Fréttablaðið - 02.06.2012, Qupperneq 24
2. júní 2012 LAUGARDAGUR
Í mörg ár hefur verið rætt um ein-elti og afleiðingar þess og þekkja
margir þennan fjanda sem einelti
er. Margir hafa verið þolendur ein-
eltis og margir hafa verið gerendur.
Þeir eru ófáir sem eiga einhverja
sögu úr grunnskóla um einelti og
líta á sína eigin grunnskólagöngu
sem helvíti á jörðu.
Ég var þolandi eineltis og örugg-
lega gerandi líka, ef svo var vona
ég að þeir geti fyrirgefið mér. Ég
hef fyrirgefið þeim sem lögðu mig
í einelti.
Fyrir rétt rúmum tuttugu árum
var ég forfallakennari í grunnskóla
á höfuðborgarsvæðinu. Á einni
viku sá ég sjö einstaklinga lagða
í einelti. Það kom mér á óvart hve
mikið eineltið var og nefndi það við
einn gamlan og reyndan kennara.
Ein athugasemd situr í mér eftir
það samtal, þegar við ræddum
hvaða einstaklingar væru þolend-
ur, hann sagði „Nei, þessi er ekki
lagður í einelti, hann leitar í nei-
kvæða athygli!“
Þetta var 1991 og við ekki komin
lengra.
Á heimasíðu umboðsmanns
barna, www.barn.is, er að finna
skýrslu frá ráðstefnunni „Börn
vilja ræða um einelti við full-
orðna“ sem haldin var 1998. Í for-
mála segir: „Þar settust 80 börn og
50 fullorðnir á rökstóla og ræddu
þetta alvarlega vandamál í blönduð-
um umræðuhópum kynslóðanna.“
Þetta var 1998, hefur
eitthvað breyst?
Nú, fjórtán árum síðar
er enn verið að ræða
þennan fjanda sem ein-
elti er. Mikið er rætt um
hvort hinar eða þessar
eineltisáætlanir virki.
Við erum búin að ræða
svo mikið að „Ísland án
eiturlyfja árið 2000“
kemur upp í hugann!
Það sem er merki-
legt við þessa umfjöll-
un um einelti er að hún
einskorðast við börn og
skólasamfélagið og að
það sé skólanna að gera eitthvað í
þessu vandamáli sem einelti er. Já,
svo sannarlega á skólinn að taka
þátt í að koma í veg fyrir einelti
en það er ekki skólans að uppræta
einelti. Það er samvinnuverkefni
alls samfélagsins og það byrjar á
heimilinu.
„Það læra börnin sem fyrir þeim
er haft“ kemur upp í hugann. Á
heimilum, samskiptamiðlum og í
fjölmiðlum hegða fyrirmyndirnar
sér þannig að börn geta svo hæg-
lega túlkað þeirra framferði sem
samþykki fyrir t.d. einelti. Marg-
ir kannast við að bölva mönnum og
málefnum fyrir framan sjónvarpið,
heyra börnin það?
Birtingarmynd eineltis er alls
staðar og eru stjórnmál gott dæmi
um það. Heiftin ræður ríkjum og í
skjóli fjarlægðar í gegn-
um net- og fjölmiðla
stunda stjórnmálamenn
það að reyna að koma
höggi á andstæðinginn
undir því yfirskyni að
þeir séu að láta frjálsar
skoðanir í ljós og oftar
en ekki er ýmislegt látið
vaða sem særir. Það
særir ekki bara þann
sem fyrir verður heldur
vini, fjölskyldu og börn.
Stundum ganga stjórn-
málamenn það langt að
embættismenn verða
ítrekað fyrir aðkasti án
þess að þeir síðarnefndu geti hönd
yfir höfuð sér borið.
Sér barnið þitt hvað þú skrifar
um náungann á samskiptamiðlum
eins og fésbók? Getum við leyft
okkur að skrifa hvað sem er, jafn-
vel í reiði og réttlætt það? Eru fúk-
yrði skoðun? Er dónaskapur túlk-
un? Hugsum áður en við tjáum
okkur.
Árið er 2012 og einelti er sam-
félagslegur fjandi sem við þurfum
að útrýma!
Sér barnið
þitt hvað þú
skrifar um
náungann á
samskipta-
miðlum eins
og fésbók?
Einelti, samfélagslegur fjandi!
