Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.06.2012, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 02.06.2012, Qupperneq 76
KYNNING − AUGLÝSINGSumar á Norðurlandi LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 20126 Á listanum yfir það sem er ómissandi að gera á Norður-landi er að sjálfsögðu heim- sókn í Vatnajökulsþjóðgarð. Þjóð- garðurinn er víðfeðmur og nær yfir tæp þrettán prósent landsins. Honum er skipt í fjögur svæði og á norðursvæðinu má meðal annars finna náttúruperlur eins og Öskju, Herðubreiðarlindir, Dettifoss og Ásbyrgi. Dettifoss og Mývatn Dettifoss er aflmesti foss Íslands. Hann er 44 metra hár og rúm- lega hundrað metra breiður og er í Jökulsá á Fjöllum sem er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Hann þarf að skoða þegar Norðurlandið er heimsótt. Í Mý vatnssveit og nágrenni er fjöldi náttúruperla, til dæmis Dimmuborgir, Höfði, Námafjall og margt fleira. Eldgígar og eldfjöll móta landslag Mývatns sveitar og frægar eldstöðvar eru þar margar, til dæmis Kraf la og Hver fell. Í kringum Mý vatn er mikið af fjöllum sem eru kjörin til að ganga á. Ekki má svo gleyma að nefna Jarðböðin við Mývatn. Flúðasiglingar fyrir spennuþyrsta Þeir sem vilja smá spennu geta farið í flúðasiglingu niður Jökuls- á vestari eða austari. Ferðirnar eru mjög vinsælar og hægt er að velja um mismunandi ferðir eftir því hvað hentar hverjum. Fyrir yngstu og elstu meðlimina hentar að fara á Blöndu en það er tilvalin skemmtun fyrir fjölskyldur með ung börn. Þeir sem eru tólf ára og eldri geta farið á vestari Jökulsá og sú austari er fyrir þá sem eru átján ára og eldri og langar að reyna meira á sig. Reyndir leiðsögumenn eru með í öllum flúðasiglingunum. Söfn á hverju strái Mikill fjöldi safna er á Norðurlandi. Sem dæmi má nefna söfn eins og Textílsafnið á Blönduósi, Síldar- minjasafnið á Siglufirði, Náttúru- gripasafn Fjallabyggðar á Ólafs- firði, Selasetrið á Hvammstanga, Vesturfarasetrið á Hofsósi, Byggða- safnið Hvoll á Dalvík, Safnahúsið á Húsavík, Flugsafnið á Akureyri, auk fjölda byggðasafna og lista- safna. Hvalir og selir Hvalaskoðunarferðir aukast sífellt og er nánast skylda fyrir þá sem heimsækja Norðurland að fara í eina slíka ferð. Norðurlandið er eitt besta hvala skoðunar svæði landsins og þar má sjá fjölda hvalategunda svo sem hrefnur, höfrunga, hnúfubaka og jafnvel steypireyðar leika sér við báts- hliðina. Það er ekki síður skemmtilegt að skoða seli og hvergi er betra að skoða þessi fallegu dýr en í þeirra náttúrlega umhverfi. Selasetur Ís- lands er á Hvammstanga og þar er hægt að fræðast um allt sem við- kemur selum. Að sjálfsögðu verða gestir Norður lands að gera vel við sig í mat og drykk því í fjórðungnum er ógrynni veitingastaða og kaffi- húsa sem bjóða upp á dýrindis veitingar og kósíheit. Ómissandi á Norðurlandi Á vefsíðunni Nordurland.is má finna mikið af alls kyns upplýsingum um landsfjórðunginn. Þar má til dæmis finna lista yfir það sem þykir ómissandi að gera þegar Norðurland er sótt heim. Á listanum eru meðal annars fjöldi náttúruperla, hvalaskoðanir og fleira. Flúðasiglingar eru tilvaldar fyrir þá sem langar að upplifa ævintýri. Hægt er að velja milli nokkurra áa eftir því hverjir ætla með, Jökulsá austari hentar þeim sem eru átján ára og eldri. Vestari er fyrir þá sem eru orðnir tólf ára og Blanda hentar fjölskyldum með ung börn. NORDIC PHOTO/GETTY Hvalaskoðunarferðir eru orðnar ein vin- sælasta afþreying ferðamanna sem koma hingað til lands. Norðurlandið hentar einstaklega vel til þess konar