Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.07.2012, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 14.07.2012, Qupperneq 23
Kynningarblað Öryggiskerfi, sinueldar, stórbrunar, eldur í fatnaði, sumarhúsum og ferðahýsum. ELDVARNIR LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2012 &ÖRYGGISBÚNAÐUR Eldur og reykur eru ein mesta ógn sem getur steðjað að fólki á heimilum þess. Eldur getur valdið stórtjóni á íbúðum og innan- stokksmunum og í verstu tilfellun- um verður fólk fyrir miklu heilsutjóni og týnir jafnvel lífi. Því er afskaplega mikilvægt að gera allt sem hægt er til að minnka líkur á að eldur kvikni. Ef svo illa vill til að kviknar í er nauð- synlegt að hafa eldvarnir í lagi. Eld- varnir miða fyrst og fremst að því að tryggja líf og heilsu fólks. Í öðru lagi geta eldvarnir dregið verulega úr tjóni á eignum. Eitt mikilvægasta eldvarnartækið er reykskynjari. „Reykskynjarar eru lífsnauðsynlegir. Það er margsannað að þeir eru ódýr lífs- og eignavernd. Því f leiri reykskynjarar sem eru á heimilinu því betra,“ segir Ólafur R. Magnússon, deildarstjóri á forvarn- arsviði Slökkviliðs höfuðborgarsvæð- isins. Reykskynjarar þurfa að vera nægj- anlega margir, rétt staðsettir, vera af réttri gerð, vera í lagi og hafa góða rafhlöðu. Á nútímaheimili ætti að vera einn reykskynjari í hverju her- bergi. Sérstaklega á þetta við um barnaherbergi þar sem tölva, sjón- varp og hljómflutningstæki eru til staðar. Einnig þarf reykskynjara í stofuna, við eldhúsið, við þvotta- húsið, á ganga og í bílskúrinn. Reyk- skynjarar eiga að vera staðsettir eins hátt uppi og hægt er vegna þess að reykur stígur upp. „Það er góð regla að skipta árlega um rafhlöður í reyk- skynjurunum og gera það alltaf á sama tíma, til dæmis 1. desember,“ segir Ólafur. Gott er að hafa eldvarnateppi og handslökkvitæki á heimilinu. Þessi tæki geta komið í veg fyrir stórtjón sé þeim beitt tímanlega og með réttum hætti. Slökkvitækið á að vera staðsett á vegg nærri útgangi og eldvarnatepp- ið á vegg í eða nærri eldhúsi. Slökkvi- tæki þarf að yfirfara árlega. Flóttaleiðir verða að vera fullnægj- andi og allir íbúar verða að þekkja þær. „Ekki reikna með að allir viti hvert þeir eigi að fara og hvernig á að komast út ef kviknar í. Farið yfir leið- irnar og æfið flótta,“ segir Ólafur. Flestir þeir eldar sem kvikna á heimilum eru út frá rafmagni. Slökkvið á sjónvarpi, látið ekki rauða ljósið framan á tækinu loga. Notið aðeins fjöltengi með rofa, varist að hlaða of miklu af rafmagnstækjum á eitt fjöltengi. Nánari upplýsingar um for- varnir og notkun eldvarnartækja má finna á heimasíðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, shs.is. Eldvarnir eru lífsnauðsynlegar Reykskynjarar, slökkvitæki og eldvarnarteppi eru allt tæki sem geta komið í veg fyrir stórtjón.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.