Þegar sameiningartákn þjóðar-innar sat á Bessastöðum gaf
þingið sjávarauðlind þjóðarinn-
ar, tók verðtryggingu af launum
en ekki skuldum, einkavinavæddi
ríkisbankana og svo má lengi telja.
Okkur leið vel með táknrænan for-
seta. En þegar við kjósum til emb-
ættisins í sumar skulum við samt
spyrja hvort okkur liði ekki betur
í dag hefði forsetinn skotið þessum
málum til þjóðarinnar. Við værum
eflaust með réttlátara fiskveiði-
kerfi, verðtryggingin væri án efa
minningin ein og hér hefði mögu-
lega ekki orðið bankahrun, eða í
það minnsta ekki jafn stórt.
Kjósendur eru hluti
löggjafarvaldsins
Á meðan að greiðasta leiðin til að
komast á þing er með stuðningi
sérhagsmunaaðila munu fæstir
þingmenn vera fulltrúar almenn-
ings. Minnihlutahópar þurfa að
sjálfsögðu vörn fyrir ofríki meiri-
hlutans, svo fulltrúalýðræði hefur
sína kosti, en þegar þingið þóknast
sérhagsmunum og setur lög gegn
almannahag þá þarf almenningur
að grípa fram fyrir hendurnar á
Alþingi.
Stjórnarskráin heimilar forset-
anum að aðstoða almenning til
þess, en það er misskilningur að
hann hafi neitunarvald. Við synjun
forseta á lagafrumvarpi „fær það
engu að síður lagagildi, en leggja
skal það þá svo fljótt sem kostur
er undir atkvæði allra kosningar-
bærra manna í landinu til sam-
þykktar eða synjunar“ eins og segir
í 26. grein stjórnarskrárinnar. Það
eru kjósendur sem hafa neitunar-
valdið. Kjósendur í landinu eru
hluti af löggjafarvaldinu. En þeir
þurfa að treysta á að forsetinn virki
þetta vald þeirra, að hann skjóti
málum í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Málskotsrétturinn
veitir Alþingi aðhald
Hvort sem okkur líkar það betur
eða verr þá mun stór hluti kjós-
enda halda áfram að skora á for-
setann að beita málskotsréttinum.
Forseti sem í framtíðinni er tregur
til að skjóta málum til þjóðarinn-
ar mun sundra henni en ekki sam-
eina. En málskotsréttur forsetans
getur verið sameiningarafl. Hann
veitir Alþingi aðhald við lagasetn-
ingu. Hann þrýstir á þingið að vera
samstiga þjóðinni í stórum málum.
Málskotsrétturinn getur því verið
afl sem betur sameinar hagsmuni
þings og þjóðar.
Þing sem er meira
samstiga þjóðinni
Í lok júní getum við kosið forseta
sem á að sameina þjóðina með því
að stappa í okkur stálið frá hliðar-
línunni; á meðan hagsmunir þings
og þjóðar reka áfram í sundur; á
meðan hunsaðar kröfur kjósenda
um málskot verða háværari. Eða
við getum kosið forseta sem finnst
sjálfsagt að við kjósendur fáum
færi á að gefa lagafrumvörpum
þingsins rauða spjaldið; forseta sem
þingið veit að stendur með þjóðinni
þegar hagsmunagjá myndast þar á
milli; forseta sem sameinar þann-
ig hagsmuni þings og þjóðar að við
getum spilað betur saman sem liðs-
heild. Mætum á kosningavöllinn og
styðjum málskotsréttinn til sigurs.
Sameiningarafl þjóðarinnar
Forsetaembættið
Jón Þór
Ólafsson
starfsmaður á plani
Forseti sem í
framtíðinni er
tregur til að skjóta mál-
um til þjóðarinnar mun
sundra henni …
Einelti
Héðinn
Sveinbjörnsson
rekstrarstjóri
Frostaskjóls
Samfélagsstyrkir
Landsbankans
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Landsbankinn veitir 10 milljónir króna í samfélagsstyrki,
til 20 verkefna í fyrri úthlutun fyrir árið 2012.
Nánari upplýsingar á landsbankinn.is.
Umsóknarfrestur til 4. júní.
ÓDÝRASTI
ÍSINN
Í BÓNUS
Á ÞRIÐJA HUNDRAÐ EURO SHOPPER
VÖRUTEGUNDIR Í BOÐI
398 kr.
12 stk.
498 kr.
8 stk.
298 kr.
3 stk.