Fréttablaðið - 14.07.2012, Page 16

Fréttablaðið - 14.07.2012, Page 16
14. júlí 2012 LAUGARDAGUR16 ÞRÍBLAÐANÆLAN OG PERLUR SEM FJALLKONAN Á AFRÉTTARSKARÐI BAR S umarið 2004 fundu tveir Seyðfirðingar tvær bronsnælur í stórgrýtis- urð norðan Vestdals- heiðar við Seyðisfjörð. Síðar kom í ljós að þar hvíldi ríkulega búin kona sem hafði borið beinin á tíundu öld. Skartið sem konan bar gerir fundinn ein- stakan í íslenskri fornleifafræði. Rannsóknir Sigurðar Bergsteins- sonar, fornleifafræðings og minja- varðar Norðurlands eystra, hafa nú leitt í ljós að kona sem fannst í víkingagröf í Noregi árið 1954 á margt sameiginlegt með „fjallkon- unni“ íslensku. Agnarsmár vegvísir Það voru þeir Ágúst Borgþórs- son og Unnar Sveinlaugsson frá Seyðisfirði sem rákust fyrstir á ummerki um konuna við Afréttar- skarð, en í næsta nágrenni lágu fornar gönguleiðir frá Seyðisfirði upp á Hérað og í Loðmundarfjörð. Unnar fann þríblaðanælu þegar þeir klöngruðust yfir urðina en stuttu seinna fann Ágúst það sem reyndist vera brjóstnæla. Við heim komuna höfðu þeir félagar samband við minjavörð Forn- leifaverndar ríkisins á Austur- landi sem samstundis staðfesti grun þeirra félaga að um merki- legar forn minjar væri að ræða. Nælurnar tvær, og aðrar þrjár sem síðar fundust, eru úr bronsi en fjórar þeirra voru gullhúðaðar og skreyttar þráðum úr silfri. Nokkrum dögum eftir fundinn gengu vísindamenn frá Fornleifa- vernd og hópur áhugamanna frá Akureyri, Seyðisfirði og Egils- stöðum upp að fundarstaðnum en Ágúst og Unnar vísuðu veginn. Fundarstaðurinn er gróðurlaus urð í 600 til 700 metra hæð yfir sjó. Klukkustundum saman var leitað í urðinni með skipulögðum hætti án árangurs, en þá fannst glerperla undir steini á stærð við títuprjónshaus sem reyndist verða góður vegvísir. Fjallkonan Glerperlan agnarsmáa beindi athygli hópsins að litlum skúta eða holu í kletti rétt ofan við upphaf- lega fundarstaðinn, en skútinn var að mestu hulinn skriðu. Ákveðið var að hefja uppgröft, þó menn væru vanbúnir tækjum og tólum, enda allra veðra von á heiðinni sem gætu spillt fundarstaðnum frekar en orðið var. Þennan fyrsta dag fundust fleiri nælur og mikill fjöldi af perlum, fjölbreytilegum að lit og lögun. Rannsókn næstu daga leiddi í ljós leifar mannabeina; höfuðbein, kjálka, tennur, upphandleggsbein, nokkur rifbein og hryggjarliði. Engin bein neðan mittis fundust. Um líkamsleifar konu var að ræða, sem hefur verið 18 til 25 ára þegar hún lét lífið. Hún var uppi á ára- bilinu 900 til 950. Hún var óvenju ríkulega búin eins og nælurnar fimm eru til marks um. Þær voru vel varðveittar og gæði hand- verksins áberandi mikil. „Það sem vakti mesta athygli var hins vegar sá mikli fjöldi perla sem fannst,“ segir Sigurður. „Þær voru á sjötta hundrað, en ummerki á fundarstaðnum benda til að þær hafi verið miklum mun fleiri. Þetta er merkilegt af því að fram til þess tíma höfðu alls fundist 600 perlur á Íslandi.“ Drottningin Hluti af rannsóknum Sigurðar, frá því að fjallkonan fannst fyrir aust- an, hefur verið að kanna hvort eitt- hvað hliðstætt hafi áður fundist; hvort einhverjar víkingagrafir á Norðurlöndum séu sambærilegar. Sigurður komst að því að nokk- ur dæmi eru um að fundist hafi grafir þar sem perlur voru all- margar, eða allt að því hundrað að tölu. Ein gröf var þó skýr undan- tekning þessa; gröf sem fannst á Fjallkonan átti sér norska systur Árið 2004 fundust leifar ríkulega búinnar konu frá víkingaöld. Fundur hennar er einstakur hér á landi en hún bar á sjötta hundr- að perla og annað skart. Nú er kominn í ljós annar sambærilegur fornleifafundur í Noregi og áleitnar spurningar hafa vaknað um hverjar konurnar voru. Svavar Hávarðsson komst að því að heimildarmynd er í smíðum sem varpar ljósi á einstakan fund. FUNDARSTAÐURINN Afdrepið í urðinni er ekki stórt. Þar fundust líkamsleifar konunnar, nælur og fjöldi perla. Tveimur nælum og perlum hafði hins vegar skolað frá skútanum, niður urðina og í lækinn sem rennur þar fyrir neðan. Því má fullyrða að konan bar mun fleiri perlur en þær sem hafa fundist. MYND/SIGURÐUR BERGSTEINSSON PERLUFJÖLD Alls fundust á sjötta hundrað perla. Flestar voru úr gleri og mjög smáar. Einnig fundust stærri glerperlur, perlur úr bergkristal, rafi og