Fréttablaðið - 02.06.2012, Síða 92
2. júní 2012 LAUGARDAGUR56
Hvað heitir þú fullu nafni og
hvað ertu gömul? Ég heiti Chloe
Lang og ég er 10 ára gömul.
Hvaðan ertu? Ég á heima í
Connecticut í Bandaríkjunum.
Áttu einhver systkini? Já, ég á
eina systur og einn bróður. Þau
eru bæði eldri en ég.
Hvenær komstu til Íslands og
hvernig líður þér hér? Ég kom
til Íslands snemma í apríl. Mér
finnst Ísland fallegt.
Kom einhver með þér að
heiman? Já, ég er hérna með
mömmu minni og svo á ég von
á gestum.
Gengur þú í skóla á Íslandi,
á meðan þú býrð hér? Nei, ég
geng ekki í íslenskan skóla.
Ég er með einkakennara sem
kemur og kennir mér hérna á
„settinu“.
Hlakkar þú til að sjá þig í
sjónvarpinu í hlutverki Sollu
stirðu? Já, ég er mjög spennt. Ég
get ekki beðið eftir að sjá fyrsta
þáttinn.
Hefur þú lengi verið leik-
kona? Ég hef verið að leika und-
anfarin tvö ár.
Ætlar þú að verða leikkona í
framtíðinni líka? Ég vonast eftir
því að geta haldið áfram að leika
þegar ég verð eldri. Ég elska
það, það er ótrúlega gaman.
Hvaða önnur framtíðarplön
hefur þú? Mér þætti gaman að
læra meira um listir. Svo lang-
ar mig líka til að halda áfram að
dansa.
Hvaða íþróttir eru í upp-
áhaldi hjá þér? Mér finnst mjög
gaman í fótbolta, körfubolta og
hafnabolta.
Hvað fleira þykir þér gaman
að gera? Mér finnst gaman að
syngja, dansa, leika og mála.
Horfir þú sjálf á Latabæ? Já,
ég horfði á Latabæ þegar ég var
yngri og geri það enn.
Hver af Latabæjarkarakter-
unum þykir þér skemmtilegast-
ur? Ég held ég segi Siggi sæti,
vegna þess að hann er alltaf
glaður, alltaf spenntur og er allt-
af samkvæmur sjálfum sér. En
mér finnast allar persónurnar
frábærar.
krakkar@frettabladid.is
56
Ég vonast eftir
því að geta
haldið áfram að leika
þegar ég verð eldri.
Ég elska það, það er
ótrúlega gaman.
Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is
Það ætti að teljast til sjálfsagðra
mannréttinda að fá svalandi ís á
heitum sumardögum. Stundum
má maður það samt ekki og
oftast má heldur ekki fá fleiri en
einn. Þetta er frekar fúlt, þegar
mann langar helst til að borða
tíu stykki á einu bretti. Eitt gott
ráð til að snúa á þessi boð og
bönn er að búa til sinn eigin ís
úr meinhollum ávöxtum. Hér er
ofur einföld uppskrift að kíví-
klaka sem svalar, hressir, kætir
og bætir.
1. Takið nokkur kíví, flysjið
þau og skerið í um það bil
eins sentímetra þykka bita.
2. Bræðið nokkra bita af suðu-
súkkulaði (þessu má líka
alveg sleppa).
3. Takið tréprik og stingið í
kívíið. Tréspýtur á borð við
þessa á myndinni fást í
apótekum.
4. Dýfið kívíinu ofan í súkku-
laðið.
5. Leggið á flatan disk og
skellið í frysti.
6. Takið út um það bil einni
klukkustund síðar.
7. Borðið og njótið!
Svo má skipta út ávöxtunum
til að hafa úrvalið fjölbreytt-
ara. Það er til dæmis sniðugt
að nota vínber. Þau eru lygilega
góð þegar þau eru frosin og svo
er líka skemmtilegt að borða
dúkkufrostpinna.
Frostpinni fyrir alla, börn, konur og kalla
NÝ SOLLA Í LATABÆ
Chloe Lang heitir hin tíu ára bandaríska leikkona sem leikur Sollu stirðu í næstu seríu
sjónvarpsþáttanna um Latabæ, sem nú er verið að taka upp. Chloe er mikil íþrótta-
kona sem elskar að syngja og dansa. Hún er spennt að sjá sjálfa sig á skjánum.
Chloe Lang er stödd hér á landi til að taka upp næstu seríu af sjónvarpsþáttunum
um Latabæ, þar sem hún er í hlutverki Sollu stirðu, sem heitir reyndar Stephanie á
ensku. MYND/LAZY TOWN
Á VEFSÍÐUNNI WWW.EMMA.IS má nú sækja tvær nýjar barnabækur
eftir Arnheiði Borg, Tobba töffara og Töfra tilverunnar. Á sama stað er að finna
nokkrar eldri bækur eftir sama höfund. Bækurnar er að finna undir flokknum
Léttlestrarefni og þeim má hlaða niður endurgjaldslaust, fyrst um sinn.
Fróðleiksmolar úr prófum:
Spurning: Hverjar eru fjór-
ar helstu atvinnugreinar
manna?
Svar: Samlagning, frádráttur,
margföldun og deiling.
Spurning: Hvar eru Breta-
konungar krýndir?
Svar: Á höfuðið.
Af hverju er nauðsynlegt að
læra sögu?
Svar: Svo maður viti eitthvað
um afkomendur sína.
Segðu frá því sem þú veist
um hina síðustu kvöldmál-
tíð.
Svar: Ég var ekki þar, ég lá í
flensu.
Á Vísi er hægt að horfa
myndskreyttan upplest
úr þessum sígildu
ævintýrum.
Hlustaðu á Dísu ljósálf
og Alfinn álfakóng á Vísi
á
ur
Ævintýrið um Dísu ljósálf kom fyrst út á íslensku árið 1928
í þýðingu Árna Óla og hefur margsinnis verið endurprentað.
Dísa ljósálfur er ein klassískra sagna hollenska meistarans
G.T. Rotman, sem fylgt hafa íslenskum börnum í tugi ára.