoðunum. Að lokum, fyrir hönd Kvenna- hreyfingar Samfylkingarinnar, óska ég öllum frambjóðendum til forsetaembættisins góðs gengis og hvet til málefnalegr- ar umræðu. Þá hvet ég til þess að frambjóðendur falli ekki í þá freistni að nýta sér kynjaðar stað- almyndir til að reka kosningabar- áttu sína og hafni allri kvenfyrir- litningu í orðum sínum. Fordómar hvers? Nútímalegt sjúkra- hús – hvað þarf til?Forsetaframboðið Hrafnhildur Ragnarsdóttir formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar Nýr Landspítali Jóhannes Gunnarsson læknir Gyða Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur Krásir - matur úr héraði veitir einstaklingum og litlum fyrirtækjum á landsbyggðinni styrki til nýjunga í svæðisbundinni matargerð og matartengdrar upplifunar fyrir ferðamenn. Styrkir geta að hámarki numið 50% af kostnaði við verkefnið. Ekki eru veittir styrkir til fjárfest- inga í s.s. tækjum og búnaði. Áhersla er lögð á að valin verkefni: og menningar á viðkomandi svæði að sala hefst Nánari upplýsingar www.nmi.is. Senda má beiðni um upplýsingar og aðstoð á netfangið tinnabjork@nmi.is eða sigurdurs@nmi.is. | | N e t f a n g : n m i @ n m i . i s | w w w . n m i . i s Fræðslu- og þróunarverkefni í svæðisbundinni matargerð: Ertu með hugmynd að nýjungum í svæðisbundinni matargerð eða matartengdri upplifun? Umsóknir óskast fyrir 11. júní 2012
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.