Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.07.2012, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 14.07.2012, Qupperneq 22
14. júlí 2012 LAUGARDAGUR22 Á þessum degi fyrir réttu 131 ári, hinn 14. júlí árið 1881, féll vígamaðurinn William H. Bonney, betur þekktur sem Billy the Kid (eða Billi barnungi fyrir lesendum bókanna um Lukku-Láka). Billy fæddist í New York borg, einhvern tíma í kringum 1860. Hann hafði þrátt fyrir ungan aldur getið sér orð sem einn kaldrifjaðasti byssumaður í villta vestrinu. Fyrsti maðurinn sem féll fyrir hendi hans var járnsmiður nokkur sem úthúðaði piltinum á krá. Vígaferill Billys hófst fyrir alvöru ári síðar, árið 1878 þegar hann og félagar hans stóðu fyrir morðinu á lögreglustjóra nokkrum sem Billy taldi að hefði staðið fyrir morðinu á John Tunstall, vinnuveitanda og vini Billys. Sögur herma að Billy hafi þá þegar haft sautján líf á sam- viskunni, einungis 18 ára gamall. Það er þó nokkrum vafa undirorpið og líklegra talið að hann hafi á ferli sínum drepið níu menn. Eftir að hafa verið á flótta um nokkurra mánaða skeið gaf Billy sig fram við lögreglu, en ríkisstjóri hafði áður gefið í skyn að honum yrði hlíft við dauðadómi. Þegar Billy varð síðar ljóst að ríkis stjórinn ætlaði ekki að standa við það, flúði hann úr prísundinni. Lögreglustjórinn Pat Garrett stýrði umfangsmikilli leit þar sem Billy og klíka hans voru á endanum umkringdir og gáfust upp. Billy var dæmdur til dauða og við uppkvaðn- inguna sagði dómarinn að hann yrði hengdur þar til hann væri „dauður, dauður, dauður!“ Billy svaraði því til að dómarinn mætti sjálfur „fara til helvítis, helvítis, helvítis“. Tveimur vikum áður en aftakan átti að fara fram, flúði Billy á ný og drap tvo fangaverði á flóttanum. Garrett fór aftur á stúfana og þremur mánuðum síðar hafði hann uppi á Billy, sem var í felum hjá vinafólki. Garrett komst inn í vist- arverur Billys og beið þar í myrkr- inu. Flóttamaðurinn var grandalaus þegar hann gekk síðar inn í herberg- ið og Garrett skaut hann til bana um leið. Garrett var ekki kærður fyrir drápið enda var Billy útlagi. Goðsögn Billys hefur lifað góðu lífi frá dauða hans, ekki síst þar sem Garrett sjálfur ritaði ævisögu hans. Skemmtilegar útfærslur hafa þó gengið um afdrif Billys og hermir ein þeirra að Billy og Garrett hafi verið vinir. Vel þekkt kvikmynd var gerð um þeirra samband þar sem tónlist Bobs Dylan var í einu aðal- hlutverkanna. Önnur saga segir að Billy hafi alls ekki verið drepinn heldur hafi hann lifað undir öðru nafni til ársins 1950. - þj Heimildir: History.com, Britannica.com og Vísindavefur HÍ ÚTLAGINN Billy the Kid var skotinn til bana fyrir 131 ári. Í ÞÁ TÍÐ: Árið 1881 „Billy the Kid“ veginn á æsileg- um flótta undan réttvísinni Pat Garrett skaut útlagann annálaða William H. Bonney, Billy the Kid, sem var á flótta undan réttvísinni eftir fjölda manndrápa í Villta vestrinu. Krossgáta Lárétt 1. Ógnum með kyrrviðri og kossum (10) 6. Þeir óðu eru frjálsir en svívirðilegir (9) 10. Grefst fyrir um hluta björgunarsveita (12) 11. Ræð við róleg, enda framsýn (7) 13. Fljót verður og vex (7) 14. Úrvalsklíkan tryggir framboðsréttinn (10) 15. Stúkulappar vilja stilltar stúlkur (10) 17. Iðnu nemarnir lesa um belju, háaloft og annir (11) 20. Gums