Fréttablaðið - 02.06.2012, Qupperneq 113
LAUGARDAGUR 2. júní 2012 77
FÓTBOLTI Brendan Rodgers var
í gær ráðinn knattspyrnustjóri
Liverpool en hann tekur við starf-
inu af Kenny Dalglish sem var
rekinn í lok leiktíðar.
Hinn 39 ára gamli Rodgers lofar
því að skila árangri og loks Eng-
landsmeistaratitlinum á Anfield.
„Ég lofa því að ég mun berjast
fyrir lífi mínu og fyrir allt fólkið
í borginni. Liðið er ekki í stakk
búið til þess að vinna titilinn núna
en undirbúningur að því að vinna
titilinn hefst í dag,“ sagði Rodgers
sem ku hafa skrifað undir þriggja
ára samning. Forráðamenn Liver-
pool hafa augljóslega mikla trú á
Rodgers enda greiddu þeir Swan-
sea 7 milljónir punda til þess að fá
hann.
„Ef menn ná árangri hjá félag-
inu þá verða þeir lengi hérna. Það
er mitt markmið. Auðvitað snýst
allt á endanum um úrslit og þróun
liðsins. Ég er mjög stoltur og er
lánsamur að fá tækifæri til þess
að stýra þessu félagi.“
Rodgers vildi ekki að félagið
myndi ráða yfirmann knatt-
spyrnumála. Þess í stað var sett á
fót nefnd sem mun í samráði við
Rodgers taka ákvarðanir um leik-
mannamál og annað slíkt.
„Ég veit að sumir stuðnings-
mannanna efast um mig en ég von-
ast til þess að ávinna mér virðingu
þeirra með tíð og tíma.“
Samkvæmt heimildum BBC var
líka samkomulag á milli Liverpool
og Swansea að Liverpool myndi
ekki kaupa leikmenn af Swansea
næsta árið. Það útilokar þó ekki
Gylfa Þór Sigurðsson sem er leik-
maður Hoffenheim.
- hbg
Hinn 39 ára gamli Brendan Rodgers á að rétta Liverpool-skútuna við:
Ég mun berjast fyrir lífi mínu
MÆTTUR Á ANFIELD Rodgers var kynntur til leiks á hefðbundinn hátt í gær.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Knattspyrnusamband
Evrópu, UEFA, hefur lengt leik-
bann Johns Terry, fyrirliða Chel-
sea, í Meistaradeildinni og hann
mun því missa af fyrstu tveim
leikjum liðsins í deildinni næsta
vetur.
Terry var í banni í úrslita-
leiknum eftir að hafa fengið rautt
spjald í seinni undanúrslitaleikn-
um á móti Barcelona. Samkvæmt
aganefnd UEFA gerðist Terry
sekur um ofbeldisfulla hegðun
þegar hann setti hnéð í bak Alex-
is Sanchez.
Terry má áfrýja úrskurðinum en
ekki liggur fyrir hvort hann geri
það. - hbg
Knattspyrnusamband Evrópu:
Terry dæmdur
í lengra bann
FÓTBOLTI Það búast flestir
fótbolta spekingar við því að
Þýskaland vinni Evrópumeist-
aratitilinn í sumar en það vita
kannski færri að Þýskaland verð-
ur með yngsta hópinn í keppn-
inni. Þjálfarar liðanna sextán
hafa nú allir tilkynnt inn EM-
hópa sína og þá kemur í ljós að
Þjóðverjar hafa aldrei farið með
yngra lið í úrslitakeppni EM.
Meðalaldur þýska hópsins er
24,5 ár en hann var 25,0 á HM
í Suður-Afríku fyrir tveimur
árum. Joachim Löw tók að þessu
sinni inn unglinga eins og Mario
Götze, Andre Schurrle og Ilkay
Gundogan og valdi þá í stað eldri
manna. Pólverjar eiga næst-
yngsta liðið (25,1) og Englend-
ingar, sem voru með elsta liðið á
HM 2010, eru nú í þriðja sæti en
meðalaldur enska liðsins er 26,04
ár. Írar eru aftur á móti með
elsta hópinn en meðalaldur hans
er 28,35 ár eða pínulítið eldri
en hópur Rússa (28,34) og Svía
(28,30).
Hollendingurinn Jetro Willems
(18 ára síðan í mars) er yngst-
ur allra leikmanna en sá elsti er
gríski markvörðurinn Kostas
Chalkias sem er 38 ára. - óój
Yngstu hóparnir á EM :
1. Þýskaland 24,52 2. Pólland 25,13
3. England 26,04 4. Danmörk 26.57
4. Frakkland 26.65 6. Spánn 26.78
Elstu hóparnir á EM:
16. Írland 28,35 15. Rússland 28.34
14. Svíþjóð 28,30 13. Ítalía 27,91
12. Úkraína 27,30 11. Tékkland 27,26
EM í fótbolta í sumar:
Þjóðverjar með
yngsta liðið
MARIO GÖTZE Verður 20 ára á morgun
og er yngstur í þýska liðinu.
NORDICPHOTOS/GETTY Ágætu vinir!
Ég er uppseldur og því staddur
í Búðardal þessa dagana en
kem aftur í næstu viku.
Ég þakka ykkur fyrir frábærar
viðtökur. Hefði aldrei trúað
því að svona ljótur ostur yrði
svona vinsæll. Ég er meyr og
mjúkur. Þakka ykkur.
LjóturYkkar
Aðdáendur
nær og fjær