Fréttablaðið - 02.06.2012, Page 78

Fréttablaðið - 02.06.2012, Page 78
KYNNING − AUGLÝSINGSumar á Norðurlandi LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 20128 BYGGIR Á GAMALLI HEFÐ Bjórinn Kaldi á sér ekki langa sögu en hefur slegið rækilega í gegn hjá landsmönnum. Hann er framleiddur átappaður á Árskógssandi í Eyjafirði. Bjórinn Kaldi er bruggaður í Bruggverksmiðjunni á Ár- skógssandi í Eyjafirði. Upphaf framleiðslunnar má rekja til ársins 2005 en hugmyndin kviknaði eftir að hjónin Agnes Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson sáu frétt í sjónvarpinu frá lítilli bruggverksmiðju í Danmörku. Viku seinna voru þau komin til Danmerkur að skoða kaup á bruggverksmiðju. Verksmiðja var reist á Árskógs- sandi, bruggtæki keypt og fyrsta átöppunin fór fram 28. september 2006. Bjórinn er bruggaður eftir gamalli tékk- neskri hefð sem rakin er til ársins 1842. Agnes og Ólafur fengu til liðs við sig tékkneska bruggmeistarann David Masa sem er bruggmeistari í fjórða ættlið með níu ára bruggnám á bakinu. Það var því vandað til verka frá upphafi enda hefur bjórinn notið mikilla vinsælda hjá landsmönnum. Verksmiðjan hefur stöðugt verið að stækka og auka framleiðsluna eftir því sem vinsældir bjórsins hafa aukist. Í upphafi var gert ráð fyrir 170 þúsund lítra framleiðslu á ári en fljótlega var ákveðið að bæta við gerjunartönkum og auka framleiðsluna upp í 300 þúsund lítra. Árið 2008 stækk- aði verksmiðjan enn frekar og er framleiðslugetan um 500 þúsund lítrar á ári. Kaldi framleiðir alls átta tegundir af bjór en þrjár af þeim eru árstíðabundnar; jóla-, páska- og þorrabjór. FALLEGIR FOSSAR Á NORÐURLANDI Fjölmargir fossar eru á Norðurlandi sem vert er að skoða. Fyrst ber að nefna Dettifoss sem talinn er vera aflmesti foss Evrópu. Hann er 44 metra hár og rúmlega 100 metra breiður og er í Jökulsá á Fjöllum. Fyrir neðan hann eru Jökulárgljúfur sem eru ein hrikalegustu gljúfur landsins. Vegurinn að Dettifossi er fær öllum bílum að sumri til en lokast í byrjun október. Hann opnar svo aftur í lok maí. Selfoss er einnig í Jökulsá, um einn kílómetra sunnan við Dettifoss og er vel þess virði að ganga að honum. Þriðji fossinn í Jökulsá á fjöllum er Hafragilsfoss sem er tvo og hálfan kílómetra norðan við Dettifoss. Goðafoss er í Skjálfanda- fljóti í Barðadal. Hann er tólf metra hár og 30 metra breiður og meðal stærstu fossa landsins. Goðafoss er stutt frá þjóðvegi eitt og auðsjáanlegur þeim sem eiga leið hjá. Aðrir fallegir fossar á Norðurlandi eru meðal annars Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti sem talinn er vera einn fegursti foss fljótsins og Barnafoss. EIN MEÐ ÖLLU Á AKUREYRI Davíð Rúnar Gunnarsson, skemmtanastjóri Sjallans og stjórnarmaður í Vinum Akur- eyrar, segir hátíðina Eina með öllu um verslunarmannahelgina vera sniðna fyrir fjölskyldufólk. „Við stílum inn á að fólk komi hérna með börnin sín og gisti á tjaldsvæðum eða gistihúsum og njóti þess að dvelja á Akur- eyri.“ Í miðbænum verður stórt svið með skipulagðri dagskrá frá hádegi til miðnættis alla helgina þar sem fram koma ýmsir listamenn. Einnig verða hefðbundin tívolítæki, litbolti, gokart auk þess sem leikhópur- inn Lotta mætir á svæðið. „Svo eru skemmtistaðir bæjarins með glæsilega dagskrá sem tekur við á kvöldin. Páll Óskar mun troða upp og Sálin hans Jóns míns. Á sunnudagskvöldið eru svo sparitónleikar á túninu fyrir neðan leikhúsið með tónleikum, brekkusöng og flugeldasýningu á miðnætti.“ FLUG EÐA BÍLL FLUGFELAG.ISEINFALT REIKNINGSDÆMI JÁ, ÞAÐ BORGAR SIG! Við hjá Flugfélagi Íslands viljum ekki horfa niður á þá sem aka á milli en í 18.000 feta hæð er stundum erfitt að komast hjá því. Á Íslandi var ekki til neitt sem hét bein leið áður en flugið kom til sögunnar og þegar allt kemur til alls þá borgar sig frekar að fljúga beint en keyra krókaleiðir. Komdu um borð. Við erum með heitt á könnunni. *Skv. töflu FÍB; bifreið í 3.350.000 kr. verðflokki: 31,33 kr. á km. FRÁ 7.990 kr. FRÁ 15.209 kr. RE YKJAVÍK AKU R E Y R I MIÐI = 7.990 kr. BLÖÐ KAFFI ELDSNEYTI = 11.968 kr. * KAFFI = 245 kr. PYLSA = 310 kr. PYLSA = 310 kr. GOS = 240 kr. ÍS = 395 kr. GÖNGIN = 1.000 kr. RÚÐUPISS = 741 kr.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.