svokölluðu karneóli sem er hálfgegnsær rauðbrúnn glerhallur ættaður frá Indlandsskaga. Karneól var vinsælt skart í fornum menningarríkjum Miðjarðarhafsins og barst þaðan til Evrópu. Gler- perlur voru framleiddar víðs vegar um Evrópu á níundu og tíundu öld. MYND/ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Hagbardsholmen, rétt sunnan við Lófóten í Noregi árið 1954. Sam- svörunin felst í því að konan sú, sem er jafnan nefnd „ drottningin“ frá Hagbardsholmen, bar um ellefu hundruð perlur auk annarra góðra gripa. „Perlurnar tengja leifar þessara tveggja kvenna saman og einnig hversu ríkmannlega þær voru búnar að öðru leyti. Eins sú stað- reynd að þær voru uppi á sama tíma. Þetta er sá þráður sem ég er að eltast við,“ segir Sigurður. Kenningar En hverjar voru þessar konur? Hvaða ályktanir er óhætt að draga út frá því sem vitað er í dag? „Það sem ég er að gæla við er að þær hafi verið seiðkonur eða völvur. Það er lýsing á seiðkonu, eða spákonu, í Eiríks sögu rauða sem hét Þorbjörg lítilvölva. Það er margt í þeirri lýsingu sem er kunnuglegt,“ segir Sigurður. „Þá sérstaklega að hún bar fjöl- margar perlur, en hafa ber í huga að sú lýsing var skrifuð á 13. öld og tískustraumar þess tíma hafa örugglega smitast inn í frásögnina hvað margt annað varðar.“ Sigurður segir eðlilegt að álykta að konurnar hafi haft háa stöðu í þjóðfélaginu, en perlurnar benda til þess að ekki sé um venju- legar höfðingjakonur að ræða. Perluskrautið sé stöðutákn og staða þeirra í samfélaginu beri að skoðast í því ljósi. Vitneskja um seiðkonur, eða völvur, er hins vegar af skornum skammti, og er aðallega að finna í rituðum heim- ildum frá 13. og 14. öld. Þær segja okkur nokkuð en ljóst er að hlut- verk þeirra var að segja fyrir um óorðna hluti, enda var ásatrúin seiðmannstrú. Það sem vitað er um fjallkon- una íslensku er að hún var ung að árum. Hún ólst ekki upp á Íslandi, samkvæmt rannsóknum á efna- samsetningu í tönnum hennar. Eins að hún bar beinin ein, en engin ummerki hafa fundist um hugsanlegt föruneyti hennar þrátt fyrir leit, sem er merkilegt. Að sögn Sigurðar hefði kona af höfðingjaættum ekki ferðast ein; það var hættulegt og stöðu sinnar vegna hefði hún þurft þjónustulið. Eins má gera ráð fyrir því að lík hennar hefði verið sótt hefðu menn vitað til ferða hennar á þessum slóðum, hvað þá ef menn hefðu vitað hvar hún lést, segir Sigurður. Getgátur „Allt eru þetta tilgátur, og ekkert hægt að sanna. En þetta er svo sérstakt að mér finnst að við verðum að leita skýringa. Konan í Noregi fannst í grafreit, og var ríku legast búin þeirra sem þar fundust. En hún var samt ekki jörðuð með öðrum sem þar voru heldur í útjaðri grafreitsins. Þetta ýtir undir sérstöðu hennar í sam- félaginu, og þeirra beggja raunar,“ segir Sigurður. „Ef konurnar hafa verið seiðkonur, gæti það skýrt hvers vegna konan við Seyðisfjörð var ein á ferð og jafnvel einnig að hennar hafi ekki verið leitað, þar sem hún átti ef til vill ekki fjölskyldu hér og menn hafi jafn- vel borið fyrir henni óttablandna virðingu. Menn hafi því ekki vilj- að blanda sér í hennar mál, jafnvel ekki eftir dauða hennar.“ Sigurður bætir við að um allt land sé að finna sagnir um völv- ur og jafnvel staði þar sem sagt er að séu völvuleiði. Hvergi er þetta þó eins algengt og einmitt á Aust- fjörðum. Drottning og Fjallkona í mynd Allar þessar spekúlasjónir eru efni heimildarmyndar sem Ljósop ehf. er að vinna að í samvinnu við Forn- leifavernd ríkisins og Þjóðminja- safnið. Við gerð myndarinnar fóru Guðbergur Davíðsson kvikmynda- gerðarmaður og Sigurður til Norð- ur-Noregs og skoðuðu þar gripi drottningarinnar frá Hagbards- holmen á minjasafninu í Tromsø og skoðuðu grafreitinn og minjar frá 10. öld þar í grennd. Í ferðinni nutu þeir leiðsagnar norskra fornleifa- fræðinga og staðkunnugra áhuga- manna á svæðinu. Gert er ráð fyrir að heimildarmyndin verði tilbúin til sýningar á vetri komanda, en hún verður sýnd á RÚV. ÞRÍBLAÐANÆLAN Nælan, sem var ein af fimm, var steypt úr bronsi og gyllt að framan. Einnig fannst hringprjónn og járnhnífur af algengri gerð. Nælan er ein sinnar gerðar sem hér hefur fundist og aðeins sex á Norðurlöndunum eru sambærilegar. MYND/ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.