Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.07.2012, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 14.07.2012, Qupperneq 4
14. júlí 2012 LAUGARDAGUR4 SJÁVARÚTVEGUR Heimilt verður að veiða 195.400 tonn af þorski á fiskveiðiárinu 2012/13. Það er aukning um tæp 20 þús- und tonn, en aflamark á yfirstandandi fiskveiðiári nam 177.000 tonnum. Ákvörð- unin er í samræmi við ráðgjöf Hafrann- sóknarstofnunar sem kynnt var í síðasta mánuði. Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra sjávarútvegsmála, kynnti í gær ákvörð- un sína um heildaraflamark. Hann seg- ist mjög sáttur við niðurstöðuna og sér- staklega það hve þorskstofninn sé í góðu standi. Hann vonast til þess að 250 þús- und tonna markið náist innan tíðar. „Þetta er afrakstur af ströngum ákvörðunum og sýnir árangur þess að hafa sjálfbæra nýtingu í öndvegi.“ Steingrímur vonast til að verðmætaaukning á næsta fiskveiðiári nemi um 10 milljörðum króna. „Þetta er veruleg búbót fyrir greinina og á að hjálpa henni að ráða enn betur en ella við veiði- gjaldið.“ Ástand ýsustofnsins er slæmt vegna nýliðunarbrests undanfarinna ára. Leyfi- legur heildarafli hennar verður 36 þúsund tonn, en var 45 þúsund tonn í fyrra. - kóp Vonast til að verðmætaaukning í fiskveiðiafla hjálpi útgerðinni við að ráða betur við veiðigjaldið: Mega veiða tæp 200 þúsund tonn af þorski STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON GENGIÐ 13.07.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 220,0518 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,68 129,3 198,8 199,76 157,01 157,89 21,106 21,23 21,11 21,234 18,303 18,411 1,6236 1,633 192,98 194,14 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is SÝRLAND, AP Uppreisnarmenn í Sýrlandi segja að stjórnarher- inn hafi drepið á þriðja hundrað manns í bænum Tremseh í Hama- héraði í Sýrlandi á fimmtudag. Ef rétt reynist var gærdagurinn því einn sá blóðugasti í borgarastyrj- öldinni í landinu. Mismunandi fréttir bárust af árásinni í gær, en erfitt er að sannreyna fréttir þar sem erlendir blaðamenn fá ekki að starfa frjálsir í landinu. Upp- reisnarmenn segja að stjórnar- herinn hafi látið sprengjum rigna yfir bæinn úr lofti og í kjölfarið hafi árásarmenn á vegum stjórn- valda farið inn í bæinn og skotið og stungið fólk til bana. Yfirmaður eftirlitssveitar Sam- einuðu þjóðanna í landinu, Robert Mood, kenndi stjórnvöldum um árásina. Hann sagði fréttamönn- um í Damaskus að hópur eftir- litsmanna hefði verið í um fimm kílómetra fjarlægð frá árásinni. Þeir hefðu staðfest sprengjur úr lofti og mikla skothríð og vopna- notkun. Eftirlitsmennirnir 300 sem eru í landinu geta nánast ekkert athafnað sig lengur vegna sívaxandi ofbeldis. Myndbönd hafa verið sett á netið sem eiga að sýna lík fólks sem var drepið í árásinni á Tremseh. Misjafnt er hversu margir eru sagðir hafa fallið, en margir sem fréttamiðlar hafa rætt við segja töluna yfir 200. Sú tala hafði þó ekki enn verið studd með nafnalistum eða öðru í gær- kvöldi. Mannréttindasamtök sögðu fjöldann vera 160 manns, þar af tugir uppreisnarmanna. Stjórnvöld í Damaskus höfðu aðra sögu að segja. Þau segja yfir 50 manns hafa látið lífið þegar stjórnarherinn lenti í átökum við vopnuð gengi hryðjuverkamanna sem hefðu ráðist á þorpsbúa. Kofi Annan, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna og Araba- bandalagsins í málefnum Sýr- lands, sagðist hneykslaður á frétt- unum af morðunum. Hann sagði gríðarlega brýnt að ofbeldinu og hrottaskapnum linnti. Talið er að um sextán þúsund manns hafi látið lífið í Sýrlandi frá því að uppreisnin gegn Bas- har al-Assad forseta hófst í mars í fyrra. thorunn@frettabladid.is Mestu fjöldamorðin frá upphafi átaka Uppreisnarmenn og mannréttindasamtök segja hundruð hafa látist í árásum sýrlenska stjórnarhersins á bæinn Tremseh á fimmtudag. Kofi Annan, sérstakur erindreki SÞ, segist hneykslaður og að nauðsynlegt sé að ofbeldinu linni strax. FRÁ TREMSEH Þessi mynd er sögð sýna fórnarlamb árásarinnar í Tremseh á fimmtu- dag. Um 200 manns féllu að sögn uppreisnarmanna. Stjórnvöld segja mannfallið um 50 manns. FRÉTTABLAÐIÐ/AP eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi hafa lítið getað athafst vegna þess hversu ofbeldi færist í aukana í landinu. 