ferða. Nauðsynlegt er að fara og skoða seli í sínu náttúrulega umhverfi og einnig má kynna sér þessi fallegu dýr nánar á Selasetrinu á Hvammstanga. Dettifoss er aflmesti foss landsins. Það er ómissandi að skoða fossinn þegar Norðurland er sótt heim. MYND/VILHELM Eitt merkilegasta og fallegasta náttúrugripasafn landsins er Fuglasafn Sigurgeirs sem stendur við Mývatn. Safnið á um 330 uppstoppaða fugla og um 500 egg. Í sýningarsalnum sjálfum eru sýnd 280 fuglar og 300 egg. Pétur Bjarni Gíslason, safnstjóri Fuglasafnsins, segir safnið búa yfir öllum uppstoppuðum ís- lenskum varpfuglum utan tveggja fugla. „Við höfum haförn að láni frá Náttúrufræðistofnun og síðan vantar okkur alltaf þórshanann. Annars má finna alla íslenska varpfugla á safninu.“ Fugla safnið var byggt til minningar um Sigur- geir Stefáns son sem lést af slys förum árið 1999. Sigur geir byrjaði snemma að safna eggjum og að stoppa upp fugla. Pétur segir það vera sérstakt við fuglasafnið að lítið sé um skotinn fugl. „Það vissu allir í sveitinni af þessari ástríðu Sigurgeirs. Ef ein- hver í sveitinni fann dauðan fugl var hringt í hann og spurt hvort hann vildi eiga fuglinn. Hann átti fulla frystikistu af dauðum fuglum og stoppaði upp eftir efnum.“ Aðsóknin hefur verið ágæt að sögn Péturs og safnið vel sótt af Íslendingum. „Fuglaskoðun er kannski ekki algengasta áhuga- mál Íslendinga og mörgum þykir kannski ekki spennandi kostur að kíkja á fuglasafn við Mývatn. Svo þegar inn er komið gengur erfiðlega að draga gesti út, svo skemmtilegt þykir þeim safnið. Gestum finnst fuglasafnið allt öðruvísi en það bjóst við og það fer yfirleitt langt fram úr væntingum gesta, bæði innlendra og erlendra.“ Í júní hefjast daglegar skoðunarferðir frá safn- inu í samstarfi við ýmsa ferðaþjónustuaðila. „Við munum einnig bjóða upp á spennandi fuglaskoð- unarpakka í samstarfi v ið f leiri ferðaþjónustu aðila. Ferðirnar standa yfir í þrjá til fimm daga og við stílum inn á Mý- vatnsveitina og norður á Langa- nes.“ Pétur segir mögulegt að sjá 94-96% íslenskra fugla í ferðum á þessu svæði. „Besti tíminn til að skoða fuglana er frá miðjum apríl fram í mánaðarmót maí og júní. Þetta er yfirleitt frekar ró- legur tími í ferða þjónustunni og því kærkomin viðbót.“ Fuglaparadís Stærsta fuglasafn landsins stendur við Mývatn. Safnið hefur vakið mikla athygli og farið langt fram úr væntingum gesta. Pétur Bjarni Gíslason safnstjóri. Fuglasafn Sigurgeirs stendur við Mývatn. MYND/ÚR EINKASAFNI www.rit.is „Árstíðirnar í garðinum“ er fimmta bókin í bókaflokknum Við ræktum, sem Sumarhúsið og garðurinn gefur út. Höfundur er Vilmundur Kip Hansen garðyrkju- og þjóðfræðingur, einn þekktasti penni í garðyrkju á Íslandi. Ljósmyndir Páls Jökuls Péturssonar úr íslenskum görðum prýða bókina. Í bókinni er fjallað um garðverkin og fjölda plantna, hvort sem um er að ræða sumarblóm, haustlauka, grænmeti, laukjurtir, fjölda kryddtegunda, sígræn og lauffellandi tré og runna, úrval ávaxtatrjáa og berjarunna. VIÐ RÆKTUM Bókaklúbburinn Við ræktum var settur á laggirnar vorið 2005 þegar fyrsta bókin kom út, Garðurinn allt árið. Árstíðirnar í garðinum er fimmta bókin í flokknum, en einnig hafa komið út bækurnar Lauftré á Íslandi, Barrtré á Íslandi og Matjurtir. Félagar í bókaklúbbnum fá bækurnar á betra verði. Skráning í bókaklúbbinn er í síma 578 4800 eða á www.rit.is H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ö n n u n u n Önnur prentun komin út stærri og endurbætt útgáfa Alíslensk garðyrkjubók
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.