og guðfaðir gefa gin eða kjaftforan sjónvarpskokk (6) 21. Rífleg renna í dansinn (7) 24. Tón temur, eru það börn? (6) 27. Meyjamerki boðar kynlegt hátterni karla (9) 29. Hraðfæðing og læti (6) 30. Málsháttur er talsmáti og tölugerð (8) 31. Kynfruma og rok mynda beitt orð (9) 33. Brunaklukka er svaka súr (6) 36. Marri kaus áverka (8) 38. Reyklaus fær óveðursleyfi (8) 39. Sé skussa leita raufa (6) 40. Sá natni öðlast leikni (8) 41. Leysir úr flækju borgar (7) 43. Á þessum bæ er gröf við gröf (6) 44. Dásömuð kom að er þess var óskað (8) 45. Miðlungshreyfing er lausnin (7) 46. Æla svona tertu sannar komu geimvera (6) Lóðrétt 1. Dans og tafl boða kúlur og kjuða (8) 2. Guð lími för með fallegum (10) 3. Lið dreifbýlisins verst árás stríðsflokkanna (12) 4. Andlegur leiðtogi Makka og Pésa (9) 5. Kyrrð hjá frekri og latri (8) 6. Vaða bein með nál í æð (7) 7. Þjáðumst sem börn með flokksæsku (8) 8. Hoppi grúppa yfir reipi (9) 9. Vélar fyrir stormker (6) 12. Nefni dráttinn séra doktor magister (10) 16. Er pláneta sár eða áll milli lands og eyja? (9) 18. Þúfa geymir safn í Örlygshöfn (7) 19. Sníkillinn snertir ótal lög (12) 22. Fiskveiðibransi drepur að innan (7) 23. Má nefna forboðnu frídagana tabúið? (11) 25. Mánaðarveigar fyrir hvali og nagdýr (7) 26. Gæsi með guðs hjálp (4) 28. Festa og fjarlægja (4) 29. Ruglað mengi kóra og lygara (9) 32. Mjaka viðbiti segir sá ofurþykki (7) 34. Fyrst spark, glefsa svo í þann sem tefur (7) 35. Geri varg tímans úr mýflugu (7) 37. Kassi ber ávexti kryddviðar (6) 38. Beygjum með beygjum (5) 42. Ölduskafl er þrep og sveifla (3) Vegleg verðlaun Lausnarorð Ef bókstöfunum í skyggðu reitunum er raðað rétt saman birtist niðrandi orð um kærkomna sumargesti. Sendið lausnarorðið í síðasta lagi 18. júlí næstkomandi á krossgata@frettabladid.is merkt „14. júlí“. Lausnarorð síðustu viku var Vikulega er dregið er úr inn- sendum lausnarorðum og fær vinningshafi eintak af bókinni Dauðadjúp frá Forlaginu. Vinningshafi síðustu viku var Hanna Lilja Guðleifsdóttir, Reykjavík, og getur hún vitjað vinningsins í afgreiðslu 365, Skaftahlíð 24. H E I M A K L E T T U R 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 F L Ó R S Y K U R Ó L Ö A G E L E O Æ R S L A D R A U G U R N Á S T S Æ T V Ð I G Ö T U S T R Á K A R Í S A F J Ö R Ð I A U O T Ð N N Ö A T G N S V I T A B A N D F S Í R A B A K K I E L I Ð U R Ó T M R U I N N I L E G A R A A U Ð É T I N N K I l E S P I Ð U N U N N U K L Æ Ð I L U S É R G Ó Ð A N I J t T Ó R V F n N U X A H R Y G G I E I N H Y R N I N G A R U F N I O N Ý A N E M A N D A N N T Á R A D A L U R A A R A Ð I I Á K Æ R U R É T T I N N B R U N N I Ð S T Ö Í A R I U N G V E R J A L A N D L J Á B R Ý N I Ð Ö U D L L N U M F E R Ð A R R Á Ð I Styrkir frá SORPU/ Góða hirðinum Ágóði af sölu nytjahluta í Góða hirðinum rennur til góðra málefna. Styrkirnir eru veittir til líknar- og félagasamtaka og er markmiðið að styðja fólk til sjálfshjálpar. Verkefnin geta til dæmis snúist um menntun, endurhæfingu og sjálfsbjörg og er sérstaklega leitast við að styrkir nýtist efnaminni börnum og ungmennum. Nánari upplýsingar eru á vef SORPU, www.sorpa.is. Umsóknarfrestur fyrir haustúthlutun er til 31.júlí. FÍ TO N / SÍ A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.