300 Heildaraflamark 2012/13 Tegund Lestir Þorskur 195.400 Gullkarfi 45.000 Djúpkarfi 10.000 Ýsa 36.000 Ufsi 50.000 Grálúða 14.700 Steinbítur 8.500 Skrápflúra 200 Tegund Lestir Skarkoli 6.500 Sandkoli 800 Keila 6.400 Langa 11.500 Þykkvalúra 1.400 Skötuselur 1.800 Langlúra 1.100 Humar 1.900 Íslensk sumargotsíld 64.000 VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 32° 28° 18° 19° 19° 21° 17° 17° 25° 18° 32° 28° 32° 19° 21° 20° 19°Á MORGUN Strekkingur með A- ströndinni, annars hægur vindur eða hafgola. MÁNUDAGUR Hægviðri eða hafgola víða um land. 16 17 13 1516 18 16 15 14 14 14 14 14 13 1311 9 12 14 16 11 6 8 3 4 3 3 33 3 6 4 ÞURRT ÁFRAM Með þeirri undan- tekningu að á morgun gæti rignt um tíma allra aust- ast á landinu lítur út fyrir þurrviðri fram eftir næstu viku og jafnvel lengur. Hiti breytist lítið og vindur verður að mestu leyti hægur nema þar sem hafgolu gætir. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður SJÁVARÚTVEGUR Umhverfisráð- herra hefur úrskurðað að fyrir- hugað laxeldi Arnarlax, sem nýverið fékk rekstrarleyfi fyrir 3.000 tonna laxeldi í Arnarfirði, sé háð umhverfismati. Í apríl í fyrra hafði Skipulags- stofnun hins vegar ákveðið að laxeldið væri ekki bundið slíku mati. Fjarðarlax, sem einnig er með laxeldi í Arnarfirði, kærði þá ákvörðun Skipulagsstofnunar þar sem Fjarðarlaxmenn töldu að fyrirhugað laxeldi Arnarlax gæti haft sammögnunaráhrif, það er að segja verið ögrun við uppvöxt annarra laxa í firðinum. - jse Áform um laxeldi í Arnarfirði: Leyfið skal háð umhverfismati FISKELDI Í ARNARFIRÐI Tíu hafa leyfi fyrir fiskeldi í Arnarfirði. MYND/JÓN ÞÓRÐARSON Styrkja líkan af Þorláki ÁR 5 Bæjarráð Ölfuss hefur samþykkt beiðni Árna Johnsen fyrir hönd Þorláksbúðarfélagsins að greiða 300 þúsund króna styrk til gerðar líkans af Þorláki ÁR 5. Skilyrði fyrir styrknum er að líkanið, sem komið verður fyrir í Þorláksbúð við Skálholt, verði merkt sem gjöf frá sveitarfélaginu. SVEITARFÉLÖG ERLENT Íbúar á grísku eyjunni Ikaríu teljast með mestu lífslíkur í heimi. Þar er yfir eitt prósent eyjaskeggja eldri en 90 ára og einn af hverjum þremur getur búist við að geta fagnað níræðu. Gríski fréttavefurinn Ta Nea greinir frá því að íbúar Ikaríu þakki heilsuhreystina góðri fæðu. Ógrynni af grænmeti er ræktað á eyjunni og ólífuolía óspart notuð. Eyjaskeggjar ganga einnig mikið sem getur verið nokkur þraut þar sem margir búa í bröttum hlíðum. Eins lofa gamalmennin síðdegis- blundinn sem skipar nær heilagan sess í hugum eyjaskeggja. - jse Þriðji hver nær 90 ára aldri: Langlífið mest á grískri eyju SVEITARSTJÓRNARMÁL Kattavina- félag Íslands vill gera samkomu- lag við Kópavogsbæ varðandi óskilaketti í bænum. Á fundi bæjarráðs á fimmtudag lagði Ómar Stefánsson, fulltrúi Framsóknarflokks, hins vegar til að leitað yrði tilboða víðar en frá Kattavinafélaginu vegna geymslu, aflífunar og eyðingu óskilakatta. Bæjarráð vísar erindi Kattavina- félagsins til úrvinnslu hjá Heil- brigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis og óskaði jafn- framt eftir því að heilbrigðiseft- irlitið setti reglur um gjaldtöku vegna handsömunar og geymslu óskilakatta. - gar Vilja geyma ketti úr Kópavogi: Leiti tilboða í óskilakettina KÖTTUR Umstang fylgir óskilaköttum. Aflífa þarf hryssu Aflífa þarf vanhirta hryssu í Austur- umdæmi, að því er frá er greint á Vísi. is. Hjörtur Magnason héraðsdýra- læknir segir slíka vanrækslu ekkert einsdæmi, tilfellið sé það þriðja sem kemur inn á hans borð í sumar. DÝRAVERNDARMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.